Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Blaðsíða 2
14 - Fimmtudagur 19. júní 1997
|Dagur-'3Kntmn
LIFIÐ I LANDINU
Baráttan heldur áfram
Kvennabaráttan hefur verið eins og lækur við hliðina á meginfljóti stjórnmálanna og baráttan hefur verið til hliðar, segja Kvennalistakonurnar Kristín
Halldórsdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir. Myndir: EÓI
Framtíð Kvennalist-
ans er mikið rœdd
þessa dagana.
Kvennalistinn hefur
dalað í skoðana-
könnunum ogá
dögunum birtist ný
könnun í tímaritinu
Allt þar semfram
kemur að 83.5%
þjóðarinnar telja
hlutverki Kvenna-
listans lokið.
etta eru sláandi tölur fyrír
kvennalistakonur. Lííið í
Landinu heimsótti þær
Krístínu Halldórsdóttur og Guð-
nýju Guðbjörnsdóttur í tilefni
dagsins. Það er ekki að sjá
neinn bilbug á þingkonum
Kvennalistans. Þær eru leitandi
konur, leitandi stjórnmála-
menn, jafnvel sjálfgagnrýnar
sem er óvenjulegt fyrir stjórn-
málamenn. Hvað finnst þeim
um stöðu kvenréttindabarátt-
unnar á 19. júní, 1997?
Hvaö um þessa könnun, er
ykkur brugðið?
Kristín: Mér finnast þessar
tölur ekkert vondar og ég er
ósátt við hvernig þær eru túlk-
aðar. Það felst ákveðin afstaða í
því hvernig þær eru túlkaðar.
Að nýtt kvennablað skuli fara
svona af stað með árás á
Kvennalistann. Á forsíðunni er
sagt að tími Kvennalistans sé
liðinn.
Guðný: Og engin spurninga-
merki sett við það.
Kristín: Nei, nei. Mér finnst
þetta ósanngjörn meðferð.
Guðný: Gunnar Helgi Krist-
insson er að túlka þessar tölur
og hann segir að fyrir flokk
með 5% fylgi þá sé þetta nokk-
uð mikill stuðningur.
Kristín: Tæp 17% segja að
tími Kvennalistans sé ekki lið-
inn. Við getum velt fyrir okkur
hvernig við myndum bregðast
við værum við spurð svona.
Guðný: Er til dæmis tími
Framsóknarflokksins liðinn? Ég
myndi svara með já.
En er ekki ástœðan fyrir
þessu sú að mikið affólki í öðr-
um flokkum finnur til ákveðinn-
ar samkenndar með stefhumál-
um Kvennalistans þó að það
kjósi hann ekki? Það fólk sé
einfaldlega ekki sammála
hvernig Kvennalistinn leggur
upp baráttuna? Það er í raun
ekki hægt að leggja þessi 17%
upp sem fylgi við Kvennalist-
ann, finnst ykkur það?
Guðný: Nei, nei, alls ekki.
Það er kerfið sem er orðið úr-
elt. Ef spurt hefði verið um Al-
þýðubandalagið eða Al-
þýðuflokkinn og þess vegna
Framsóknarflokkinn ' myndu
margir segja að þeir væru líka
úreltir.
Kristín: Hins vegar getum við
ekkert horft framhjá því að
kvennalistakonur hafa frá upp-
hafi sagt að Kvennalistinn sé
tímabundin aðgerð. Þess vegna
höfum við á vissan hátt lagt
fólki þetta svar í munn. Við er-
um að velta þessu fyrir okkur
eins og aðrir. Erum við búnar
að ná þeim árangri sem stefnt
var að? Þar að auki er ekkert
óeðlilegt að það séu sterk við-
brögð gagnvart Kvennalistan-
um sem hefur frá upphafi verið
óþægilegt og áreitið utangarðs-
afl. Mjög margir hafa viljað
Kvennalistann feigan frá upp-
hafi og nánast beðið eftir tæki-
færinu til að
segja: Já, nú er
þetta búið hjá
þessum leið-
indakellum
þarna.
Guðný: Við
höfum verið
óvelkomið afl
inn í íjórflokka-
kerfið. Alþing-
ishúsið er t.d.
ekki ennþá bú-
ið að láta okkur
fá herbergi en
allir aðrir
flokkar eru
með þing-
flokksherbergi
og öll önnur framboð hafa bara
lifað eitt kjörtímabil.
Kristín: Það er að vísu ekki
pláss.
Guðný: Það er auðvitað við-
kvæðið en þetta sýnir bara að
það er alltaf verið að bíða eftir
því að við hverfum. Að það taki
því ekki að koma okkur fyrir.
Kristín: Þetta er kannski
eðlilegt viðbragð við óeðlilegu
ástandi. Og Kvennalistinn er
það.
Guðný: Það er sagt að
kvennabaráttan sé stöðnuð og
að aðrir flokkar hafi tekið yfir
okkar málefni og jafnframt er
talað um óeiningu innan
Kvennalistans. En hvað varðar
hina flokkana þá er engin þungi
í málunum samanber einkun-
ina sem hinir flokkarnir fá í
Allt. Við höfum alltaf verið með
þessi mál á oddinum, reyndar
ekki fengið tækifæri til að fylgja
þeim eftir í ríkisstjórn. Og ég vil
alls ekki viðurkenna stöðnun í
kvennabaráttunni. Þegar við
byrjum ‘82 þá tölum við um
kvennamenningu, reynsluheim
kvenna og þetta kallar á
ákveðna samstöðu svipað og
„black is beautiful,“ við segjum:
það kvenlega er gott og fallegt.
Á þessum tíma
hafði þetta
mikinn hljóm-
grunn. Síðan
kemur þessi
áhersla
kvennafræð-
anna á marg-
breytileika
kvenna. Við
getum ekki
bara sagt að af
því við erum
allar konur þá
eigum við eitt-
hvað sameigin-
legt. Með þessu
er hætta á eðl-
ishyggju. Það
hlaut að koma að því að þetta
springi; við erum menntaðar og
ómenntaðar, litlar, feitar og
mjóar og allavega. Fyrir kosn-
ingarnar ‘91 þá héldum við
okkur við samstöðuna og að
konur séu eins á grundvelli
reynslunnar, sem er að mörgu
leyti rétt og við segjum það
ennþá. Það sem við höfum verið
að fjalla um á okkar fundum
núna úti á landi eru svokallað-
ar „mainstreaming“ hugmyndir.
Það þarf meirihlutafl
Hvað eru „mainstreaming"
hugmyndir?
Kristín: Ég hef kallað þetta
samþættingu. Kvennabaráttan
hefur verið eins og lækur við
hliðina á meginfljóti stjórnmál-
anna og baráttan hefur verið til
hliðar, stundum eins og straum-
þungur lækur í vorleysingum og
stundum lygn og lítið áberandi.
Samþættingin felst í því að veita
þessum læk inn í meginstraum-
inn. Þannig að jafnréttismál séu
fléttuð inn í allt, séu ekki bara
sérmál sem er lokað inni í
ákveðnum hópum eins og
Kvennalistanum, jafnréttisráði,
kvennréttindafélögum o.s.frv.
Að þetta sé eins og talað er um
umhverfismálin þannig að hver
ákvörðun sé skoðuð út kvenna-
sjónarmiði.
Guðný: Þessi umræða er búin
að vera í gangi á Norðurlönd-
unum í 3-4 ár og hefur haft pól-
itískt vægi bæði hjá Brundtland
og Monu Salin. Þær byrja á því
að segja að þær vilji að konur
komist í ráðherrastóla og við
viljum að þessi mál komi í
gegnum allt. Jafnréttissjónar-
mið eiga að vera ráðandi alls-
staðar. Við höfum hér pólitískt
apparat sem er samkeppnislög
og samkeppnisráð og svo jafn-
réttislög og jafnréttisráð. Það er
pólitískur vilji fyrir þessu fyrra
þannig að það má ekki breyta
bönkunum, það má ekkert gera
hér sem stríðir gegn samkeppn-
islögum. Það er ekki þessi póht-
íski stuðningur hér fyrir jafn-
réttisráði og jafnréttislögum.
Þess vegna er alltaf verið að
brjóta jafnréttislög og það ger-
ist ekkert. í Noregi var þessi
pólitíski vilji og þar gerist eitt-
hvað. í þeim umræðum sem eru
núna framundan hvort sem er
við aðra flokka eða í Kvenna-
listanum einum sér, munum við
leggja mjög mikla áherslu á
þetta. Til þess að þessar hug-
myndir um samþættingu virki
vel þá þarf meirihlutaafl. Við
höfum aldrei verið í þeirri stöðu
að geta fylgt þessu eftir í reynd.
Þarf að setja refsiákvœði inn
í jafnréttislög?
Guðný: Það getur vel verið
að það sé nauðsynlegt. Það er
óviðunandi að það sé eilíflega
hægt að brjóta þau án þess að
nokkuð gerist.
Kristín: Það er ekki nægilegt
valdboð í jafnréttislögunum.
Það eru ákvæði um að stuðla
skuli að o.s.frv. Það er talað um
að tilmælum sé beint til fyrir-
tækja um að þau bæti konum
upp það misrétti sem þær
kunna að hafa orðið fyrir.
Kannski ætti að sekta fyrirtæki
og stofnanir fyrir að brjóta
þessi lög.
Töpuðum
fjölmiðlastríðinu 1987
Voru það mistök að fara ekki í
ríkisstjórn 1987?
Kristín: Því getur maður í
raun ekki svarað vegna þess að
við höfum bara aðra leiðina.
Eftir á að hyggja og í Ijósi
stöðu Kvennalistans í dag, voru
það mistök?
Kristín: Ég veit það ekki.
Stundum finnst mér að það hafi
verið mistök, að við hefðum
getað náð ýmsu fram en þó var
það okkar mat á þessum tíma
að göinlu flokkarnir væru ekki
tilbúnir. Nei, þetta voru ekki
mistök en við töpuðum íjöl-
miðlastríðinu. Þrátt fyrir sigur-
inn ‘87 þá vorum við minnstar,
við vorum þó bara sex og við
vorum að ræða við Sjálfstæð-
isflokkinn sem var með
rúmlega tuttugu þingmenn og
Alþýðuflokkinn sem var með
10. Við vorum ákveðnar að við
færum ekki í stjórn með þess-
um sterku öflum án þess að
setja verulegan mikinn lit á þá
ríkisstjórn. Við settum fram
ákveðnar kröfur sem voru
byggðar á þeim áherslum sem
við lögðum upp með í kosninga-
baráttunni. Þegar ekki var
gengið að því, þá sögðum við
bara: Sorrý Stína, þið eruð ekki
tilbúnir. Þessa staðfestu og
Við hófum gagn-
rýnt verkalýðs-
hreyfinguna í
gegnum tíðina.
Okkur hefur ekki
fundist vera nœgi-
legur vilji til að
taka á þessum
rnálum þar.