Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Blaðsíða 11
jDagur-ÍIImTÍmt Fimmtudagur 19. júní 1997 - 23 VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Vigdís svarar í símann í dag að venju, mUli klukkan 9 og 10. Ertu með spurningu, viltu ráð eða viltu gefa, skipta eða ... láttu Vigdísi vita í síma 460 6100. Algjör trúnaður og nafnleynd ef þú vilt. Símbréf til Vigdísar? Pá er númerið 551 6270. Tölvupóstur til Vigdísar? Þá er netfangið vigdis@itn.is HVAÐ Á ÉG AÐ GERA? Borgar sig að skipta um íbúð? Ég er ekkja og börniti mín eru öll farin að heiman. Ég bý í 5 herb. 120 fm. íbúð í blokk og það er alllaf verið að segja mér að fara í minna húsnœði, þetta sé allt of stórt og dýrt fyrir mig. Mér finnst dálítið mikið mál að þrífa og halda íbúðinni við, en kann hinsvegar afskaplega vel við mig í blokkinni, hef búið þar í 17 ár og þekki alla íbúana. Svo koma barnabörnin stund- um í heimsókn, þó það sé ekki oft og þá gista þau oft hjá mér. Svo er ég í vafa um að ég grœði eitthvað á skiptunum en af því að œttingjar mínir eru svo ákveðnir, þá veit ég ekki alveg hvað ég á að gera. Sjónvarpið Sjónvarpið er skrítin skepna. Þegar höf. var að alast upp í Bústaða- hverfinú var sjónvarpseign landsmanna lítil sem engin og aðeins ein útvarpsrás. Fréttir höfðu menn þá úr ríkisútvarpinu tvisvar á dag eða svo og svo voru dagblöð- in. Og af því að miðlarnir voru ekki fleiri eða öflugri, þá var ýmislegt fréttnæmt í blöðunum. Fólk hafði semsé ekki heyrt eða séð allar fréttirnar í útvarpi eða sjón- varpi og þar af leiðandi var fréttum sýnd tilhlýðileg virð- ing. Á fyrstu árum sjónvarps var íslensk sjónvarpsauglýs- ingagerð á byrjunarstigi eins og gefur að skilja og margir auglýsendur ekki enn farnir að skilja á milli pronlmiðla og sjónvarps. Samt sem áður og kannski einmitt þess vegna eru margar af þessum fyrstu auglýsingum okkur enn kærar. Hver man t.d. ekki eftir hinum frægu Kor- ona fötum eða Ljóma smjör- Mér finnst það vega þungt að þú kannt vel við þig. Það fylgir reyndar ekki sögunni hvar íbúðin þín er, eða hvað þú myndir fá fyrir hana í sölu, en því miður er það allt of oft svo, að þegar fullorðið fólk er að minnka við sig, þá sparar það í rauninni allt of lítið miðað við fyrirhöfnina og það að fólk er að fara úr umhverfi sem það þekkir og kann á. Það er ákaf- lega erfitt að ráðleggja heilt í svona máli, helst myndi óg vilja segja þér byrja á því að skoða vel hug þinn um hvort þú í raun vilt fara úr íbúðinni þinni. Hvað varðar þrifnaðinn á ihúðinnni, þá átt þú sjálfsagt rétt á því að fá heimilihjálp og ættir að at- huga það. Ef þú ræður við af- borganir og greiðslur af henni, líki. „Veistu hvað ljóminn er ljómandi góður? var sungið og allir þekktu lagið. Eða Trölli, sparibaukurinn sem geymdi gullið í liöfði sér og allir krakkar áttu. Já, ein- hvern veginn finnst manni þessar auglýsingar vera svo einlægar og geðþekkar þeg- ar hugsað er til baka. Þær þóttu líka mikið skenuntiat- riði þó ekki fari allir í spor Kóka Kóla fyrirtækisins sem hreinlega eignaði sér jólin með auglýsingum sínum. Það var alveg á hreinu að jólin voru í nánd þegar sung- ið var „I like to teach the world to sing“ af fallegum kór marglitra ungmenna með kerti í Woodstock stíl eða þegar lítill drengur kom trítlandi niður stiga í glæsi- legu húsi til þess að finna þar jólasvein sem brosti fal- lega og drakk úr kókilösku. En nú er öldin önnur. Höf. gerir ekki mikið af því að horfa á sjónvarp en þá sjald- an sem það gerist eru aug- lýsingar oft mikil heilabrot. Sumar eru jú nokkuð hrein- ar og beinar og maður veit alveg hvað verið er að aug- þá er sennilega best fyrir þig að vera áfram í henni. Ef þú hins vegar ert í vand- ræðum með kostnaðinn, þá gætir þú athugað hvort það losnar minni íbúð í sömu blokk eða í nágrenninu til að álagið við að flytja verði sem minnst. Það er best að ráðfæra sig við góðan fasteignasala um sölu- verð og kostnað í kringum skiptin og láta hann reikna út hvað sparast í raun og veru, þegar allur kostnaður við skipt- in hefur verið greiddur. lýsa. En æ oftar kemur það fyrir að það er ekki fyrr en á síðustu sekúndum auglýsing- arinnar, jafnvel ekki fyrr en henni er lokið og einhver texti birtist að markmið myndskeiðsins verður ljóst. Höf. er alveg viss um það, að á mörgum heimilum er það fjölskylduleikur að reyna að geta upp á því hvað verið er að auglýsa í það og það skiptið. Tilgangurinn með þessum feluleik er óljós en kannski það sé plott, sem ætlað er til þess halda fólki við sjónvarpið á meðan aug- lýsingar eru leiknar. Að fólk sé svo forvitið að það vilji fyrir alla muni komast að því hvert samhengið er á milli hálfnakins fólks, fljúgandi furðuhluta og skinku, ásamt talsverðum hávaða sem í fljótu bragði virðist engan veginn vera hægt að tengja nokkru því sem á skjánum sést. Nei, ég vil þá heldur aug- lýsingar sem sýna það sem verið er að auglýsa hverju sinni, takk fyrir og geyma heilabrotin fyrir X-íiles. Til umhugsunar TEITUR ÞORKELSSON skrifar Kynlíf eftir hjónaband? Eftir nokkur ár í hjóna- bandi fannst þeim kynlífið vera orðið hálfglatað. Þau slökktu ljósin og fóru í gegnum gamla örugga prógrammið nokkrum sinnum í mánuði. Ekkert gaman lengur, hefðu getað gert þetta steinsofandi. Og áttatíu prósent para segja kynlíf sitt verða rútínukennt og tilbreytingarlaust eftir nokkur ár í hjónabandi. Lítil kynlöngun og óspennandi kynlíf eru aðal- umkvörtunarefnin og svo sofn- ar hann alltaf um leið og hann er búinn að fá það. Hefðbundin ráðgjöf hefur falist í því að kveikja á kertum, nudda hvort annað og brjóta rútínuna með því að krydda ástarlífið. En fjöldi fólks er í raun ein- mana með makanum í rúminu þó þau hamist við að krydda og skipti bómullarnáttfötunum út fyrir vínrautt silki. Lausnin felst ekki í því að prófa endalausar framandi stellingar og hjálpar- tæki kynlífsins heldur í því að láta þrár sínar rætast, sýna á sér framandi hlið sem er raun- verulegur hluti manns. Ef inni- leikann vantar í sambandið þarf parið að endurnýja sín nánu kynni. Kvíðinn, hraðari öndun og hjartsláttur, sem eðli- lega fylgir því að stinga upp á einhverju nýju í gömlu sam- bandi hjálpar jafnvel til. Það voru ekki margir í fullkomnu jafnvægi við fyrsta kossinn. En hann var góður fyrir því. Auglýsing um fram- lagningu kjörskrár við biskupskosningu Kjörstjórn við biskupskosningu hefur í sam- ræmi við lög um biskupskosningu nr. 96/1980, sbr. lög nr. 91/1997, samið kjörskrá vegna bisk- upskjörs sem fram fer á þessu ári. Kjörskráin liggur frammi til sýnis í biskupsstofu og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til 15. júlí 1997. Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist formanni kjörstjórnar í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu fyrir 16. júlí 1997. Reykjavík, 16. júní 1997. Þorsteinn Geirsson, Jón Bjarman, Esther Guðmundsdóttir. Auglysmg ííi um innritun aísaaaa nýnema Heilbrigðisdeild: Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfun Kennaradeild: Grunnskólakennaranám Leikskólakennaranám Rekstrardeild: Rekstrarfræði Iðnrekstrarfræði Framhaldsnám í gæðastjórnun Sjávarútvegsdeild: Sjávarútvegsfræði Matvælaframleiðsla Umsóknarfrestur nýnema fram- lengdur til 25. júní nk. Ákveðið hefur verið að kennsla í iðjuþjálfun hefjist við heilbrigðisdeild Háskólans á Akur- eyri á þessu hausti. Umsóknarfrestur er til 25. júní nk. og er einnig heimilt að sækja um ann- að nám til þess tíma. Með untsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskír- teinum. Með umsókn skal fylgja 25% skrásetningar- gjalds, kr. 6.000,- sem er óafturkræft fyrir þá nem- endur sem veitt er skólavist. Skilyrði fyrir innritun í háskólann er stúdentspróf eða annað nám sem stjórn háskólans metur jafngilt. í framhaldsnám í gæðastjórnun gilda þó sérstök inntökuskilyrði um B.Sc. gráðu í rekstrarfræði eða annað nám sem stjórn háskólans metur jafngilt. Á fyrsta ári í heilbrigðisdeild er gert ráð fyrir að fjölda- takmörkunum verði beitt. Þannig verið fjöldi þeirra 1. árs nema sem fá að halda áfram nárni á vormiss- eri 1998 takmarkaður við töluna 30 í hjúkrunar- fræði og 15 í iðjuþjálfun. Á fyrsta ári leikskólabraut- ar í kennaradeild verður fjöldi innritaðra nemenda takmarkaður við 40. Með umsóknum um leik- skólakennaranám þurfa auk afrits af prófskír- teinum að fylgja upplýsingar um starfsferil og meðmæli tveggja aðila. Umsóknarfrestur unt húsnæði á vegum Félagsstofn- unar stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1997. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á skrifstofu háskólans, Sólborg, 600 Akureyri, sími 463 0900, frá kl. 8-16. Upplýsingar um húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri veitir Jónas Steingrímsson í síma 894 0787 og 463 0968. Háskólinn á Akureyri.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.