Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Blaðsíða 3
^Dagur-'ffittmmx Fimmtudagur 19. júní 1997 - 15 LIFIÐ I LANDINU trúnað við hugsjónirnar kunni fólk mjög vel að meta. Við höf- um aldrei farið hærra í skoð- anakönnunum en 9 mánuðum eftir þetta, fór- um í rúmlega 30%. Þegar rík- isstjórn Þor- steins Pálsson- ar springur og ný er mynduð á þrem til íjórum dögum þá voru margir óánægðir með að við skyldum ekki fara í þá ríkisstjórn. Okkur Ieist ekkert á blikuna þá, okkur fannst ekki rétt staðið að hlut- unum og við vorum kannski dá- lítið merkilegar með okkur. Við vorum með mjög hátt fylgi í skoðanakönnunum (hlær) og fannst ijandi hart að hinir, sem höfðu lélegt fylgi, væru að draga okkur inn. En ég held í raun og veru að við höfum ekki gert vitleysu en því miður þró- uðust hlutirnir á annan veg en æskilegt var og við töpuðum þessu Ijölmiðlastríði. Nú var farið að segja að við værum bara andófsafl, að við þorðum ekki. Sá stimpill var settur á okkur. Við hlógum að því og sögðum hvað er djarfara, áræðnara að stökkva út í sund- laugina eins og við gerðum ‘82 og ‘83. Stofnuðum ný samtök og sögðum: Við getum, þorum og viljum. Svo var sagt: Þið þor- verið að brjóta jafnréttislög og það gerist ekkert. hefðu verið í einhverjum partý- stfl. Kristín: Það er ekki rétt. En hins vegar komu þeir í heim- sókn til okkar og það var Þess vegna er alltaf mjög gaman. Þetta var í framhaldi af einhverri for- setaheimsókn. Guðný: Ég held að við sem vorum ekki inni í þessu en vorum samt í Kvennalistanum og fylgdumst með öllum fundum, við fengum ofsalega mismunandi sýn á um- ræðurnar. Eftir fundina innan Kvennalistans þá var maður alltaf sannfærður um að þetta hefði verið rétt, að fara ekki í þessa rfldsstjórn. Þeir vildu ekki gangast inn á okkar for- sendur og þannig var málið presenterað innan Kvennalist- ans en svo heyrðum við alltaf öðruvísi tón utanfrá. Þetta voru mistök, þið þorðuð ekki, þið gerðuð ekki rétt. Þannig að það var alveg eins og hvítt og svart að heyra söguna innanfrá og utanfrá. Kristín: Þetta var mjög spennandi og skemmtilegur tími. Þetta var í fyrsta skipti sem við áttum í raunverulegum stjórnarmyndunarviðræðum þó að við höfum alltaf komið eitt- hvað að þeim þá hefur það Höfum sagt frá upphafi að Kvennalistinn sé tímabundin aðgerð, segir Kristín Hallldórsdóttir, ið ekki, og mór fannst það hlægilegt en auðvitað er mjög auðvelt að búa til svoleiðis mynd. Þennan óþægilega stimp- il erum við búnar að hafa á okkur síðan. Guðný: Þorsteinn Pálsson var að segja mór frá þessum um- ræðum og sagði að þið hefðuð hist heima hjá Danfríði (Skarp- héðinsdóttur, innsk. blm.). Varst þú með í þessum umræðum? Kristín: Já, já. Guðný: Heima hjá Danfríði? Kristín: Nei, það er ekki rétt. Þau komu einu sinni í smá íjör þar. Guðný: Jæja, hann setti þetta þannig upp: Við sátum heima hjá Danfríði, vorum að ræða þetta og þetta og þið vilduð ekki gangast inn á þetta og þetta. Kristín: Nei, þetta var allt- saman inni í Rúgbrauðsgerð og alveg afskaplega settlegt. Guðný: Jæja, mér fannst dáldið skrítið að heyra að stjórnarmyndunarviðræður aldrei gengið svona langt og við liöfðum sterka stöðu. Þó að við værum minnstar þá var mikil stemmning fyrir Kvennalistan- um og það skynjuðu þeir og vildu nýta sér. Ég vissi að það voru sterk öfl á bakvið okkur, t.d. Kvennalistann og Sjálfstæð- isflokkinn. Þeir sögðu marga í baklandi Sjálfstæðisflokksins brýna að láta nú ekki kerling- arnar fara með þá hvert sem er. Það var mikill titringur. Þetta var raunverulegt tækifæri og líka haustið ‘88 en það var minna spennandi þá. Kvennalistinn hefur skipt máli! 19. júní, 1997, rennur upp og flestir eru sammála um það að Kvennalistinn hafi breytt mjög miklu máli í íslenskum stjórn- málum. Hann hefur haft áhrif á umrœður og stefnumál annarra flokka, hann hefur fjölgað kon- urn á þingi. En hefur hann breytt einhverju fyrir fisk- KVENNALISTINN Mjög margir hafa viljað Kvennalist- ann feigan frá upphafi og nánast heðið eftir tœkifœr- inu til að segja: Já, nú er þetta búið hjá þessum leið- indakellum þarna. vinnslukonuna á Húsavík, fisk- vinnslukonuna fyrir austan eða fiskvinnslukonuna í Vest- mannaeyjum? Kristín: Ég held að Kvenna- listinn hafi breytt öllu landslagi kvenna. Hvort sem um er að ræða fiskverkunarkonuna eða opinberu starfskonuna eða hvern sem er. Þessi barátta og starf Kvennalistans hefur skipt mjög miklu máli fyrir íslenskar konur. Ekki þannig að þær séu sammála. En konur hefur skort fyrirmyndir og þær þurfa að sjá konur ná árangri. Kvennalist- inn hefur skipt máli upp á það að gera, konur hafa eflt sjálfs- mynd sína og öðlast sjálfs- traust. Guðný: Þegar við byrjum ‘82 þá eru dagvistarmál í algerum ólestri. Skóladagurinn er mjög stuttur. Þjóðfélagið hafði kallað á konur út á vinnumarkaðinn en hafði ekki breyst í takt við það. Þetta var okkar krafa þá. Ég held að á langflestum stöð- um úti á landi þá hafi þetta lag- ast alveg gífurlega. Ekki bara fyrir tilstilli Kvennalistans en þetta voru kröfur sem við byrj- uðum með og hinir hafa tekið upp og þykja sjálfsagðar. Það þykir alveg sjálfsagt að það séu dagheimili út um allt land og að skóladagurinn lengist og verði einsetinn. Það sem hefur hins vegar ekki tekist er að afnema launamisréttið. Kristín: Það eru stærstu von- brigðin. Það er mjög sérkenni- legt að þetta skuli ekki hafa fengið meira vægi í t.d. kjara- samningunum sem nú var verið að gera. Guðný: Hjúkrunar- fræðingar voru nú eitthvað að semja á þess- um nótum eða það var orðað þannig. Þessi nýi vinnutíma- samningur sem er nú umdeild- ur en það ættu að nást ein- hverjar leið- réttingar í gegnum hann fyrir hjúkrun- arfræðinga sem er dæmigerð kvennastétt. Læknar eru þegar orðnir æfir. En við höfum gagnrýnt verka- lýðshreyfinguna í gegnum tíð- ina. Okkur hefur ekl i fundist vera nægilegur vilji til að taka á þessum málum þar. Kvennalistinn er meiri stofnun Kristín: Við vorum frábrugðnar rauðsokkum á sínum tíma vegna þess að við vorum með jákvætt innlegg. Við vorum ekki að berjast gegn körlum, við vorum að berjast fyrir konur. Kvennalistinn kom fram sem jákvætt afl. Það var svo mikil gleði og við svo jákvæðar en nú erum við ásakaðar fyrir að vera neikvæðar og nöldrandi. Gagn- rýnar óánægjukerlingar, þó hef- ur ekkert breyst nema hvað að við erum búnar að vera svo lengi að gagnrýna. Er gleðin horfin úr Kvenna- listanum? Kristín: Hún hefur breyst. Það vantar ekki gleðina þegar við komum saman. Mér finnst gaman að minnast þessara fyrstu ára. Það var svo mikil sköpunargleði í gangi eins og er þegar verið er að gera eitthvað nýtt. Maður horfist í augu við ákveðin háska og allt er spenn- andi. Við höfum verið óvelkomið afl inn í fjórflokkakerfið, segir Guðný Guðbjörnsdóttir. Guðný: Kvennalistinn er orð- in meiri stofnun. Núna fáum við svo og svo mikinn pening sem þingflokkur. En áður fyrr vor- um við seljandi, sultutau og gamlar flíkur. Allar voru að leggja sitt af mörkum. Það var mikið grasrótarstarf sem smátt og smátt hefur dvínað. And- rúmsloftið hef- ur breyst. Stundum er sagt að stjórn- málaflokkar séu aðeins verkfœri eða tœki til að koma í gegn breytingum. Er kominn tími til að skipta um verkfœri? Kristín: Það er mikill vilji fyrir því innan Kvennalistans að halda áfram að bjóða fram, hvernig sem það yrði gert. Ein- ar sér eða í samvinnu við aðra. Guðný: Ég er sammála Krist- ínu í því að hlutverki Kvenna- listans er ekki lokið. Allir stjórnmálaflokkar fá mjög lé- lega einkunn í jafnréttismálum. Kvennalistinn hefur betri for- sendur heldur en flestir aðrir til að vinna að úrbótum í jafnrétt- ismálum og ég er sannfærð um að Kvennalistinn hafi áfram er- indi í íslenskum stjórnmálum. En við verðum lfka að velta fyr- ir okkur við viljum vera áfram lítill flokkur í stjórnarandstöðu. Ég tel æskilegt að við verðum aðilar að stærra afli sem hefur meiri pólitísk áhrif. Kristín: Það er mikið talað um að við þurfum stórt, sterkt afl en Kvennalistinn er dæmi um lítinn flokk með mikil áhrif eins og Svavar Gestsson hefur sagt. Ég held að sú umræða sem nú er í gangi sé geysilega mikilvæg. Miklu máli skiptir að hún leiði til góðs. Okkur er efst í huga að tryggja framgang kvennabaráttunar áfram og hún mun gera það þó svo að Kvennalistinn setji punkt fyrir aftan sitt starf. Það er margt ógert. Ég tala bara fyrir mig en held að það sé algeng skoðun innan Kvennalistans og von að Kvennalistinn og starf hans leiði af sér eitthvert framhald á hugmyndum og hugsjónum hans. Kannski eitthvert afl kvenna og karla þar sem hægt væri að starfa saman í gagn- kvæmri virðingu fyrir sjónar- miðum og vinnubrögðum hvors annars. Hvernig það verður er svo aftur spurningin sem um- ræðan gengur út á. rm

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.