Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Side 2
14 - Laugardagur 21. júní 1997
|Dagur-'3ImTmn
Bamahomkí
Mjallhvít í
Húsdýragarðinum
Fyrir furðulega krakka er
stórskemmtilegt að fylgjast með
Furðuijölskyldunni dularfullu
þegar hún er á ferð um Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinn. í
dag er Furðuijölskyldan til
dæmis að sjá Mjallhvíti og
dvergana sjö og í veitingatjáld-
inu í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinum. Ókeypis er inn á sýn-
inguna og því um að gera að
drífa sig á staðinn.
Krakkaveisla
Krakkaveisla verður við DV-
húsið í Þverholtinu í Reykjavík
á morgun frá 14-19. Krakka-
klúbbur DV er fimm ára og
heldur upp á afmælið sitt með
skemmtun fyrir alla fjölskyld-
una, hljómsveitum, Magnúsi
Scheving og ýmsum skemmti-
legheitum. I Þverholtið geta all-
ir veisluglaðir komið.
Skátamót
Það er um helgina sem skátar
ætla að hittast í Kjarnaskógi við
Akureyri. Þeir halda þar veg-
legt skátamót sem gaman er
fyrir krakka á öllum aldri að
kíkja á og hlusta á skátana
syngja „Kveikjum eld“.
Gaman í sundi
Út um allt land er verið að opna
nýjar og spennandi sundlaugar.
Hvernig væri að bregða sér í
sund með fjölskyldu eða góðum
vinum. Sitja undir sveppi og
renna sér eina bunu.
Gísli Björgvin
Gíslason, 6 ára
„Núna er lang
skemmtilegast
að vera í fót-
bolta. Mér
finnst gaman
að keppa við
strákana,
kannski lika stelpurnar, en þær
eru ekki alveg eins góðar og
við.“
Karl Ásgeir
Geirsson,
7 ára
„Mér finnst
skemmtilegast
að leika mér úti
og þá í apaleik.
í honum erum
við að klifra og
það fáum við að gera í sport-
kennslunni sem ég er í í sumar-
vistuninni. Síðast vorum við að
klifra í skipinu úti og það er
fjör.“
Tumi Bjartur
Valdason, 6 ára
„í sumarvist-
uninni á Akur-
eyri hefur mér
fundist gaman í
apaleiknum í
sportkennsl-
unni. Hann er
aðalmálið. Annars er skemmti-
legt að hitta vini sína, vera með
þeim og fara í sund sem er frá-
bært.“
LIFIÐ I LANDINU
Óskar H. Óskarsson er karlmaður-
inn sem sýndi af sér það fádæma
hugrekki að verða fyrstur karla til
að sitja í ritnefnd Kvenréttindafé-
laosins við útgáfu 19. júní.
I^pms viö utgafu 19. jum.
Sá hugrakki heitir Oskar
Óskar H. Óskarsson
guðfrœðinemi er
eini karlmaðurinn
sem setið hefur í
ritnefnd 19. júní.
Hann var sá eini í
sjö manna nefnd og
líkaði vel. Hver er
hann þessi hug-
rakki maður?
að var komið að máh við
mig og ég ákvað að slá til.
Það tengdist því líka að ég
er jafnréttissinnaður og hef
áhuga á jafnréttismálum, ég sit
í jafnréttisnefnd Stúdentaráðs
og hef áhuga á jafnréttismálum
innan kirkjunnar. Þar vil ég sjá
gerða bragarbót á. Það má ekki
einskorða umræðuna við kynin
heldur á að horfa á þessi mál í
víðara samhengi," segir Óskar
H. Óskarsson guðfræðinemi.
Félagsmálaforkur
Óskar er mikill félagsmálafork-
ur og sérlegur áhugamaður um
jafnréttismál. Hann er formað-
ur félags guðfræðinema og situr
í jafnréttisnefnd Stúdentaráðs.
Hann hefur mikinn áhuga á
jafnréttismálum innan kirkj-
unnar en þegar hann er spurð-
ur um stuðning við séra Auði
Eir í komandi biskupskjöri seg-
ist hann þó ekki vera það neitt
endilega. Umræða og upplýs-
ingar um biskupsefnin hafi ver-
ið af skornum skammti.
Frá Laugarvatni
„Það þarf að fara fram miklu
meiri umræða um þetta. Kirkj-
an er svo lokuð. Hún þarf að
opna sig þannig að almenning-
ur geti fylgst með því sem er að
gerast innan kirkjunnar og
kynnt sér biskupsefnin,“ segir
hann.
Óskar er 24 ára gamall frá
Laugarvatni. Hann starfar í
sumar á Kleppsspítala en á vet-
urna er hann í ýmsum auka-
störfum samhliða námi, meðal
annars æskulýðsstarfi á vegum
kirkjunnar. -GHS
Konur í
messu
Konur létufara vel
um sig þar sem þœr
sátu í grasinu í
kvennamessunni
við Þvottalaugarn-
ar í Laugardalnum
á 19. júní. Það var
séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir sem
predikaði í blíðviðri
og góðri stemmn-
ingu. Nokkur
hundruð konur
söfnuðust saman
við laugarnar en
einnig mátti sjá tíu
til tólf karla.
I kvennahópnum mátti sjá
nokkra karla, meðal ann-
ars þessa tvo, sem voru
nógu víðsýnir og kannski
„hugrakkir" tii að mæta.
Myndir: Pjetur
Konurnar létu fara vel um sig í grasinu og sumar þeirra settu upp skemmtileg höfuð-
föt á þessum fallega degi.
^ílikur Var ,...
yf'rhv°«alaZCÍrÍnanrað