Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Side 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Side 3
^Dagur-Œtmirat Laugardagur 21. júní 1997 -15 LIFIÐ I LANDINU Hamingj uhelgi Á meðan þeir fullorðnu eru við andlega og lík- amlega rœkt geta börn- in leikið sér í vísinda- smiðju, sköpunar- smiðju, leiksmiðju, nú eða smiðju með brúðu- gerð. Þriðja sumarhátíð Sólstöðuhópsins „í hjartans einlægni" stendur nú yfir að Laugalandi í Holtum. Þarna kem- ur fólk með sitt tjald, svefnpoka og nesti og hlýðir á fyrirlestra og fer á námskeið um lífsgildin, ástina, vin- áttuna, virðinguna, trúna og annað jákvætt og gott. Fjöldi listamanna og fræðimanna kemur að þessari hátíð þar sem ætl- unin er að kynslóðirnar sameinist og rækti hin jákvæðu lífsgildi að sjálf- sögðu án vímuefna. Sólstöðuhópur- inn á sér þann tilgang að koma af stað hreyfingu í átt að betra lífi og langar í „hjartans einlægni" að hvetja til þess að við lifum saman í sátt, að við sýnum hvert öðru virð- ingu, traust og ábyrgð. Náttúruleit „í nútíma þjóðfélagi veitir ekki af já- kvæðri hvatningu. Gildi eins og nánd, ást, virðing og friður verða í heiðri höfð á hátíðinni hjá okkur,“ segir Inga Stefánsdöttir, sálfræðingur og dagskrárstjóri sumarhátíðarinnar. Hún ætlar að vera með námskeið um hamingjuna. „Ég ætla að íjalla um val fólks til að lifa hamingjusömu lífi. Ég hugsa þetta aðallega út frá þeim hraða sem við lifum á og í og þá nauðsyn að við gírum okkur aðeins niður. Að menn „Við strunsum flest í gegnum lífið án þess aðfatta að lifa þvi og mig langar að fá fólk á námskeiðinu til að íhuga þetta og þá á hvaða leiðþað er. “ finni sinn takt og hlusti á sjálfa sig og finni út hvers þeir sakna úr lífi sínu. Við strunsum flest í gegnum lífið án þess að fatta að lifa því og mig langar að fá fólk á námskeiðinu til að íhuga þetta og þá á hvaða leið það er.“ Á þessu námskeiði, sem og á öðr- um á hátíðinni, vinnur fólk ýmis verkefni. Inga sendir m.a. alla út í náttúruna til að finna kyrrðina og taktinn í henni. „Við verðum öll að finna okkar eigin skilgreiningu á hamingju en ég segi fyrir mig að ef að ég er sátt við sjálfa mig, aðra og guð þá líður mér vel. En auðvitað getur maður síðan gert líf sitt ríkara, bætt það enn frekar með ýmsu.“ Sumarhátíðin „f hjartans ein- lægni“ er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á að bæta mannlífið. Þátttöku- gjald fyrir fullorðna er 7000 krónur, 1000 krónur fyrir 4-12 ára og frítt fyrir yngri en 4 ára. Unglingar, 13-18 ára, greiða 3000 krónur. -mar Maður vikunnar Tryggvi Gíslason skólameistari er maður vikunnar fyrir tæpitungulausar yfirlýsingar um skólamál, skólagjöld, laun kennara og hvað 'það nú liggur á bak við gildismat samfélagsins sem heimtar utanlandsferðir en ekki betri skólabækur. 150 þúsund kall á mánuði fyrir kennara? Hvað myndi breytast? Tryggvi heldur að krakkarnir myndu læra meira og það er nokkuð sem við getum rætt í kaffiboðum Jónsmessuhelgarinnar. Tryggvi er maður vik- unnar. Tryggvi Gíslason skólameistari. Ófrumleg og klisju- kennd sýning? Bandaríski listamaðurinn Bruce Conkle opnaði á fimmtudaginn sýningu í „International Gallery of Snorri Ásmundsson" á Akureyri. Bruce er búsettur í Bandaríkjunum og hefur, að sögn Snorra Ásmundssonar, eiganda gallerísins, verið með skondnar sýningar víðsveg- ar um Bandaríkin. Snorri er þó ekki par hrifinn af sýning- unni sem Bruce hefur sett upp á Akureyri. „Þetta er ófrumleg og klisjukennd sýning og ég tek hana niður sem allra fyrst. Ef einhver hefur áhuga á að sjá þessa lélegu sýningu ætti hann því að gera það sem allra fyrst.“ AI Snorri Ásmundsson: „Enga páfagauka og ófrjóa listamenn í mitt gallerí." Sigríður Jóhannesdóttir. HELGARPOTTURINN Rokkararnir Ester Ás- geirsdóttir úr Kolrössu krókríðandi og Pétur Heiðar Þórðarson úr Tex- as Jesú láta ekki sitt eftir liggja við mannfjölgun í heiminum því að í byrjun júní eignuðust þau dreng sem hlotið hefur nafnið Ásgeir Júníus, Ásgeir eftir móðurafanum og Júníus af því að hann er fæddur í júní. Litli drengurinn er fæddur inn í góða og gegna allaballaijöl- skyldu því að amma hans er engin önnur en Sigríður Jóhannesdóttir alþingiskona. Og talandi um barneignir. Söngkonan elskaða, Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Diddú, er löngu komin á steypirinn og átti von á sér í síðustu viku. Eitthvað virðist sú litla eða sá stutti samt ætla að láta bíða eft- ir sér því að hann/hún er ekki enn komin í heiminn, en það gæti þó gerst á hverri stundu. Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Ingvar Viktorsson. Hátíðahöldin á 17. júní fóru vel fram enda besta veður um allt land. í Hafn- arfirði mátti sjá stjórn- málamennina fjölmenna. Þar var bæjarstjórinn Ing- var Viktorsson, bæjarfull- trúinn Tryggvi Harðarson og ijölskylda, allaballinn Magnús Jón Árnason, fyrrverandi bæjarstjóri, og Magnús Gunnarsson, foringi Sjálfstæðis- fiokksins, og frú. Óvenjumargt miðað við 17. júní síðustu ár. Eru kannski kosningar í nánd...? Bæjarfulltrúinn Jóhann G. Bergþórsson í Hafnarfirði hefur ekki látið deigan síga undanfarin misseri eins og alþjóð veit þó að hann só að mestu hættur í verktakabransanum. Fyrir utan stefnumál af ýmsu tagi hefur Jóhann unnið sem verkfræðingur og byggt upp verkfræðistofu sína af miklum krafti. Ilann hefur meðal annars keypt nýja hús- eign, gamla kaupfélagshúsið við Strand- götu í Ilafnarfirði. Væntanlega undir starfsemina! í íslensku handverki eru fáir karlmenn en svo skemmtilega vill til að þessir fáu blómstra akkúrat samtímis og það um þessa helgi. í húsnæði Handverks og Hönnunar við Amtmannsstíg opnar hinn hollenskættaði Georg Hollander sýningu, Fransmaðurinn Philippe Richart opnar sýningu í Stöðlakoti og svo er trérenni- smiður með sýningu í Viðarmiðluninni í Fossvoginum. Jóhann G. Bergþórsson.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.