Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Page 4
16 - Laugardagur 21. júní 1997
TDagur-©mimt
Atvinna í boði
Okkur vantar röskan starfskraft til starfa á
Dag- Tímann.
Um er aö ræða krefjandi starf í prófarkalestri, innslætti
og frágangi aðsends efnis.
Viðkomandi þarf að hafa fullkomið vald á íslenskri
tungu, góða almenna tölvukunnáttu og öryggi og hraða
í innslætti á tölvu.
Áhugasamir vinsamlega sendið umsóknir með helstu
upplýsingum um menntun og fyrri störf í afgreiðslu
Dags-Tímans, Strandgötu 31, Akureyri.
|Dagur-©mmtt
Leikfélag Akureyrar auglýsir
laust til umsóknar starf sýning-
arstjóra leikárið 1997-1998.
Skriflegar umsóknir skulu berast leikhússtjóra fyrir 12.
júlí nk.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um starfið eru vin-
samlegast beðnir að senda skriflegar fyrirspurnir til
leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, pósthólf 522, 600
Akureyri, fyrir 30. júní nk.
Sölumaður Akureyri
Viljum ráða starfsmann til sölustarfa og afgreiðslu
hjá útibúi Skeljungs hf. á Akureyri. Starfið felst í
sölu og markaðsstörfum ásamt daglegri umsjón
með verslun. Hér er um spennandi verkefni að
ræða fyrir dugmikinn einstakling með frumkvæði og
áhuga á sölumennsku. Æskilegur aldur 25-35 ára.
Umsækjendur sendi skriflega umsókn í Útibú Skelj-
ungs hf., Hjalteyrargötu 8, 600 Akureyri fyrir 30.
júní.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður J. Sigurðsson í
síma 462 1947.
Skeljungur hf.
Aðalfundur 'Jtr*
Aðalfundur Hótels Húsavíkur hf. fyrir árið 1996
verður haldinn á Hótel Húsavík, Ketilsbraut 22,
Húsavík, þann 30. júní 1997 kl. 20.30.
Dagskrá fundarins er þessi:
1. Skýrsla stjórnar félagsins.
2. Staðfesting efnahags- og rekstrarreiknings fyrir
næstliðið ár.
3. Ráðstöfun á hagnaði ársins.
4. Kosning stjórnar.
5. Kosning varastjórnar.
6. Kosning endurskoðanda.
7. Önnur mál.
Stjórn Hótels Húsavíkur hf.
Sveina Björk í galleríinu. Kjóllinn er ein prufan úr lokaverkefni hennar. uy„ör. jhf
Ný spunatækiii og
búvélasafn í mykjuhúsinu
Ungur, íslenskur text-
ílhönnuður, Sveina
Björk Jóhannesdóttir,
opnar vinnustofu um
helgina. Sveina, sem
erfrá Öngulsstöðum
III í Eyjafjarðarsveit,
œtlar ekki að yfirgefa
heimahagana og hef-
ur komið sér upp
vinnuaðstöðu í sveit-
inni.
Fjölskyldan að Öngulsstöðum
III situr ekki auðum höndum.
Þau hafa komið á öflugri ferða-
þjónustu og í tengslum við hana
eru þau að opna listmunaverslun
og vísi að búvélasafni. Það sem
er þó frekar óvenjulegt er að
einn fjölskyldumeðlimurinn,
Sveina Björk, sem er nýútskrifuð
úr Myndlista- og handíðaskóla
íslands, ætlar að opna þar vinnu-
stofu og af því tilefni sýnir hún
lokaverkefni sitt frá skólanum.
Ný spunatækni
„Ég ætla að reyna að skaffa mér
atvinnu sjálf hérna í sveitinni og
ég þarf að vera dugleg þar sem
það eru mjög fá störf fyrir textíl-
hönnuði. Ég hef aðallega hugsað
mér að vinna áfram við loka-
verkefnið mitt en það bíður upp
á ýmsa möguleika og ég valdi
það sérstaklega þar sem það nýt-
ist mér út í atvinnulífið. Það
vantar alltof mikið að slík loka-
verkefni hafi hagnýtt gildi til þess
að maður sé ekki algerlega í
lausu lofti þegar að náminu lýk-
ur.“
- Um hvað snérist verkefnið?
Verkefnið fól það í sér að þróa
nýja spunatækni við band frá ís-
tex. Þetta var venjulegt band úr
íslenskri ull og ég bjó til snúð á
bandið, yflrsnéri það, þannig að
það verður hrokkið. Með sér-
stakri tækni get ég fengið bandið
til að vera slétt meðan ég vinn úr
Sveina ásamt eiginmanni sínum,
Gunnari Vali og syni þeirra, Baldvini
Þór, við hluta búvélasafnsins.
því, vef til dæmis eða prjóna, en
síðan bleyti ég það aftur. Við
vatnið hrekkur bandið saman og
það kemur nokkurs konar
prjónaáferð á bandið sem er
mjög náttúruleg og skemmtileg.
Þetta býður upp á ýmsa mögu-
leika.“
Þegar Sveina sýndi lokaverk-
efnið sitt var hún með yfir 30
prufur sem sýndu ferlið við
vinnslu bandsins og hvað hægt er
að gera úr því. Þetta gerði hún
með því að sýna notkun á band-
inu með ýmsum vefnaðaráferð-
um og prjónatækni.
íslensk hönnun,
íslensk framleiðsla
Það sem tekur við hjá Sveinu
núna er að reka ferðaþjónustuna
ásamt ijölskyldu sinni og þar er
nóg um að vera. „Ferðaþjónust-
an er í gangi allt árið og núna er
sumarvertíðin að hefjast. Við vilj-
um alltaf vera að breyta eitthvað
og bæta þannig að þetta er mikið
starf. Afraksturinn er að koma í
Ijós því að um helgina ætlum við
að opna gallerí og vísi að búvéla-
safni ásamt vinnustofunni minni.
Galleríið sé ég aðallega um sjálf
því það er í tengslum við vinnu-
stofuna og þar ætla ég að vera
með vörur frá íslensku hand-
verksfólki. Auðvitað þarf ég að
spila inn á ferðamennina líka og
get því ekki eingöngu haft hand-
unnar vörur en það verður allt
saman íslensk hönnun og fram-
leiðsla."
Búvélasafn í
mykjuhúsinu
- llvaö með búvélasafnið?
„Það er aðeins á byrjunarstigi
en við ætlum að reyna að opna
vísi að því og sýna það sem koma
skal. Við erum með nokkrar upp-
gerðar vélar frá bændum í sveit-
inni en eigum aðeins eftir að
snurfusa mykjuhúsið þar sem
vélarnar verða geymdar."
Sveina hefur fulla trú á því að
þetta muni ganga vel. „í raun er
ekki um að ræða neina áhættu
fyrir okkur. Hér er alltaf einhver
til staðar og þetta er eingöngu
viðbót á það sem er. Það er mikill
straumur hér í gegn hjá okkur
þannig að engu er að kvíða. Það
þarf að spila rétt úr því sem
maður hefur og um að gera að
reyna að draga fólk hingað í
sveitina. Það ætlum við til dæmis
að gera við opnunina en þá kem-
ur ung og upprennandi söngkona
hingað til okkar. Það er hún Jóna
Fanney Svavarsdóttir og mun
hún koma tvisvar fram á sunnu-
daginn en síðan verður hún með
tónleika um kvöldið hér í hlöð-
unni hjá okkur. Það eru auðvitað
allir velkomnir"
Stefna á húsdýragarð
- Er fjölskyldan á Öngulsstöðum
III með eitthvað fleira í poka-
horninu?
„Stefnan er að opna húsdýra-
garð en við höfum ekki komið því
í verk ennþá. Við höfum hér hjá
okkur geitur, kindur og hesta og
börnin hafa mjög gaman af því.
Við stefnum á að koma upp slík-
um garði en það verður bara
gert í rólegheitunum. Það er allt-
af eitthvað á prjónunum."
hbg