Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Page 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Page 7
^lagur-®mmm LIFIÐ I LANDINU á Akureyri og það ekki einu sinni gott cappucino," segir Jón. Guðrún viðurkennir að hafa farið til Reykjavíkur á tveggja mánaða fresti til að byrja með en batnandi mönn- um er best að lifa: síðast liðu um 7 mánuðir á milli heim- sókna. Guðrún: „Pegar maður er kominn inn í lífið hérna í sveit- inni þá finnst manni það miklu skemmtilegra en í Reykjavík. Fólk hérna er yfirleitt mjög víð- lesið. Og umtalsefnið er yfirleitt innihaldsmeira í kaffiheimsókn- unum hér en á kaffihúsunum í Reykjavík." Jón Ásgeir: „Það sem er líka sjarmerandi við svona staði er að samgangurinn milii bæja er gríðarlegur..." Guðrún Lilja: „Það líður aldrei sá dagur að það koma ekki gestir hérna.“ Jón Ásgeir: „Ef maður er hins vegar búsettur á Hverfis- götunni þá kemur fólk ekki í heimsókn vegna þess að það finnur ekki bílastæði. Þetta er indælt mannlíf. Þetta er eins gott fyrir mannsandann og hægt er að hugsa sér. Menn eru miklu víðsýnni. Á kaffihúsunum í Reykjavík snýst allt um þetta svæði upp að Elliðaánum en hér eru menn að ræða málefna- lega langt út fyrir sína sveit.“ - En nú komuð þið hingað til að vera í friði, varla gefur svona gestagangur mikið næði fyrir vinnu? Jón Ásgeir: „Þetta er öðruvísi bögg. Böggið frá bransanum var þannig að það var svo of- boðslegur hraðinn að það var alveg sama hvað maður gerði - maður náði aldrei að skrúfa sig niður." Flúðu djöfulganginn - Og hvernig tóku Aðaldælingar þessu sunnanfólki. Er erfitt að koma svona inn í gróið sveita- samfólag? Jón Ásgeir: „Sumir voru reyndar eitt spurningamerki fyrst. Ilvað voru Reykvíkingar að gera hingað. Ég rneina, allir hér eru að flytja suður. Er þessi gæi einhver íjárglæframaður? Það fyrsta sem fólki datt í hug var að við værum að flýja eitt- hvað fyrir sunnan. Auðvitað vorum við að því: flýja djöful- ganginn." Guðrún Lilja: „En ég held að fólk hafi gert sér grein fyrir að okkur langaði bara til að koma í sveitina og fólk tók okkur mjög vel. Fyrsta veturinn sem við vorum hérna var snjóavet- urinn mikli. Það snjóaði allt í kaf og það voru allir boðnir og búnir að hjálpa okkur og hringdu til að vita hvort vantaði vörur eða mjólk.“ -Nóg hafa norðanmenn hleg- ið að aumingjaganginum í Reykvíkingar þegar hann rétt hreytir úr sér einhverri slyddu - hvernig leið ykkur í þessu fann- fergi? Fenguð þið enga innilok- unarkennd? Guðrún: „Nei. Við vorum bú- in að mikla snjóinn svo fyrir okkur. Krakkarnir flippuðu út þeim fannst svo gaman. Húsið fór í kaf og okkur fannst þetta bara ævintýralegt og skemmti- legt.“ Jón Ásgeir: „Það reyndi nátt- úrulega ekker‘ á okkur. Við vor- um ekki með skepnur og það þurfti ekkert að moka okkur út. Internetið er algjörlega óháð veðri og vindum.“ Guðrún Lilja: „Eina skiptið sem okkur fannst þetta pínulítið óþægilegt var þegar Logi litli fæddist, nóttina sem snjóflóðið féll á Flateyri og 70 rafmagns- staurar brotnuðu hérna í daln- um og það var rafmagns- og símasambandslaust. Hann heit- ir einmitt Fannar Logi eftir veðrinu og kertaljósum nóttina sem hann fæddist." Erfiðlega gekk að nálgast hjálp en kom á endanum og náðu þau á sjúkrahúsið á Húsa- vík korteri áður en drengurinn fæddist. Aðaldælingur ársins Árið 1995 var Jón Ásgeir kjör- inn Aðaldælingur ársins. Við- tökurnar benda því til að Aðal- dælingar kunni vel að meta nýja íbúa þótt ekki stundi þeir búskapinn heldur skapi sér at- vinnu sjálfir. Guðrún, sem er nýlega hætt í vinnu á meðferð- arheimilinu að Árbót og ætlar nú að snúa sér meira að smíð- unum, leika sér með rekavið- inn, smíða leikföng og barnahús- gögn og er leikskólinn í dalnum reyndar bú- inn að panta ein- hver hús- gögn. Það eru óþrjótandi verkefni fyrir Jón Ásgeir inn- an dalsins, að eigin sögn. Hann ætlar að gefa út bók um hvali og fékk sr. Sig- urður Ægis- son ná- granna sinn á Grenjað- arstað til að taka saman efnið. Hann er að taka mynd um lífríki Laxár sem hann vonast til að veki áhuga veiðimann- anna sem þangað flykkjast á sumrin. Og nú loks er það hann sem hefur alla þræði í hendi sér. Svo mikið er víst að afkoma þeirra á Skapalóni hrundi ekki við það að fiytja um 500 kíló- metra frá Reykjavík. Og það hlýtur að vera mikils virði fyrir rótgróna íbúa sem eru æ fleiri að gefast upp á því að lifa af búskapnum að fá inn í byggðar- lagið drífandi fólk (sem langar ekki suður) sem á tekjurnar undir internetinu og lætur sér ekki nægja að breyta skóla í heimili heldur er strax farið að hugsa um glerhýsið sem það ætlar að setja ofan á húsið svo það hafi nú almennilegt útsýni til norðurs... lóa Böggið frá brans- anum var þannig að það var svo of- boðsiegur hraðinn að það var alveg sama hvað maður gerði - maður náði aldrei að skrúfa sig niður, „Netið er grundvöll- urþess að ég geti unnið, Menn í Reykjavík nota netið og ég er jafnfljótur að senda verkin frá mér og þeir," „Internetið er algjör- lega óháð veðri og vindum." „Fólkhérna eryfir- leitt mjög vfðlesið. Og umtalsefnið er yfirleitt innihalds- meira íkaffiheim- sóknunurrt hér en á kaffihúsunum í Reykjavík,! ,, ,það er ekki hægt að fá neitt cappu- cino nema inn á Akureyri og það ekki einu sinni gott cappucino.,, „Er þessi gæi ein- hver fjárglæfra- maður?" „Ég var búinn að fá nóg af því í kvikmyndabransanum að maður skrifar kvikmyndaverk sem lenda fyrst í höndunum á pródúsentinum. Hann sker niður og klippir til að halda utan um peningamálin. Sleppir stóra skipinu og bænum sem hrynur af því að það er svo dýrt. Svo lendir þetta í höndunum á leikstjóranum sem er ekki alveg sammála manni um hvernig eigi að túlka þetta - og svo í leik- urunum. Út kemur verk sem er eitthvað sem þú hefðir aldrei gert.“ Laugardagur 21. júní 1997 -19 Vfiylgstu með umfjöllun um menningu og listir í ^Öegi-Tímanum -besti tími dagsins Styrktaraðili Leikfélags Akureyrar Kylfinc' IGLT |Dagur-®mttmt -besti tími dagsins! Á hverjum föstudegi er sérstök síða helgud golfi. Á golfsíðunni er fjölbreytt umfjöllun um allt það sem er að gerast í golfinu á líðandi stund. Fylgstu með í Degi-Timanum JkguÆmttmt - besti tími dagsins! TILBOD A SMÁAUGLÝSINGUM FYRSTA BIRTING jOO KR. ENDURBIRTING 400 KB. Ofangreind verð miðast við staðgreiöslu eöa VISA / EURO Sími auglýsingadeildar er 460 6100 ■■ Fax auglýsingadeildar er 460 6161 m

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.