Dagur - Tíminn Akureyri - 21.06.1997, Side 10
22 - Laugardagur 21. júní 1997
40agirr-®irarat
SJAVARLIFIÐ I LANDINU
:
Ólafur S. Ástþórsson, leiðangursstjóri, um borð í Bjarna Sæmundssyni.
Mynd.JS
lO.júnís.l. lauk ár-
legum vorleiðangri
hafrannsóknaskips-
ins Bjarna Sœ-
mundssonar en
skipið lagði uppfrá
Reykjavík 22. maí í
hringferð um land-
ið. Um borð voru 10
rannsóknamenn og
12-13 manna
áhöfn. Vorðleiðang-
urinn er sá um-
fangsmesti á árinu
en einnig erfarið í
styttri leiðangra
ársjjórðungslega
ar sem einungis er
anið að mœlingum
’ávarhita, seltu og
nœringarefnum.
agur-Timinn fór um borð
í Bjarna Sæmundsson í
miðjum leiðangri þar
% skipið lá inni í Húsavíkur-
höfn á Sjómannadag og spjall-
aði við Dr. Ólaf S. Ástþórsson,
sjávarlíffræðing og leiðangurs-
stjóra, til að forvitnast ögn um
þær rannsóknir sem unnar
voru í leiðangrinum.
Sviptingar í sjónum
„Þetta er árleg könnun á um-
hverfisskilyrðum í sjónum allt í
kringum landið. Við skoðum
þætti eins og hita og seltu, nær-
ingarefni, mælum þörunga-
gróður og átu-
magn og fleiri
þætti. Síðan
vinnum við úr
þessum mæl-
ingum og setj-
um í langtíma-
samhengi með
samanburði við
fyrri rannsókn-
ir. Það eiga sér
stað ýmsar
sviptingar í sjónum og stöðugar
breytingar serm fylgjast þarf
með.“
Ólafur segir að upphaf þess-
ara rannsókna megi rekja til
síldveiðanna fyrir norðan land
á 6. áratugnum en þá snérust
þær fyrst og fremst um þætti
sem tengdust síldveiðunum
beint. Síðan hefur þetta þróast
mjög og tekur nú til flestra
þátta sem snerta umhverfisskil-
yrði í sjónum.
Auk hefðbundinna rann-
sókna sem unnar eru á hverju
ári, er unnið að sérstökum
verkefnum í hverjum leiðangri.
í þessum túr var m.a. farið
vestur á 35 gráðu út af Faxa-
flóa og þar unnið að rannsókn-
um á rauðátu sem er fjölþjóð-
legt verkefni styrkt af Evrópu-
sambandinu.
Órætt hegðunar-
mynstur strauma
„Þá hendum við út rekduflum
til að afla upplýsinga um yfir-
borðsstrauma við landið. Duflin
eru útbúin sérstökum sendum
sem eru í sam-
bandi við gerfl-
tungl, þannig
að við getum
stöðugt fylgst
með ferðum
duflanna. Þetta
verkefni er
unnið í sam-
starfi við
Bandaríkja-
menn og hefur
staðið yfir í 3 ár og því lýkur nú
í haust. Þá verður farið að
vinna úr þessum gögnum. Duíl-
in hafa farið víða, sum til Græn-
lands, önnur leita suður frá
landinu. Þetta gefur okkar nýj-
ar upplýsingar og sennilega er
allt þetta ferli miklu ílóknara
en við höfum haldið. Fyrir
norðan land leggjum við einnig
straummæla í tengslum við
þetta verkefni."
Óafur segir að það sé mikil
vinna um borð og menn þurfi
að hafa sig alla við til að halda
áætlun á þessum þrem vikum
sem vorleiðangurinn stendur
yfir.
Botnfallið ginnt í
gildrur
Mikið samstarf íslenskra vís-
indamanna er við erlenda starf-
bræður, sem oftar en ekki fara í
leiðangra hér við land á sama
hátt og íslenskir vísindamenn
fara í leiðangra erlendis. í þess-
ari ferð kom t.a.m. um borð
bandarísk kona sem vinnur að
verkefni í samstarfi við Haf-
rannsóknastofnun, þar sem
safnað er því sem fellur úr yfir-
borðslögum sjávar og til botns í
þar til gerðar setgildrur sem
lagðar eru á nokkur hundruð
metra dýpi. Þessum gildrum
hefur verið lagt um nokkurra
ára skeið. Þær eru sjálfvirkar,
útbúnar með 12 flöskum og að-
eins ein opin á mánuði, þannig
að þó aðeins sé vitjað um gildr-
urnar einu sinni ári þá fæst
sería af af sýnum yfir allt árið.
Geislavirkni í lág-
marki við landið
Meðal þess sem mælt er í þess-
um túr eru áhrif geislavirkra
ísótópa í sjónum, Cesíum 137.
Þessar mælingar tengjast
mengun frá Sellafield stöðinni í
Skotlandi. Að sögn Ólafs er
geislavirknin í sjónum hér við
land mjög veik, rétt svo að hún
greinist og er um einn hundr-
aðasti af því sem er í Norður-
sjónum. En Ólafur segir að það
sé ekki síður gagnlegt að hafa
upplýsingar um litla geisla-
virkni handbærar, t.d. þegar
þarf að selja fisk og leggja
áherslu á að hann sé veiddur í
sjó þar sem mengun er í lág-
marki.
Auk vísindamanna eru oft
gestir um borð þegar rými leyf-
ir. í þessum túr var t.d. um
borð franskur myndlistarmaður
sem fleygði listaverkum sínum
sem flöskuskeytum í sjóinn.
Sumir hafa komið til að telja
fugla, osfrv. „Svona gestagang-
ur auðgar okkur og er
skemmtileg tilbreyting," segir
Ólafur.
Leiðangursstjórinn sýnir
blaðamanni flókin tæki, tölvu-
búnað og hvurskyns íjölmúlvíl
til mælinga neðansjávar og út-
listar „einfalda“ notkun þeirra,
og förum við ekki frekar út í þá
sálma.
Helstu niðurstöður
En hverjar eru svo helstu nið-
urstöðurnar úr leiðangrinum?
Að sögn Ólafs er ástand við
Iandið þokkalegt. Átumagn í
sjónum fyrir austan og norðan
land er minna en s.l. ár, en
svipað fyrir sunnan og vestan.
Hitastig í sjónum fyrir Norður-
landi er svipað og í fyrra svo og
önnur skilyrði. Meiri selta er í
sjónum fyrir sunnan land og
bendir til áhrifa hlýsjávar sem
verður að teljast jákvætt. Hiti
og selta voru hinsvegar Iægri
austur af landinu en í fyrra. Áta
virtist hinsvegar vera næg í
kalda sjónum. js
Meðal þess sem
rnœlt er íþessum
túr eru áhrif
geislavirkra
ísótópa.