Dagur - Tíminn Akureyri - 17.07.1997, Page 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 17.07.1997, Page 7
|Daginr-®mmm HMMB Fimmtudagur 17. júlí 1997 - 7 ERLENDAR FRETTIR Króatía Ivo Goidstein stendur hér við rústir minnismerkis um Gyðinga og Serba sem fasistar drápu árið 1940. Mynd: Los Angeles Tlmes Stríðsglæpamenn á hveiju strái í Króatíu er reynt að fela sem vandlegast allar minjar um myrkar hliðar fortíðarinnar. Ibænum Gospic í Króatíu stendur minnismerki úr steini sem reist var til minn- ingar um fórnarlömb úr seinni heimsstyrjöldinni. Petta minnis- merki er þó ekki nema svipur hjá sjón. Efsti hluti meginsúl- unnar hefur verið brotinn af og einhverjir hafa vandlega máð út nöfn fórnarlambanna sem grafin höfðu verið í steininn. í skógi vöxnum hlíðunum á bak við minnismerkið niður- nídda eru aðrar stríðsminjar, sem ekki síður hafa verið van- ræktar. Það er djúp og þröng gryija í fjallshlíðinni þar sem lík hundruða Gyðinga og Serba voru dysjuð árið 1941. Þar voru að verki króatískir fasistar, liðs- menn leppstjórnar Þjóðverja í Króatíu. Fimmtíu árum síðar voru þessar sömu hæðir umhverfis bæinn Gospic notaðar til þess að grafa fleiri lík, að þessu sinni voru það serbneskir og króatískir uppreisnarmenn sem ný kynslóð króatískra þjóðern- issinna reyndi sitt besta til þess að útrýma. Ekki er víst að neinn hefði orðið til þess að rifja upp þessa atburði í bráð ef ekki hefði komið á daginn að nokkrir þeirra herforingja sem voru í fararbroddi drápanna frá því 1991 komust til valda að nýju í kosningunum sem haldnar voru fyrir þremur mánuðum. Þeir voru einnig að öllum líkindum í hópi þeirra sem unnu skemmd- arverkin á minnismerkinu um atburðina frá því 1941. í flestum þeim ríkjum og ríkjabrotum sem urðu til eftir upplausn Júgóslavíu er fjöldinn allur af fólki sem gæti sem hæg- ast fallið undir skilgreiningu sem stríðsglæpamenn. í Króatíu ýtir ríkisstjórn Franjos Tjud- mans, að sögn ýmissa mann- réttindahópa, undir áframhaldandi ofbeldisverk á báða bóga með því að fegra for- tíðina og sópa myrkraverkun- um undir teppið. „Þetta fólk eitrar andrúms- loftið fyrir alla. Ef við viljum betri framtíð fyrir þetta land, þá verðum við að losna við þess konar fólk,“ segir Ivo Goldstein, sagnfræðiprófessor við Háskól- ann í Zagreb og ákafur stjórn- arandstæðingur. Faðir hans var einn þeirra Gyðinga sem drepn- ir voru í nágrenni bæjarins Gospic árið 1941 og varpað í gryfjuna. Goldstein og fleiri telja minn- ismerkið í Jadovno hafa verið eyðilagt til þess að eyða um- merkjum um voðaverk Króata í seinni heimsstyrjöldinni fljót- lega eftir að átök hófust milli Króata og Serba þegar Tu- djman hafði lýst yfir sjálfstæði Króatíu árið 1991. Þúsundir minnismerkja, ýmist til minn- ingar um andspyrnuna gegn nasistum eða fórnarlömb nas- istanna, voru eyðilögð á þess- um tíma. í október 1991 voru 13 Kró- atar drepnir. í hefndarskyni er talið að milli 120 og 200 Serb- um hafi verið safnað saman og þeir myrtir á einu bretti. Lík þeirra voru grafin í hæðunum við Gospic. Þar var í farar- broddi maður að nafni Tihomir Oreskovic, og var svo grimmd- arlega staðið að þessum dráp- um að stjórn Króatíu sá sér ekki annað fært en að handtaka Oreskovic í desember árið 1991. Hins vegar var hann fljótt látinn laus aftur. Óljóst er hvað hann hefur verið að gera síðan, en í kosn- ingunum í apríl skaut nafn hans upp kollinum á lista yfir frambjóðendur og urðu niður- stöður kosninga þær að hann var kosinn bæjarstjóri í Perusic, sem er um 15 kílómetra norður af Gospic. Oreskovic er þó ekkert eins- dæmi. „Vandamálið er að sagan nemur aldrei staðar,“ sagði Iv- an Cicak, yfirmaður króatísku mannréttindanefndarinnar í Helsinki. Hann, Goldstein og fleiri halda því fram að með því að hafa menn á borð við Or- eskovic í valdastöðum hindri þróun í áttina að réttarríki og lýðræði í Króatíu. „Ofbeldið hættir ekki fyrr en ríkisstjórnin hafnar öllum hryðjuverkum, án tillits til þess hver fremur þau,“ sagði Petar Mrkalj, sem einnig starfar við Helsinkinefndina. -Los Angeles 'Llmes Fátækt Upptrekt útvarpstæki Koma sér vel í þriðja heiminum þar sem brýn þörf er á upplýs- ingum og fréttum. Víða um heim á fólk ekki því láni að fagna að geta stungið útvarpstæki í samband við rafmagn. Og sum- ir hafa ekki einu sinni efni á því að kaupa sér rafhlöður. Það hefur því lítinn tilgang að út- vega fátæklingum þriðja heims- ins útvarpstæki til þess að þeir geti sótt sér þangað fróðleik og e.t.v. bætt stöðu sína að einhverju leyti í framhaldi af því. Lausnin er hins vegar að fá þeim upptrekkt útvarpstæki, sem nú hafa verið framleidd í um tvö ár sérstaklega í því skyni. Hægt er að ná AM, FM og stuttbylgju með því að trekkja upp fjöður með þar til gerðu handfangi. Um það bil sextíu snúningar nægja til þess að hægt sé hlusta á útvarpið í hálf- tíma eða svo. Það var breski uppfinninga- maðurinn Trevor Bayliss sem átti heiðurinn af þessari hug- mynd. Seld hafa verið um 175 þúsund tæki til þessa, og megn- ið af því hefur verið keypt af hjálparstofnunum sem sjá síðan um dreifinguna. Meiningin er að næst komi á markaðinn upp- trekkt vasaljós. -The Washington Post Skrifstofa íslandsflugs á Akureyrarflugvelli: 461 4050 Símbréf 461 4051 ISLAHDSFLUG -gerir fleirum tært aö fljúga m Guðmundur Bjarna- son og Valgerður Sverrisdóttir verða til viðtals í Félagsheitnil- inu Grímsey föstudaginn 18. júlí kl. 16.00 - 18.00. Þau bjóða upp á kaffi og vonast til að sjá sem flesta. Framsóknarflokkurinn Útivistarbúð á II. hæð Furuhúsgögn í sumar- bústaðinn, garðinn og sólstofuna Útivistarvörur Gönguskór, bakpokar o.fl. Tjöld Oðruvísi tjöld Sjáið uppsett tjðld á staðnum. 3 arðhæð: Full búð af vönduðum vörum frá 66°N o.fl. Efri hæð: Tjöld - Skátavörur - Útihúsgögn o.fl. ÍM VERSLUNIN SEXTIU OG SEX NORÐUR GLERÁRGÖTU 32 - 600 AKUREVRI - SÍMI 461 3017 ATH: INNGANGUR LÍKA FRÁ HVANNAVÖLLUM - NÆG BÍLASTÆÐI

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.