Dagur - Tíminn Akureyri - 26.07.1997, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 26.07.1997, Qupperneq 1
HELGARÚTGÁFA Fréttir og þjóðmál Reykjavík Andvaka af spennu Japaninn Ishiyama Kenichi hitti uppáhaldsleikstjórann sinn, Friðrik Þór Friðriksson, á skrifstofum íslensku Kvik- myndasamsteypunnar í gær en mynd Friðriks, Börn náttúrunn- ar, varð til þess að Kenichi kom til íslands. Ishiyama Kenichi hafði skrif- að upp lista með spurningum til að leggja fyrir Friðrik Þór en hann hafði verið andvaka af spennu og eftirvæntingu í fyrri- nótt yfir því að fá að hitta Frið- rik. Friðrik Þór ræddi við Kenichi góða stimd, spurði um hagi hans heima í Japan og sagði frá sinum uppáhalds kvikmyndum og leikstjórum í Japan. Hann greindi einnig frá því að í haust yrði hægt að fá að sjá Bíódaga og Djöflaeyjuna á vídeói í Jap- an. Eftir að Dagur-Tíminn greindi frá því að Kenichi væri strandaglópur á íslandi vegna blankheita höfðu bændur sam- band við blaðið. Allar líkur eru á því að hann fari í sveit á ís- landi. -GHS Ishiyama Kenichi, Japaninn sem er strandaglópur á íslandi vegna blankheita, hitti uppáhaldsleikstjórann sinn Friðrik Þór Friðriksson í gær. Þeir ræddu saman góða stund og Friðrik Þór sagði honum frá því að í haust yrði hægt að fá Bíódaga og Djöflaeyjuna á vídeói í Japan. Mynd: Hnmarpór Reykhólsveit fef Fjölmiðlar Dúnmjúkir Rússar Rússneskur æðardúnn hreinsaður og þurrkaður í Miðhúsum. Nýríkir Moskvubúar kaupa dúnsængur og dúnjakka dýrum dómum. Húsgagnaverslunin sér um að greiða mafíunni verndartoll. Það gengur á ýmsu þar því verslunarstjór- inn var skotinn í fyrra vegna þess að hann stóð ekki í skil- um,“ segir Jón Sveinsson í Mið- húsiun í Reykhólasveit. í samvinnu við rússneska fyrirtækið Russian Northland Ltd. í Moskvu hefur Jón flutt inn rússneskan æðardún sem er hreinsaður og þurrkaður í Miðhúsum. Þessi viðskiptasam- bönd komust á á sínum tíma með aðstoð Ólafs Egilssonar sendi- herra. jakka á 3 þúsund dollara, eða um 210 þúsund krónur. Rússneski dúninn kemur m.a. frá Kolaskaga og frá eyj- unni Novaja Zemlja í Barents- hafi. Á síðasta ári voru flutt inn alls 23 kíló af þessu hráefni Eftir hreinsun og þurrkun í Mið- húsum er dúnnimi síðan fluttur aftur út en sængur úr silki eru saumaður í Þýskalandi. Þessi vara er keypt dýr- um dómum af ný- ríkum Rússum og sömuleiðis nýtískulegir dúnjakkar. Sem dæmi þá kaupa Rússarnir þess- ar dúnsængur á aflt að 5 þús- und dollara og nýtísku dún- Jón Sveinsson f Miðhúsum „ Verslunarstjórinn var skotinn í jyrra vegna þess að hann stóð ekki í skilum við majiuna. “ með samþykki yfirvalda, enda stenst hann allar heilbrigðis- kröfur. Við hreinsun dúnsins í Mið- húsum starfa m.a. ijórar rúss- neskar tæknimenntaðar konur og meðal þeirra er ein með nám í blaðamennsku. Jón segist greiða þeim 500 dollara í kaup á mánuði, eða sem nemur 35 þúsund krónum. Innifalið í kaupinu eru t.d. matur, ferðir og húsnæði auk þess sem launatengd gjöld eru greidd af kaupi kvennanna. Jón segir konurnar ánægðar með launin. Að sögn Jóns gengu viðskipt- in ekkert alltof vel í byrjun. Það var ekki fyrr en fulltrúi patrí- arkans í Moskvu keypti sæng handa honum að Rússarnir sáu að þessi viðskipti gætu kannski gengið. í bígerð er að flytja alla starfsemina austur til Rúss- lands, enda óhagkvæmt til lengdar að flytja hráefnið til ís- lands til hreinsunar og þurrk- unar. -grh Hræringar í blaða- heimi s Igær stóðu viðræður mifli for- manna Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags við eigendur Frjálsrar fjölmiðlunar um að málgögn þeirra hætti að koma út. Dagsprent, sem gefur út Dag-Tímann, myndi þar með fá aukið svigrúm á markaðnum og Dagur-Tíminn styrkjast. Fram- hald Vikublaðsins og Alþýðu- blaðsins verður rætt á fundum sem flokkarnir halda hvor í sínu lagi á mánudag. Þar verð- ur að líkindum lagt til að útgáfu blaðanna verði hætt í núver- andi mynd. Síðar í vikunni mun stjórn Dagsprents ræða þessar hræringar og hvernig Dagur- Tíminn verði efldur í framhald- inu. Þessar viðræður snerta ekki ritstjórnarstefnu Dags-Tímans sem ætlunin er að verði áfram sjálfstætt blað. Lífið í landirtu Hættulegt hungur al SINDRIV -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SIMi 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024 t i .ri * j 't t».

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.