Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Qupperneq 2
14 - Laugardagur 6. september 1997 Dagur-®mmm LIFIÐ I LANDINU Villtu eignast 4 L~(i 1 iTTlnlnl m tKl InfcÉ .il »i!S leikhússæti? st Nú á að fjarlægja sætin úr áhorfendasal Samkomu- hússins. Sætin eru til sölu. Verðinu er stillt í hóf. Sætin kosta 1.000 krónur stykkið. Áhugasamir hafi samband við Ingvar Björnsson í síma 895 0599. Fulltrúakjör Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri og nágrenni, auglýsir hér með eftir lista varðandi kjör fulltrúa á 25. þing Alþýðusambands Norðurlands, sem haldið verður að lllugastöðum dagana 3. og 4. okt. nk. Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum fullgildum félagsmönnum, sex aðalmönnum og sex til vara. Hverjum lista skulu fylgja skrifleg meðmæli 70 fullgildra félagsmanna. Lista ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, eigi síðar en kl. 12 mánudaginn 15. september 1997. Listi fulltrúa stjórnar og trúnaðarmannaráðs Iðju á 25. þing AN. liggur frammi á skrifstofu Iðju, Skipagötu 14. Akureyri, 3. september 1997, Kjörstjórn Iðju. fyrir heimili, skóla og samkomuhús verð frá kr. 138.900,00 UÍWiBUÐIN Akureyri, sími 462 1415 Laugavegi 163, sími 552 4515 RAUTT LjÓS RAUTT LjÓS \ m|umferðar 1ÍRÁÐ Samband Díönu við syni sína, Vilhjálm og Harry, var einstaklega náið. Prinsessa fólksins kvödd Útför Díönu prins- essu er gerð frá Westminster Abbey í dag. Ríkissjónvarpið og Stöð tvö hófu útsendingar klukkan 6.00 í morgiui, en áætlað er að athöfnin í Westminster Abbey hefjist klukkan 10.00 að íslenskum tíma og standi í 45 mínútur. Við athöfnina mun for- sætisráðherra Breta, Tony Bla- ir, lesa úr fyrsta Korintubréfi hinn fræga kafla um mikilvægi ástarinnar. Systur Díönu, Sara McCorquodale og Jane Fello- wes, lesa ljóð og Elton John syngur nýjan texta við lag sitt Candle in the Wind. Á Ríkissjónvarpinu lýsa Ólaf- ur Sigurðsson, Hildur Helga Sigurðardóttir og séra Halldór Reynisson prestur í Neskirkju atburðum og að lokinni útsend- ingu, klukkan 11.15, verður sýnd ný og vönduð heimildar- mynd frá BBC um ævi Díönu. Stöð 2 er samtengd við BBC Prime og er útsending í ólæstri dagskrá allt til klukkan 14.00. Frá klukkan 6.00-8.00 er farið yfir aðdraganda hins hörmu- lega slyss er varð prinsessunni að bana. Síðan hefst útsending frá göngu líkfylgdarinnar, at- höfninni í Westminster Abbey og síðan ætla sjónvarpsmenn BBC að fylgja kistunni eftir allt tii Althorp þar sem Díana ólst upp og verður jarðsett. Eftir það tekur við þáttur með viðtöl- um um skipulagningu útfarar- innar. Elton John syngur til Díönu Fyrir örfáum vikum, þegar tískukóngurinn Versace var borinn til grafar, kom það í hlut Díönu prinsessu að hughreysta söngvarann Elton John sem grét látinn vin sinn. í dag syng- ur Elton John við útför Díönu. Hann hefur, ásamt félaga sínum Bernie Taupin, endurskrifað textann við hið fræga lag sitt Candle in the Wind, sem hann samdi í minningu Marilyn Monroe. Elton John sagði fréttamönnum að flutningur hans í dag yrði sá erfiðasti á ferh sínum. Þess má geta að stórsöngvaranum Luciano Pa- varotti var boðið að syngja við útförina, en honum og prinsess- unni var vel til vina. Pavarotti er miður sín vegna dauða Dí- önu og sagðist ekki treysta sér í sönginn. Textu Elton John og Bernie Taupin Goodbye England's rose may you ever grow in our hearts. You were the qrace that placed it- self where lives were torn apart. You called out lo our country. and you whispered to those in pa- in. Now you belong to heaven, and the slars spetl out your name. And it seems to me you lived your life lika a candle in the wind: never fading with the sunsel wheti the rain set in. And your footsteps will always fall here, along the England's greenest hills; your candle's burned out long be- fore your legend ever will. Loveliness we’ve lost; these empty days without your smile. This torch we’ll always carry for our nation's golden child. And even though we try, Ihe trutli brings us to tears; all our words cannot express the joy you brought us through the years. Goodbye England’s rose. from a country lost wilhout your soul, who'll miss the wings of your compassion more than you'll ever know. Lausleg þýðing á íslenskiu Vertu sœl, Englands rós sem aö eilifu blómstrar í hjörtum. l’ú varsl miskunn œlíð þeim sem átlu um sárt að binda. ÞiU ákall htjómaði um landið og þú hvíslaðir þjáðum fró Nú ertu komin lil himna og nafn þitl stjörnum prýtt. Og mér virðist líf þilt líkjasl loga sem blaktir hljótt lijir í sólarlagi og regni sem fellur rótt. Og fótatak þitt hljómar um Englands grœnu grundir Ijós þitt kann að hverfa en orðstír aldrei þinn. Þín gœska horfin er og bros, án þín allt lómt en kyndil þinn við berum okkar þjóðar besta barns. Og jafnvel þótt við reynum - við tárumst öll sem eitt - og fáum aldrei fullþakkaöa gleði sem þú gafst. Vertu sœl Englands rós við kveðjum, land, sem án sálar þinnar ekkert er og þig mun aldrei gruna hver sárt við söknum þín.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.