Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Qupperneq 7
JBagur-'CÍItmrrat
Laugardagur 6. september 1997 -19
Golds Gym California. Sigurður æfði þar sumarið 1982. „Ég er rosalega
hallærislegur þarna.“
Ég er með mjög hæft starfsfólk,
hér er góður andi, og ég held að
með það í farteskinu þá þurfum
við ekkert að óttast. Erum helm-
ingi stærri en hinar stöðvarnar
sem eru á Akureyri. En við er-
um ekki eingöngu að tala um
samkeppni frá þessum stöðvum
því hér eru sterkir aðilar fyrir
ein og Bjarg. Ágústa og Hrafn
eru ekki viðbót á markaðinn því
þau yíirtaka aðeins rekstur sem
var hér fyrir. En World Class er
ný stöð og ég óttast þá ekki neitt
því ég hef alltaf þrifíst best í
mikilli samkeppni þar sem ég
þarf að treysta á sjálfan mig.“
Hví sœkja þessar stöðvar
hingað?
„Ég veit það satt að segja
ekki. Ætli það sé ekki inn að
vera á Akureyri. Ekki er mark-
aðurinn það stór ef verið er að
hugsa um hann. Höfuðborgar-
svæðið er tíu sinnum stærra
markaðssvæði sem þýðir að um
fjörtíu öflugar æfingastöðvar
ættu að vera þar miðað við ijór-
ar á Akureyri. Ég hefði haldið að
það væri miklu gáfulegra fyrir
World Class að fara upp í Breið-
holt en til Akureyrar. En þau sjá
kannski einhvern annan ílöt á
þessu en ég.“
Ýmis gylliboð í gangi
Hver finnst þér vera aðal mun-
urinn á líkamsrœkt í dag og var
þegar þú byrjaðir?
„Þessi lögmál að byggja upp
líkamann og brenna fitu hefur
h'tið breyst. Það hafa helst verið
færðar sönnur á ýmislegt sem
maðrn- var ekki alveg viss um.
Þekking á næringarfræðinni er
meiri og æfingatæknin hefur
batnað. í grundvallaratriðum er
búið að gera hkamsræktina að-
gengilegri fyrir almenning. Þol-
Ég hef alltaf þrifist
best í mikilli sam-
keppni þar sem ég
þarfað treysta d
sjdlfan mig.
fimi, pallar og nú spinning er í
rauninni hluti af því að koma
fram með fjölbreytni í líkams-
þjálfuninni. Að vísu virðist
spinningið ekki ætla að verða
tískubóla. Það er eingöngu góð
viðbót við þessa flóru."
Er það nýjasta í líkamsrœkt-
inni alltaf það besta?
„Nei, alls ekki. Það þarf bara
að fá tilbreytingu í hlutina. Það
er margt að gerast sem í sjálfu
sér mætti sleppa. En öll fjöl-
breytni er góð og skilyrði fyrir
því að stunda hkamsrækt er að
hafa gaman af henni. Það er þó
líka margt gert til að hún seljist
betur. Ýmis gylliboð eru í gangi,
t.d. öll þessi fitubrennslunám-
skeið. Það nafn selst vel þó svo
flestir sem æfa líkamsrækt séu í
bullandi fitubrennslu. Fitumæl-
ingar eru líka vinsælar í dag en
þær eru oft gróflega misnotaðar
og fólk veit ekki út á hvað þær
ganga. Það fer á námskeið, er
fitumælt í upphafi þess og enda.
Fituprósentan hefur kannski
falhð um 15% en kílóin hafa htið
fækkað. Sumar stöðvarnar beita
þá þeirri taktík að segja að fólk
hafi breyst mikið, fita sé farin og
vöðvar komnir í staðinn. Það
gerist hins vegar rosalega hægt
hjá konu í leikfimi að safna
einhverjum vöðvum. Þegar fólk
kemur og er kannski íjörtíu kíló-
um yfir kjörþyngd þá skiptir
ekki nokkru máli hvað fitupró-
sentan segir, það bara verður að
léttast. Það er ekki gott að vera
að búa til einhvern svona blekk-
ingarvef. Þetta er engin árás á
aðrar stöðvar mér bara leiðist
þegar svona hlutir eru notaðir.
Og sem dæmi uin hluti sem ég
þoli afar illa er þegar Gaui litli
kemur og segir að galdurinn
bak við sinn árangur sé eitthvert
fat-burner efni. Þessi efni eru
það sem minnstu máh skiptir
þegar fólk er þetta þungt. Þar er
númer eitt rétt mataræði og
hreyfing sem hefur eitthvað að
segja. Fólk sem er of þungt ríkur
auðvitað til og kaupir en ekkert
gerist."
Menntun af hinu góða
Telurðu þig sjálfmenntaðan í
þessum geira?
„Það er erfitt að svara því þar
sem enginn skóh kennir þetta
fag, ef hægt er að tala um það.
Til þess að ná árangri í líkams-
rækt þá verður maður að lesa
og pæla endalaust. Það er auð-
vitað fólk sem veit meira en ég í
næringarfræði og hfeðlisfræði en
aftur á móti er ég ekkert viss um
að því gangi endilega betur að
tengja hana við líkamsræktina.
Mér hefur þótt alltof lítið um
það að þetta fólk komi þeirri
þekkingu sem það býr yfir til
skila þannig að hún nýtist
fjöldanum. Aftur á móti er fullt
af liði sem stendur þarna uppi
og setur út á það sem aðrir gera
sem eru minna menntaðir í
prófgráðum. Menntun er alltaf
góð. Það þarf bara að ná að
tengja hana því sem skiptir
máli. Vaxtarræktin er þar engin
undantekning." hbg
Bestu vaxtarræktarmenn á íslandi. Þrisvar mættust þeir í keppni um ís-
landsmeistaratitilinn. Jón Páll vann tvisvar sinnum en Sigurður einu sinni.
Fyrstu vaxtarræktarmennirnir á Akureyri á sýningu í Gagganum í desem-
ber 1981. Frá vinstri er Gísli Rafnsson, Sigmar Knútsson, Sigurður Páls-
son, Hjörtur Guðmundsson og þá Sigurður.
Barnakór Glerárkirkju
Vetrarstarf Barnakórs Glerárkirkju hefst með æfingu í
Glerárkirkju, þriðjudaginn 9. september nk. kl. 16.
Kórfélagar frá því í fyrra eru hvattir til að mæta, einnig
eru nýir kórfélagar velkomnir. Stjórnandi barnakórsins í
vetur verður Michael Jón Clarke.
Sóknarnefndin.
Skrifstofuaðstaða óskast
Óskað er eftir snyrtilegri skrifstofuaðstöðu á Akureyri,
þ.e. skrifstofuherbergi með aðgangi að sameiginlegri
þjónustu s.s. símsvörun, Ijósritunarvél, faxi o.þ.h.
Um er að ræða ábyrgan aðila með trausta starfsemi.
Upplýsingar í síma 562 4321 á skrifstofutíma.
Námskeið í náttúru-
vernd og landvörslu
Náttúruvernd ríkisins stendur fyrir námskeiði í náttúru-
vernd og landvörslu í september og október nk.
Markmið námskeiðisins er að vekja áhuga á náttúrufari
landsins og náttúruvernd, svo og að þjálfa einstaklinga
til starfa við landvörslu og fræðslu um náttúruna og
náttúruvernd.
Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og einnig á Akur-
eyri ef næg þátttaka fæst. Fyrirkomulag námskeiðisins
í Reykjavík verður sem hér segir:
Kvöldfyrirlestrar verða dagana 29. september til 2.
október frá kl. 18 til 22.
Skoðunarferðir verða farnar dagana 4., 5. og 11. októ-
ber.
Kvöldfyrirlestrar verða dagana 13.-16. október frá kl.
18 til 22.
Skoðunarferð og fyrirlestrar verða dagana 18. og 19.
október.
Dagana 23.-26. október verður dvalið utan Reykjavík-
ur.
Skriflegar umsóknir, á þar til gerð eyðublöð, skulu ber-
ast Náttúruvernd ríkisins, Hlemmi 3, Pósthólf 5324,
125 Reykjavík, fyrir 15. september nk.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu stofnun-
arinnar, Hlemmi 3, 2. hæð.
Námskeiðsgjald er kr. 42.000,-
Náttúruvernd ríksins.
Verkalýðsfélagið Eining
Fulltrúakjör!
Samkvæmt lögum Verkalýðsfélagsins Einingar fara
kosningar fulltrúa félagsins á 25. þing Alþýðusam-
bands Norðurlands og 19. þing Verkamannasambands
íslands fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu í
samræmi við reglugerð A.S.Í. um slíkar kosningar.
Félagið hefur rétt til að senda 38 fulltrúa á þing Alþýðu-
sambands Norðurlands, sem haldið verður að lllug-
astöðum í Fnjóskadal dagana 3. og 4. október nk.
Á þing Verkamannasambands íslands, sem haldið
verður að Hótel Loftleiðum í Reykjavík dagana 21. til
24. október nk., hefur félagið rétt á að senda 19 full-
trúa.
Framboðslistum til beggja þessara þinga, þar sem til-
greind eru nöfn aðalfulltrúa í samræmi við framanskráð
og jafn marga til vara, ber að skila á skrifstofu félagsins
að Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12 á hádegi
mánudaginn 15. september nk.
Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 full-
gildra félagsmanna.
Akureyri, 5. september 1997,
Verkalýðsfélagið Eining.