Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Síða 8
20 - Laugardagur 6. septemher 1997
jDagurÁCmtmn
LIFIÐ I LANDINU
Myndir: E.Ól
Starfsferill Þrastar
Ólafssonar hag-
frœðings hefur ver-
ið afar fjölbreyttur.
í viðtali við Kol-
brúnu Bergþórs-
dóttur lítur Þröstur
yfirfarinn veg þar
sem oft hafa ríkt
átök og sviptingar.
s
yfirborðinu virðistu vera
rökhyggjumaður sem
lœtur tilfinningarnar
ekki rugla þig í ríminu. Hvenœr
tók rökhyggjan yfirhöndina?
„Allt til þess tíma er ég fór til
náms í Þýskalandi mótaðist ég
mjög af tUfmningum, lét þær
stjórna viðhorfum mínum og ef
ég þurfti að verja skoðanir mín-
ar gerði ég það með tilfmninga-
legum rökum. Á námstíma mín-
um í Þýskalandi komst ég fljót-
lega að því að tilfinningaFÖkin
dugðu skammt í þjóðfélagslegri
umræðu, og ég lærði að meta
rökhyggju og rökfræði. Áhrifin
frá Þýskalandi hafa alltaf fylgt
mér, en hins vegar hef ég einnig
fundið mjög sterkt fyrir tilfinn-
ingamanninum sem fór að
heiman.“
Afhverju fórstu aö lœra hag-
frœði?
„Ég ætlaði að leggja stund á
heimspeki, jafnvel bókmenntir,
enda hneigðist hugur minn
mjög til þeirra greina. En móðir
mín sem var mjög hagsýn kona,
enda Vestfirðingur, talaði um
fyrir mér, hrædd við fátækt og
basl taldi hún heimspekistúss
ekki starf sem hægt væri að lifa
af. Ég ákvað þá að læra hag-
fræði, grein sem gæti skilað
mér liíibrauði og snýst um
áhugasvið mitt, hugmyndir
manna um heiminn og tilver-
una.“
Þú hafðir mjög róttœkar
stjórnmálaskoðanir á þínum
yngri árum, hvenær mótuðust
þœr?
„Faðir minn var framsóknar-
maður, mikill aðdáandi Jónasar
frá Hriflu, en fyrir vestan urðu
skoðanir hans fyrir kratískum
áhrifum. Sem veganesti úr
heimahúsum fékk ég hugsjón
jafnaðarmennskunnar, þótt hún
væri á þessum árum nokkuð
grænlituð af framsóknar-
mennsku Jónasar frá Hriflu. Á
Þýskalandsárum mínum urðu
mikil þjóðfélagsátök í landinu.
Innra uppgjör þjóðarinnar við
arfleifð nasismans var að heíj-
ast. Ungt fólk skoraði á hólm
staðnað og líflaust samfélag.
Það vildi ekki láta móta sig í
lífsmunstur og hugsunarhátt
sem rekja mátti til óheillatíma.
Við þetta bættist Vietnam stríð-
ið, óheilindi og hræsni ráðandi
stétta og stjórnarfars. Við leit-
uðum hins nýja tóns, bæði í
hugsun, stjórnmálum og einka-
lífi. Ungt fólk taldi sig finna
hina hreinu sósíalísku línu sem
væri laus við þær syndir sem
sósíalistar í austri höfðu drýgt.
Kannski var leitin að betri
heimi barnaskapur, en það
breytir engu um að þessi tími
var einn sá lærdómsríkasti og
mest heillandi á ævi minni.“
Finnst þér þá að þið hafið haft
rétt fyrir ykkur á þeim tíma?
„Já, við höfðum það, en okk-
ur skjátlaðist líka. Við vorum
ungir og ákafir og til að
viðhalda baráttukraftinum
þörfnuðumst við einfaldra skýr-
inga. Auðvitað er það einkenni
ungra manna að mála andstæð-
urnar sterkum litum, ekki hvað
síst til að vekja athygli á þeim,
og draga síðan ályktanir sem
oft eru einlitar. Lífið og pólitíkin
eru miklu flóknari en menn á
þessu aldurskeiði vilja vera
láta.“
Ólafur Ragnar biðlar
Ágætur maður sagði mér að
eftir að þú komst frá námi hefði
Ólafur Ragnar reynt að fá þig í
Framsóknarflokkinn og sagt
þér að framtíðin lœgi þar.
„Já, það er ýmislegt til í því.
Ólafur var á þeim tíma með
herbergi á Hótel Sögu og ég
varð þess heiðurs aðnjótandi að
vera boðinn þangað og þar var
rætt við mig um pólitík. En ég
var ekkert á þeim buxunum að
ganga í Framsóknarflokkinn.“
En þú gekkst í Alþýðubanda-
lagið.
„Ég gerði það, ekki hvað síst
fyrir tilstuðlan Magnúsar Kjart-
anssonar. Það talaðist þannig til
milli okkar Magnúsar að ég
legði Alþýðubandalaginu lið.
Síðar þegar ég varð eins konar
aðstoðarmaður Magnúsar, gekk
ég í flokkinn. Magnús er ein-
hver allra gáfaðasti maður sem
ég hef kynnst. Ef maður sat
nokkra stund hjá Magnúsi þá
var ekki hægt að komast hjá því
að heillast af honum. Hann var
töfrandi persónuleiki.“
Finnst þér þú hafa átt góða
vist í Alþýðubandalaginu?
„Hún var góð framan af, en
ekki leið á löngu þar til ég fann
að ég átti ekki málefnalega
samleið með flokknum. Ég var í
flestum atriðum ósammála
Áhrifin frd Þýska-
landi hafa alltaf
fylgt mér, en hins
vegar hefég einnig
fundið mjög sterkt
fyrir tilfinninga-
manninum sem fór
að heiman.
stefnu flokksins í sjávarútvegs-
málum og gat alls ekki sætt mig
við efnahagsstefnu flokksins. Ég
hafði mikinn fyrirvara á land-
búnaðarstefnunni og fljótlega
hætti ég að taka undir þá
skoðun að ísland ætti að ganga
úr Nató. Það sem fyllti mælinn
var ódrengileg framkoma
ýmsra forystumanna Alþýðu-
bandalagsins í málefnum Guð-
mundar J. Guðmundssonar sem
tengdust Hafskipsmálinu. Það
var dropinn sem fyllti mælinn.
Ég gekk úr flokknum. Stuttu
síðar gekk ég í Alþýðuflokkinn
þar sem ég taldi mig eiga mesta
málefnalega samstöðu.
Til gamans má geta þess að
innan Alþýðubandalagsins var
það haft í flimtingum að hag-
fræðingar ættu ekki heima þar,
þeir myndu annað hvort ruglast
eða fara úr flokknum."
Þið Guðmundur jaki virðist
við fyrstu sýn hafa verið and-
stœður. Hugsaði hann ekki allt
út frá tilfinningum?
„Jú, hann gerði það. Það var
ótrúlegt hvað hann var glöggur
á andardrátt tímans, þótt hann
beitti engu öðru en tilfinning-
um. Tilflnningar hans voru fín-
stilltar og heilbrigðar og í þær
var inngreipt réttlætiskennd svo
mikil að hann komst oftast að
nokkuð réttri niðurstöðu. Sam-
starf okkar var mjög náið og
innilegt. Guðmundur var afar
heilsteyptur og yndislegur mað-
ur. Hann var besti vinur minn,
það kemur enginn í hans stað.
Ég sakna hans mjög.“
Átök um Mál og
menningu
Sigfús Daðason var útgáfustjóri
Máls og menningar þegar þú
gerðist þar framkvœmdastjóri
árið 1974, og þið voruð ekki
sammála um ýmsa hluti.