Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Side 10
mmírilDiírpKÍl
V^s— TOUV mu\mici\«o»9 í\
22 - Laugardagur 6. september 1997
LIFIÐ I LANDINU
Jkgur-®œróm
Gekk ég yfir sjó og land
Við höfnina í Færeyjum. Unga fólkið er nú farið að snúa aftur til eyjanna
eftir þrengingar fyrra ára.
Sigurður
Bogi
Sævarsson
Skrifar
Færeyjar heilsuðu í þoku og
rigningarsudda á flugveli-
inum í Vogum. Það var
ekki annað en búast mátti við,
enda eru eyjarnar þekkt rign-
ingarbæli. Þetta er allt eftir
bókinni, hugsaði ég með mér
þegar ég steig upp í rútuna sem
flutti okkur til Þórshafnar. Ég
fór að hugsa með mér á leiðinni
þangað hverjar hugmyndir ís-
Ltklegt að viðskipti
og samstarf milli
þjóðanna eigi eftir
að aukast, en
mestu skipir sá
áhugi og virðing
sem Fcereyingar
sýna Islendingum.
lendinga af Færeyingum væri.
Satt að segja held ég að við höf-
um aldrei gert okkur stórar
hugmyndir um land og þjóð.
Grindhvaladráp, skerpukjöt og
þjóðargjaldþrot, kemur fyrst
upp í hugann.
Unga fólkið snýr heim
Að orðið þjóðargjaldþrot sé
okkur hugleikið er skiljanlegt.
Óneitanlega guldu eyjaskeggjar
afhroð á árunum 1992 og 1993,
þegar kurl komu til grafar í
uppgjöri á stórkostlegri upp-
byggingu í eyjunum. Þegar
dæmið var gert upp var spari-
grísinn tómur. Þá hlupu Danir
undir bagga, enda eru Færeyjar
enn hluti af danska konung-
dæminu. Margir búast hins veg-
ar við að það breytist á næstu
árum, og innan 15 til 20 ára
verði eyjarnar orðnar sjálfstætt
lýðveldi.
í dag ríkir bjartsýni í Færeyj-
um, eftir dimma daga síðustu
ára. Gætu helstu stikkorðin
hvað varðar eyjarnar nú verið
bjartsýni og duglegt fólk. Eyja-
skeggjum fer íjölgandi á nýjan
leik, en margir fóru á brott í
skuldaskilunum miklu. Árið
1989 voru Færeyingar flestir,
47.838, en urðu fæstir 1995,
43.719. En nú er talan upp á
við, og til eyjanna er að snúa
aftur mikilvægasti hópurinn;
unga fólkið. Margt þeirra fór til
starfa í Danmörku á þreöging-
artímunum, en hefur alltaf haft
bak við eyrað að heima er best.
Svona alla jafna, að minnsta
kosti.
Tengjumst íslandi
traustum böndum
Sámar Pétur í Grund er
samgöngu- og menningarmála-
ráðherra Færeyja. Á ferðalagi
mínu um Fæieyjar gafst mér
tækifæri á að spjalla við hann
og spyrja almælrta tíðinda úr
eyjunum átján. - Hann sagði
mór að einkum sé horft til þess
að finna megi olíu innan fær-
eysku lögsögunnar, þegar ég
spyr hann um stóra drauma
eyjaskeggja. „Vísindamenn
segja að um það bil 10% líkur
séu á því að olía finnist innan
lögsögunnar. En ég minni á að
litlar líkur voru taldar á því að
finna mætti olíu í lögsögu Nor-
egs. En hún fannst samt,“ segir
hann.
Allar eyjar Færeyja, utan
ein, er í byggð. Sámar Pétur er
hins vegar ekki bjartsýnn á að
byggð haldist þar áfram. Að
minnsti kosti ekki með óbreytt-
um hætti. Hann segir að stjórn-
völdum sé ekki megnugt að
halda í öllum eyjum og útnár-
um uppi þeirri þjónustu sem
krafist er, til dæmis í skólamál-
um. Því megi búast við að
byggðin grisjist á næstu árum,
en helstu þéttbýlisstaðir eyj-
anna muni styrkjast að sama
skapi; Þórshöfn, Klakksvík,
Fuglafjörður og Vestmanna, svo
nokkrir staðir séu nefndir. „Við
Færeyingar tengjumst íslend-
ingum meira en Dönum, þó við
séu hluti Danaveldis. Danir eru
fyrst og fremst Evrópuþjóð, en
íslendingum tengjumst við
traustum böndum þar sem
bæði við og þeir erum eyþjóð og
mörg úrlausnarefni því svipuð,"
segir Sámar.
Barátta fyrir fær-
eyskri tungu
Það vakti athygli mína hve
margir Færeyingar eru mæltir
á íslensku. Annar hver maður
getur bjargað sér á íslensku og
haldið uppi einhverjum sam-
ræðum. Einn Færeyinganna
sem ég tók tali, vitaskuld á ís-
lensku, var Jóhann Hendrik
Polsen, sem býr í Kirkjubæ.
Hann er málvísindamaður og
„íslendingum tengjumst við traust-
um böndum, þar sem bæði við og
þeir erum eyþjóð og mörg úrlausn-
arefni landanna eru svipuð," segir
Sámar Pétur í Grund, menningar-
og samgönguráðherra Færeyja.
starfar við Fróðskaparsetrið í
Þórshöfn, og er formaður fær-
eysku málnefndarinnar.
„Vitaskuld ætti færeyksa
tungan ekki að vera til, svo fáir
tala hana. Nágrannar okkar á
Hjaltlandi töpuðu til dæmis
sinni tungu niður. En ætli það
Fjör í færeyskum Vikivaka.
sem bjargaði íslenskunni hafl
ekki verið þjóðernisvakningin á
íslandi á síðari hluta 19. aldar,“
segir Jóhann. Hann segir að hjá
færeysku málnefndinni fari
mikil vinna í að snara yfir á
færeysku nýjum orðum sem
koma inn í málsamfélagið.
Hann segir að baráttan í þeim
» Eyjas keggjar
guldu afhroðþegar
kurl komu til graf-
ar í uppgjöri á
stórkostlegri upp-
hyggingu í eyjun-
um. Þá var spari-
grísinn tómur.(í
efnum só hörð; hin engilsax-
nesksa veröld sé allt um kring
og í seinni tíð svífandi yfir í
gervitunglum himinsins. „Það
dugir ekki fyrir okkur að vera
svartsýn á að framhaldið í þess-
um efnum. Síðan er eitt að líta
á sig sem málvísindamann eða
málræktarmann,“ segir Jóhann,
sem vill bera síðarnefnda titil-
inn.
Miðjupunktur siglinga
Sem vonlegt er vakti starfsemi
Eimskips í Færeyjum athygli
mína, en fyrirtækið er áberandi
í eyjunum. „Við köllum Þórs-
höfn og ísland miðjupunkta
okkar siglingaáætlana," segir
Svavar Ottóson, forstöðumaður
Eimskips í Færeyjum, en hann
tók nýlega tók við því starfi.
Hann segir flskflutninga veiga-
mesta þáttinn í starfseminni.
Nú þegar sé Eimskip komið
með um fjórðungs hlutdeild
flutningum til og frá eyjunum
og er stefnt að frekari aukningu
næstu ár.
„Hér hefur verið atvinnuleysi
síðustu misseri, en það hefur
minnkað og nú er jafnvel eftir-
„Hér getur þú ekki
þekkt Islendinga og
Fcereyinga í sund-
ur, nema Fcerey-
ingarnir séu í fcer-
eyskri peysu.
spurn eftir starfsfólki,“ segir
Svavar. - Hann segir að sam-
vinna og viðskipti séu milli
nokkurra fyrirtækja í sjávarút-
vegi hér heima og í Færeyjum.
Eigi þessi samvinna væntanlega
eftir aukast á næstu árum. Þá
starfrækja Bónus og Rúmfata-
Myndirsbs
lagerinn verslanir í Þórshöfn,
og fleira mætti nefna.
Þú skynjar þig aldrei í
útlöndum
„Ef þú ert í Skandinavíu getur
þú þekkt íslendinga úr í marg-
menni, svo áberandi og auð-
þekktir eru þeir. Hér úti getur
þú hins vegar ekki þekkt ís-
lendinga og Færeyinga í sund-
ur, nema Færeyingarnir séu í
færeyskri peysu. Þetta er af
sama meiði sprottið og það að
hér skynjar þú þig aldrei sem
útlending," sagði einn íslend-
inganna í Færeyjum, sem ég
ræddi við.
Það var þetta - og annað á
svipuðum nótum - sem vakti
mig til umhugsunar um hugtak-
ið bræðraþjóð. íslendingar og
Færeyingar eru það svo sann-
arlega. Líklegt er að viðskipti
og samstarf milli þjóðanna eigi
eftur að aukast næstu ár, en
mestu skiptir þó sá mikli áhugi
og virðing sem Færeyingar sýna
íslendingum, og það eigum við
gjalda líku líkt - og einnig færa
okkur ínyt.