Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Page 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.09.1997, Page 12
24 - Laugardagur 6. september 1997 |Dagur-®ímtmt Qrisk matargerð Hvítlauksídýfa ídýfan er mjög góð í pítur og notuð á þann hátt í Grikklandi. ’A agúrka, rifin 500 g hrein jógúrt eða sýrður rjómi 3 hvítlauksgeirar, vel pressaðir 1 tsk. dill, fottferskt 1 tsk. ólífuolía salt og svartur pipar Vökvinn úr agúrkunni er síaður aðeins úr henni með því að leggja hana í eldhúsbréf. Jóg- úrtið hrært vel ásamt kryddun- um og agúrkan og hvítlaukur- inn settur saman við ásamt olíunni. Látið kólna vel áður en borið fram. Ostabrauð 200 g fetaostur 100 g rifinn ostur, mosarella 1 egg, hrært hvítur pipar filódeig 2 tsk. ólífuolía 2 tsk. brœtt smjör Osturinn er rifinn, feta osturinn skorinn í minni bita, egginu og piparnum bætt saman við og hrært vel. Deigið er skorið í fer- hyrninga, fyllingin lögð ofan á þá og þeir brotnir saman þann- ig að úr verði þríhyrningar. Þrí- hyrningarnir bakaðir í 20 mín. í ofni á 180° C hita. Fyllt eggaldin 3 eggaldin 1 tsk. salt 'A bolli ólífuolía 2 marin hvítlauksrif 3 laukar, skornir í sneiðar 4 tómatar salt og svartur pipar 2 tsk. steinselja 3 tsk. sítrónusafi 1 tsk. sykur ’A bolli vatn Eggaldin er skorið eftir' endi- löngu án þess að það falli í tvennt. Saltað og látið í skál með köldu vatni í 30 mín., þurrkað vel að því loknu. Helm- ingurinn af olíunni er hitaður á pönnu og hvítlaukurinn og laukurinn steiktur. Hrærður saman við tómatana og krydd- að með pipar og steinselju. Egg- aldinin eru steikt á pönnunni og mýkt vel, fyllingin sett í þau og sítrónusafa, vatni og sykri (sem hefur verið blandað saman í könnu) hellt yfir þau áður en þau eru sett í ofn í 45 mín. á 160° Chita. Grtskt salat Kálhaus, lambhagasalat eða annað gott kál ’A agúrka 2 tómatar 2 radísur 1 rauðlaukur 8 svartar ólífur 60 g fetaostur í bitum 2 tsk. ólífuolía 1 tsk. edik oregano, salt og svartur pipar Grænmetið er sett í skál ásamt ostinum. Olíunni og kryddinu blandað vel saman og hellt yfir salatið. Rækjur með fetaosti og tómötum 750 g stórar rœkjur 2 tsk. ólífuolía 2 marin hvítlauksrif 2 þurrkuð chillialdin 400 g niðursoðnir tómatar, sax- aðir 60 gfeta ostur 12 svartar ólífur svartur pipar og timían Hvítlaukur og chilli er steikt á pönnu og tómatarnir settir saman við og suðan látin koma upp. Þarf að malla á pönnunni í 15 mín. til að bragðið blandist vel saman. Rækjurnar settar út í blönduna ásamt timían og lát- ið malla, chillialdin tekin úr. Osturinn og ólífurnar látnar út í að lokum og saltað eftir smekk. Borið fram með hrísgrjónum og stökku brauði. Hvítlaukssósa Sósan er mjög góð með fiski. allt saman. Bakað í ofni á 180° C hita í 45 mín. eða þar til sós- an ofan á er orðin gullinbrún. 2 stórar kartöflur 4 hvítlauskrif marin 1 tsk. hvítvínsedik salt og svartur pipar 'A bolli ólífuolía Kartöflurnar eru skornar í ten- inga og soðnar í 8 mín., þurrk- aðar og stappaðar að því loknu. Hvítlaukurinn settur saman við ásamt edikinu og blandað vel saman. Kryddað eftir smekk. Oh'an sett síðust út í sósuna, nokkrir dropar í einu og hrært vel. Moussaka 3 eggaldin 1 tsk. salt 'A bolli ólífuolía Eggaldin skorið í um 1 cm sneiðar. Salti stráð á hvora hlið á hverri sneið og látið standa í 1 klst., skolað með köldu vatni og þurrkað. Steikt í oh'unni og brúnað. Innbakað lambakjöt 500 g lambafillet 3 tsk. ólífuolía 2 laukar, smátt skornir 2 eggaldin, skorin í þunnar sneiðar filo deig 100 gfeta ostur 'A tsk. rósmarín Laukurinn er steiktur á pönnu. Eggaldinin þar á eftir og að lok- um kjötið sem síðan er skorið í þunnar sneiðar. Deigið er smurt með óhfuoh'u (3 blöð lögð sam- an og oha á milli) og kjötið lagt á það ásamt eggaldin, lauk og osti (endarnir brotnir inn og kjötið á milli, rúllað upp þar til bakan lokast). Smurt að ofan með ohu og bakað í 25 mín. á 180° C hitá. Borið fram með tómatjurtasósunni en þegar hún er gerð er öllu hráefninu skellt í pott og hrært vel. Kjötsósa: 2 tsk. ólífuolía 1 laukur, smátt skorinn 500 g hakk, tegund eftir smekk 2 tsk. þurrt hvítvín, má sleppa 425 g tómatpasta 1 tsk. steinselja 2 tsk. fersk minta 'A tsk. kanill hvítur pipar Hakkið og laukurinn er steikt í ohu á pönnu. Hvítvínið, tóm- atpastað, kryddjurtirnar, kanill og pipar sett á pönnuna og blandað vel saman. Látið malla í 20 mín. á pönnunni. Ostasósa: 90 g smjör 'A bolli hveiti 2 bollar mjólk 2 egg 1 bolli rifinn ostur Smjörið er brætt í potti, hveitið sett saman við og þá mjólkin. Hrært vel og suðan látin koma upp og kælt aðeins að því loknu. Eggið og osturinn settur saman við og hrært vel. Helmingurinn af kjötsósunni er settur í botninn á eldföstu móti. Eggaldinsneiðar settar þar ofan á, þá kjótsósa og eggaldin aftur og að lokum ostasósan ofan á Kjúklingur með hunangt og sítrónu 1 kg kjúklingalœri 'A bolli ólífuolía 'A bolli sítrónusafi, betri ferskur 1 tsk. hunang 1 tsk. rósmarín 1 tsk. oreganó 4 hvítlauksgeirar, skornir í sneiðar kjúklingakraftur, teningur 1/2 bolli vatn Oha, sítrónusafi, kryddjurtir og hvítlaukur er sett í skál og blandað vel saman. Hellt yfir kjúkhnginn sem hefur verið þerraður og hreinsaður vel og lagður í fat. Marinerað í nokkr- ar klst. eða yfir nótt með plast- himnu yfir. Að því loknu er kjúklingurinn grillaður í ofni í 30 mín. og settur í eldfast mót. Safinn sem kemur af kjúklingn- um er tekinn af honum, settur í pott og kjúklingakraftinum blandað saman við. Sósan er þykkt örlítið í pottinum og heUt yfir kjúkhnginn í fatinu. Sett í ofn í 10 mín. eða þar tU kjúkl- ingurinn er orðinn gullinbrúnn. Tómatjurtasósa: 2 tómatar, sœtir 1 hvítlauksgeiri, vel pressaður oregano, basilikum, sykur 2 tsk. rauðvín Kiúklingur með blómkali og kanil 750 g kjúklingavœngir 750 g blómkál 3A bolli þurrt rauðvín 1 tsk. tómatpasta 3A bolli sterkur kjúklingakraftur ívatni 'A tsk. kanill 'A tsk. svartur pipar salt eftir smekk Kjúklingavængirnir eru settir í eldfast mót ásamt blómkáUnu sem hefur verið skorið niður í minni hluta. Rauðvíninu og tómatpastanu (hræra það sam- an) heUt yfir kjötið og káhð og sett í ískáp í 2 tíma. Kryddinu er blandað vel saman og stráð yfir kjúklinginn og káhð. Bakað í ofni á 210° C hita í klst. og kjúklingavængjunum snúið reglulega. Að því loknu er kjöt- ið sett á disk og sósunni heUt í pott þar sem hún er þykkt. HeUt yfir kjötið áður en það er borið fram. Sítrónurúllur sítróna 3 bollar mjólk ’A bolli semolínugrjón ’A bolli hrísmjöl, maizenamjöl 2A bolli sykur 2 egg 1 tsk. vanilludropar 14 blöð filódeig 2 tsk. brœtt smjör 1 tsk. olía 2 tsk. flórsykur 'A tsk. kanill Börkurinn á sítrónunni er skor- inn í þrjár ræmur og settur í pott ásamt mjólkinni og suðan látin koma upp. Látið kólna í 10 mín. og börkurinn fjarlægður úr mjólkinni. Semolínugrjónin, hrís- mjöhð, sykurinn og eggin eru sett í skál og aUt hrært vel sam- an með handþeytara í 2 mín. Mjólkin sett saman við í smá skömmtum og hrært vel áfram. Sett í pott og látið þykkna á væg- um hita á eldavél. Búðingurinn er látinn kólna og passað að ekki komi himna ofan á hann. Ffló- deigið er lagt á borðplötu og skorið í þrjár lengjur (sem aftur eru skornar í þrennt). Smurt með smjörinu og oh'unni, 2 tsk. af búðingi lagðar á hvern hluta deigsins og rúUað upp, smurt að ofan með smjöri. Bakað í ofni í 30 mín. á 180° C hita eða þar til bökurnar eru gullinbrúnar. Flór- sykri og kanfl stráð yfir að lok- l/msjón: Halla Hára Gestsdóttir

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.