Dagur - Tíminn Akureyri - 12.09.1997, Side 1
Fréttir og þjóðmál
Veður Akureyri
Veturinn
minnir
á sig
Veturinn er farinn að
minna á sig að minnsta
kosti á Norðurlandi og
Vestfjörðum. Á 'Akureyri snjóaði
niður í miðjar hlíðar og þæfings
færð var á fjallvegum fyrir
norðan. Leiðindaveður var á
hálendinu og snjó var farið að
festa.
Hálka var á Möðrudalsöræf-
um og Vopnafjarðarheiði. Á Öx-
arfjarðarheiði var krapi og
snjór og sama var að segja um
Hellisheiði eystri og Fljótsheiði.
Á Lágheiði var skafrenningur
og krapasnjór. Að sögn vegfar-
enda voru skaflar á veginum og
hann ekki fólksbílafær.
Þeir sem eiga leið um fjall-
vegi þurfa nú að fara að huga
að útbúnaði bfla sinna, en flest-
ir vona þó að Vetur konungur
láti það vera enn um sinn að
koma til byggða.
Slátrun hófst hjá KEA í gær og er búist við að standi í 5 vikur. Loks tókst að manna sláturhúsið, eftir að illa leit út i fyrstu, en nú starfa þar færri vanir en
áður. Þessir sem hér sjást virðast þó albúnir í slaginn! Og þeir sem vilja ná sér í slátur fara í Hrísalund, en þar verður aðalslátursalan. Mynd. Bnn.
Akureyri
Höfuðborgarbúar í
aðgerðir á Akureyri
Æ fleiri landsmenn
leita sér lækninga hjá
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Reykvíkingar farnir
að koma í bæklunar-
aðgerðir vegna
biðlista syðra.
Mjög erfið fjárhagsstaða
er hjá Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
(FSA) og er sýnt að spítalinn fer
töluvert fram úr heimildum í ár.
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í
gær var lögð fram ályktun frá
stjórn FSA þar sem skorað var
á sveitarstjórnarmenn á Norð-
ur- og Austurlandi að leggja
sjúkrahúsinu lið. Fjárveitingar-
valdið yrði að verja auknu fé til
stofnunarinnar ef hún ætti að
geta sinnt skilgreindu hlutverki
sínu.
Sjúklingar koma
víða að
Halldór Jónsson, framkvæmda-
stjóri FSA, segir að þjónusta
spítalans hafi aukist mjög mikið
að undanförnu sem sé í sam-
ræmi við áætlanir, en fjárveit-
ingar hafi ekki vaxið að sama
skapi. Nánast hafi tekist í fyrra
að halda rekstrargjöldum innan
ramma fjárveitinga, hallinn hafi
verið um 1% eða 14 milljónir,
en nú horfi illa vegna sívaxandi
fjölda sjúklinga. „Mestöll starf-
semin jókst um 10-12% í fyrra
á sama tíma og rekstrarkostn-
aður hækkaði aðeins um 2%.
Sjúklingum hefur svo enn fjölg-
að mikið fyrri hluta þessa árs
miðað við í fyrra án þess að ég
kunni skýringu á því úr hvaða
sveitarfélögum þetta fólk kem-
ur. Við eigum eftir að greina
það nánar en þetta virðist fólk
af öllu landinu og m.a. suðvest-
urhorninu. Það eru dæmi um
að Reykvíkingar hafi komið til
Akureyrar í bæklunaraðgerðir
á árinu,“ segir Halldór.
Sami vandi áfram?
Líkur eru á að stjórnvöld veiti
sjúkrahúsinu aukna fjármuni á
fjáraukalögum vegna halla
þessa árs en hann hefur verið
6-7 milljónir á mánuði sem
samsvarar 70-80 milljónum á
ársgrundvelli. Hins vegar er að
sögn Halldórs gert ráð fyrir að
fjárveitingar næsta árs verði
svipaðar og í fyrra. „Ef svo fer
ráðum við engan veginn við þau
verkefni sem hingað streyma.“
BÞ
Krikjumálaráðherra
Sigrún til
Noregs
Kirkjumálaráðherra hefur
ákveðið að ráða séra
Sigrúnu Óskarsdóttur
prest til íslenska safnaðarins í
Noregi til þriggja ára. Safnað-
arstjórn hafði einróma mælst til
þess að Sigrún yrði skipuð en
biskup íslands, Ólafur Skúla-
son, ákvað bréflega til ráðherra
að gera ekki tillögu um prest.
í yfirlýsingu frá biskupi segir
að ekki hafi verið virt sam-
komulag um faglegar aðferðir
við ráðninguna og því geti hann
ekki skipað í stöðuna. Auk Sig-
rúnar stóð valið milli sr. Krist-
jáns Björnssonar og sr. Arnar
Bárðar Jónssonar. Ánægja var
með niðurstöðuna hjá Islend-
ingum í Noregi í gær, enda virð-
ist Sigrún hafa notið almenns
fylgis þótt skoðanir væru eitt-
hvað skiptar. BÞ
i BIACK&DECKER
_Handverkfæri
SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTÚNi 31 * SÍMI 562 7222 • BRÉFASIMI 562 1024