Dagur - Tíminn Akureyri - 12.09.1997, Side 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 12.09.1997, Side 7
<30agur-®mrám Föstudagur 12. september 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Dýrlingur Díana: Lát hennar meiri viðburður en upphaf heimstyrjaldanna, ef marka má viðbrögð fjölmiðla. Baksvið Dagur Þorleifsson s sögnum af Arthúri konungi stendur að dís er réði stöðu- vatni hafl gefið honum sverðið Exkalíbúr, tákn konung- dóms hans. Sagnir af dauða konungs þessa, sem einhverjir sagnfræðingar telja að hafi í raun verið uppi og ríkt um skeið yfir fyrrverandi róm- verska Bretlandi á 5. öld, benda til þess að goðmagn það kven- kyns er gaf honum brand þenn- an ágætan hafi einnig ríkt yfir hafinu. Gyðjur í norðanverðri Evr- ópu, í heiðnum sið bæði kelta og germana, voru gjarnan mjög tengdar vatni og sjó (eins og t.d. Frigg í Fensölum, Sága á Sökkvabekk og hafgyðjan eða hafgýgurin Rán benda til). Vilhjálmur en ekki Karl? Díana prinessa af Wales var að sögn jarðsett á eyju í stöðu- vatni. Hún varð nærri jafnskjótt og lát hennar í bílslysi í París fréttist að einskonar dýrlingi fyrir allan heiminn, tekin að vissu marki í goðatölu að segja má, með hliðsjón af harminum eftir hana og lofi því er henni er flutt. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar vilja yfir 70% Breta að Vilhjálmur (William), 15 ára sonur Díönu, taki við ríki af ömmu sinni, Elísabetu 2., en aðeins liðlega fimmtungur landsmanna vill að Karl krón- prins, fyrrum eiginmaður Díönu og faðir Vilhjálms, verði kon- ungur eftir móður sína. Margir telja um þessar mundir líklegt að Vilhjálmur verði næsti kon- ungur Bretlands. Ef svo verður þiggur hann, eins og sagnakonungurhin Art- húr sem miklu skiptir í enskri menningarerfð, konungdóm sinn úr hendi gyðju í vatni. Ef marka ætti viðbrögð ijöl- miðla er andlát Díönu meiri viðburður en upphaf heims- styrjaldanna tveggja, lok kalda stríðsins og fjöldamorðin í Rú- anda. í grein eftir Bjarke Moller í danska blaðinu Information stendur að „aldrei í sögunni hafi nokkur einstakur atburður valdið slíkri fjöldamóðursýki" sem dapur dauði prinsessu þessarar, í bíl sem drukkinn bíl- stjóri ók á 200 kflómetra hraða á klukkustund. Valdamiklir stjórnmálamenn gripu tækifær- ið til þess að auðsýna samúð, meðaumkvun og sorg, gefa þannig ástæðu til að ætla að þeir væru hjartagóðir og mann- eskjulegir og reyna með því að efla sig með dýrðarljómanum frá Díönu. Þar var fremstur í flokki sá voldugasti þeirra, Bill Clinton Bandaríkjaforseti, en honum fygldu fast á eftir Jacqu- es Chirac Frakklandsforseti, Borís Jeltsín Rússlandsforseti, Nelson Mandela Suður-Afríku- forseti og Helmut Kohl, sam- bandskanslari Þýskalands. Talebanar daprir Samúðarbréf barst frá Sinn Fe- in, pólitískum armi norðurírska hryðjuverkaliðsins IRA, sem talið er að fyrirhugað hafi að myrða Díönu. Leila Khaled, pal- estínskur flugræningi, sagði Dí- önu vera „hetju fyrir gleymd fórnarlömb heimsins,“ herfor- ingjar þeir er nú stýra Vestur- Afríkuríkinu Sierra Leone létu draga fánana í hálfa stöng, tæplega fertugur Pakistani, sem Díana kvað hafa snert í heim- sókn á þær slóðir í vor, svipti sig lfll með eitri og var þá með mynd af henni í brjóstvasanum. f Hongkong, sem heyrði Breta- veldi til þangað fyrir fáeinum mánuðum, hljóp maður út um glugga á 33. hæð skýjakljúfs er honum barst dánarfregnin og skildi eftir á skrifborði sínu haug af blaðaúrklippum um prinsessuna. Meira að segja Talebanar í Afganistan, sem ekki mega sjá konur opinber- lega nema næstum alveg huldar slæðum, kváðu vera miður sín. Ekki er að vita nema þessi sorglegi atburður hafi áhrif í sögunni, ef það skyldi nú sýna sig - í fyrsta sinn í sögunni - að mannkyninu hefði birst goð eða dýrlingur sem það allt gæti sameinast um að tilbiðja. Díönur og María Sálfræðingar tala um „sjúklega þörf fyrir sorg, sem alltaf sýni sig öðru hvoru,“ viðvíkjandi alls mannkyns? Kona í Lundúnum sá andlit Díönu geisla í töfraþrunginni birtu út úr málverki af Karli konungi 1sem háls- höggvinn var. harmi heimsins eftir Díönu. En undur eru þegar farin að gerast í þessu tilviki sem fleirum meira eða minna áþekkum. Dí- ana er tekin að birtast fólki í sýnum. Þannig segist kona nokkur í Lundúnum hafa séð andlit Díönu í töfraþrunginni birtu geisla út úr málverki af Karli konungi 1. (1625-49), sem Cromwell lét höggva og af einhverjum mun vera talinn til píslarvotta. í breska blaðinu Independent stendur að fólk sé þegar farið að líta á Díönu sem einskonar veraldlega útgáfu af Maríu mey, sem í kaþólskum löndum hefur gjarnan birst fólki þegar erfiðleikar steðjuðu að. Nafninu Díana hét upphaf- lega ítölsk/rómversk gyðja tungls, villtrar náttúru og frjó- semi og verndari kvenna. Dýrk- unin á henni rann saman við dýrkun á gyðjum austan að og mun sá átrúnaður hafi búið í haginn fyrir Maríudýrkun í kristni. Einn greinarhöfundur skrifar að meiri eða minni helgun al- mennings á manneskjum eins og Díönu prinsessu og Móður Teresu sé vottur þess að menn- ina dreymi enn um hið góða og leiti hins góða, óeigingirni, fórnfýsi. Fólk dýrki manneskjur sem verði í augum þess per- sónugervingar þeirra eigin- leika. Önnur skýring á vinsæld- um Díönu, sem komu einkum upp á yfirborðið fyrst eftir dauða hennar, er að hispurs- leysi hennar og árekstrar við siðavanda konungsfjölskyldu hafi leitt til þess að alþýðan hafi farið að telja hana til sín, þótt hún væri dóttir áttunda jarlsins af Spencer. VWTransporter sincro 4x4 ek. 70 þús. árg. 1995 Díselverð 1.780. MMC L-300 2,4i árg. 1991 ek. 154 þús. km. Verð 1.000.000,- WV Camper 4x4 árg. 1985. Verð 1.500.000,- Bflaskipti • Bflasala Nissan King cab árg. 1993 ek. 93 þús. km.Verð 1.280.000,- SuzukiVitara árg. 1994 ek. 64 þús. km. Verð 1.350.000,- WV Polo 1000 árg. 1996 ek. 55 þús. km.Verð 780.000,- MMC Lancer 4x4 árg. 1996 ek. 34 þús. km.Verð 1.400.000,- Subaru Legacy Sedan AT árg. 1991 ek. 85 þús. km.Verð 920.000,- þús. km.Verð 1.150.000,- Bflaskipti • Bflasala Land Rover Langir árg. 1981 - 1982. Verð 400.000,- 4 stk. Land Rover Langir árg. 1986V-8. Verð 900.000,- 2 stk. Land Rover Stuttur árg. 1987V-8. Verð 800.000,- Cherokee laredo 4.0 árg. 1989 ek. 74 þús. míl.Verð 1.320.000,- Eigum einnig 1987 og 1988 árg. Vantar bíla á skrá og á staðinn Gula Bjallan hans Gulla Magg er loks- ins til sölu árg. 73 ek. 70 þús. Verð 350.000,- staðgreitt. fRÍLÁSAUNNl BÍLASALA við Hvannavelli, Akureyri Símar 461 3019 & 461 3000

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.