Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.01.1997, Qupperneq 1
I
Sandgerði
Harmleikur
Karlmaður, 32 ára, var
myrtur á heimili sínu í
Sandgerði á nýársnótt.
Sonur sambýliskonu hans hefur
játað á sig verknaðinn og var
hann úrskurðaður í gæsluvarð-
hald í gær til 9.apríl. Hann er
19 ára og hefur samkvæmt
heimildum Dags-Tímans ekki
komið áður við sögu lögreglu.
Lögreglan var kölluð til um
klukkan 6.30 á nýársdag. Lagt
hafði verið til mannsins með
hm'fi og lést hann af þeim
áverkum. Sambýliskona hins
látna var í húsinu en hún varð
ekki vitni að harmleiknum.
Að sögn Þóris Magnússonar,
yfirlögregluþjóns í Keflavík,
höfðu yfirheyrslur í gær ekki
leitt í ljós hvert tilefni árásar-
innar var, en móðir unga
mannsins kynntist sambýlis-
manni símnn fyrir nokkrum ár-
um. Áfengi mun hafa verið haft
um hönd hjá öllum þremur
þessa nótt.
Annað alvarlegt hnífstungu-
mál kom upp á Suðurnesjum á
nýársdag. 19 ára gamall maður
lagði til 18 ára manns og veitti
honum alvarlega áverka. Hann
er úr lífshættu og liggur á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Menn-
irnir þekktust og voru nokkur
vitni að árásinni sem átti sér
stað í samkvæmi. Árásaraðilinn
hefur verið dæmdur í gæslu-
varðhald til 9. janúar.
Yfirlögregluþjónninn í Kefla-
vík segir sláandi hve mikið sé
orðið um notkun ýmissa tóla
sem tengjast ofbeldi. „Slagsmál
eru gróf, það er mikið um spörk
í liggjandi menn og því er ekki
að neita að það eru töluverð
brögð að því að hnífar séu tekn-
ir af fólki. Þetta er vissulega
áhyggjuefni," segir Þórir Magn-
ússon yfirlögregluþjónn. BÞ
Alþýðublaðið
Sæmundur
tekur við
Sæmundur Guðvinsson
blaðamaður hefur tekið við
ritstjórn Alþýðublaðsins út
janúar. Hrafn Jökulsson, sem
ráðist hefur til tímaritsins
Mannlífs, hefur þarmeð látið af
störfum en ekki mun hafa verið
óskað eftir að hann ritstýrði Al-
þýðublaðinu eftir að ljóst var að
hann væri á förum. -JBP
Hjalteyri
Sigursteinn Jónsson lét Ijósmyndara Dags-Tímans ekki raska ró sinni í gær þar sem hann var á göngu á Hjalteyri.
Mynd: GS
Forsetaframboð
Fráleitt að Ijárhagslcgt
sjálfstæði mitt sé í tvísýnu
Pétur Kr. Hafstein
hæstaréttardómari
veðsetur hús sitt fyrir
14 milljón króna
skuld.
að lá auðvitað alltaf ljóst
fyrir að ég mundi að lok-
um bera persónulega
ábyrgð á skuldinni og það mun
ég gera. Ég lagði fram í byrjun
stofnframlag 8,5 milljónir
króna. Það eru rangfærslur sem
heyrst hafa að til hafi verið
reikningur vegna framboðsins á
mínu nafni. Það voru samtök
um framboð mitt sem sáu um
öll fjármál þess og bankareikn-
ingar voru með nafni þeirra og
kennitölu,“ sagði Pétur Kr. Haf-
stein hæstaréttardómari í sam-
tali við Dag-Tímann í gær.
Pétur fullyrðir að framboð sitt
hafi ekki áhrif á starf sitt sem
dómari við Hæstarétt íslands.
„Mér þykir það fráleitt. Það
er auðvitað þannig með fram-
boð til embættis
forseta íslands að
hæstaréttardómar-
ar eiga ekki að
vera útilokaðir frá
framboði. í mínu
tilviki voru stofnuð
samtök um fram-
boð mitt og mér til
stuðnings, og sam-
tökin ráku sérstak-
an kosningasjóð.
Af honum hafði ég
ekki afskipti, eins og raunar
hefur margoft komið fram,“
sagði Pétur.
Pétur segir að samtökin hafi
alls ekki brugðist sér, það væri
öðru nær, þau hefðu unnið afar
gott starf. Pétur sagði hins veg-
ar ekki á vísan að róa með (jár-
stuðning í forsetaframboði. í
þessu tilviki hafi afraksturinn
ekki orðið sá sem menn vonuðu
og útgjöldin meiri en æskilegt
og áætlað var.
„Eftir á sé ég ekki eftir að
hafa tekið þátt í forsetakjörinu.
Langt frá því. Þetta hefur verið
dýrmæt reynsla, en vissulega
var hún dýru verði keypt. Ég ber
þessa skuld persónulega og hef
tekið bankalán til að greiða
hana, hef veðtryggingu í húsi
okkar hjóna. Það er alveg ljóst
að ég mun geta greitt þessa
skuld. Það er fráleitt að halda
því fram að fjárhagslegt sjálf-
stæði mitt sé í nokkurri tvísýnu,“
sagði Pétur Kr. Hafstein í gær.
Samtökin sem stofnuð voru
um framboð Péturs voru form-
lega lögð niður núna um ára-
mótin og reikningum lokað.
Sindri Sindrason framkvæmda-
stjóri Pharmaco var formaður
þessara samtaka. Fréttatilkynn-
ingar samtakanna er að vænta
á næstu dögum. Samtökin
ákváðu í október að vinna
áfram að íjáröflun til áramóta,
og mun hafa tekist að lækka
skuldirnar nokkuð. -JBP
Pétur Kr. Hafstein
hæstaréttardómari
„Það er auðvitað
þatinig með framboð
til embœttis forseta
íslands að hœstaréttar-
dómarar eiga ekki að vera
útilokaðir frá framboðl
. .fuí fytétu Sendí
TRYGGVABRAUT & BREKKUGÖTU
SÍMI 4 6 2 7 0 9 9 - FAX 4 6 2 7 0 5 9
r