Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.01.1997, Side 4
4 - Föstudagur 3. janúar 1997
|Dagur-®mthm
Menntamálaráðuneytið
Laust embætti
Embætti forstöðumanns Listasafns íslands er
laust til umsóknar.
Samkvæmt 4. gr. laga nr. 58/1988, um Listasafn ís-
lands, eru gerðar þær hæfniskröfur til forstöðumanns
að hann hafi sérfræðilega menntun og staðgóða þekk-
ingu á myndlist og rekstri listasafna.
Skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. mars 1997
að telja. Um laun og starfskjör fer eftir ákvörðun kjara-
nefndar, sbr. lög 120/1992, um Kjaradóm og kjara-
nefnd, með síðari breytingum.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um menntun og
störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. febrúar 1997.
Menntamálaráðuneytið, 30. desember 1996.
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ
Viöauki I
Hagsmunaaðilar, félagasamtök og stofnanir
með sæti á Náttúruverndarþingi 1997
Alþýðusamband íslands • Arkitektafélag íslands • Bandalag íslenskra farfugla • Bandalag is-
lenskra skáta • Bændasamtök íslands • CAFF skrifstofan á íslandi • Ferðafélag islands
Ferðafélagið Útivist • Ferðaklúbburinn 4x4 • Ferðamálaráð • Ferðaþjónusta bænda • Félag
áhugafólks um hálendi Austurlands • Félag eigenda sumardvalarsvæða • Félag íslenskra
landslagsarkitekta • Félag íslenskra náttúrufræðinga • Félag landfræðinga • Félag leiðsögu-
manna • Fjallið (Hagsmunafélag jarð- og landfræðinema) • Framtíðarstofnun • Flugmálasljórn
Fuglaverndarfélag íslands • Geislavarnir ríkisins • Hellarannsóknarfélag íslands • Hafrannsókn-
arstofnunin • Haxi (hagsmunafélag líffræðinema) • Háskóli islands • Hið islenska náttúrufræði-
félag • Hollustuvemd ríkisins • Jarðfræöafélag islands • Jöklarannsóknafélag íslands
Kennarasamband islands • Kvenfélagasamband Islands • Landgræðsla ríkisins • Landlæknis-
embættið • Landmælingar íslands • Landssamband hestamannaféiaga • Landssamband ís-
lenskra vélsleðamanna • Landssamband stangveiðifélaga • Landssamband veiðifélaga
Landssamtökin Lif og land • Landsvirkjun • Landvarðafélag íslands • LandverndLiffræðifélag
islands • Líffræðistofnun Háskólans • Náttúruvernd rikisins • Náttúruverndarfélag Suðvestur-
lands • Náttúruverndarsamtðk Austurlands • Náttúruverndarsamtök Suöurlands • Náttúruvernd-
arsamtök Vesturlands • Orkustofnun • Náttúmfræðistofa Kópavogs • Náttúrurannsóknarstöðin
við Mývatn • Rafmagnsveitur ríkisins • Rannsóknaráð íslands • Rannsóknastofnun landbúnað-
arins • Raunvísindastofnun Háskólans • Samband dýraverridarfélaga islands • Samband ís-
lenskra sveitarfélaga • Samlff (Samtök líffræðikennara) • Samtðk um náttúruvemd á Norður-
landi • Samtðk um umhverfismál og náttúruvemd • Siðfræðistofnun Háskólans • Siglingastofn-
un islands • Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvemd • Skipulag rfkisins • Skotveiðifélag Islands
Skógrækt ríkisins • Skógræktarfélag islands • Surtseyjarfélagið • Ungmennafélag Islands
Vegagerðin • Veiðimálastofnun • Veiðistjóraembættið • Veðurstofan • Verkfræðingafélag ís-
lands • Verkfræðistofnun Háskólans • Vestfirsk náttúruverndarsamtök • Vinnueftiriit ríkisins
Vinnuveitendasamband islands • Vísindafélag íslendinga • Yfirdýralæknisembættiö • Þjóð-
minjasafn • Æðarræktarfélag islands • Æskulýðssamband íslands
Náttúruverndarráð bendir þeim sem telja sig eiga seturétt á Náttúruvernd-
arþingi en er ekki getið í ofangreindum reglum að hafa samband við skrif-
stofu Náttúruverndar ríkisins, Hlemmi 3, pósthólf 5324, 125 Fteykjavík, fyr-
ir upphaf Náttúruverndarþings.
Náttúruverndarráð.
9. Náttúruverndarþing verður haldið dagana 31. janúar og 1. febrúar 1997
að Hótel Loftleiöum. Hlutverk þingsins er að fjalla um náttúruvernd og
kjósa fulltrúa í Náttúruverndarráð.
Samkvæmt ákvæðum laga nr. 93/1996 um náttúruvernd hefur Náttúru-
verndarráð samið eftirfarandi reglur um Náttúruverndarþing.
1. gr.
í samræmi við ákvæði laga nr. 93/1996 um náttúruvernd verður Náttúru-
verndarþing haldið dagana 31. janúar og 1. febrúar 1997 að Hótel Loft-
leiöum, Reykjavík. Hlutverk þess er að fjalla um náttúruvernd og kjósa full-
trúa í Náttúruverndarráð.
2. gr.
Á Náttúruverndarþingi eiga sæti:
A. Með fullum réttindum:
1. Náttúruverndarráð.
2. Fullfrúi frá hverju setri Náttúrufræðistofnunar íslands.
3. Fulltrúi frá hverri náttúrustofu.
4. Fulltrúi kjörinn af hverri náttúruverndamefnd.
5. Einn fulltrúi fyrir hvem eftirfarandi hagsmunaaöila, félagasamtaka og stofn-
ana: (sjá viðauka 1).
B. Með málfrelsi og tillögurétt.
1. Einn fulltrúi fyrir hvert ráðuneyti.
2. Einn fulltrúi fyrir hvern þingflokk á Alþingi.
3. Forstjóri Náttúruvemdar ríkisins, forstjóri Náttúrufræðistofnunar íslands, þjóð-
garðsverðir.
3. gr.
Náttúruverndarráð undirbýr Náttúruverndarþing og leggur fyrir það skýrslu
um störf sín. Formaður ráðsins setur þingið og stýrir því uns það hefur
kosið sér forseta. Þingið setur sér þingsköp.
Seta á náttúruverndarþingi er ólaunuð, en hlutaðeigandi aðilar greiða
kostnað fulltrúa. Annar nauðsynlegur kostnaður af þinghaldinu greiðist úr
ríkissjóði samkvæmt úrskurði umhverfisráöherra.
4. gr.
Náttúruverndarráð er skipað níu mönnum. Umhverfisráðherra skipar sex
þeirra í upphafi náttúruverndarþings, fimm að fengnum tillögum Náttúru-
fræðistofnunar islands, Háskóla (slands, Bændasamtaka íslands, Ferða-
málaráðs og skipulagsstjóra ríkisins og einn án tilnefningar og skal hann
vera formaður ráðsins. Þrjá þeirra kýs Náttúruverndarþing. Varamenn eru
skipaðir og kosnir með sama hætti.
5. gr.
Reglur þessar eru settar með vísan til laga nr. 93/1996 um náttúruvernd
og öðlast þegar gildi.
Reykjavík, 30. desember 1996,
Náttúruvemdarráð,
Arnþór Garðarsson - Kristján Geirsson.
F R E T T I R
Skagafjörður I
Heímalöndin kort-
lögð á 147 jörðum
Hólar í Hjaltadal. Þar verður miðstöð hinnar nýju fræðslu- og
leiðbeiningarþjónustu.
Þróun, fræðsla og leið-
beiningar um vörslu,
meðferð, ræktun og
landnotkun í víðasta
skilningi ásamt aukinni
þekkingu á sögulegum,
menningarlegum og
nátturulegum landgæð-
um er markmið nýs
samstarfssamnings.
m áramót hófst samn-
ingsbundið samstarf
Hólaskóla, Landgræðslu
ríkisins, Skógræktar ríkisins og
Búnaðarsambands Skagfirðinga
um þróun, fræðslu og leiðbein-
ingar til bænda, vísindamanna
og annarra hagsmunaaðila og
áhugafólks á sviði landgræðslu,
skógræktar og íjölþættrar land-
notkunar. Vegna þessa verður
ráðinn sérstakur starfsmaður
með aðsetur í Hólaskóla sem
leggur honum til starfsaðstöðu
ásamt hálfum launum á móti
25% frá Landgræðslunni, en
Skógræktin og Búnaðarsam-
bandið skipta með sér þeim
25% sem þá vantar.
Hluti samstarfsverkefnisins
er kortlagning heimalanda 147
jarða í Skagafirði. Sú vinna er
raunar þegar hafin og áætlað
að henni ljúki 1998. Þróun í
gerð landnýtingarkorta er með-
al helstu verkefna sem tengjast
almennri landnotkun, ásamt
gerð nýtingarkorta fyrir ár og
vötn og staðbundinna örnefna-
korta. Sömuleiðis ráðgjöf til
bænda og annarra hagsmuna-
aðila um mat landgæða og nýt-
ingu þeirra og eftirlits með
beitarálagi og ástandi haga,
einkum á Norðurlandi vestra.
Verkefni tengd landgræðslu fel-
ast í umsjón með landgræðslu-
framkvæmdum og ráðgjöf til
bænda og annars áhugafólks á
Nl. vestra, m.a. verkefninu
„Bændur græða landið". Einnig
aðstoð til bænda við gerð land-
græðsluáætlana fyrir einstakar
jarðir.
Skógræktarverkefnin felast í
kortagerð á skógræktarskilyrð-
um, ásamt áætlanagerð og eft-
irliti með nytjaskógrækt á bú-
jörðum, skráningu á skógi og
skógarminjum og almennri ráð-
gjöf um skógrækt og gildi henn-
ar. Skipulagning, rannsóknir og
tilraunir varðandi landgræðslu,
skógrækt og fjölþætta landnotk-
un á vegum Ilólaskóla er meðal
verkefna sem tengjast fræðslu,
ásamt kennslu, endurmenntun
og námskeiðahaldi fyrir nem-
endur skólans, jafnt sem bænd-
ur og annað áhugafólk.
Framangreind verkefni
verða unnin í nánu samráði við
ráðuneyti, búnaðarsambönd,
sveitarfélög, stofnanir, félög,
bændur og aðra einstaklinga.
Hagstofan
Um helmingur nýju
íbúanna í Kópavogi
Nær helmingur allr-
ar fólksfjölgunar í
landinu er í Kópa-
vogi, nær 900
manns, en fólks-
fækkun varð í öllum
landsbyggðarkjör-
dæmunum.
_
búum höfuðborgarsvæðisins
fjölgaði rnn tæplega 2.700
milli ára en íbúum landsins
aðeins um rúmlega 1.900, sem
þýðir að fólki búsettu utan höf-
uðborgarsvæðisins fækkaði alls
um nærri 800 manns. Fækkun
varð í öllum landshlutum nema
á Suðurnesjum, þar sem íbúa-
fjöldi stóð næstum í stað. Nærri
helmingur allrar fólksfjölgunar
í landinu milli 1995 og 1996
varð í Kópavogi, eða tæplega
900 manns. Reykvíkingum
Qölgaði um rúmlega 1.200 og
Hafnfirðingum um 400 manns.
Hlutdeild landsbyggðarinnar af
öllum íbúum landsins hefur á
einum ártug lækkað úr 45%
niður í um 40%. Frá 1. desem-
ber í fyrra hefur fólki m.a.s.
fækkað í beinum tölum á flest-
um þéttbýlisstöðum á lands-
byggðinni. Akureyringum fjölg-
aði að vísu um nærri 90 manns
og h'tils háttar fjölgun varð
einnig í Bolungarvík, Súðavík,
Dalvík, Húsavík, Egilsstöðum,
Eskifirði, Hvolsvelh, Hellu og
Selfossi. Hlutfallsleg fólksfækk-
un varð aftur á móti mjög mikil
í Hnífsdal (18%), Hofsósi (11%)
og Grímsey (13%), en mjög víða
á bilinu 3-7% milb ára. Hag-
stofan áætlar, í bráðabirgðatöl-
um, að um 4.300 börn fæðist á
landinu í ár, álíka mörg og árið
áður og um 2.400 fleiri heldur
en kvöddu þetta líf (1.900) á ár-
inu. Ef fæðingatíðni yrði hin
sama til frambúðar yrðu ófædd-
ar kynslóðir jafn fjölmennar og
kynslóð foreldranna.
Um 4.300 manns hafa flutt
frá landinu á umliðnu ári, álíka
margir og árið á undan. Til
landsins fluttu hins vegar um
3.800 manns, eða um 900 fleiri
en árið á undan og hafa raunar
aðeins tvisvar áður svo margir
flutt til landsins. Undanfarin ár
hafa fleiri erlendir ríkisborgar-
ar flutt til landsins en frá land-
inu.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓREY ÁSMUNDSDÓTTIR,
Háteigsvegi 9,
lést aðfararnótt 31. desember.
Sólveig Steingrfmsdóttir, Birgir Jensson.
Svava Ásdís Steingrímsdóttir, Ágúst Már Sigurðsson.
Guðrún Steingrímsdóttir, Sigurður Ásgeirsson.
Edda Hrönn Steingrímsdóttir, Ásgeir H. Ingvarsson.
Alda Steingrímsdóttir, Oddur Eiríksson.
Kolbrún Lind Steingrímsdóttir, Jóhannes Eiríksson.
Rósa Steingrímsdóttir. Guðmundur B. Jósepsson
og barnabörn.