Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Síða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Síða 4
4 - Laugardagur 25. janúar 1997 ÍDíujur-®tmím'i Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 Útsala áCandy heimilistækjum Menningarsjóður Umsóknir um styrki Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði skv. 1. gr. reglugerðar um sjóðinn nr. 707/1994. Hlutverk Menningarsjóðs er að veita útgefendum og/eða höfundum fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu, sem verða mega til efl- ingar íslenskri menningu. Sérstök áhersla skal lögð á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menn- ingarsögulegra rita. Jafnframt getur sjóðurinn veitt fjár- hagslegan stuðning annarri skyldri starfsemi s.s. vegna hljóðbókagerðar. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum til stjórnar Menningarsjóðs, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 28. febrúar 1997. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu menntamálaráðu- neytisins. Stjórn Menningarsjóðs. AKUREYRARBÆR ||§f FÉLAGS- OG FRÆÐSLUSVIÐ Hjá Félags- og fræðslusviði Akureyrarbæjar eru eftirtalin störf laus til umsóknar: Hjá ráðgjafardeild: Sálfræðingur, 70% stöðugildi Óskað eftir ráðningu sem fyrst, eða eftir samkomulagi. Verksviðið er greining og meðferð fatlaðra einstak- linga, barna og fuliorðinna. Laun samkv. kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Sigurðardóttir, deildarstjóri ráðgjafardeildar í síma 460 1422. Hjá Búsetu- og öldrunardeild: Starfsmenn sambýlis fyrir geðfatlaða Um er að ræða ýmis störf í vaktavinnu við nýtt sam- býli. Hlutastörf koma vel til greina. Reynsla af störfum með geðfötluðum æskileg. Laun samvkæmt kjara- samningi Einingar og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um störfin veitir Kristján Jósteinsson, for- stöðumaður í síma 462 7995. Umsjónarmaður félagslegrar liðveislu - 50% stöðugildi Starfsmann vantar til að hafa umsjón með félagslegri liðveislu á vegum deildarinnar. Krafist er menntunar eða góðrar reynslu á félags- eða uppeldissviði. Starfið er að mestu unnið síðari hluta dags og að hluta utan venjulegs vinnutíma. Laun samkv. kjarasamningi StAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veitir Björn Þórleifsson, deildar- stjóri í síma 460 1410. Einnig veitir starfsmannastjóri Akureyrarbæjar upplýs- ingar um kaup og kjör í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð vegna allra starfanna fást í starfa- mannadeild Akureyrarbæjar Geislagötu 9 og er um- sóknarfrestur til 7. febrúar. Starfsmannastjóri. F R E T T I R Stjómmál Tekur Alþýðubanda- lagið u-beygju? Formaður Alþýðubanda- lagsins boðaði breytta stefnu í utanríkismálum á miðstjórnarfundi flokksins í gær. Hún segir stöðu ís- lands gagnvart ESB óvið- unandi í dag og telur koma til greina að þing- menn Alþýðubandalagsins taki þátt í starfi NATO. Ræða Margrétar Frí- mannsdóttur, formanns Alþýðubandalagsins, við setningu miðstjórnarfundar flokksins í gær, þykir sæta tíð- indum, ekki síst það sem sagt var um afstöðuna til Nato og Evrópusambandsins. Hefur boðskapur formannsins valdið nokkrum titringi innan Alþýðu- bandalagsins. Þingmenn Alþýðubandalags- ins greiddu atkvæði gegn EES samningnum á sínum tíma og aðild að ESB hefur flokkurinn algjörlega hafnað. í ræðu sinni í gær sagði Margrét hins vegar að óhætt væri að fullyrða að „aðildin að Evrópska efnhags- svæðinu hefur fært okkur mun styrkari Iöggjöf á ýmsum svið- um er varða almannaheill, en við bjuggumst við áður.“ Sem dæmi nefndi hún lög um mat á umhverfisáhrifum, lög um neyt- endamál, vinnutíma og fleira og bætti við: „Þá hefur samningur- inn tryggt íslensku launafólki frjálsan aðgang að vinnumark- aði sambandsins og mennta- stofnunum þess. Einnig má nefna stefnumarkandi áherslur í jafnréttis- og félagsmálum sem fylgt hafa samningum. Það er alveg ljóst að margt í þessum lögum hefði ekki fengist sam- þykkt af Alþingi án samnings um Evrópska efnahagssvæðið. Til þess hefðu vinstri menn þurft að hafa mun sterkari stöðu á þingi, en við höfum haft undanfarin ár.“ Áhrifalaus fyrir utan En EES-samningurinn er ekki algóður, að mati formanns Al- þýðubandalagsins. íslendingar Aðalfundur Kvenfélagsins Framtíðarinnar verður haldinn í Hlíð mánudaginn 27. janúar 1997, kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Framtíð félagsins rædd. Áríðandi að konur mæti vel og taki þátt í umræð- um um þessi mál. Kaffidrykkja. Stjómarkjör. Stjórnin. hafa lítil sem engin áhrif á mót- um laga og reglna ESB og fá enga fjárhagslega aðstoð við að koma þeim í framkvæmd. „ ís- lendingar þurfa að skoða hvaða leiðir eru færar út úr þeim ógöngum, sem við höfum ratað í. Hvort við getum með einhverju móti styrkt stöðu okk- ar gagnvart Evrópusambandinu innan samningsins, hvort við ættum að segja skilið við samn- inginn, kanna möguleika á að- ild að Evrópusambandinu eða velja þá leið sem Alþýðubanda- lagið hefur lagt áherslu á, að gerður verði tvíhliða samning- ur.“ Margét segist ekki vera að boða það að sækja eigi um aðild að ESB. „Nei, ekki miðað við stöðuna í dag, en það er engin lausn að segja bara, við viljum ekki sækja um. Við verðum að segja hvað við viljum í staðinn, því sú staða sem við erum í núna er algjörlega óviðunandi." Alþýðubandalagið í NATO? Margrét varpaði líka í gær fram spurningum um NATO, sem til þessa hefur ekki þótt ástæða til að spyrja í Alþýðubandalaginu. „Höfum við trú á að Atlands- hafsbandalagið geti breyst? Við þurfum að ræða þessi mál og taka afstöðu til þeirrar þróunar, sem nú á sér stað. Meta á hvern hátt við getum best barist fyrir friði í heiminum. Gerum við það með því að standa utan allrar starfsemi Nato eða eigum við að taka þátt í einhverjum hluta starfseminnar og reyna að koma okkar áherslum og sjónarmiðum á framfæri þar? Þetta þarf að ræða af hrein- skilni. Meðal annars hvort við eigum að senda þingmenn okk- ar á þingmannafundi NATO og taka þátt í samstarfi þjóða í Jón Gnarr og Sigurjón Kjart- ansson, þekktir sem Tví- höfði, hafa verið ráðnir til að sjá um þáttagerð á Stöð 3. Þetta staðfesti Magnús Kjart- ansson sjónvarpsstjóri í samtali við Dag-Tímann í gær. Hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvenær þáttur þeirra þágu friðar." Einkavæðing ekki alvond Vinstri flokkar hafa löngum gert mikið úr hlutverki ríkisins, en einnig þar boðar Margrét breytingar. „Ég tel nauðsynlegt að fram fari uppstokkun á rík- iskerfinu öllu. Það verði gert með það að markmiði að efla velferðarkerílð. Hlutverk ríkis- ins er ekki endilega það að vera í atvinnurekstri, sem á breytt- um tímum er eins vel komin hjá öðrum; sveitarfélögum, félags- samtökum eða einkaaðilum. Síst af öllu á að taka inn ný verkefni, sem ekki er samstaða um að greiða skuli úr sameigin- legum sjóðum landsmanna. ... í mínum huga er ekki vafi hvert er hlutverk rfldsins. Það er að tryggja hér sem bestan samfélagslega jöfnuð. Tryggja öflugt kerfi velferðar. Tryggja jafnan rétt íbúa landsins til menntunar og heilbrigðisþjón- ustu... Þetta verkefni er illfram- kvæmanlegt nema að undan- genginni uppstokkun í rík- isrekstri og nýrri forgangsröð- un verkefna." Margrét segist sannfærð um að skoðanir hennar njóti mikils fylgis innan Alþýðubandalags- ins. Það er hins vegar jafnljóst að andstaðan er einnig mikil. Verði boðskapur hennar ofan á er ljóst að bilið milli Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks hef- ur minnkað og lflcur á margum- ræddri samfylkingu á vinstri væng væntanlega þar með auk- ist. Spurning er hins vegar - eins og einn viðmælandi Dags Tímans orðaði það í gær, hvort þau sögulegu tímamót í ís- lenskri pólitík eru framundan - að krötum takist að kljúfa kommana en ekki öfugt, eins og oftast hefur verið raunin. -vj færi í loftið og vildi ekki segja hvort um fasta stöðu væri að ræða. Hvað annan nýjan mannafla varðar, upplýsti Magnús að Bjarni Kristjánsson sem starfaði sem sjálfstæður ráð- gjafi, væri nú að störfum fyrir stöðina. BÞ Margrét Frímannsdóttir á tali við Flosa Eiríksson, Gróskumann á miðstjórnarfundinum í gær. Mynd: Hilmar Fjölmiðlar Tvíhöfðiim til Stöðvar 3

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.