Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Blaðsíða 8
8 - Laugardagur 25. janúar 1997
§m
PJOÐMAL
iDagur-®mmm
;||*|||l||gi
iDaqur-Stmtmt
Útgáfufélag: Dagsprent hf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein
Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson
Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson
Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík
Símar: 460 6100 og 563 1600
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði
Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja
Grænt númer: 800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639
Reykingar - enn
r
í fyrsta lagi
„Ofsóknum“ gegn reykingafólki má ekki linna. Það er sér-
stakt fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið
að verja stórauknu fé til tóbaksvarna. Samkvæmt könnun
reykir næstum fjórði hver unglingur á aldrinum 12-16
ára. Þetta er óhugnanlegt. Það er gott að með auknu fé
skuli sett markmið: að ná þessu háa hlutfalli niður sem
um munar, niður í sex prósent. Staðreyndin er sú að
tóbaksvarnir hafa brugðist að miklu leyti. Staðreyndin er
hka sú að hvers kyns „átök“ af þessu tagi ienda að stórum
hluta í klóm auglýsinga“sérfræðinga“ sem maka krókinn
á „herferð" sem engu skilar nema sjálfsánægju yfir því að
hafa „gert eitthvað." Nýja tóbaksvarnarátakið má ekki
renna út í þann sand.
„Ofsóknir" gegn reykingamönnum - sem þeir kalla sjálfir
- felast í því að hinn reyklausi meirihluti fái sinn eðlilega
og sjálfssagða rétt. Rétt til að vera reyklaus. Málið er ekki
flóknara en það að reykingar spilla heilsu allra sem ná-
lægt koma. Beint og óbeint. Reykingar stafa ekki af van-
þekkingu á óhollum áhrifum. Fræðsla um það efni hefur
ekki skilað árangri. Er ekki vænlegra að úthýsa reyking-
um hvar sem fleiri en einn koma saman? Nema á afmörk-
uðum básum sem hafa þá furðulegu náttúru að verða við-
urstyggilegir um leið!
Á að verðlauna starfsfólk fyrir að reykja ekki, til
dæmis með auka-frídögum?
Guðbrandur
Sigurðsson
forstjórl ÚA
Mér finnst svo
sjálfsagt að fólk
reyki ekki að
það þarf ekki að veita
því frídaga. Þetta fólk
verðlaunar sig í reynd
sjálft.“
Magnús L.
Sveinsson
formaður Verslun-
armfélags Reykjavíkur
Þetta er athyglis-
verð hugmynd, en
það væri snúið að
koma henni í fram-
kvæmd til dæmis hvað
varðar viðmiðanir um
hvað frídagarnir ættu að
vera margir hjá þeim
sem ekki reykja."
Ellert B. Schram
forseti ÍSÍ
Mér finnst það al-
veg ástæðulaust
vegna þess að
það á að vera sjálfsagð-
ur hlutur að fólk reyki
ekki á vinnustað. Það á
ekki að verðlauna fólk
fyrir reglusemi - því
fólkið er að verðlauna
sig sjálft með hollum
lífsháttum og jafnvel
lengri ævi.“
Gunnar Ingi
Gunnarsson
heilsugœslulœknir
Það þætti sérkenni-
legt ef fólk færi út í
horn til að anda að
sér fersku lofti eða lykta
af blómi. En reykinga-
fólki hefur aftur á móti
verið gefinn kostur á sér-
stökum hvíldartímum.
Mér finnst engin ástæða
til að verðlauna fólk fyrir
að fara vel með heilsu
sína - og heldur engin
ástasða til að gefa fólki
kost á sérstökum fríum
til að reykja og fara illa
með sig. Þannig jafnast
dæmið út.“
í þriðja lagi
Hér er hvatt til þess að reykingar verði ekki liðnar á al-
mannafæri, á samkomustöðum, opinberum byggingum,
biðsölum og annars staðar sem allur þorri fólks á leið um.
Reyklausir eru hvattir til að krefjast réttar síns. Yfirvöld
eru hvött til að kynna öllum þennan rétt, og fylgja þeirri
kynningu eftir. Hér er dæmi: í afgreiðslu Flugleiða á
Reykjavíkurflugvelli þurfa allir, starfsmenn og farþegar,
að ganga gegnum reykský frá veitingastofu, og standa í
því meðan miðar eru afgreiddir. Reyklausir mega svo ílýja
út í hliðarsali til að draga andann.
Næst þegar Ingibjörg Pálmadóttir fer í flug er hún hvött
til að kreijast réttar síns og okkar hinna. Gangi henni vel.
Stefán Jón Hafstein.
Það er nú það...
„Beinþynning veldur færri brot-
um“
- fyrirsögn í Mogganum í gær. Maður
hafði haldið að beinþynning ylli fieiri
beinbrotum.
Svona eiga sýslumenn
að vera!
„Ég fékk fyrirspurnir um dán-
arbúið frá Guðmundu (Elías-
dóttur, söngkonu) og ég rak á
eftir fulltrúa mínum að klára
það. Hann virðist ekki hafa gert
það og ég get ekki annað en
vísað á hann...“
- sýslumaður þeirra Akurnesinga í
vanda, þegar blaðamaður DV spyr
hann hvers vegna ekkert hefur gerst
í að gera upp dánarbú Sverris heitins
Kristinssonar í 21 ár!
Ráðherra hajði rangt
Jyrir sér
„Það er ljóst að ráðherra mun
gefa út nýja reglugerð og viður-
kenna að hann hafði rangt fyrir
sér,“
- segir Hjörleifur Guttormsson al-
þingismaður í samtali við Vikublaðið.
ilann segir umhveriisráðherra hafa
gengið gegn lögum með reglugerð
sinni.
Rósa og sálin hans Jóns
„Já, ég hef geypilega gaman af
verkinu því við kerlingin eigum
það sameiginlegt að við erum
að standa vörð um sálarheill
karlmannsins,"
- segir Rósa leikkona og grafíklista-
kona Ingólfsdóttir, útvörður ís-
lenskra, undirokaðra karimanna, í
Degi-Tímanum í gær. Hún leikur
kerlinguna í Gullna hliðinu í Kópa-
vogsleikhúsinu, og kemur sálinni
hans Jóns síns inn fyrir hliðið.
Djöfullinn danskur
Stundum heldur fólk að sjálfstæði
þjóða sé fólgið í þjóðsöng og eig-
in fána, Alþingi og Hæstarétti.
Svo einfalt er það nú ekki. Jafnvel
kosningaréttur gerir menn ekki
frjálsa nema meira komi til. íslend-
ingar stigu ekki fyrstu skrefin til sjálf-
stæðis fyrr en þeir hófu að versla upp
á eigin spýtur í byrjun aldarinnar og
stofnuðu eigið skipafélag. Stór hluti
verslunar á fslandi er samt ennþá í
hers höndum bæði hér á landi og er-
lendis. Stjórnvöld trúa enn blint á rík-
iseinkasölur og annars konar einok-
unarverslun að dönskum hætti. Enda
taka margir íslendingar ríkið fram yf-
ir fólkið að sovéskri fyrirmynd. En
það er nú önnur saga.
Bæði innflutningur og útflutningur
hafa gengið upp og niður í áranna rás
og stórkaupmenn orðið að þræða sína
Krýsuvíkurleið til og frá landinu. Ot-
flutningnum tókst aldrei að skera á
naflastreng hins opinbera og hefur
notið handleiðslu stóra bróður í við-
skiptum eins og þegar skátadrengur
leiðir eldri konu yfir umferðargötu.
Fyrir bragðið hefur útflutningur
landsmanna ekki náð að skila þeim
tekjum sem innflutningurinn þarf til
að borga niður frelsið. En útflutning-
urinn er ekki einn um að taka á sig
krók til Krýsuvíkur.
íslendingar hafa
löngum litið Dani
hornauga eftir ára-
langa sambúð hús-
bænda og hjúa.
Sumir segja að hallir Kaupmanna-
hafnar séu reistar fyrir íslenska salt-
fiskpeninga þó aðrir segi að tugthusið
á Brimarhólmi hafi verið helsta mið-
stöð landsmanna á þeim tíma. Eitt er
þó víst. Hafi Danir hlunnfarið íslend-
inga á dögum einokunarverslunar
lauk þeim snúningi ekki við heima-
stjórn eða stofnun Eimskipafélags ís-
lands. Hvað þá í byrjun desember
1918 eða um miðjan júni 1944. Með
innlendri verslun hófst arðrán Dana
fyrir alvöru.
Allt fram á þennan dag hafa
danskir stórkaupmenn selt bæði vör-
ur og þjónustu frá öðrum löndum til
íslands. Landið hefur alltaf þótt of lítil
eining til að geta
risið undir sjálfstæð-
um efnahag og er
ennþá víða flokkað
SftanneA með Færeyjum °g
CUgevt
Grænlandi undir
Danmörku í við-
skiptum. Meðalgöngu Dana í innflutn-
ingi lauk því ekki þegar íslendingar
stofnuðu lýðveldið við Öxará og skutu
upp fána undir skærum lúðrahljómi.
Miklu frekar festist hún í sessi eftir
því sem íslenskri verslun óx fiskur um
hrygg og danskir milliliðir hafa ennþá
bæði tögl og hagldir í innflutningi á
ýmsum nauðsynjavörum til landsins.
Taka sinn hlut óskiptan fyrir um-
stangið og engar refjar.
Fyrir bragðið er verð á þessum
vörum miklu hærra hér á landi en
þarf að vera ef rétt er á spilum hald-
ið. Vitaskuld er það fyrir neðan allar
hellur að gömul nýlendusjónarmið
ráði ennþá verði á lífsnauðsynjum
handa íslendingum. En íslendingar
verða aldrei A þjóð í viðskiptum og
stjórnmálum heimsins fyrr en inn-
flutningurinn kemur heim frá Kaup-
mannahöfn eins og handritin.
fslenskir stórkaupmenn verða fyrr
en síðar að leiða umboðsmenn sína í
Kaupmannahöfn í allan sannleika um
stofnim lýðveldisins árið 1944 og
senda þeim sáttmálann frá Þingvöll-
um í danskri þýðingu ásamt nýlegri
ljósmynd af forsætisráðherra þjóðar-
innar.