Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Page 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.01.1997, Page 8
8 - Miðvikudagur 29. janúar 1997 1®agra:-®tmímt PJÓÐMÁL 3Danur'®ímímt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverö ' kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Tíkall í fyrsta lagi Davíð Oddsson forsætisráðherra úttalaði sig um kjaramálin í ítarlegu blaðaviðtali um helgina. „Það er ...sama á hvaða mælikvarða er litið - möguleik- arnir á þessu ári og hinu næsta eru gífurlegir“. Forsætisráðherra átti við 3% kaupmáttaraukningu á þessu ári, eins og Vinnuveitendasambandið hef- ur boðið. „Það gerir 10 kall á tímann,“ sagði for- seti ASÍ í kvöldfréttum sama kvöld. Hljómar það eins og þessir tveir forystumenn í samfélaginu muni ná saman áður en kemur til átaka á vinnu- markaði? Nei. í öðru lagi "A Forsætisráðherra bendir á íjölmargar hagstærðir sem sýna hve vel íslenska efnahagslöið er á sig komið. Hann bendir á 12% kaupmáttaraukningu á undanfórnum íjórum árum. Og að hún geti orðið 8-10% til viðbótar á næstu árum. „Ekkert skeið í íslandssögunni...sýni aðra eins kaupmáttaraukn- ingu“. Vandamálið er hins vegar að prósentuaukn- ingin kemur ofan á það sem er nánast ekki neitt í upphafl. 50 þúsund króna laun, svo dæmi sé tekið. Þá erum við að tala um tíkalla. Og allir vita hvað fæst fyrir þá. í þriðja lagi Krafan um verulega hækkun lægstu launa, úr 50 í 70 þúsund krónur á mánuði, setur mark sitt á alia umræðu um kjaramál nú. í tveggja síðna stórvið- tah við blað allra landsmanna minnist forsætisráð- herra ekki á þessa mikilvægu hlið samningamál- anna. Hann segir hins vegar að verkalýðsleiðtogar bregðist trausti umbjóðenda sinna með því að „tala sig í verkföll". Með sömu röksemd má segja að hann sé að þegja sig í átök. Möguleikarnir sem láglaunafólk sér í tíköllum eru nefnilega ekki „gíf- urlegir“. Þeir eru smánarlegir, og forsætisráðherra er að bregðast trausti umbjóðenda sinna með því að láta eins og láglaunafólk verðskuldi engin svör. V Stefán Jón Hafstein. _______________________J SpuHitutg, dctg^utó Er komin upp óeðlileg einokun í skipa- flutningum til landsins? Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður Þjóðvaka Já, ég myndi segja það og fákeppni, bæði í flugi og skipa- samgöngum veldur því að þjónustan er dýrari en eðlilegt mætti teljast. Þetta er tvímælalaust óeðlilegt ástand. Magnús Stefánsson alþingismaður Framsóknarflokks S Eg vil ekki kveða upp úr með hvort svo sé, hins vegar tel ég að fákeppni á þessu sviði sé varasöm. Aðilar hafa þó fært rök fyrir þessu á þann veg að flutningar til lands- ins séu betur tryggðir og verði hagkvæmari fyrir vikið. ♦ Benedikt Kristjánsson formaður Kaupmanna- samtakanna Ja, ég held að það sé vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af því og þá vísa ég til þess sem nýlega hefur verið að ger- ast milli Samskipa og Eim- skips. Ég tel rétt að Sam- keppnisstofnun skoði vand- lega hvort hætta sé á því að upp komi einokunar- staða. Þórður Sverrisson frkvstj. flutningasviðs Bimskips Nei, alls ekki. Sigling- ar til og frá Evrópu eru óbreyttar hvað sem líður flutningasam- starfi skipafélaganna um siglingar milli fslands og Norður-Amerfku. Mikið óhagræði hefur verið í Ameríkusiglingum og er það þekkt víða erlendis að skipafélög geri með sér samkomulag þegar svo er. Bæði fólögin munu áfram stunda sjálfstæða sölu- og markaðssetningu á mark- aðnum. Sagtuafí^ Skipbrot til vinstri „Það sem vekur athygli í þess- ari umræðu allri er að samfylk- ingaráformin virðast engu hafa breytt um hugmyndafræðilegt skipbrot vinstri flokkanna. Þar sem áður var talað um hugsjón- ir er nú einvörðungu fjallað um framboðstæknileg atriði.“ - Þorsteinn Pálsson í Mbl. í gær. Nýju fötin keisarans „Það sem einkennir þessa ver- öld braskaranna er að ekki má benda á misfellurnar því þá missa pappírarnir verðgildið. Allt byggist á sýndarveruleika sem er meira í ætt við ævintýrið um nýju fötin keisarans en raunveruleg viðskipti." - Ástþór Magnússon í DV í gær. Blinda augað „Það leysir ekki málið að for- sætisráðherra setji kíkinn á blinda augað og þykist hvorki sjá fátækt eða atvinnuleysi." - Sigurður T. Sigurðsson í Mbl. í gær. Undirmálsmaður „Á mánudagsmorgun hlustaði ég á viðtal í útvarpi við um- hverfisráðherra sem gekk að því vísu að fréttamaðurinn væri undirmálsmaður. “ - Sigríður Halldórsdóttir í DV í gær. Léttvœgt Síðamúlafangelsi „Það er því létt verk að rífa fangelsið, en það er ekki mikið sem hægt er að nýta.“ - Bergþór Jónsson í Mbl. í gær. Fínir kynórar og ófínir Kyntákn er titill sem notaður er í æ ríkara mæli um karlmenn sem konur telja hentuga til að svala kynferðislegum þörfum sínum. Varla þarf að taka fram að tæpast eru aðrir karlar sexí en þeir sem meika það og taka sig út í sviðsljósi fjölmiðl- anna. í anda samkeppninnar er sjálf- sagt að fram fari mat á kynþokka karl- anna. Eðlilega er það hlutverk Ríkisút- varpsins að sinna því menningarhlut- verki, að fá úr því skorið hvaða karlar eru taldir æskilegastir bólfélagar fóst- urlandins Freyju. Hljóðvarpið reið á vaðið og efndi til æsilegrar keppni um hvaða kroppa konur landsins vildu helst armi nettum spenna. Átta símalínur glóðu í sjö klukkustundir og dugði ekki til, slík var áfergjan að komast að til að velja kyntröllið sitt. Eftirleikurinn var eðlilega sá að starfskraftar rflcisins íjölluðu um úr- slitin með frygðarglampa í augum og þótti engum mikið. Spurning um orðalag Allt er þetta gott og blessað og er nú hægt með óyggjandi vissu að setja í gagnabanka upplýsingaþjóðfélagsins hvaða kappar eru kynþokkafyllstir þessi misserin. En hvar er jafnréttið í svona málum? Karlar eiga þess ekki kost að kjósa þá nafnkenndu konu sem flesta þeirra langar mest upp á. Ef þetta orðalag þýðir eitthvað annað en að kjósa kynþokka- fyllstu konuna, skipt- ir það ekki minnsta máli, því hugsunin er sú sama. Hins vegar þykja kynórar og kynferðislegar þarfir karla svo miklu ófínni og ruddalegri, en samsvarandi hræringar í heiladingli og líkamsvessum hins frjálslynda kyns. Það sannaði Ríkisútvarpið rækilega þegar það fletti ofan af þeirri óttalegu ónáttúru karlaskammanna, að hrífast að því að horfa á stelpur bera sig í þar til gerðum búllum. Að pervertunum þyki kanadísku strippurnar kynþokkafullar, er svo al- varlegt mál, að fréttastofur ríkisins gerðu vandaðar úttektir á málunum fyrr í vetur og hið háa Alþingi fjallaði um málið af siðferðilegum alvöru- þunga og heimtaði rannsókn og bann. Fréttakonur og þingkonur heimtuðu að fá að vita hvað hér byggi undir. Máhð kvað enn vera í rannsókn. í fyrra og hitteðfyrra sýndu sjónvörpin enn og aftur konur liggja undir og káfa á berum strákum á skemmtistöðum, sem yfirleitt voru bannaðir öðrum karlmönnum. Þá blundaði siðgæðiseft- irlit ríkisupplýsingarinnar og hneyksl- unardeild Alþingis átti fullt í fangi með að h'ta fram hjá eigin kjarabótum. Jafnrétti óþarft Flest af því sem vekur og eflir kynhvöt karldýrsins er skilgreint sem klám, en konur fyllast ástarþrá, sem er pen og eðlUeg. Að horfa á strák og dást að honum, er fallegt, en að glápa á stelpu og láta sig langa, er ljótt. Svona einfalt er það. Satt best að segja er dýrmætt að til skuli ríkisapparat, eins og út- varpið, sem kann skil á góðu og iUu, og varar við ljótri áráttu strákanna, en leysir ástarþrá stúlkanna úr læðingi. Af sjálfu leiðir að hér þarf ekkert jafnrétti. Ef karlar eiga að fara að ryðj- ast inn á símah'nur ríkisupplýsingar- innar til að útlista hvaða fréttakonur og þulur, eða listakonur þeir vfidu helst svala fýsnum sínum á, verður það aldrei annað en ruddalegur dónaskap- ur. Öðru máli gegnir um hvaða frétta- menn, íþróttahetjur og leikara konur vildu helst hafa á milli hnékollana. Það er heilbrigð og eðlileg kynfýsn. Vonandi fer Alþingi ekkert að skipta sér af þessu framtaki Ríkisútvarpsins því aldrei er að vita hvaða klám kynni að hrjóta þar um sali ef fara ætti að fjalla um kynóra kvenna. Nóg er af óuppgerðum vandamálum samt. OÓ Oddur

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.