Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.03.1997, Síða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.03.1997, Síða 1
Jlcigur-^Iímtmx LÍFIÐ í LANDINU Miðvikudagur 19. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 54. tölublað Á SKÓLABEKK HTÁ BANDARÍKIAFORSETA Afburðanemendurnir Hafsteinn Þór Hauks- son, Verzlunarskóla íslands, og Ingvar Hjálmarsson, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hafa dottið í lukkupottinn. Þeir fara íferða- lag til Bandaríkjanna og setjast íKennslu- stofu forseta Bandaríkjanna, „Presidential Classroom" í viku. Þetta er íJyrsta sinn sem íslenskir nemendur setjast á skólabekk hjá Bandaríkjaforseta. Hafsteinn Þór Hauksson er fulltrúi Verzlunarskóla íslands á vikunámskeiði hjá Kennslustofu forseta Bandaríkjanna en námskeiðin þar eru ætluð af- burðagóðu námsfólki. Hann segist lítið vera farinn að undirbúa sig en þó aðeins. Mynd: Hilmar Bragi Hafsteinn Þór Hauksson og Ingvar Hjálmarsson fljúga til Baltimore í Bandaríkjunum á föstudaginn og svo áfram til Washington DC en þar munu þeir setjast á skólabekk með um 400 öðrum nemendum frá 30 þjóðríkjum og stúdera stjórnsýslufræði í eina viku. Þeir gista á flottasta hótelinu í bæninn, leiða „ís- lenska" sendinefnd og fara í skipulagðar menningarferðir þar sem þeir fá allan fróðleik á silfurfati beint frá fínustu kenn- urunum í Bandaríkjunum. Hjálmar Árnason, þingmað- ur og skólamaður, var á ferð í Bandaríkjunum fyrir nokkru og kynntist þar fólki frá „Pre- sidential Classroom". Hann kynnti starfsemina fyrir Vil- hjálmi Egilssyni, framkvæmda- stjóra Verslunarráðs og þing- manni, og í sameiningu ákváðu þeir að fá skólameistara tveggja skófa, Fjölbrautaskóla Suður- nesja og Verzlunarskóla ís- lands, til að velja tvo nemendur í fyrstu ferðina. Valið var í höndum skólans Hafsteinn og Ingvar urðu fyrir valinu enda eiga þeir það sam- eiginlegt að vera báðir miklir áhugamenn um stjórnsýslu, stjórnmál og stjórnmálafræði. Hafsteinn er á hagfræði- og stærðfræðisviðinu í VÍ en Ingvar er á náttúrufræðibraut og einu ári á undan í skóla. Hann er 18 ára gamall og stefnir að því að ljúka stúdentsprófi á þremur og hálfu ári um næstu áramót. Ingvar er einmitt sonur Hjálmars Árnasonar og er hann pínulítið viðkvæmur fyrir þeirri staðreynd og talsvert í mun að taka fram að það sé ekki þess vegna sem hann hafi orðið fyrir valinu. Valið hafi alfarið verið í höndum skólans. „Skólameistarinn gekk á enskukennarana og aðra kenn- ara, að ég held, og þeir komu með uppástungur. Ég held að mitt nafn hafi oftast komið upp. Þannig var þetta,“ segir Ingvar og kveðst vera mjög ánægður og farinn að hlakka til fararinn- ar. „Maður er að fylgjast vel með fréttum og skoða internet- ið til að undirbúa sig. Þeir ráðleggja manni að undirbúa sig þannig og koma kannski með einhverjar spurningar," segir hann. Sleppir ekki tækifær- inu „Skólastjórinn talaði við mig á föstudaginn fyrir rúmri viku og spurði hvort ég vUdi fara, það var ekkert flóknara en það. Ég fékk engar nákvæmar skýring- ar á því,“ segir Hafsteinn Þór Hauksson, þar sem hann er í frímínútum í skólanum. Hann kveðst ekki vera farinn að und- irbúa sig af miklum móði því að kosningar séu í algleymingi í skólanum „en svona...aðeins.“ Hafsteinn Þór fékk að hugsa sig um í einn dag en ákvað svo að slá til. Hann segir að þetta hafi komið á óvart og það hafi ekki verið erfitt að gera upp hug sinn, „þetta er tækifæri sem maður sleppir ekki,“ segir hann. Hafsteinn Þór er 18 ára, á hagfræði- og stærðfræðideild í Verzlunarskólanum og útskrif- ast með stúdentspróf vorið 1998. Hann segist ekki vera dómbær á það hvort hann sé afburðanemandi en það sé al- veg ljóst að hann sé ekki með tíu í öllum fögum. Kennsla frá CIA og Hvíta húsinu Markmið Kennslustofu Bandaríkjaforseta er að kenna málefnalega og lýðræðislega hugsun og verða kennararnir frá ýmsum helstu stofnun- um Bandaríkjanna á sviði stjórn-, dóms, efnahags-, mennta- og öryggismála auk fjöl- miðla og erlendra sendiráða. Þannig má nefna Ifvíta húsið, Bandaríkjaþing, Geim- ferðastofnun Banda- ríkjanna, NASA, Wash- ington Post og Heims- bankann auk þess sem eitt námskeið verður hjá CIA. Námið fer meðal annars fram undir yfir- skriftinni „Future World Lea- ders’ Summit" eða leiðtoga- fundur framtíðarinnar þar sem íslensku félagarnir tveir leiða 20-30 manna „íslenska" sendi- nefnd sem að öðru leyti mun samanstanda af bandarískum og kanadískum krökkum. Sendinefndin á að gæta hags- muna íslendinga í þykjó og leysa ýmis verkefni í því sam- bandi. „Þetta verða eiginlega mini Sameinuðu þjóðirnar. Það er mjög áhugavert,“ segir Ing- var. „Ég ætla bara að reyna að fræðast um það sem þeir geta frætt mig um,“ segir Hafsteinn. Hvatning í skólakerfinu Dagskráin mun standa alla vik- una frá átta á morgnana til tíu á kvöldin og koma skoðanaferð- ir þar inn í, til dæmis í Smith- sonian safnið, þannig að enginn tími fer til spillis. Þetta verður líka menningarferð og verða þeir félagarnir sjálfsagt dauð- þreyttir þegar þeir koma heim á páskadag. Éf vel tekst til verður ‘hugsanlega farið að senda nemendur í svona ferð á hverju ári þannig að það virki sem hvatning í skólakerfinu. Foreldrar Hafsteins eru Ilaukur Ragnar Hauksson kennari og Rannveig Ilafsteins- dóttir húsmóðir og er hann al- inn upp x Garðabæ. Kennslustofa Bandaríkjafor- seta hefur verið starfrækt frá árinu 1968 og eru námskeiðin afar virt fyrir víðtæka þekkingu og næma innsýn sem þau veita í lýðræðislega stefnumótun og ákvarðanatöku svo og alþjóðleg samskipti og samningatækni. Markmiðið er að þroska getu og hæfileika ungs fólks á sviði stjórnmála og alþjóðlegra sam- skipta og eru námskeiðin afar eftirsótt og ætluð afburðafólki. Nemendur eru á aldrinum 16 til 18 ára. -GHS - Hjálmarsson ., ,nl.W

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.