Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.03.1997, Qupperneq 5
LISTIR
Laugardagur 22. mars 1997 -17
Nœsta miðvikudag frumsýnir Hugleikur nýtt
íslenskt verk eftir átta höfunda. Nefnist
verkið Embœttismannahvörfin. Þetta er
nokkurs konar nútíma þjóðsaga en það hef-
ur löngum verið siður Hugleiks að tefla sam-
an nútímanum og menningararfinum á sér-
stakan hátt.
Á æfingu. Embættismannahvörfin verða frumsýnd í Tjarnarbíói á miðviku-
daginn.
Hvörfm gerist á Korpúlfs-
stöðum, fornfrægu kúa-
búi, en embættismenn
borgarinnar sem eiga þangað
erindi hafa horilð sporlaust.
Þeirra leitar nú Friðþjófur sem
er nokkurs konar sonur karls
og kerlingar að sögn höfunda
og verður margs vísari við leit-
ina en ílnnur auðvitað allt ann-
að en hann leitar að.
Þetta er þrettánda starfsár
Hugleiks og hefur félagið alltaf
lagt metnað sinn í að flytja að-
eins ný íslensk verk, að jafnaði
eftir meðlimi félagsins. Aldrei
fyrr hefur höf-
undahópurinn
þó talið átta
manns eins og
nú. Var vinnandi
vegur að semja
heildstætt verk í
átta manna
hópi?
„Ef allt væri
með felldu væri
það ekki hægt,
það er viðtekin
skoðun að höf-
undastarf fari
fram í hausnum
á fólki og því
tæpast hægt að
koma þeirri
hugmynd heim
og saman við
vinnu þar sem
átta ólíkir haus-
ar eiga í hlut. - En við erum
auðvitað búin að afsanna
þetta,“ segir Þorgeir Tryggva-
son og Fríða B. Andersen bætir
við: „Þetta var skemmtileg
vinna og tókst ótrúlega vel enda
þótt það sé mjög einstaklings-
bundið hvernig menn vilja tjá
sig. Við töluðum mikið um efnið
í byrjun og bjuggum þannig til
persónurnar og atburðarásina
og skiptum síðan liði þegar kom
að fyrstu skrifum."
Aldrei
hættuleg rifrildi
Var jafnrœði eða ríktu frekjur?
„Sumir voru kannski dug-
legri við að koma sínu á fram-
færi en það fengu allir að eiga
sitt orð. Ég hef t.d. ekki mikla
reynslu af því
að skrifa leik-
rit en hef
gaman af að
skrifa sögur,
- en mín
sterka hlið er
ekki að skrifa
samtöl. Þar
voru aðrir
flinkari og ég
held að fleiri
haíi íljótlega
fundið fyrir
þessari ósjálf-
ráðu verka-
skiptingu,"
segir Fríða.
„Vinnan
var skemmti-
leg og gekk
furðuvel,"
segir Unnur
Guttormsdóttir. „Og höfundarn-
ir voru í raun níu en ekki átta.
Við fengum inni í húsi Jóhann-
esar úr Kötlum í Hveragerði og
lukum þar við verkið. Jóhannes
var með okkur allan tímann,
við fundum mjög greinilega fyr-
ir návistinni."
En var ekki rifist?
„Júhú, við rifumst alveg fram
á lokafrágang og mest þegar
var verið að stytta og samræma
stfl. - Þetta var samt aldrei neitt
ægilegt," segir Þorgeir. „Ég man
ekki eftir mikilli heift en geri
mér reyndar far um að muna
bara það skemmtilega", segir
Fríða.
Var erfitt að koma bröndur-
unum sínum í gegn?
„Við höfum reyndar mjög
ólíkan grínstfl en ætli grínið sé
ekki bara betra þegar það er
búið að fara í gegnum svona
margar síur. Annars vitum við
ekkert um það, brandari er
náttúrulega bara brandari ef
einhver hlær. Sumir í hópnum
leggja mikið upp úr orðaleikj-
um og tungumálabrellum,
þarna eru líka höfundar sem
búa til fyndar persónulýsingar
og einnig eru sjónrænir brand-
arar sem er kannski nýtt hjá
Hugleik."
„Varir mínar eru síld“
Höfundarnir koma að sýningum
Embættismannahvarfanna með
ýmsum hætti. Þorgeir er í
hljómsveitinni og Unnur og
Fríða leika.
Fríða: „Ég leik embættis-
mann sem heitir Petrína
Maack, hún sér engin frávik í
lífinu og er snobbuð og á kafi í
nafnalögunum. Ég hef einmitt
sjálf lent á svona kellingu, þeg-
ar ég sótti um íslenskan rflds-
borgararétt.“
Unnur: „Ég leik vestur-
heimska konu sem álpast til ís-
lands með vinkonu sinni. Hún
er afar hjálpsöm og finnst gam-
an að snúast í kringum karl-
mennina og reynir að notfæra
sér það hvað þeir eru oft hjálp-
arvana. Hún talar líka
skemmtilega og lofar því að
varir hennar séu sfld og svo-
leiðis."
Það er alltaf sungið hjá Hug-
leik...
„Já, það er mikill söngur og
við vöknuðum eiginlega upp við
vondan draum þegar við sáum
að þetta var að verða söngleik-
ur. Ætli séu ekki þrettán söng-
Kór Leikfélags Akureyrar
Kossar
og kúlissur
Samkomuhúsið 90 ára
Söngur, gleði gaman
Laugard. 22. mars kl. 20.00.
Siðasta sýning
Athugið breyttan sýningartíma.
Afmælistilboð
Miðaverð 1500 krónur.
Börn yngri en 14 óra 750 krónur.
Miðasalan er opin alla virka daga
nema mánud. kl. 13.00-17.00
og fram að sýningu sýningardaga.
Simsvari allan sólarhringinn.
Simi í miðasölu: 462 1400.
|Dagur-<QIímtmt
- besti tími dagsins!
og dansnúmer."
Er ádeila?
„Já, svona á þjóðlífið og lífið
almennt. - Embættismenn eru
alltaf að þvælast fyrir manni.“
-mar
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðið kl. 20.00
VILLIÖNDIN
eftir Henrik Ibsen
i kvöld, laugard 22. mars.
Örfá sæti laus.
Laugard. 5. apríl.
KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI
eftir Tennessee Wiliams
5. sýn. föstud. 4. apríl.
Uppselt.
6. sýn. sunnud. 6. apríl
Örfá sæti laus.
ÞREK OG TÁR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Á morgun, sunnud. 23. mars.
Stðasta sýning
Uppselt
Aukasýning
fimmtud. 3. apríl.
LITLI KLÁUS OG
STÓRI KLÁUS
eftir H.C. Andersen
í dag, laugard. 22. mars kl. 14.00.
Sunnud. 6. apríl kl. 14.00.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30
LEITT HÚN SKYLDI
VERA SKÆKJA
eftir John Ford
í kvöld. Uppselt.
Laugard. 5. april
Athygli er vakin á aö sýningin
er ekki við hæfi barna.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn
í salinn eftir aö sýning hefst.
Miðasalan er opin mánudaga og
þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi
til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30
þegar sýningar eru á þeim tíma.
Einnig er tekið á móti símapöntunum
frá kl. 10 virka daga.
LISTAKLÚBBUR
LEIKHÚSKJALLARANS
mánud. 24. mars
ICARUS - Barokk-hópur frá Hollandi
leikur barokktónlist og tónlist frá
endurreisnartímanum.
Hópinn skipa: Hilde de Wolf, David
Rabinovich, Reglna Albanez, Ariane
James og Katherine Heater.
Haldið í samvinnu við ræðisskrifstofu
Hollands á íslandi.
Húsið opnað kl. 20.00 - Dagskrá
hefst kl. 21.00.
Miðasala við inngang.
Höfundarnir koma allir með einhverjum hætti að sýningu verksins. Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggva-
son (Toggi) eru í hljómsveitinni. Sævar Sigurgeirsson, Unnur Guttormsdóttir og Fríða B. Andersen leika. Sigrún
Óskarsdóttir og Anna Kristín Kristjánsdóttir verða í miðasölunni og Kári Heiðdal sér um lýsinguna.
„Annars voru höf-
undarnir í raun
níu því við fengum
inni í húsi Jóhann-
esar úr Kötlum í
Hveragerði og luk-
um þar við verkið.
Jóhannes var með
okkur allan tím-
ann» við fundum
mjög greinilega
fyrir návistinni. “