Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Blaðsíða 1
Dagur-©minu LÍFIÐ í LANDINU Þriðjudagur 25. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 58. tölublað Blað I PASKAHEIMSOKN HJÁ NUNNUNUM Sex ára börn í Öldutúnsskóla fara á hverju ári í heimsókn í Karmelklaustrið í Hafnarfirði til að hitta nunnurnar og frœðast um páskana og þœr sjálfar. Nunnurnar syngja fyrir börnin og börnin syngja með nunnun- um ogfyrir þœr. Nunnurnar verða alltaf innilega glaðar við að sjá börnin. Mynar eói. Sú hefð hefur komist á hjá sex ára börnum í Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði að fara á hverju ári í heimsókn til nunnanna í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði rétt fyrir páska til að hlusta á nunnurnar syngja sálma, fræðast um líf þeirra og köllun og sjálfa páskahátíðina og syngja fyrir þær fallegan sálm sem börnin hafa undirbú- ið. Byrjað var að fara með börnin í þessar heimsóknir fyrir sjö til átta árum og þykja þær nú ómissandi liður í undirbún- ingi fyrsta bekks fyrir páskahá- tíðina. Pað voru um fjörutíu nem- endur ásamt tveimur kennur- um og foreldrum barna sem stóðu rennblautir í rigningunni fyrir utan kapelluna í klaustr- inu í Hafnarfirði á föstudaginn var, síðasta kennsludag fyrir páska, og biðu inngöngu. Þegar inn var komið settust nemend- urnir á trébekki og biðu hljóðir. Eftir. skamma stund tíndust nunnurnar inn í Iítinn hliðarsal bak við rimla, hneigðu sig fyrir framan krossinn svo að rétt grillti í þær og hófu svo engil- bjartan söng við orgelundirleik. Hlusta á börnin hlæja og leika Að sálmasöngnum loknum var börnunum boðið í lítinn sal á efri hæð klaustursins og voru tjöldin dregin frá rimlunum. Eftir að hafa sungið „Ó jesú bróðir besti“ bauð nunna börn- in velkomin og sagði frá því að þær heyrðu oft í skólabjöllunum í Öldutúnsskóla þegar hringt væri inn og út úr tímum og þær hefðu gaman af því að hlusta á börnin hlæja og leika sér úti í frímínútum. Þær sungu svo nokkra sálma fyrir börnin og með börnunum og svo spjallaði nunnan við börnin og sagði þeim frá páskunum og því hvers vegna þær væru í klaustr- inu. „Við erum hér til tákns um það hvernig guð elskar ykkur. Við elskum líka guð og viljum helga líf okkar guði. Við gefum guði líf okkar eins og blóm: „þú átt líf mitt, guð.“ Við biðjum fyrir fjölskyldum ykkar og vin- um,“ sagði nunnan sem hafði orð fyrir systrunum. Hvar er töframaður- inn? Þegar börrnn fengu að spyrja nunnurnar var greinilegt að þetta var þeim framandi heim- ur en þó vissu þau sitthvað um klaustrið. Einn drengur spurði til dæmis um „töframanninn" en séra Frans heitinn hafði fyr- ir sið að sýna börnunum töfra- brögð. Þeim lék líka forvitni á að vita hvort pólsku nunnurnar ætluðu alltaf að vera á íslandi og hvers vegna þær væru klæddar í mismunandi klæðn- að, svartan og hvítan eða brún- an og hvítan með mismunandi höfuðfat en það er vegna þess að þær eru komnar mislangt í því að vinna heiti sitt. Systir Benedikta klæðist til dæmis svörtum nunnuklæðum enda hefur hún verið 50 ár í klaustri á þessu ári. Mega fara til læknis Nunnurnar fara ekki út úr klaustrinu og hitta ekki annað fólk nema þegar þær þurfa nauðsynlega að komast til læknis. Þá mega þær fara beint til læknisins og heim aftur og hvergi koma við. Það er heil- mikið mál að skipuleggja heim- sóknir í klaustrið því að fyrst þarf að hringja þangað og svo þarf erindið að fara fyrir abba- dísina. Börnin í Öldutúnsskóla hafa þó alltaf fengið að koma og eru nunnurnar þá alltaf lok- aðar bak við rimla. Kristín Þor- steinsdóttir kennari segir að það sé mikil upplifun að sjá hversu innilega glaðar nunn- urnar verði við að sjá börnin. í klaustrinum var búið að dekka borð með kleinum og djúsi þegar börnin komu og var þeim boðið upp á hressingu meðan nunnurnar sungu kveðjusálminn. Það voru ánægð lítil hjörtu sem héldu heim í lok skóladagsins. -GHS

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.