Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Qupperneq 5
iOagur-©mmm Þriðjudagur 25. mars 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Vildiun stofna eigið trúfélag Múhameðstrúar- menn á íslandi hafa stofnað sitt eigið trú- félag, Félag múslima á íslandi. Nú þegar hafa um 40 skráð sig ífélagið og er vonast til að félagarnir verði um 100. Nýlega hefur verið stofnað formlega Félag múslima á íslandi og hefur fengið staðfestingu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Alls hafa nú þegar um 40 múham- eðstrúarmenn á íslandi skráð sig í félagið og hefur bráða- birgðastjórn tekið til starfa til eins árs undir forsæti Salmann Tamimi, tölvunarfræðings á Ríkisspítölum. Hann vonast til að fá alla þá yfir 100 múslima í landinu með í trúfélagið. Stundum bæn saman „Þetta er trúfélag múslima, það var stofnað 26. febrúar með bréfi til dómsmálaráðuneytisins og við höfum þegar fengið leyfi frá ráðuneytinu til að stofna þetta trúfélag," segir Salmann Tamimi, forsvarsmaður félags- ins og einn forsprakka. Hátt í 40 múhameðstrúarmenn, aðal- lega frá ýmsum Araba- og Asíu- löndum en einnig að minnsta kosti þrír af íslenskum upp- runa, hafa nú þegar látið skrá sig í félagið. Salmann vonast til að félagarnir verði orðnir um 100 talsins fljótlega. „Við vildum stofna okkar eig- ið trúfélag, ekki vera utan trú- félaga eða í þjóðkirkjunni. Það er ekki æskilegt. Þess vegna ákváðum við, ég og hópur manna með mér, að stofna þetta félag," segir Salmann Tamimi. „Við viljum stunda okkar bæn saman og vinna úr okkar félagslegu og trúarlegu vandamálum í sameiningu.“ Vonandi fær einhver köllun Nýkjörin stjórn hefur þegar tek- ið til starfa og haldið sinn fyrsta fund. Meginverkefni stjórnar- innar er að skipuleggja starf- semi félagsins og finna húsnæði sem getur rúmað samkomur fé- lagsins. Salmann segir að mú- hameðstrúarmenn á íslandi eigi sér engan prest og því verði sá hæfasti þeirra að leiða bænina. Hann vonast þó til þess að ein- hver fái köllun og læri islam í Lundúnum eða einhvers staðar annars staðar. „Við erum að vinna í hús- næðismálum og skipulagningu. Við erum ekki ennþá farnir að halda samkomur en að vísu biðjum við saman þegar við hittumst. Þetta er ólíkt kristinni trú því að við þurfum að biðja fimm sinnum á dag,“ segir hann að lokum. -GHS Múhameðstrúarmaðurinn Salmann Tamimi er í forsvari fyrir nýju trúfélagi, Félagi múslima á Islandi, Kæri mcnnatmálaráðhcrra Helga Ágústsdóttir skrifar að er vor, þú sem ert á himnum“... Þannig hófst kvöldbænin hennar Láru vinkonu minnar þegar hún var lítil. Nú er Lára eiginlega alveg hætt að tala um vorið í kvöld- bænum sínum, en þess í stað er ég farin að ræða löngum stund- um við æðri máttarvöld um þessa fallegu árstíð. - Nú förum við nefnilega í samræmd próf. Fólkið sem aldrei fær neina ær- lega viðvörun upp allan grunn- skólann, má aldrei fella eða seinka um bekk, nánast sama á hverju gengur. Og fólkið sem er ekki hneigt til bóknáms, heldur hefur í vöggugjöf fengið hæfni sem snýr að stærstum hluta að verklegum þáttum. Þessum bók- námsáfanga skaltu ná á sex- tánda ári og skyndilega er eitt- hvað til sem heitir fall á prófi. Allir settir undir sama bók- námshatt, ekkert val. - Hér í gamla daga var til nokkuð sem hét gagnfræðapróf og annað sem hét landspróf. Það var opn- bert leyndarmál á þeim tíma, að í landsprófið fóru þeir sem hugðu á bóklegt framhaldsnám, gagnfræðaprófið dugði víða í at- vinnulífinu svo og til margs kon- ar framhaldsmenntunar sem laut ekki lögumálum latínu- skólahugsunarháttarins. Fólk er nefnilega misjafnlega af Guði gert! En nú eru breyttir tímar. Allt svo frjálst og opið. Auðvelt að komast leiðar sinnar í skóla- kerfinu, er það ekki?!. Bara ef maður stenst kröfur þeirra bók- abéusa sem semja leikreglurn- ar. - Ekki misskilja mig neitt; ég er tungumálakennari. - Hvaða viðmiðun ræður ríkjum þegar komið er að því að ákvarða hvort menn „séu yfirhöfuð færir í framhaldsskólanám; geti lært eitthvað"? Bóknám og aftur bóknám. Enska, stærðfræði, danska og íslenska (já, sagnfyll- „Ég er þeirrar skoðunar að bjóða eigi fleiri valkosti en eitt bóknáms-grunn- skólapróf. Það er mín bjargfasta trú að það hljótist ekk- ert nema blessun af því að hœtta að telja þessariþjóð, leynt og Ijóst, trú um að bóknámsgetan sé það sem mestu varð- ar um aldir alda. “ ingin og setningahlutagreining- in, þeir nytsömu þættir lífsins). Lesið aftur þessa upptalningu. Er eitthvað þarna sem lýtur að annarri hæfni en þeirri sem þarf til bóknáms? (já, ég veit allt um sjálfsaga og vinnusemi, en slíkt birtist nú víðar en þarna). - Er eitthvað sem snýr að verkmennt? Eitthvað sem snýr að atvinnuvegunum? Eitt- hvað sem mun birtast á ein- kunnablaði sem „hér er á ferð einstaklingur sem hefur áhuga og hæfni til að gera stórkostlega hluti á sviði vélvirkjunar, tón- listar, sauma og við málaratrön- urnar? Hér er útsjónarsamur, vandvirkur hagleiksmaður á ferð?“ Nei. Enn og aftur ríkir gamli latínuskólahugsunarhátt- urinn. „Heíja verður verk- menntir til vegs og virðingar í land....“ Ég heyri fyrir mér há- tíðaræðurnar og gubba í sex metra boga eins og segir í Atómstöðinni. - Það er vor, þú sem ert á himnum. Ég er enn þeirrar skoðunar að meiri aga sé þörf í skólakerfinu sem og í öllu íslenska þjóðfélaginu. Og ég er enn þeirrar skoðunar að fólk þurfi að ná ákveðinni lágmarkseinkunn a) við tólf ára aldur; b) við 14 ára aldur; c) við lok grunnskóla. Menn þurfa margir hverjir sína hýðingu. Ég stend fyrir framan tíundu bekk- inga grunnskólans á hverjum degi og veit hversu fjölbreyttir þeir eru að andans og hand- anna atgerfi; skynja daglega þann ólíka bakgrunn sem þeir hafa; skynja hvernig atvinnulíf og aðstæður staðarins hafa áhrif á áhugamál þeirra, nám og hugsunarhátt. Ég kenni í bændasamfélagi og þar skáka mér flestir nemendanna í verk- lagni, þekkingu á vélum, í smíð- um og saumum o.fl. o.fl. Ég býst við að þeir sem kenna annars staðar, þar sem önnur gildi eru ríkjandi, hafi sambærilega sögu að segja hvað varðar áhugasvið nemendanna og hvatningu um- hverfisins. Og ég er þeirrar skoðunar að bjóða eigi fleiri val- kosti en eitt bóknáms-grunn- skólapróf. Það er mín bjargfasta trú að það hljótist ekkert nema blessun af því að hætta að telja þessari þjóð, leynt og ljóst, trú um að bóknámsgetan sé það sem mestu varðar um aldir alda. - Og hananú!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.