Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Blaðsíða 2
14 - Þriðjudagur 25. mars 1997 •SDagurJ®mrimt LÍFIÐ í LANDINU „Jafningjafræðslan er ekki allsherjarlausn“ „Notkun vímuefna má rekja til fornaldar og vandinn er því rótgró- inn. Hann verður mun erfiðara að uppræta, en til að mynda mið- bæjarvandann í Reykjavík." s t af fyrir sig er afar gott markmið að ætla að vera búinn að útrýma eitur- lyfjum á íslandi árið 2002. En fimm ár eru hins vegar afskap- lega skammur tími, því notkun vímuefna má rekja allt aftur til fornaldar. Vandinn er því mjög rótgróinn. Hann verður mun erfiðara að uppræta, en til að mynda miðbæjarvandann í Reykjavík - enda eru rætur hans ekki jafn djúpar,“ segir Purý Björk Björgvinsdóttir, einn aðstandenda Jafningjafræðsl- unnar, í samtali við Dag-Tím- ann. Til einhvers er unnið Þurý og Sigurður Jónsson, nem- endur við Fjölbrautaskólann við Ármúla, töluðu á fundinum sem fulltrúar Jafningjafræðslunnar, en innan vébanda hennar hafa þau starfað síðustu misseri. „Það er gott og gilt að setja sér há markmið - sem hægt er að uppfylla að einhverju leyti. Sjálfsagt er betra að hafa tím- ann sem þessu verkefni er helg- aður skamman. Ef við myndum segja sem svo að ísland ætti að vera án eiturlyfja árið 2020 myndum við vera afskaplega róleg í tíðinni. En þegar fimm ár til stefnu verður meiri kraft- ur settur í máiið,“ segir Sigurð- ur. Hann leggur jafnframt á það áherslu að Jafningjafræðslan og starf hennar sé engin allsherj- arlausn í baráttunni gegn eitur- lyfjum á íslandi. „Þetta er bara einn hlutinn af stórum for- varnapakka. Við komum okkar boðskap til skila með heim- sóknum tif yngstu árganga framhaldsskólanna og það hitt- ir í mark hjá ákveðnum hóp. Síðan koma aðrir aðilar og þeir ná tif annarra. Eftir því sem tölulegar staðreyndir sýna þá er starf okkar til einhvers unnið - enda höfum við kappkostað að vera með sífellt áreiti í gangi þannig að áróðurinn dettur aldrei niður. Það er mjög mikil- vægt atriði," segir hann. Engar prédikanir Þurý og Sigurður segja grunn- tóninn í starfi Jafningjafræðsf- unnar vera þann að tala við krakkana á jafnréttisgrundvelli. Tími jakkafataklæddra erind- reka sem heimsóttu skófa landsins, komu í kennslustof- urnar með skófastjóranum og töfuðu við nemendur um skað- semi vímuefna sé liðinn. Aðrar aðferðir hrífi í dag. „Foreldrar þurfa ekki að vera neinir prédikarar og þeir geta alveg frætt börn sín um skaðsemi vímuefna á jafnréttis- grundvelli. Öll barnsárin og þar til þú ert kominn á unglingsár eru foreldrar helsta fyrirmynd barnanna og á þessum mikil- væga tíma má byggja upp ein- stakling með sterka sjálfs- mynd,“ segir Þurý. Þurfum að ná til fleiri hópa En er ekki undarlegt að neysla fíkniefna fari sífellt vaxandi - um leið og áróður gegn eitur- lyíjanotkun vex jafnframt? Því svara Þurí og Sigurður þannig. „Nei, það þarf ekki endilega að vera. Á þessu stigi nær Jafn- ingjafræðslan til mjög takmark- aðs hóps. Við störfum að mestu leyti með framhaldsskólanem- um, en þurfum að komast líka með starf okkar inn í grunn- skólanna. Hitt ber að hafa í huga að fíkniefnaneysla vex mest í þeim hópum sem við ná- um ekki til. Það er ungt fólk sem er ekki í skóla og til þess er erfitt að ná með markvissum hætti. - En alltaf er til einhvers unnið ef við náum til unglings sem við snúum af rangri braut vímuefnaneyslunnar. Þótt aldrei náist 100% árangur er hvert skref sem stigið er gott mál.“ - sbs Þetta ágæta fólk var meðal framsögumanna á ráðstefnu um áfengis- og vímuefnanotkun unglinga, sem haldin var á Akureyri í síðustu viku. Á myndinni eru, frá vinstri talið; Sigurður Jónsson og Þutý Björk Björgvinsdóttir frá Jafningja- fræðslunni og lengst til hægri er Snjólaug Stefánsdóttir, stjórnandi verkefnisins Island án eiturlyfja árið 2002. „Fráleitt að setja sér markmið um hálfan sigur“ „í Evrópu hljóma sterkar raddir um að lögleyfa eigi eiturlyf. Svar okkar íslendinga er hins vegar að út- rýma eigi fíkniefnum úr landinu," segir Snólaug Stefánsdótt- ir, stjórnandi verkefn- isins ísland án eitur- efna árið 2002. _ g er enginn spámaður, en hins vegar hef ég trú á því að við íslendingar get- um náð miklum árgangri í bar- áttunni gegn eiturlyfjum. Það er mikilvægt í því sambandi að hugsa í lausnum en ekki vanda- málum og hindrunum. Það er hins vegar fráleitt að setja sér markmið um hálfan sigur á sama tíma og börn og ungling- ar eru fórnarlömb sölumanna eiturlyfja," segir Snjólaug Stef- ánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg, í verkefninu ísland án eiturefna árið 2002. Hugarfarsbreyting Snjólaug var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um áfengis- og vímuefnanotkun unglinga, sem haldin var á Akureyri í lok síð- ustu viku. Stjórn átaksins ís- land án eiturlylja árið 2002 skipa fulltrúar ríkis og borgar - en Reykjavíkurborg hefur geng- ið til liðs við samtökin Evrópsk- ar höfuðborgir án eiturlyfja, sem nýlega voru stofnuð. Segir Snjólaug að vegna landfræði- .legrar, fjárhagslegrar stöðu og vel menntaðs fagfólks sé raun- hæft að setja markið hátt í bar- áttunni gegn fíkniefnum. Varn- araðgerðir felist ekki síst í því að samhæfa aðgerðir þeirra að- ila sem koma að fíkniefnamál- um - sem og efla toll- og lög- gæslu á þessu sviði. „Mér finnst að ákveðin breyting sé að verða á hugar- fari almennings gangvart fíkni- efnaneyslu. Fólk er miklu til- búnara til verka núna og er orðið langþreytt á því ástandi sem ríkjandi hefur verið,“ sagði Snjólaug Stefánsdóttir, þegar Dagur-Tíminn ræddi við hana um þessi mál og þá einkum það verkefni sem hún er í forsvari fyrir. Áhlaup er eðli þjóðar- sálar Snjólaug Stefánsdóttir var spurð um hvort raunhæft væri að ná því marki að ísland sé án eiturlyfa árið 2002? „Ég hef mikla trú á því að hægt sé að ná árangri. Það er staðreynd að úti í Evrópu hljóma sterkar raddir um að lögleyfa eigi eitur- lyf. Svar okkar Islendinga er hins vegar að útrýma eigi fíkni- efnum úr landinu. Vissulega eru fimm ár stuttur tími, en það er nærri takti þjóðarsálar að taka allt málið með miklu áhlaupi og trúa að við náum langt í þessum ásetningi okk- ar.“ Það er mat þeirra sem gerst þekkja til eiturlyijamála að óvíða séu hagstæðari skilyrði til að ná árangri í baráttunni við fíkniefni en hérlendis, fsland sé einangruð eyja norður í höfum og því sé betur en víða annars- staðar hægt að fylgjast með innflutningi til landsins. Þá seg- ir Snjólaug að innri skilyrði hér séu afskaplega hagstæð barátt- unni gegn fíkniefnum. Þar nefn- ir hún fámenni þjóðarinnar, hátt menntunarstig hennar og sterk ijölskyldutengsl. Umburðarlyndi gegn þjóðarskömm Á ráðstefnunni sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, að draga þyrfti úr því umburð- arlyndi gagnvart unglinga- drykkju sem ríkt hefði. „Það er ekki í lagi að unglingar séu drukknir, því slíkt er hættulegt heilsu þeirra. Hingað til hefur ríkt umburðarlyndi gagnvart þessari þjóðarskömm - og það verður að breytast. Áróðri gegn áfengis- og eiturlyQanotkun fyrst og fremst verið beint að unga fólkinu sjálfu. Ég tel brýnt að í framtíðinni leggjum við áherslu á að fræðslustarf til for- eldra og annarra fullorðinna, sem starfa með börnum og unglingum, að þeir taki aukna ábyrgð og brýni skaðsemi vímu- efnaneyslu fyrir börnum og að þeir taki sjálfir í taumana í auknum mæli,“ segir Snjólaug. En þarf ekki talsverða breyt- ingu til að ná þessu í gegn. Hefðin fyrir unglingadrykkju og útihátíðum er býsna sterk? „Það kann að vera rétt. En hver skapar hefðina til að mynda fyrir útihátíðum og skipuleggur þær. Ég tel óæski- legt að börn séu ein að þvælast á þessum mótum - og tel mikil- vægt að þær verði í framtíðinni skipulagðar með þarfir fjöl- skyldunnar í huga,“ segir Snjó- laug Stefánsdóttir. - sbs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.