Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Blaðsíða 4
16 - Þriðjudagur 25. mars 1997 lÁtnðúðciíauót JOagur-'ÍIImróm Hið pólitíska hjartalag Friðrik Erlingsson skrifar Það er alltaf söguleg stund þegar almenningi gefst snögg innsýn inm hugsun- arhátt valdhafanna. Það gerist ekki oft því þeir eru alla jafnan varir um sig og gæta orða sinna og athafna í hvívetna og eru langskólagengnir í þeirri list að tala gáfulega án þess að vera að segja nokkurn skapaðann hlut. Þeir hafa að auki úr mikl- um sjóði hugtaka að moða þar sem eru hinar ýmsu skýrslur hagfræðilegs eðlis, línurit, kök- ur og þess háttar sem hjálpa þeim að breiða yfir þá stað- átta sig á því og sannarlega án þess að ætla sér það, glopra einhverju útúr sér sem kemur beint frá hinu pólitíska hjarta. Oft vekur þetta slíka furðu að bæði fréttamenn og almenning setur hljóða um stund en ákveða svo með sjálfu sér að þetta hljóti að hafa verið mis- mæh vegna þess að það geti hreinlega ekki verið að stjórn- málamennirnir okkar, að mað- ur tali nú ekki um sjálfan for- sætisráðherra, hugsi á slíkum og þvílíkum nótum. Vegna þess að svona augnablik eru eins sjaldgæf og raun ber vitni, þá er einsog almenningur leiði þau hjá sér þegar þau skjóta upp kollinum, ef til vill af einhvers- konar misskilinni meðaumkvun með ráðherra sem talaði af sér og skaut sig í fótinn á einu og sama augnablikinu. Síðustu re^md að þeir eru ekki að svara spurningunum sem lagðar eru fyrir þá og ætla sér alls ekki að gera það. Þessvegna er það á við guðlega opinberun þegar einhverjir þeirra, án þess að daga hefur almenningi á íslandi gefist innsýn af þessu tagi inní hið pólitíska hjarta ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Það kom sumsé á daginn að kjarasamn- ingar uppá sjötíu þúsund króna lágmarkslaun væru hið versta mál vegna þess að sú aðgerð myndi sjálfkrafa ganga yfir til öryrkja og aldraðra. Nú veit ég einsog allir aðrir að þegar Það kom sumsé á dag- inn að kjarasamning- ar uppá sjötíu þúsund króna lágmarkslaun vœru hið versta mál vegna þess að sú að- gerð myndi sjálfkrafa ganga yfir til öryrkja og aldraðra. ákveðnir hópar í þjóðfélaginu byrja að kvarta verða svör stjórnmálamanna oftast á þá lund að ekki sé hægt að gera öllum til hæfis, alltaf verði ein- hversstaðar óánægjuraddir osvfr osvfr. En hvernig má það vera að aldrei sé hægt að gera þeim til hæfis sem mest þurfa á því að halda? Hvernig má það vera að það séu alltaf þeir sömu sem þurfa að sitja eftir með sárt ennið? Hvernig má það vera að almenn Iaunaþró- un í landinu sé aftengd greiðsl- um úr Tryggingarstofnun? Er von að maður spyrji: Hverra hagsmuna er verið að gæta með svona vinnubrögðum? Og hver er að græða á því að að öryrkjum og öldruðum sé stöð- ugt, einatt og ævinlega sparkað útí horn? Eitt er víst að ef Davíð Oddsson forsætisráðherra hefði látið þessi orð falla um ein- hvern annan hóp í þjóðfélaginu, til dæmis mjólkurfræðinga, raf- virkja eða bankamenn er næsta víst að til aðgerða hefði verið gripið og það snarlega, og af- leiðing hefði verið pólitískt hjartaslag ráðherrans. En Dav- íð Oddsson forsætisráðherra veit það vel að ekki hafa aldr- aðir og öryrkjar nein vopn til að berjast með fyrir betri kjörum. Síst af öllu nú um stundir eftir að ríkisstjórnin hefur þindar- laust þjarmað að þessu fólki, nánast skorið það niður við trog. Guðmundur Jóhannsson eftirlaunamaður skrifaði í Morgunblaðið 14. mars síðast- liðinn og ber grein hans yfir- skriftina „Vont er ykkar rang- læti, enn verra ykkar réttlæti.“ Hann segir m.a.: „Ég furða mig á blindni og ósvífni stjórnvalda að ætla að skammta þessum hópi (öldruðum) skít úr hnefa, eða hluta af því sem samið er um á hinum almenna markaði, einsog þeir hafa gert að undan- förnu. Er það ákveðið markmið stjórnvalda að svipta aldraða almennum mannréttindum?" Þessu hefur Davíð Oddsson for- sætisráðherra nú svarað ját- andi, reyndar alveg óvart, þeg- ar hans pólitíska hjarta opnað- ist og almenningur fékk snögga innsýn í þau miskunnarlausu lögmál sem ríkja á þeim bæ. Það hefur aldrei þótt eftirsókn- arvert að vera uppá aðra kom- inn, að eiga allt sitt undir um- hyggjusemi stofnunar á vegum ríkis eða bæjar, að þurfa að leita á náðir samborgara sinna til að draga fram lífið. En stað- reyndin er að umtalsverður hópur fólks hefur ekkert annað val. En ef að mannúðin fengi að starfa við hhð hagfræðinnar þá er ef til vill von til þess að hlut- skipti skjólstæðinga Tryggingar- stofnunar verði ekki síðra en þeirra sem heilbrigðir lifa af lágmarkslaunum. En mannúð hefur ekki sýnt sig eiga skjól í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar frekar en hjá öðrum þeim stjórnarherrum sem sækja í valdið valdsins vegna. Að vera með - og sigra eir segja að hinn eini sanni ólympíuandi fel- ist í slagorðinu: Það skiptir ekki öllu máh að sigra, aðalatriðið er að vera með.“ Undir þessu kjörorði hafa íslenskir íþróttamenn tekið þátt í stórmótum erlendis og stuðst við það til að rétt- læta takmarkaðan árangur. íþróttaforustan hefur þó sjaldan gripið til þessa gamal- kunna slagorðs þó augljóst sé að hún telji það að- alatriði að vera með líka. Þannig eru jafnan sendir úr 3-6 fararstjór- ar og forustu- menn úr íþrótta- hreyfingunni með hverjum einum sem fer að keppa á erlendum vettvangi. Og nú hefur enn sannast að ólympíuandinn um mikil- vægi þess að vera með er hvergi sterkari en hjá sjálfri Ólympíunefndinnni, þar sem átök og illdeilur hafa einkennt starfið upp á síð- kastið. Smáþjóðaleikar Átökin opinberuðust í byrj- un febrúar þegar Júlíus Hafstein var felldur út úr nefndinni með sniðglímu á lofti og sviptur formennsku með óvæntum hælkrók. Ell- ert Schram og herforingjar hans, sem sumir höfðu áður verið í liði Júlíusar fögnuðu sigri og héldu margir að ró- legheit væru framundan - í það minnsta fram að smá- þjóðaleikunum sem halda á hér á landi í sumar. Smá- þjóðaleikarnir eru einhver umfangsmesti íþróttavið- burður sem haldinn er í landinu og því hefði mátt ætla að ólympíunefndin væri að vonast eftir vinnu- friði við undirbúninginn. En þannig munu hlutirnir ekki verða. Að undanförnu hafa almenningi birst brotabrot af ágreiningnum í blöðum, m.a. bréfaskriftir frá fyrr- verandi og núverandi for- ustumönnum þar sem aðrir forustumenn eru sakaðir um vítavert gáleysi og hneykslanlega vanrækslu í fararstjórastörfum í ferðum á vegum íþrótta- hreyfingarinnar. Slíkar bréfaskrift- ir eru einmitt reykurinn sem vísar á eldinn sem undir logar. Þjóðin bíður því spennt eftir að eldhafið gjósi upp á yfirborðið. Páskaupprisa Júlí- usar Og nú um helgina kom í ljós að búast má við talsverðri eldsprengingu eftir þessa páskaupprisu Júlíusar Haf- stein í ólympíunefndinni. Júhus er kominn í hvfta búninginn og orðinn for- maður Júdósambandsins al- búinn í slaginn við knatt- spyrnukónginn Ellert B. Schram. Hvort hann nær ypponi á Ellert er enn ekki orðið ljóst, en hitt liggur í augum uppi að hjá íþrótta- forustunni er það ekki bara aðalatriði að allir taki þátt. Þar virðist ekki síður atriði að sigra hvað sem það kost- ar. Júlíus og Ellert eru því hinar ákjósanlegustu fyrir- myndir fyrir íslenska íþróttamenn: þeir vilja bæði vera með og sigra! Garri vill því gera það að formlegri tillögu sinni við sjónvarps- stöðvarnar að þær hætti beinum útsendingum frá íþróttakappleikjum og liefi að senda út frá fundum Ólympíunefndar. Garri

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.