Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Blaðsíða 11
iDagur-'3Itnrám Þriðjudagur 25. mars 1997-23 gjajakprt ft5Eö«AUSt Smakkað á ástarsorginni Alvörugefna skynsemisbuddan í unglingaþátt- unum Lífið kallar (unaðslegir þœttir, hann Jord- an Catalano er frábœr persóna eins og skrifaður upp úr dagbókum unglingsstelpna) er á bull- andi uppleið, búin að fá sinn fyrsta skammt af ástarsorg og virðist ekki œtla að brenna út á skjánum fyrir tvítugt... Stjarna hinnar sautján ára gömlu Claire Danes er enn ekki farin að blikna þótt sjónvarpsáhorfendur hafi all- lengi horft upp á stelpulegt andlitið. Menn í kvikmynda- bransanum hafa m.a.s. leyft henni að halda skólastelpu- ímyndinni, eru ekki farnir að reyna að umbreyta henni í beib, en hún birtist nýlega sem Júh'a í Rómeó og Júlíu og leikur þar á móti Leonardo DiCaprio. Að skólatelpna sið er hún nú búin að fá sinn fyrsta skammt af ástarsorg. Andrew Dorff (bróðir leikarans Stephen Dorffs) sagði henni upp fyrir skömmu og leið henni að sjálf- sögðu ekki vel með það. „Ég smakkaði þá í fyrsta sinn á ást- arsorg og það var hræðilegt,“ segir hún og andvarpar. „Ein af mínum uppáhaldsstundum er að vakna upp í örmum kærast- ans, finna fyrir líkama hans við hlið mér. Ég hlakka mikið til þess næsta...“ Hún virðist því til allrar lukku hafa náð sér elskan litla fyrst hún hefur ekki útilokað hina fiskana í sjónum. Hún býr nú í New York með eldri bróður sínum (24ra ára) og birtist næst í bíómyndinni To Gillian On Her 37th Birthday með Michelle Pfeiffer þar sem Claire leikur táning sem er að reyna að halda íjölskyldu sinni saman. Síðar á árinu tekur hún svo þátt í alvöru þungavigtarmynd með Francis Ford Coppola. r k f-A lr f gerðir hljómflutningstækja WVunið giafak°rt» Teitur Þorkelsson skrifar Saman á haus Það segir sig sjálft að best er fyrir konuna að standa á haus eftir samfarir ef ætlunin er að eignast barn. Við vitum að eymingja litlu sáð- frumurnar þurfa að synda upp löng og dimm göng, finna eggið eina og komast inn til þess að getnaður sé tryggður. Sáðfrum- urnar verða að gera svo vel að sætta sig við ómanneskjulegar vinnuaðstæður æðisgenginnar samkeppni þar sem aðeins er um einn sigurvegara að ræða. Og ef við hugsum til þeirra hundruða þúsunda, jafnvel milljóna blásaklausra og bráð- feigra sáðfruma sem enda í lak- inu, er þá til of mikils mælst að konan leggi lóð á vogskálarnar, standi á haus og leyfi þyngdar- aflinu þannig að hjálpa þessum greyjum við sundið. Þetta þarf alls ekki að vera neyðarlegt, sérstaklega ekki ef hár eiginmannsins er farið að þynnast. Of lítil blóðrás til hár- sekkjanna er nefnilega talin vera ein af veigameiri ástæðum fyrir ótímabærum skalla og kynlíf bæði hressir upp á blóð- rásina almennt og hefur þar að auki víkkandi áhrif á þynnstu æðar líkamans, háræðarnar. Þannig er ekki nóg með að kyn- líflð sjálft myndi hafa góð áhrif á skallann heldur gæti eigin- maðurinn staðið á haus konu sinni til samlætis á eftir. Það þykir víst vera einn besti skalla- bani sem vitað er um. fró kr. - / ^ j2.Ð0t)j vinnandi menn

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.