Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.03.1997, Blaðsíða 3
jDctgur-(Hmiutn Þriðjudagur 25. mars 1997 - 15 L I F I Ð LANDINU Ungfrú Vesturl er frá Húsavík Húsvíkingurinn Erna Dögg Þorvaldsdóttir hefur ver- ið kjörin ungfrú Vestur- land. Erna Dögg er vel þekkt á Húsavík enda fædd þar og upp- alin. Erna Dögg hefur æft með HSÞ, keppt með unglingalands- liðinu í 200, 400 og 800 metra hlaupi og verið með fremstu hlaupurum á landinu í 400 og 800 metra hlaupi. Erna Dögg hefur verið kjörin frjálsíþrótta- maður HSÞ 1996 og frjáls- íþróttamaður Húsavíkur 1996. Erna Dögg er 17 ára gömul og nemandi við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Foreldrar hennar eru Þorvaldur Vestmann Magn- ússon, forstöðumaður tækni- deildar HAB, og Bergljót Jóns- dóttir verslunarmaður. Erna Dögg fluttist með foreldrum sínum til Akraness í byrjun september og saknar vina og ættingja á Húsavík. Hún hefur þó verið íljót að aðlagast líflnu á Akranesi og átt auðvelt með að kynnast félögum sínum í skólanum. „Ég hef lítið getað keppt í vetur út af þessari fegurðar- samkeppni því að við höfum alltaf þurft að æfa um helgar. Það hefur haldið mér frá keppni en ég stefni á landsmót- ið í sumar,“ segir Erna Dögg. Hún hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil og hefur reynt að æfa einu sinni í viku í vetur. Hún segist fara einu sinni í viku á æfingar í Reykjavík og hafi svo leiðbeiningar frá þjálfara til að fara eftir. Herra kjörinn líka Fegurðarsamkeppnin á Vestur- landi er eina samkeppnin þar sem bæði eru kosin ungfrú og herra Vesturland. Að þessu sinni var Hannes Marinó Ell- ertsson frá Stykkishólmi kjörinn herra Vesturland. Hannes Mar- inó er líka nemandi við Fjöl- brautaskóla Vesturlands. -GHS Húsvíkingurinn Erna Dögg Þor- valdsdóttir hefur verið kjörin ung- frú Vesturland. Erna Dögg flutti frá Húsavík í september en keppir áfram í hlaupi fyrir HSÞ. Hún stefn- ir á landsmótið í sumar. Með henni á myndinni er herra Vesturland, Hannes Marinó Ellertsson frá Stykkishólmi. F.kki allir stærðfræðingar skrýtnir Kári Ragnarsson, sig- urvegari í stœrðfrœði- keppni framhaldsskól- anna, hefur unun af talnafrœði sem mun vera gjörsamlega gagnslaus að eigin sögn... Kári sigraði í þessari keppni nú í 2. sinn, var þar áður í 2. sæti. Hann þótti sýna „töluverða yfirburði í keppninni" en áhugasamir stærðfræðinem- endur í framhaldsskóla geta and- að léttar því Kári er nýútskrifað- ur dúx frá MH (með alla áfanga sem hægt er að taka við skólann á skírteininu, 40 einingar og með 10 í 34 þeirra) og tekur varla aft- ur þátt í keppninni. Margir nemendur hrökkva í baklás þegar minnst er á stærð- fræði en það er kannski ekki undarlegt að Kári hafi fengið áhuga á faginu því hann er um- kringdur stærðfræðingum. For- eldrar hans eru báðir menntaðir í stærðfræði, mamma hans kenn- ir nú tölvufræði við háskóla í Álaborg en pabbi hans er töl- fræðingur. Og stóri bróðir í stærðfræðinámi við Háskólann. Ætlar Kári líklega að feta í fót- spor þeirra og ná sér í grunnhá- skólamenntun í stærðfræði „en svo veit ég ekki hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur eftir það.“ - Hvernig ferðu að þessu? Hefurðu alla tíð fengið 10 í STÆ? „Ja, ég fékk 9 reyndar á sam- ræmdu prófunum..." - USS! „Já, já, ég er ennþá að jafna mig.“ Heilu tölurnar heilla „Ég hef mest gaman af talna- fræði. Þ.e. það sem snýr að heil- um tölum og deilanleika talna en það vill svo óheppilega til að hún er talin gjörsamlega gagnslaus." - Af hverju, vegna þess að lífið er allt í brotum? „Já, yfirleitt raðast þetta ekki upp í heiltölustærðir. Mér skilst reyndar að það sé að breytast svolitið núna með tilkomu tölva, að hún eigi að nýtast eitthvað með þeim.“ - Hvað gerir heilu tölurnar svona aðlaðandi? „Ég veit það ekki. Þetta er bara það sem ég hef haft mest gaman af. Líklega vegna þess að þetta er mitt sterkasta svið.“ - En einhvers staðar hlýtur að vera hægt að nota talnafræði? „Ja, hingað til hefur þetta að- allega nýst í stærðfræðikeppn- um.“ Lært til að klára bókina - íslensk stærðfræðikennsla hef- ur fengið óvægna gagnrýni síð- ustu mánuði. Ef þú fengir að ráða, hvernig myndirðu breyta kennslunni í grunnskólum? „Ég myndi heldur vilja að það væri reynt að byggja upp stærð- fræðilega hugsun í kennslunni. Það er eins og það sé verið að impra á öllu mögulegu en það er ekkert klárað.“ - Hvað áttu við með stærð- fræðilegri hugsun? „Það er ákveðinn hugsunar- háttur notaður í stærðfræði, rök- fræði. Búnir að ná þessari hugs- un eru menn fljótir að tileinka sér hvaða námsefni sem boðið er upp á.“ Kári var aðeins í rúm 2 ár í ís- lenskum grunnskóla, var flakk- andi á milli Danmerkur, Eng- lands og Islands á grunnskóla- aldri. - Finnst þér hafa verið mikill munur á kennslunni milli þess- ara landa? „Þegar ég var í Danmörku í 9. bekk vorum við að læra rúm- fræði. Sama bók var svo kennd í MH. Mér fannst líka skrýtið fyrst þegar ég kom hingað að svör voru alltaf gefin í íslenskum stærðfræðibókum. Mér fannst hugsunin hér aðallega vera að klára bækurnar meðan úti í Dan- mörku vorum við að læra náms- efnið. Svo þykir ekkert tiltökumál hér þó menn séu jafnvel ári á eftir með bækur í stærðfræði. Klári 9. bekkjar námsefnið í 10. bekk.“ Hvimleitt áhugamál Kári er farinn að vinna. Við töl- ur! Hann var fenginn til Talna- könnunar þar sem menn þurftu einhvern til að setja sig inn í for- rit sem reiknar út skuldbinding- ar fyrir lífeyrissjóði. „Þetta er ágætt, ekkert verra en hvert annað starf. En þetta væri nátt- úrulega frekar hvimleitt áhuga- mál.“ Framundan er svo norræna stærðfræðikeppnin og því næst Ólympíuleikar greinarinnar í Argentínu. Kári hefur 2svar áður farið á Ólympíuleikana. Þar segir hann koma saman sumt af því furðulegasta fólki sem hann hef- ur séð „en maður tekur meira eftir þeim - það eru ekkert allir stærðfræðingar skrýtnir." lóa Kári Ragnarsson fékk ekki amalega einkunn frá aðstandendum stærðfræðikeppninnar: „Hann sýndi töluverða yfirburði í keppninni og leysti allar þrautirnar nánast á fullkominn hátt.“ Myn&.Pietur

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.