Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Side 1
H^tgur-ÍEtmtmt
Laugardagur 5. apríl 1997 - 80. og 81. árgangur - 64. tölublað
Fálkar og fálkaveiðar
^y eiðar með fálkum og öðrum ránfuglum er ævaforn íþrótt og tal-
/ S 1 in eiga uPPtök sin 1 Mið-Asíu. Síðar barst þessi veiðiaðferð til
■ ' 1 Persíu og þaðan um Litlu-Asíu til Evrópu. Ýmsar tegundir
■ ^ J fálka voru notaðar til veiða sem og líka haukar og ernir.
Menn veiddu einkum fugla með þessari aðferð, en einnig
héra og kanínur. Ernir voru notaðir til að veiða miklu stærri dýr eins og
gasellur og jafnvel úlfa. En þótt margs konar ránfuglar væru tamdir til veiða,
þá voru fálkar frá íslandi og öðrum norrænum löndum hvað eftirsóttastir og
urðu með tímanum eins konar stöðutákn aðalsmanna, kónga og keisara
víða um lönd. Fálkaafbrigði þetta kallast falco rusticolus á máli fræði-
manna. Er hann fremur stór ránfugl, yfir hálfur metri á lengd, Ijósgrár að lit
og sumir næstum hvítir og víðfrægur fyrir þrótt og flugfimi. Á miðöldum var
litið á veiði með fálkum nánast sem vísindi og einn þeirra sem ritaði fræði-
bók um þessa íþrótt var þýski keisarinn Friðrik 2., sem uppi var á árunum
1194 til 1250 og löngum bjó á Sikiley. í riti sínu getur keisarinn íslenskra
veiðifálka með sérstakri virðingu, svo að víða hefur hróður þeirra borist á
fyrri tíð.
Tamning fálka var mikið vandaverk og tók langan tíma. Fuglinn varð að
læra að þekkja húsbónda sinn, gegna kalli hans og bendingum og koma til
hans eftir veiðiferð. Veiðimaðurinn bar fuglinn jafnan á vinstra armi. Þar
sat hann á leðursæti og var bundinn með ól um annan fótinn. Á höfuð
fálkans var dreginn hetta niður fyrir augu sem svo var tekin af, þegar fugl-
inum var sleppt tii veiða. Stundum festu menn líka bjöllu á annan fót fugls-
ins sem heyrðist hátt í og auðveldaði að fmna hann aftur.
En þótt veiðar með fálkum væru taldar mikil fþrótt, þá þurí'ti ekki síður
kunnáttu og lag við að fanga þessa veiðifugla í upphafi. Til þess voru gerðir
út sérstakir fálkafangarar. Þeir leituðu fuglana uppi og gerðu sér byrgi á
fálkaslóðum, þar sem þeir lágu við. Síðan egndu fyrir fuglana með rjúpum
eða öðru æti og biðu svo átekta. Þegar fálkinn lét freistast af agninu og
steypti sér niður, felldu þeir yfir hann net sem þeir stjórnuðu
meðböndum og stöngum frá byrginu og gættu þess vel að
fuglinn hlyti engan skaða við meðferðina.
Frh. á hls. 3