Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Side 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Side 5
pagur-®tmtmt Laugardagur 5. apríl 1997 - V SÖGUR 0 G SAGNIR ekki komið þegar hún benti okkur. ]>að sögðumst við ekki hafa þorað meðan hún var ber og báðum hana fyrirgefa að okkur hefði orð- ið það á að líta yfir þakgirðinguna og hefðum við ekki getað hreyft okkur úr sporunum þegar við sáum hennar undurfagra líkama og hefði þegar í stað dottið í hug Eva í Paradís. Hún brosti og sagði að hún sæi ekkert því til fyrirstöðu að við hefðum komið niður þótt hún væri fáklædd, þar sem flestar ungar stúlkur væru að mestu ber- ar í Howrah og gatan væri full af þeim. Svo fórum við að tala um hræðslu okkar við Price. Hún gaf lítið út á það, kvað hann nálega sjötugan, en hún væri aðeins 27 ára og sagði okkur að sér þætti gaman að tala við unga menn og skyldum við koma aftur til sín, því sér leiddist einveran. Meðan á samtalinu stóð hafði hún hneppt upp kjól sínum að framan, svo að sást á brjóst henn- ar. Hún sat í hægindastól móti okkur og hefur að líkindum hneppt upp kjólnum af vana. Bar- óninum hefur litist vel á brjóst það er við sáum, því nú stóð hann upp, gekk beint til “frúarinnar í hús- inu” og fór að strjúka það af brjóstinu sem hann náði til. Ég stóð á öndinni og datt ekki annað í hug en að hún mundi reiðast þess- um moskítóbitna vini mínum fyrir að fara að leika sér að brjósti hennar, því svo siðaður var ég þó enn að ég vissi að þetta var á móti öllum kurteisisreglum. Þetta fór þó allt á annan veg, því nú hneppti frúin upp kjólnum sínum og skyrtu, svo bæði brjóst hennar voru ber, og það var sjón. Okkur virtust þau stór og mikil frá þak- inu að sjá, en að þau væru slík datt okkur ekki í hug. Baróninn mun hafa orðið hræddur þegar þessar kúlur ultu út úr kjólnum, því hann hætti að strjúka, en frúin sagði að honum væri óhætt að halda áfram. Nú fór Luditz að færa sig upp á skaftið og fór að kitla hana, en á meðan horfði ég á og drakk romm. Svo vildi hún að ég kitlaði sig og meðan ég var að því drakk baróninn og hvíldi sig. Eins og ég hef áður um getið var megn negralykt af þessari konu og hálfbauð mér við henni, en baróninn var á góðum vegi með að verða skotinn; það ályktaði ég af því að þegar við skildum við hana bað hann hana um koss og var það auðsótt mál, og að end- ingu grúfði hann sitt afskræmda andlit milli hinna miklu brjósta og kvaðst geta dáið þannig. Að lokum þakkaði hún okkur skemmtunina og sagðist mundu gefa okkur merki þegar Price væri ekki heima.” Moskító- og veggjalúsarbit “Við héldum okkur nú næstu daga að mestu leyti uppi á þakinu. Monsoonskiptin voru í nánd og á nóttunni rigndi stundum; þá urð- um við að fara niður í svefnklef- ana og þar kvaldi veggjalúsin okk- ur og beit. Ég var illa útleikinn af moskító- og veggjalúsarbitum og þrútinn mjög í andliti; mér fór að leiðast þetta tilbreytingarlausa líf, þvf þótt ég hefði eignast kunningja þar sem baróninn var, þá vorum við mjög einmana. Við fundum að æv- intýrin mundu enda... Einn morgun kom okkur saman um að heimsækja frúna þegar tækifæri gæfist, skemmta henni vel, biðja um sápu og fleira sem okkur vanhagaði um. Við þurftum ekki lengi að bíða, því Price fór til Calcutta snemma þann morgun. Við gáfum frúnni merki um að við kæmum og fórum þegar niður í garð til hennar og biðum þar með- an hún klæddi sig. Við vorum nú orðnir svo vanir að sjá hana alls- bera frá varðbergi okkar að okkur brá ekki þótt sumar hreyfingar hennar, meðan hún fór í flíkurnar væru ekki sem kvenlegastar, þar sem karlmenn voru viðstaddir. Við fórum síðan inn í stofu og allt fór eins og áður, að öðru leyti en því að nú hneppti hún ekki kjól sínum nema um mittið, brjóstin voru ber þegar hún settist niður; við kitluðum hana og skelltum lóf- unum á þau og hún hló dátt. Romm gaf hún okkur og við báð- um hana um meira, því oft var þörf en nú var nauðsyn, þar sem við ætluðum niður að Hugli að þvo föt okkar. Hún lét okkur hafa það sem við báðum um og í staupinu fengum við svo að við vorum vel hreyfir er við skildumst við hana, og enn kyssti baróninn hana að skilnaði.” Þvottadagur við Hugli-fljót “Nú þóttumst við færir í allan sjó, hálfkenndir með nóga sápu og von um enn einu sinni að verða líkir hvítum mönnum. Við skunduðum svo ofan að íljóti, fórum úr hverri spjör og byrjuðum þvottinn og gengum þar vel fram. Við þvoðum allt sem við stóðum í, hengdum það á runna til þerris og hvfldum okkur meðan það þornaði. Hindúar voru nálægt okkur að þvo tuskur eða lauga sig. Eftir að hafa þvegið okkur rækilega og skolað fórum við í þurr, hrein föt okkar og leið prýði- lega, en við vorum með því mark- inu brenndir að í hvert sinn sem okkur leið vel urðum við að fara á ævintýri. Fáeina aura áttum við enn og gátum því fengið okkur “strammara”, en fyrst kom okkur saman um að ganga upp eftir ár- bakkanum og litast um hvort við sæjum ekki kvenmenn vera að lauga sig, kvenmenn sem við hefð- um skemmtun af að horfa á og mættum líta á án þess að vera reknir burtu sem hundar. Ekki höfðum við farið langt þegar við komum auga á hóp kvenna sem voru að svamla í ánni og settumst við niður þegar við vorum komnir eins nærri og okkur þótti hæfilegt. Hér mátti sjá kven- þjóðina á öllum aldri, frá hrumum kerlingum að börnum á öðru og þriðja ári. Við tókum þetta vís- indalega og reiknuðum út hve margar konur færu í eina frú Price; svo reyndum við að hugsa okkur kropp hennar með falleg- asta höfðinu sem við sáum í þess- um hóp. Baróninn var sannfærður um að hann gæti fengið frúna til að synda fyrir okkur, ef hann færi þess á leit, svo við gætum gengið úr skugga um hvernig hún væri á að líta á sundi, en ég bað hann blessaðan að nefna það ekki og freista þess ekki að gera hana enn vitlausari en hún þegar væri, þeg- ar við værum í heimsókn hjá henni.” Hindúar halda “fórnarhótíð" “Hinn 23. mars vaknaði ég við umferð mikla á aðalgötunni sem var skammt undan húsi okkar. Hélt ég fyrst að Hindúar hefðu gert uppreisn og vakti því barón- inn. Við sáum þegar að múgur og margmenni var saman kominn; voru allir í hvítum hjúpum með rauðum blettum hér og þar — óreglulegum þó — líkast því sem rauðu víni hefði verið skvett á þá. Við félagarnir risum þegar á fætur og grunaði að hér væri meira en lítið um að vera, jafnvel stórhætta á ferðum, væri hér um hernað að ræða. Enginn af mönnum þeim sem við sáum bar vopn, en ekki var takandi mark á því. Forvitnin knúði okkur út á strætið. Þar hittum við einn af gestum húsbóndans og spurðum hann hvað um væri að vera. Hann sagði okkur að um þetta leyti árs (jafndægur) streymdu þúsundir Hindúa niður að Ilugli til þess að færa fljótsguði fórnir og dýrka hann og að slíkt hið sama hefðu þeir gert frá ómunatíð og væru þessir menn pflagrímar. Við spurð- um hann hvort hætta mundi nokk- ur á ferðum þótt við yrðurn á vegi þessara manna; hann kvað öllu óhætt, því hér væri ekki ófriður á ferðinni, en það kvað hann vilja ráða okkur til að reyna að sjá sem mest af því sem gerðist þá þrjá daga sem pflagrímarnir væru við fljótið, ef við ekki hefðum slíkt séð áður. í förinni voru fflar, asnar og nautgripir, allt skreytt litklæðum og blómum; þar voru “Gayal”- uxar, auk annarra dýra sem ég ekki þekkti. Fflarnir báru klvíjar, nautgripirnir drógu kerrur hlaðn- ar ávöxtum, líkneskjum (brúðum) af ýmsum stærðum, sum eins og 5- 6 ára gamalt barn. Allur þessi far- angur var fórn sem guði þeirra í fljótinu var færð og í það var öllu varpað: blómvöndum, líkneskjum skreyttum pelli og purpura, kókos- hnetum, bananaknippum, sykur- reyr og sætindum. Fljótið var á köflum alþakið þessum áðurnefndu hlutum og fyrsta kvöldið sem pfla- grímarnir dvöldu í Howrah gengum við baróninn ofan að fijóti til þess að ná ávöxtum og fundum líkneski eitt, hirtum það og seldum Price þá um kvöldið fyrir 3 glös af rommi á hvorn. Þetta líkneski var um 30 þuml- ungar á hæð, klætt rauðum dúk, alsett- um gylltum, fléttuð- um strengjum. Andlit og hendur voru ljósrauðar en kinnar dökkrauðar. Price hræddi okkur með því að hefðu Hindúar séð til okkar með helgi- dóm þeirra í hönd- unum þá hefðu þeir drepið okkur. Fáum dögum seinna bauð frúin okkur inn til sín, til þess að sjá líknesk- ið á stað sínum í stofunni og var að því hin mesta prýði. Þetta var í síðasta sinn sem ég kitlaði hana. Hvað baróninn hefur gert eftir að við skildum veit ég ekki, en þegar hér var komið átti ég eftir að vera rúma viku í húsinu, en um það hafði ég enga hugmynd þá. Næsta dag fórum við snemma upp á vellina kringum Howrah- spítalann, því okkur hafði verið sagt að þar væri margt að sjá. Þegar við komum þangað var fyrir ljöldi fólks að horfa á fakíra, loddara og leikfimi sem Hindúar sýndu; hef ég hvorki fyrr né síðar séð slík stökk hjá mennskum mönnum og ég sá þar. Loddararn- ir sýndu listir sínar og voru naktir meðan á sýningunni stóð, svo hér gátu engin brögð verið í tafli, hvorki teygjubönd, tvöfaldir hattar né annað þess háttar sem hvítir sjónhverfingamenn nota við sýn- ingar.” Veikindi — ó Howrah’spítalann “Baróninn og ég vorum í djúp- um hugleiðingum uppi á þaki okkar um kvöldið og töluðum mikið um allt það sem við höfðum séð þennan dag. Við kviðum báðir fyrir hinni miklu sjóferð til Norð- urálfunnar eða Ameríku og höfð- um oft heyrt talað um þá voða- legu storma sem geisuðu um Bengalflóann, fyrir og eftir jafn- dægur, þegar monsoon breytti stefnu. Út frá þessum hugleiðingum sofnuðum við og vöknuðum við sömu umferð og daginn áður. Heilir herskarar fóru eftir “Grand Trunk Lane” niður að Ifugli og fjöldi nauta dró kerrur, hlaðnar því sem fórna átti í íljótið. Við vorum allan daginn að horfa á sjónhverfingar og margt annað sem fyrir augu okkar bar og vorum bæði þreyttir og utan við okkur er við komum heim. Þriðja daginn fór á sömu leið, við vorum uppi á völlunum við Howrah-spítalann og horfðum þar á fakírana og annað er sýnt var. Um kl. 3 eftir hádegi var ég svo lasinn að ég réð af að fara heim og ætlaði varla að komast þá leið. Ég skalf og nötraði sem hrísla og þó var steikjandi hiti. Kínin átti ég ekki og hvorki vissi ég hvar ég átti að leita hjálpar né heldur hafði ég peninga til að greiða fyrir læknishjálp eða með- öl. Ég komst þó einn heim, því baróninum hafði ég týnt — lagði mig þegar fyrir uppi á þaki og sofnaði. Það var komið myrkur þegar vinur minn kom. Hann hafði leit- að mín lengi og haldið að ég hefði farið mér að voða. Ég sagði honum hve veikur ég væri og að ég þyrfti að sofa, það væri það eina sem mig langaði til. — Þetta var kvöldið þann 25. mars. Ég sofnaði þegar og svaf 26. og 27. mars: gerði ekkert annað en sofa og vildi aðeins sofa. Mat bragðaði ég ekki, en barón- inn gaf mér kókoshnetumjólk; það var öll næringin. Nóttina milli 27.-28. mars var ég glaðvakandi — með fullu ráði — og reyndi að hreyfa mig um þakið, en svo máttlaus var ég að óg hneig niður hvað eftir annað. Ég sagði nú vini mínum að hór mundi ég deyja ef ekkert væri að- hafst og bað hann um að hafa einhver ráð til þess að hjálpa mér upp á Howrah-spítalann, ef ske kynni að læknar hans gerðu eitt- hvað fyrir mig. Hann kvaðst ekki hafa önnur ráð en ganga með mér og styðja mig á leiðinni (það er um 1 kflómetri). Hann gaf það ráð að leggja af stað áður en sól kæmi á loft, því þá væri svalast. Undir morgun bjó ég mig á stað, hafði sjóferðavottorð mitt í vasanum — það var passinn — og svo var lagt út í óvissuna. Um Price kærðum við okkur ekkert, honum var farið að standa á sama um okkur. Lengi vorum við á leiðinni og klukkan var orðin átta er við komum að anddyri spítalans. Þar hittum við Hindúa og gerðum boð að okkur langaði til að hitta lækni. Að vörmu spori kom ungur Hindúi til okkar, kvaðst vera spít- alalæknir, og spurði hvert erindið væri. Ég sagði honum frá lasleika mínum og bað hann mig þegar að koma með sér inn í herbergi, lót mig afklæða mig og skoðaði mig allan. Moskítóstungur og veggjalúsabitin sáust um allan líkama minn, og læknirinn sagði að ég væri illa til reika. Svo spurði hann mig hvernig óg hefði komið til Calcutta og rétti ég honum þá sjóferðavottorð mitt, en gat þess um leið að ég væri peningalaus og gæti ekki borgað læknishjálp. Hann mælti: “England borgar fyr- ir þig hér.” Baróninn sá ég aldrei framar. Hann kom að vitja um mig tveim dögum síðar, en þá lá ég með óráði. Seinna heyrði ég að Price hefði skömmu síðar “schang-haiað” hann á enskt barkskip sem hét “Rockrane” og ferðinni var heitið til New York.” Frá höfninni í Calcutta um 1890.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.