Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Qupperneq 7
|Dbtgur-®mrám MINNINGARGREINAR Laugardagur 5. apríl 1997 - VII Kristín Bergþóra Loftsdóttir Framnesi, Ásahreppi Þó missi ég heyrn, mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinst við dauðadóm, ó, Drottinn gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himnesku kirkju þinni. Ólína Andrésdóttir etta trúar- og bjartsýnisljóð kemur upp í hugann um leið og ég tek mér penna í hönd til að láta á blað nokkur kveðjuorð um kæra mágkonu, Kristínu Berg- þóru Loftsdóttur, því þó hún væri svipt sjón og tjáningarfrelsi greindi maður lengst trúna um líf- ið, sem myndi bíða, vissan fyrir því að á móti henni yrði tekið er hún færi yflr landamærin, er aðgreina jarðbundið og eilíft líf. Með sama hugarfari og er hún kom í þennan heim send af Guði í elskulegan og hlýjan móðurfaðm, síðan auga- stein hjartkærra foreldra meðan samvistar á jörðu naut. Nú er hún að kveðja lífið hér á jörð eftir löng og erfið lífslok. f þessu tilfelli mátti því segja að dauðinn sem við erum aldrei tilbúin að taka á móti komi að þessu sinni eins og líknandi engill af Guði sendur til að leysa hana frá jarðneskri dvöl og bera til betri heima. Kristín var fædd að Klauf í Vestur-Landeyjahreppi 3. febrúar 1914. Foreldrar hennar voru Þór- unn Sigurðardóttir frá Ysta-Koti og Loftur Þorvarðarson frá Klas- barða, bæði komin af traustum bændaættum. Þegar í æsku var Loftur tekinn í fóstur af þeim hjón- unum Jórunni Loftsdóttur og Bergi Guðmundssyni, sem þá bjuggu að Klasbarða. En um þetta leyti voru vötnin tekin að gerast ágeng á þessum slóðum. Svo að 1904 flutt- ist Loftur með fósturforeldrum sín- um að Klauf og þar átti Loftur síð- an heima lengst af ævi sinni. í júnfmánuði 1909 kvæntist hann Þórunni Sigurðardóttur. Bjuggu þau að Klauf á móti fósturforeldr- um Lofts til 1914, að Bergur and- aðist. Tóku þau Loftur og Þórunn þá við allri jörðinni og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Þau hófu búskap við lítil veraldleg efni, eins og þá var títt hjá alþýðufólki en með trú á landið, Guð, sjálfa sig og framtíðina. f Klauf bjuggu þau í 44 ár fremur litlu, en vel hirtu búi. Enda samhent og skilningsrík hvort við annað. Þá var unnið hörðum höndum með hand- og hestaflið eitt að vopni. Þá var vinnutíminn lítið miðaður við klukku og því síð- ur hátt tímakaup. Aldrei talað um frítíma, eða hvernig ætti að drepa tímann. Aðeins hugsað um að ljúka hverju verki sem fyrst, svo að hægt væri að byrja á því næsta. Frá upphafi og nokkuð fram á fjórða áratuginn fór Loftur eins og fleiri Landeyingar á vertíð til Vest- mannaeyja til að afla meiri tekna og bæta lífsafkomuna. Þá kom það í hlut konunnar og barnanna, eftir því sem þeim óx vinnuþrek að taka að sér skepnuhirðingu ásamt öðru sem kallaði að hverju sinni. Þau hjón voru fulltúar hinna hljóðu og hógværu í landinu, sem af seiglu og óbugandi þolinmæði og bjartsýni hafa svo oft lyft gretti- stökum. Þeim varð sex barna auðið. Oft var stutt milli gleði og sorgar. Tvö þeirra sótti dauðinn til þeirra kornung. Seinna urðu þau að sjá á bak 13 ára dreng, Karli Óskari, efnismanni, sem framtíðarvonir voru bundnar við, þá ríkti djúp sorg á því heimili. Þau sem upp komust voru Jóhann Bergur f. 1911, d. 1985. Kona hans var Ragnhildur Magnúsdóttir frá Hvoli í Mýrdal. Þau áttu 3 börn. Karl bif- vélavirki á Selfossi. Kona hans er Erna Sigurjónsdóttir, þau eiga 4 börn. Þórey hjúkrunarfræðingur býr á Akureyri. Maki er Jón Guð- björn Tómasson bæjarstarfsmaður og eiga þau 4 börn. Magnús raf- virki, ógiftur og barnlaus, býr í Vestmannaeyjum. Kristín, sem við erum að kveðja, giftist ekki og var barnlaus. Eftir lifir Margrét, gift undirrituðum og eigum við tvær tvíburadætur, Jónu og Þórunni. Þegar ég lít til baka er mér efst í huga þakklæti til þeirra hjóna fyrir allar góðu viðtökurnar hlý- hug og kærleika er þau sýndu mér við fyrstu kynni. Þórunn með ljúfu brosi, hressilegri framgöngu, með framtíðarsýn og fagrar vonir. Hún var orðvör, en ákveðin ef því var að skipta. IJann hógvær, brosmild- ur og hagsýnn, fylgdist með ný- ungum sem þá voru að breyta þúsund ára þjóðmenningu í tækni- vætt þjóðfélag. Eflaust hefði hann orðið virkur þátttakandi í þeirri byltingu, ef aldur minnkandi vinnuþrek og þverrandi sjón hefði gripið inn í. Honum fylgdi lífsgleði, heiðarleiki og ljúfmennska. Það var hans lífsstíll. Það var mann- bætandi að umgangast hann, hvort sem ungir eða aldnir áttu í hlut. Frá honum streymdi léttleiki og kímnigáfa. Ekki hvað síst nutu barnabörnin þess sem áttu þess kost að leggjast fyrir ofan afa, njóta hlýju í handarkrika hans, að ógleymdri þeirri umræðu sem þar fór fram um margvísleg efni á sér- stæðan og skilningsríkan hátt. Blessuð sé minning þeirra heið- urshjóna. Loftur missti Þórunni konu sína haustið 1957. Við þann missi ásamt öðrum ástæðum urðu bú- skaparlok. Vorið 1958 flutti hann ásamt Kristínu dóttur sinni að Framnesi í Ásahreppi til Margrét- ar dóttur sinnar, þar dvaldi hann þar til hann andaðist 1. mars árið 1975. En Kristín til ársins 1992 að Svo langt sem ég man hefur Ragna á Steiná verið til staðár, ég var heimagangur á Steiná með og án foreldra minna, frá frum- bernsku og er enn. Þar hef ég dvalið lengri og skemmri tíma og alltaf liðið jafn vel og þótt mér finnist ég víða vera velkominn hefur mér hvergi verið betur tek- ið og af meiri hlýju en á þeim bæ og vil ég því senda þessari elsku- legu konu kveðju. Þetta verður ekki nein upptalning á æviverki hennar, það munu efalaust aðrir verða til þess, heldur aðeins kveðja og þökk. Ragna eins og hún var alltaf köll- uð var hin sívinnandi og glað- sinna kona sem verður akkeri hvers heimilis, hún var einstak- lega barngóð og þess nutu ekki síst aðkomukrakkarnir sem alltaf voru nokkrir hjá henni og Stefáni á sumrum, og flestir komu aftur og aftur. Og þessir krakkar sem þarna voru hafa haldið miklu sambandi við heimilið alla tíð síð- an, og það sem segir mest um hún fór að Dvalarheimilinu Lundi á Hellu, eftir áfall, sem smám saman lamaði alla líkamlega starf- semi og andlegan þrótt. Þar sem henni var bæði varnað máls og að njóta ljóss og birtu. Hún ólst upp við venjuleg sveit- arstörf, fór fljótt að veita foreldr- um sínum hjálparhönd. Bar alla tíð hag þeirra fyrir brjósti. Þegar hún var fullþroska fór hún í vist að vetri til eins og títt var þá um ung- ar stúlkur. Kom aftur heim í bú- störfin þegar voraði. Hef ég grun um að drjúgur hluti af því, sem hún aflaði hafi gengið inn í heimil- ið, því hún hugsaði ekki minna um hag foreldra og systkina, en sinn eigin. Hún var dugleg kona, hvort sem hún handlék hrífu eða hey- kvísl. Við garðyrkjustörfin, skepnuhirðinguna og innanbæjar- störfin. Allt var unnið af áhuga og snyrtimennsku og góðum hug til þeirra sem áttu að njóta. Fyrsti áfangi hennar út á vinnumarkað var að Holti í Stokkseyrarhreppi í þrjá vetur. Þá var hún um tíma á Eyrarbakka og einnig í Reykjavík. Árið 1942 fór hún að vinna út í Vestmannaeyjuin, fyrst sem vinnu- kona en síðan vann hún í tuttugu og átta vetur hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja eða fram að Heimaeyjargosi árið 1973. Heimili hafði hún alltaf hjá bróður sínum og mágkonu og börnum þeirra. Lagði hún því heimili ómælda vinnu við heimilis- störf og aðstoð við börnin þegar þau voru að ganga sín fyrstu spor. Þótt hún stofnaði aldrei sjálf heim- ili og væri barnlaus höguðu atvikin því þannig, að samvistir við börn voru stór þáttur í lífi hennar, því bróðir hennar og systir áttu bæði tvíbura og þriðju tvíburana hjá fjarskyldu fólki hampaði hún þeg- ar þau voru að stíga fyrstu sporin. Allt ber þetta fólk hlýjan hug og þakkir til Stínu frænku eins og hún var oftast ávörpuð af smáfólkinu. Enda var hún alltaf tilbúin að leysa vanda þess, sem gat birst í mörgum myndum. Smá klögumál hug þeirra til gömlu hjónanna er að flest köfiuðu þau Stefán og Rögnu mömmu og pabba er þau dvöldu þar og sum gera það enn- þá. Uppeldið sem unglingarnir fengu þarna var ekki lítils virði, þarna upplifðu þau heimilislíf sem er því miður alltof fátítt nú til dags en það er að allir hjálpast að við öll verk, þó voru þarna fjögur bú þegar mest var. Þarna lærðu allir að vinna, heimafólkið á Steiná hefur alltaf verið hörkuduglegt og gengið að verkum með nokkrum ákafa - en það var líka gaman að loknum góðum verkum ekki síst þegar lagt var á hestana og riðið fram á heiði til veiða með nesti frá Rögnu í hnakktöskunni. Á Steiná var virkilega metið ef unglingarnir lögðu sig fram og þeir fundu það. Bakhjarlinn að þessu var ekki síst húsmóðirin, sem sá um þetta stóra heimili með þeim ágætum sem var - og fyrir utan heimilið var allur gestagangurinn sem sem kölluðu fram tár í augun, sem hlý hönd og hressandi orð þerruðu og struku burt. Á sama hátt var vandinn leystur þegar óhöpp hentu, að komið var inn í blautum sokkum eða með vota vettlinga þá gat verið spennandi að halda í hönd frænku, ganga um tún eða móa, vatns eða lækjarbakka, setj- ast í laut og virða fyrir sér sköpun- arverk guðs. Eða að hlaupa í kringum lömb og fjörug folöld, eða káta kálfa. Ekki munu þau alveg gleymd fallegu versin og sögurnar, sem lesin voru fyrir svefninn. Þeg- ar það dugði ekki var búin til fal- leg saga um fallega litla stúlku á næsta bæ, upp úr því fóru augna- lok að þyngjast og svefn að loka brá. Þjónusta sem þessi, sem unn- in er af kærleika og hógværð, verður ekki metin til verð á grund- velli veraldlegs auðs, þar sem allt er lagt fram öðrum til blessunar og farsældar, en eigin hag vikið til hliðar. Enda veit ég að systkina- börnin og aðrir nákomnir bera hlýjan hug til Stínu frænku og þakka alla umönnun og elskuleg- heit, sem hún sýndi þeim. Kristín var ljóðelsk og minnug á perlur þjóðskáldanna í bundnu máli, trúár og veraldlegu. Hún naut þess að hlusta á sígilda tón- list. Hafði góða söngrödd og naut alltaf hefur verið á Steiná. Það hefur oft reynt á húsmóðurina, en aldrei kvartaði Ragna. „Uss, þetta er ekkert mál, auðvitað get- ið þið elskurnar mínar" var hún vön að segja, og þeir voru margir sem sögðu já takk. Húsakosturinn hennar Rögnu var hvorki stór né auðveldur, en þar skorti aldrei pláss og ég held að segja megi að mörg sumrin svaf heimafólkið í tjöldum og flestar sumarhelgarnar dugðu rúmin ekki til og sofið var á dýnum í bænum. Ég hygg að margir hafi ekki áttað sig á því hvað Ragna vann mikið, vegna þess hvað hún vann verkin af mikilli gleði, hún raulaði og söng við verkin og.ef hún kallaði til krakkanna eftir hjálp eða snúningum þá var ekki skipað fyrir heldur beðið „elskan mín gerðu nú þetta“ eða „góði minn hlauptu nú þangað“. Þannig man ég þessa ágætu konu síkáta og sívinnandi. Þegar komið var í heimsókn kom hún fram á hlaðið, kyssti mann sín vel í góðra vina hópi. En hún naut sín ekki alltaf sem skyldi vegna skertrar heyrnar frá barn- æsku, dró sig því oft í hló þegar þau tímabil komu að heyrn næst- um hvarf. Hún fylgdist vel með störfum Alþingis. Hún var tals- maður og studdi samvinnuhugsjón og samhjálp. Fyrirleit stóra happ- drættisvinninga og auðsöfnun á fáar hendur. Þó hún gerði sér ekki víðreist um landið, þá hreifst hún af náttúru þess, litum og ijallasýn. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð, sem við fórum nokkru áður en hreyfigeta hennar þvarr með öllu. Við fórum á fögrum síðsum- ardegi hringferð um Rangárvelli, meðal annars að Heklurótum. Við gamla Næfurholt óskaði hún þess að geta gengið þangað upp, sem hafðist þó hægt væri farið. Það er mér í minni er hún gekk um kirkjugarðinn og grónar tóftir gamla bæjarins, hve hugfangin hún var er hún hugleiddi sögu genginna kynslóða og lífsbaráttu, hún horfði yfir hamfarir Ileklu fyr- ir 140 árum og dásamaði kraft al- mættisins að bjarga þessari gróð- urvin í hraunjaðrinum. Hún dáðist að hinu víðfeðma útsýni og list- sköpun Heklu við gömlu heimreið- ina. Oft var minnst á þessa ferð og minni hennar ótrúlegt á það sem fyrir augað bar. Á kveðjustund vill hún færa öllu skyldfólki og vinum kærar þakkir fyrir góðar samverustundir, tryggð og umhyggju sér til handa. Við viljum færa öllu starfsfólki á Dval- arheimilinu Lundi á Hellu hjartan- legar þakkir fyrir hlýhug og kær- leiksríka umönnun um árabil. Ég og ijölskylda mín þökkum þér alla þá vinnu, sem þú vannst í okkar þágu launalaust um áratugaskeið. Sömu óskir veit ég að bræðrabörn þín bera í brjósti. Að lokum Stína mín. Við biðjum þér blessunar og farsæla ferð yfir haf framtíðarinn- ar, þar sem vinir bíða í varpa. Guðs englar vaki yfir þér. Guðbjörn í. Jónsson, Framnesi og sagði: „Æ, hvað það er gott að þið eruð komin.“ Hlýleiki þessara gömlu hjóna verður aldrei þakk- aður sem skyldi, og ég held að ævina á enda muni sú tilfinning alltaf verða að mér finnst ég vera að koma heim þegar ég kem í hlaðið á Steiná. Við fráfall Rögnu sendi ég þér Stebbi minn og öllu þínu fólki innilegustu kveðjur frá fjölskyldu minni sem öll saknar gamallar konu með rósótta svuntu og bros á vör. Reynir Hjartarson Ragnheiður Jónsdóttír Steiná í Svartárdal

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.