Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Qupperneq 6
Laugardagur 5. apríl 1997 - VI
MINNINGARGREINAR
40agur-®mrám
Kristinn Th. HaUgrímsson
Kristinn Theodór Hallgríms-
son var fæddur að Reyk-
húsum í Hrafnagiishreppi í
Eyjafirði 12. maí 1905. Hann and-
aðist að Kristneshæli í Eyjafirði
20. mars s.l. Foreldrar Kristins
voru Hallgrímur Kristinsson
(1876 - 1923), fyrsti forstjóri
Sambands fsl. samvinnufélaga,
og kona hans María Jónsdóttir
(1874 - 1954 ). Systkini Kristins:
1) Jón Hallgrímsson, bóndi að
Reykhúsum (1903 - 1993), 2) Sig-
ríður Hallgrímsdóttir (f. 1907), 3)
Páll Hallgrímsson, fyrrv. sýslu-
maður (f. 1912).
Kristinn stundaði nám í Sam-
vinnuskólanum í Reykjavík 1921
- 1923. Hann starfaði hjá Sam-
bandi ísl. samvinnufélaga í
Reykjavík 1924 - 1925 og á skrif-
stofu þess í Leith 1925 - 1927.
Frá 1927 til 1948 starfaði Krist-
inn aftur hjá Sambandinu í
Reykjavík, lengst af sem féhirðir.
Frá 1948 tii 1962 var hann bókari
og gjaldkeri á skrifstofu Sam-
bandsins í Leith og gegndi sömu
störfum á skrifstofu þess í
London frá 1962 til 1966. Frá
1966 til 1976 sinnti hann ýmsum
störfum á skrifstofu Sambandsins
í Reykjavík.
Útför Kristins var gerð frá
Grund í Eyjafirði 1. apríl s.I.
Við fráfall Kristins Hallgríms-
sonar rifjast upp fyrir mér þeir
sumardagar á árinu 1959, þegar
ég hóf störf á skrifstofu Sam-
bandsins í Leith. Kristinn hafði þá
starfað þar sem bókari og gjald-
keri frá árinu 1948, en fram-
kvæmdastjóri skrifstofunnar á
þessum tíma var Sigursteinn
Magnússon og hafði hann gegnt
því starfi allt frá árinu 1930.
Kristinn hafði raunar starfað tvö
ár á Leith skrifstofu hjá fyrirrenn-
ara Sigursteins, Guðmundi Vil-
hjálmssyni, sem síðar varð for-
stjóri Eimskipafélags fslands. Það
var á árunum 1925 til 1927, en
skrifstofan var sett á stofn árið
1920.
Kristinn var flestum hnútum
kunnugur um starfsemi skrifstof-
unnar og viðskiptahætti og reynd-
ist mér, nýliðanum frá íslandi, afar
vel í alla staði. f febrúar 1962 var
skrifstofan flutt til London eftir
rúmlega (jögurra áratuga starf-
semi í Leith. Vorum við þrír sem
fluttumst „suður á land“ með
starfseminni: Kristinn, John S.
Leishman og sá sem þessar línur
ritar. John Leishman var hinn
ágætasti maður, skoskrar ættar,
sem vann hjá Sambandinu mestan
hluta starfsævi sinnar á skrifstof-
um þess í Leith og London. Hann
eyddi síðustu árum sinum í Edin-
borg, þar sem hann lést fyrir all-
mörgum árum.
Kristinn Hallgrímsson var jafn-
an léttur í lund og kunni vel að
segja frá. Hann hafði upplifað
mikla umbrotatíma í tveimur þjóð-
löndum og margt af því, sem fyrir
hann hafði borið, varð honum til-
efni til heimspekilegra hugleiðinga
um lífið og tilgang þess. Kristinn
var gæddur ágætri kímnigáfu og
því varð honum oft tíðrætt um þá
þætti tilverunnar sem honum
þóttu skemmtilegir eða spaugileg-
ir. í frásögnum af þessu tagi var
hans eigin persóna hvergi undan-
skilin. Vera má að þeim sem ekki
þekktu Kristin hail fundist hann
hrjúfur við fyrstu kynni, en þeir
voru fljótir að komast að raun um
að maðurinn var einkar ljúfur í
umgengni. Ég held að ríkustu
þættir í fari hans hafi verið ein-
lægni og samviskusemi. Kristinn
var greiðvikinn og hjálpsamur svo
af bar og hafði sérstakt yndi af,
gæti hann fært til betri vegar eitt-
hvað það sem úrskeiðis hafði farið
hjá vinum hans og kunningjum.
Af frásögnum hans mátti ráða að
hann hafði tekið drjúgan þátt í fé-
lagslífi starfsmanna Sambandsins,
áður en hann hvarf öðru sinni til
starfa erlendis. Samstarfsmaður
hans frá þessum löngu liðnu
árum, Björn Guðmundsson, lengi
deildarstjóri hjá Sambandinu,
minnist hans með þökk og virð-
ingu og hefur sérstaklega á orði
dugnað Kristins við að koma upp
skála starfsmanna í Skammadal í
Mosfellssveit.
Eftir að við hjónin fluttum til
Hamborgar, en Kristinn þá enn við
störf í London, dvaldi hann ein jól
með okkur í Þýskalandi. Þessi
heimsókn er okkur hjónum eftir-
minnileg og þá ekki síður börnum
okkar, en Kristinn átti afar létt
með að um^angast börn. Ræddi
hann margt við syni okkar, ekki
hvað síst um smíðar, sem voru
honum löngum hugleikið umræðu-
efni.
Þegar Kristinn varð sextugur
var hann enn við störf í London.
Hittist þá svo á að ég var staddur
austan við járntjaldið og tókst mér
ekki að ná við hann símasam-
bandi. Ég hvarf þá að því ráði að
senda honum tvær vísur í sím-
skeyti og brá nú svo merkilega við
að þær komust nokkurn veginn
óbrenglaðar til skila. Sú fyrri var
svona:
Eyðast þér dagar
œttjörð jjarri,
fýkur ífeðra slóð.
Þó munu enn
sé eftir leitað
leynast þar lítil spor.
í þessu vísukorni fólst ef til vill
hógvær áminning til afmælis-
barnsins um að nú væri mál til
komið að hann sneri aftur heim til
fósturjarðarinnar. Um það bil ári
síðar lét Kristinn útivist sinni lokið
og sinnti hann ýmsum störfum hjá
Sambandinu í Reykjavík meðan
starfsaldur entist. Kristinn var
sæmdur gullmerki Sambandsins
fyrir 45 ára starf, en alls urðu
starfsárin 52. Síðustu sporin, eins
og þau fyrstu, átti hann í Eyjafirði.
Mörg hin síðustu ár var hann vist-
maður að Kristnesi. Var útför hans
gerð frá Grund í Eyjafirði þriðju-
daginn 1. apríl s.l.
Að leiðarlokum þökkum við
Inga hinum látna heiðursmanni
vináttu hans og liðnar samveru-
stundir. Systkinum hans og öðru
ættfólki sendum við samúðar-
kveðjur.
Sigurður Markússon
Þorlákur Kolbeinsson
bóndi, Þurá í Ölfusi
Fallinn er frá hinn aldni bóndi,
veiði- og fræðimaður Þorlák-
ur Kolbeinsson, Þurá í Ölfusi.
Þrátt fyrir mörg aldursár sem
aðskildu okkur, þá var það ýmislegt
sem samræmdi hug og áhugamál
okkar, enda skiptir aldur ekki máli
þegar um er að ræða áhuga og
fræðimennsku, varðandi veiði og
veiðisögu.
Um Þorlák, fræði hans og störf,
gæti ég skrifað langa grein.
Þorlákur var mikill heiðursmað-
ur á allan hátt og veiðimaður mik-
ill. Hann var einn af þeim fáu nú á
seinni árum sem þekkti einna best
veiðisögu í Úlfljóts- og Þingvalla-
vatni, svo og almennt til sögu Þing-
vallasvæðisins, enda var honum
svæðið afar hugleikið og kært.
Það er því þakkarvert hverjum
þeim sem reynt hafa að festa á
blað minningar og sögur manna
eins og Kolbeins, slíkur er og var
fróðleikur manna um Þingvalla-
svæðið.
Þorlákur þekkti því vel hina
dulúðlegu sögu stórurriðans í Þing-
valla- og Úlíljótsvatni.
Hann var jafnframt mjög kunn-
ugur laxi og laxasögu Sogsins,
enda stundaði hann þar klakveiði
til margra ára til að reyna að efla
uppvöxt stórlaxanna, eins og þar
voru veiddir fyrrum við fljótið tæra
og fagra.
Á mínum unglingsárum og árin
þar á eftir kom Þorlákur oftast á
hverju hausti til veiða að Nesjavöll-
um pg þá helst er verið var við
murtuveiðar.
Hann lét það ekki aftra sér þótt
hann ætti oft mjög erfitt með gang
vegna fótameins, slíkur var kraftur
hans og veiðiáhugi.
Hugur Kolbeins stefndi að því að
reyna að koma Þingvallveiðinni í
fyrra horf, þegar veiðimenn drógu
stórfiska úr vatninu svo og sílspik-
aðar bleikjur víðast hvar um vatn-
ið. Hann nefndi margar hugmyndir
og nauðsynlegar áherslur í því
sambandi, ef það ætti að takast.
Veiðiferðir Þorláks voru okkur
veiðimönnum á Nesjavöllum hug-
leiknar og þekking hans almennt á
vatninu og hrygningarstöðvum
þess, og ekki skaðaði er hann sagði
okkur margar fræknar veiðisögur
varðandi viðureign veiðimanna við
stórurriðann í Þingvallavatni.
Þær frásagnir og staðfestingar
hrifu huga okkar Nesjavallamanna,
enda Þorlákur sögumaður góður
þótt hann segði rólega frá, en til
þeirra því betur vandað.
Hann sagði okkur frá árvissri
urriðaveiði er saltað var í trog til
heimilisnota við Miðfell, sem og
mikilli veiði um allt Þingvallavatn,
hvort sem um var að ræða urriða,
bleikju eða murtu, en þó aldrei um-
fram þarfir hvers tíma og því hafi
aldrei verið um ofveiði að ræða,
þótt næg aflavon væri ætíð fyrir
hendi á þessum árum.
Þorlákur sagði okkur frá svaðil-
förum sem hann lenti í á Þingvalla-
vatni, til dæmis þegar hann og
veiðifélagar hans fóru eitt sinn til
að vitja hins dulúðlega stórurriða
Þingvallavatns.
Farið var á pallbíl úr Reykjavík
snemma morguns að Heiðarbæ og
róið þaðan djúpt suður með lönd-
um. Veðrið versnaði er leið á dag-
inn með rigningu og austan strekk-
ingi og bætti heldur í er leið á dag-
inn.
Ekki hættu þeir félagarnir veiði
fyrr en undir myrkur, en þá var
haldið í hann róandi að Heiðarbæ.
Slíkur var áhugi þeirra veiðifé-
laganna að fá tækifæri til að hand-
fjatla stóruriðann sem duldist í
djúpi Þingvallavatns og gat glefsað
í færið hvenær sem var, þótt veðrið
væri fremur slæmt.
Á leiðinni að Heiðarbæ versnaði
veðrið með austan roki og rigningu
og enginn annar möguleiki fyrir
hendi en að halda áfram og reyna
að ná þar landi.
Með látlausum austri, harðfylgi
og þekkingu á öldubroti vatnsins
náðu þeir veiðifélagarnir landi á
Heiðarbæ í svarta myrkri.
Þorlákur sagðist aldrei hafa ver-
ið jafn hætt kominn á Þingvalla-
vatni og í þessari veiðiferð, þótt
litlu hafi oftar munað, til dæmis í
siglingu með Jóni í Valhöll um
1930, er vél bilaði í bát þeirra fé-
laga í slæmu veðri á miðsvæði
vatnsins.
Ekki var ferðinni lokið þegar
þeir félagar náðu landi á Heiðarbæ,
þá var framundan ferð til Reykja-
víkur eftir slæmum vegi aftan á
opnum pallbíl í roki og rigningu og
þeir fyrir gegnblautir og hraktir
eftir daginn.
Þetta sýnir hversu veiðiáhuga-
menn eins og Þorlákur og félagar
lögðu á sig til að reyna að komast í
snertingu við hinn forna og stóra
ísaldarurriða Þingvallavatns.
Það væri hægt að skrifa langa
lesningu og lofsorð um vin minn
Þorlák, eða Láka eins og hann var
oftast kallaður, sem ég læt nægja
að sinni að hafa í minningu um eft-
irminnilegan og fróðan persónu-
leika.
Þorlákur var einn af öldnu veiði-
mönnunum sem þekktu Þingvalla-
veiðina afar vel og iðaði jafnan all-
ur og réri fram á hné sér þegar
hann ræddi gamlar veiðisögur af
Þingvallasvæðinu frá fyrri árum.
Augun glitruðu eins og spegil-
slétt vatn á björtum vordegi, brosið
varð djúpt og tært þegar Þorlákur
rifjaði þessa tíma upp.
Með þessum orðum kveð ég
aldnan ijölskylduvin og fræðimann
um sögu þess tíma sem sem ég
vildi að hægt yrði að endurvekja
með öllum ráðum, það er uppvöxt
Þingvallaveiðinnar, til minningar og
heiðurs um aldna veiði- og sveitar-
höfðingja frá Þingvallasvæðinu.
Hvíl í friði og ró aldni vinur.
Ómar G. Jónsson,
frá Nesjavöllum
Þegar Þorlákur Kolbeinsson er
kvaddur, vakna minningar um góð
kynni og ánægjulegt samstarf á
sviði veiðimála um langt skeið, sem
yngri manni var lærdómsríkt.
Þorlákur var fæddur 1911 á Úlf-
ljótsvatni í Grafningi þar sem for-
eldrar hans bjuggu. Hann komst
því fljótt í kynni við silung og veiðar
bæði í Úlfljótsvatni og Þingvalla-
vatni, en móðir hans Geirlaug var
frá Nesjavöllum. Þorlákur var eink-
ar fróður um þessi mál bæði fyrr og
síðar, enda glöggur maður og
áhugasamur um nytjar af veiðiskap
og lífsferil lax og silungs, og hafði
því frá ýmsu að segja.
Þegar veiðifélagið var stofnað
um Varmá og Þorleifslæk í Ölfusi
fyrir um aldarfjórðungi var Þorlák-
ur kosinn formaður þess. Hann
hafði þá verið bóndi á Þurá frá því
1945, lengst af ásamt konu sinni,
Sigríði Gísladóttur frá Torfastöðum
í Grafningi, en hún lést árið 1961.
Þorlákur var formaður veiðifé-
lagsins allan þennan tíma og var
eins og fyrr segir áhugasamur um
veiðiskap og fiskrækt og vildi hag
vatnasvæðisins sem bestan. Hann
rak um skeið klak og fóðrun á laxi
og silungi, en þeirri grein hafði
hann trúlega fyrst kynnst þegar
klakhús var á Úlfljótsvatni á þriðja
tug aldarinnar.
Ýmsar hættur stöfuðu að ánum í
Ölfusi vegna nærveru þeirra við
þéttbýlið, Ilveragerði, og vegna
hitamengunar frá jarðhita og virkj-
un jarðgufu á þeim slóðum. Þorlák-
ur og félagar hans í stjórn veiðifé-
lagsins voru stöðugt á varðbergi og
hvöttu sífellt til aðgerða sem
tryggðu vernd vatnasvæðisins, en
það reyndi oft á þolrifin.
Þorlákur hafði mikinn áhuga á
veiðmálum almennt. Ég hygg að
hann hafði setið nær alla aðalfundi
landssamtaka veiðifélaga eftir að
hann varð formaður veiðifélagsins
1972. Áhugi hans og þátttaka í
þessu starfi sýndi hversu annt hon-
um var um þessi málefni, sem
hann lagði lið á sinn hlédræga en
þó afgerandi hátt.
Hin seinustu ár urðu Þorláki
erfið vegna veikinda og áfalla, sem
hann varð fyrir. Þrátt fyrir þetta lét
hann ekki bugast og braust áfram
og sinnti sínum málum, sem fyrr.
En að lokum varð hann að láta í
minni pokann, enda aldurinn orð-
inn hár, en hann lést á 86. ald-
ursári.
Blessuð sé minning Þorláks Kol-
beinssonar.
Einar Hannesson