Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Síða 3
ÍHagur-®mttmt
Laugardagur 5. apríl 1997 - III
ISLENDINGAÞÆTTIR
HAGYRÐINGAR
Frétt barst um að kona mataðist á kútmagakvöldi hjá
Lionsklúbbi í fyrsta sinn.
Flest okkar karlanna vígi og völd
virðast núfalla sem óðast.
Því munu varla nein kútmagakvöld
kvenmannslaus alla tíð bjóðast.
Samgönguráðherra neitar að gefa Alþingi upplýsingar um
kjör æðstu yfirmanna hlutafélagsins Pösts og síma.
Veist getur erfið hin árlega glíma
við íslensku fjárlögin,
ef neita sumir hjá Pósti og sína
að sýna í umslögin.
Sigurður Jónsson, tannlæknir.
Áfram Alþýðublað
Það er okkar aðalvon,
að Alþýðublaðið dafni,
og hann Mundi Mundason
mörgum krónum safni.
Krati Kratason.
Ekki er hægt að una því að mörlandar framleiði slakara
ungviði en mongólar, eða lélegri reiknibækur.
Þunga raun í raun og veru
reynir þjóðin, fýld og súr.
Klárir mjög í kolli eru
krakkarnir í Singapúr.
Samt er ekki vert að vera
vonlaus, bráðum rœtist úr.
Nýjar bœkur börnin gera,
betri en þau í Singapúr.
Forvitni þingmanna
Inná póstogsímasvið
setja klókir háeffið,
það mun lœkka launaskrið,
en líka hressa toppgengið.
Efstu gœja gróðahlið
gefur hnýsnum enganfrið,
en Dóri segir „Þegið þið,
þetta kemur engum við. “
Samkvæmt nýlegum heimildum eru frændur vorir Danir í
miklum vanda staddir. Billi Klinton væntanlegur í heimsókn,
haldinn ofnæmi fyrir tóbaksreyk, svo miklu, að hann verður
að hafa hausinn út um glugga ef reykt er í návist hans.
Öllum kœr, af engum nídd
ógnar Klinta sœlu
Magga drottning, dyggðum prýdd,
með danskri reykjarbrœlu.
Búi.
Framh. af 1. síðu
sérstöku fálkaskipi. Amtmenn
og sýslumenn höfðu yfirumsjón
með fálkaflutningi til Bessa-
staða, en sú kvöð hvíldi síðan á
leiguliðum Bessastaðajarða að
flytja fuglana til skips og leggja
fram sauði og nautpening til að
fóðra þá.
Samkvæmt skýrslum voru
árið 1691 fluttir út 98 fálkar.
Talan var svo komin í 129 árið
1706 og árið 1764 var íjöldinn
orðinn 210. Var markaðurinn
þá meira en mettaður, svo að
lóga varð hluta þessara fugla.
Eftir það var ákveðið að ekki
skyldu fleiri en 100 gráir fálkar
fluttir utan, en svo margir hvítir
og hálfhvítir sem hægt væri að
afla.
Héfst þessi skipun um skeið,
nema hvað fálkahúsið var flutt
frá Bessastöðum til Reykjavíkur
árið 1763 og sett niður á hæð
einni sem síðan var kennd við
fálkana og húsið og nefnd Val-
húsahæð.
í þessum átökum og ringulreið gleymdust ísiensku fálkarnir, svo að engir
skeyttu um þá og munu þeir hafa soltið til bana í húsi sínu.
Alþingi tímabundna friðun fálka 1919-30 og síðan alfriðun frá 1940 og við
það situr - og þarna situr fálkinn á símastaur.
Fálkastofn-
inn hrundi
I Móðuharðindunum 1783-84
og næstu ár eftir hrundi fálka-
stofninn niður eins og bæði fólk
og annað fé í landinu. Lagðist þá
útflutningur þessara fugla mikið
til af, svo að varla fóru fleiri en
15 á ári. Jafnframt þessu
minnkaði líka eftirspurn eftir
veiðifálkum, því að þjóðhöfðingj-
ar og hirðfólk hafði í öðru að
snúast en að ríða út með fálka á
armi, þegar hér var komið sögu.
Fálkaveiðum hér á landi í nafni
Danakonungs lauk að fullu árið
1806, er síðustu fálkar hans, 19
að tölu, voru sendir utan. Að
venju voru þeir settir í fálkahús-
ið í Kaupmannahöfn til varð-
veislu. Þetta var á tímum Napo-
feonsstríðanna og vorið 1807
réðust Englendingar á Danmörk
og bombarderuðu Kaupmanna-
höfn. I þessum átökum og
ringulreið gleymdust íslensku
fálkarnir, svo að engir skeyttu
um þá og munu þeir hafa soltið
til bana í húsi sínu.
Eftir að konungsveiði lauk
komu fram aðrir veiðimenn.
Meðal annars fékk enskt fálkaí-
þróttafélag leyfi til að afla sér
hér fálka á 19. öld. Einnig fengu
Þjóðverjar fálka héðan sem þeir
þjálfuðu til stríðsnota, til dæmis
til að slá niður bréfdúfur Frakka
í fransk-þýska stríðinu 1870-71.
Þá var nokkuð um að hingað
kæmu útlendir menn sem undir
yfirskini vísinda voru að drepa
fálka og fluttu síðan út hami og
egg til sölu. Eimir jafnvel eitt-
hvað eftir af þessum fálkaþjófn-
aði fram á þennan tíma, þótt
reynt sé að hindra slíkt. Vegna
þessara veiða fækkaði fálkum
mjög í landinu og fóru menn þá
að ræða um að friða fuglinn.
Kvað einkum að þessari um-
ræðu eftir að fálkinn var tekinn
upp í skjaldarmerki íslands á
heimastjórnarárunum 1904-18.
Loks samþykkti Alþingi tíma-
bundna friðun fálka 1919-30 og
síðan alfriðun frá 1940 og við
það situr.
Fálkaveiðar til útílutnings
hafa verið stundaðar hér
á landi frá elstu tímum og
þeirra er, til dæmis, getið í Grá-
gás sem var lagasafn þjóðveld-
isins. I frægri ræðu Einars
Þveræings á Alþingi um 1020
mælir hann eindregið gegn því
að íslendingar gefi Ólafi Har-
aldssyni, Noregskonungi,
Grímsey, en segir að þeir geti
sent honum hauka (fálka) og
hesta, tjöld eða segl sem
vingjafir. Þannig eru fálkar
meðal þess besta sem hægt var
að senda til útlanda og bæði á
11. sem og á 12. öld er kunnugt
um að fálkar voru seldir héðan
til Englands og þá sjálfsagt víð-
ar. Um aldamótin 1200 er til
heimild um að Páll Jónsson,
Skálholtsbiskup, hafi sent er-
lendum vinum sínum fálka að
gjöf og á seinni hluta 13. aldar
aflaði Hákon Noregskonungur
sér fálka héðan til að gefa Hin-
riki 3., konungi í Englandi, í
vináttuskyni.
Eftir að ísland komst undir
erlenda konunga í Noregi og
síðar Danmörku töldu kóngar
þessir sig hafa einkarétt til
fálkatöku í landinu, nema hvað
kirkjan hélt þessum rétti á sín-
um jörðum fram til siðaskipta.
Á 15. og 16. öld varð algengt að
erlendir menn tækju fálkaveið-
arnar á leigu og greiddu kon-
ungi fé fyrir. Er kunnugt um að
hingað komu Þjóðverjar, Hol-
lendingar og Englendingar til
veiða og var ásókn eftir íslensk-
um fálkunum afar mikil. Meðal
annars sendi Jakob 1, Eng-
landskonungm, erindreka sína
hingað til að afla sér veiðifáfka.
Þegar nokkuð kom fram á 17.
öld tók Danakonungur að
ganga fastar fram en áður um
einkarétt sinn til fálkatöku í
fandinu. Var þá einnig komið
nýju skipulagi á þessi mál og
landinu skipt í tíu veiðiumdæmi
með fálkafangara í hverju
þeirra. Þá var og reist fálkahús
á Bessastöðum, þar sem kon-
ungsmenn söfnuðu fálkunum
saman og geymdu, þar til þeir
voru fluttir til Danmerkur með
Fálkaveiðar á íslandi