Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Qupperneq 4
Ævintýramenn og þrýstnar konur Sœfarinn Sveinbjörn Egilsson segir hér frá slarksömu lífi tveggja vegalausra. ungra sjó- manna í Calcutta árið 1886 átturinn sem hér fer á eftir er hluti frásagnar höfundar af dvöl sinni í Calcutta á Indlandi 1886. Þetta var fyrsta fór hans til Austur-lndía og bar hann þangaö á “clipper”-segl- skipinu “Accrington”, en “clipp- er"-skipin eru annáluð í siglinga- sögunni fyrir hve hraðskreið þau voru og glœsileg. — Sveinbjörn kom til Calcutta 11. febrúar 1886 og skráði sig þá af skipinu, þar sem bíða varð eftir farmi uns vaxa tœki í stórfljótunum í lok apríl. Lýsing Sveinbjarnar á dvöl- inni í þessari jjarlœgu borg er einstaklega fróðleg og skemmti- leg. Hann lét blekkja sig til þess að fá sér inni á “sjómannaheim- ili” hins digra herra Price, sem hét að útvega mönnum góð skips- pláss, en rúði þá þess í stað inn að skyrtunni og bjó þeim hina verstu vist. Á ferðum sínum um borgina kynntist Sveinbjörn við vegalausan Þjóðverja, sem í fyrstu kvaðst vera af aðalscettum (barón) og heita “von Luditz”. Þótt það reyndust eintóm ósann- indi — því maðurinn hét aðeins Bierfreund og var snauður al- múgamaður — tókust bestu kynni með þeim tveimur og skaut Sveinbjörn yfir hann skjólshúsi hjá herra Price. Hér segir frá kynnum þeirra af frú Price og öðrum œvintýrum er þeir lentu í og loks hvernig kynnum þeirra hlaut að Ijúka. “Undir kvöld komum við heim og tók Price á móti okkur með fúkyrðum. Þegar það élið var um garð gengið lét ég 3 rupie á borð- ið og bað baróninn að gera slíkt hið sama. Þegar Price sá sex spegilfagra silfur- peninga fyrir fram- an sig á borðinu hýrnaði yfir honum og nú komst ég að með mikla lyga- sögu um vinnu sem við hefðum haft þessa daga við að mála barkskipið Mariposa að utan og treysti því að Price mundi ekki framar fara út á það skip og því ekki frétta um ferð okkar þangað. Karlinn komst allur á loft er hann heyrði um þennan dugnað okkar og kvað það sjaldgæft að gestir sínir nenntu að hreyfa sig til vinnu. Van- inn væri að hann einn yrði að þræla fyrir öllum. Við fengum svo mat og fórum síðan með það sem eftir var af rommflöskunni upp á þakið okkar og sofnuðum brátt. Morguninn eftir vorum við lasnir og vorum að reyna að hressa okkur á rommi, en það verkaði ekki á okkur. Loft var skýjað um morguninn, stinnings- kaldi og svalara en við áttum að venjast. Vorum við því að ganga um gólf fram eftir morgninum og hresstumst smám saman, en ljótir vorum við í framan.” Frú Price gerir “toilette" “Okkur varð litið niður í garð- inn að húsabaki og sáum þar sjón sem okkur þótti mikið til koma. Það var frú Price allsnakin að gera “toilette” í húsagarðinum. Hún gljáði öll af olíu þeirri sem hún var að bera á sig, og þótt hún væri stórskorin mjög þá mátti hún eiga það að vel var hún vaxin. Við hreyfðum okkur ekki, aðeins störðum á þennan hval — og skemmtum okkur hið besta við að sjá hinar ýmsu hreyfingar hennar. Allt í einu leit hún upp og sá okkur báða, en ekki brá henni hið minnsta, heldur brosti hún til okk- ar og benti okkur að koma niður. Ég mundi eftir brosi hennar um morguninn þegar hún hálfnakin varð á vegi mínum og ég flýði hana. Við fórum nú frá þessu varðbergi, en brátt vorum við komnir þangað aftur og enn var frúin allsnakin farin að nudda sig alla. Tók þá baróninn að ræskja sig og var hún þá fljót að líta upp og benti okkur ennþá að koma niður. Mér fór að lítast illa á þetta, því ekki vissi ég hvar Price var; kæmi hann að konu sinni þegar hún gæfi okkur merki mátti búast við öllu illu. Ég skoraði því á bar- óninn að bregða sér niður og kom- ast að hvar Price væri. Var hann fús til þess og kom að vörmu spori með þær fréttir að hann væri lagð- ur af stað til Calcutta og að gest- irnir væru úti. Meðan baróninn var að njósna hafði ég augun með frúnni og sá að hún var að fara í skyrtu, svo kom kjóllinn næst, því brækur voru engar og hún var alklædd þegar baróninn kom. Nú kölluðum við og spurðum hvort við mættum koma niður tii hennar og svaraði hún okkur svo að hún væri margbúin að bjóða okkur það. Áður en við fórum niður supum við vel á flöskunni, því hálfdeigir vorum við, þar sem báða grunaði að ævintýri þetta endaði með skelfingu. Frúin talaði ensku nokkurn veginn og var bæði kát og ijörug. Bar ekki á að hún hugsaði mikið um Price meðan við vorum að tala við hana, en eftir því tókum við að hún talaði við matsveininn um eitthvað sem við ekki skildum og grunaði okkur að hún hefði skipað honum að þegja um komu okkar til sín, því hann sá þegar hún bauð okkur inn í dagstofu þeirra hjóna sem var stór og ekki óskemmti- leg.” ... og kvaðst geta dóið þannig “Hún bauð okkur í staupinu og spurði hvers vegna við hefðum “Clipper”-skip. Þessi miklu skip voru fræg fyrir tíguieik og jafnframt fyrir hve hraðskreið þau voru. Hér að ofan er bandarískur “clipper” — “Eldingin”, smíðuð 1853 (sama árið og “Accrington”, skip Sveinbjarnar). Stórmastrið var 50 metrar á hæð og stórráin 29 metra löng. Þegar öll segl voru uppi voru þau 1000 fermetrar að flatarmáli. Sæfarinn Sveinbjörn Egilsson Sveinbjörn Egiisson, höf- undur meðfylgjandi frá- sagnar, fæddist í Hafnar- firði 1863 og bar nafn föð- urafa síns, Sveinbjarnar Egils- sonar skálds og rektors. Hann gekk menntaveginn, varð stúdent 1884 og var því næst við nám í Prestaskólanum einn vetur. Hann hneigðist hins vegar snemma til sjó- mennsku, lagði guðfræðinám- ið á hilluna, gerðist sjómaður og var í siglingum víða um heim í tvo áratugi, m.a. á einu af stærstu seglskipum Breta þá. Árið 1890 lauk hann stýri- mannsprófi í Rönne á Borg- undarhólmi í Danmörku. Segja má að á sínum tíma hafi Sveinbjörn verið í hópi best menntuðu sjómanna íslend- inga. Hann var ætíð mikill að- dáandi seglskipa. í farmennskunni dreif margt á daga Sveinbjarnar, og lýsir hann því á frábærlega lif- andi hátt í “Ferðaminningum” sínum og “Sjóferðasögum” sem út komu á árabilinu 1922-1934 og nutu mikilla vinsælda. Sveinbjörn gerðist starfs- maður Fiskifélags íslands árið 1914 og þjónaði félaginu hátt á þriðja áratug, lengst af sem skrifstofustjóri. Hann var óþreytandi að miðla af brunni þekkingar sinnar á ýmsu því er viðkemur sjómennsku og sigfingum. Til vitnis um það eru greinar eftir hann, fyrir- lestrar hans í Stýrimannaskól- anum og fræðslurit sem hann samdi. Hann var ötull framherji ís- lenskrar sjómannastéttar á miklu umbrotaskeiði í sögu hennar. Hann var líflegur í fasi og frásagnarlist hans varð mörgum samferðamanninum minnisstæð. Sveinbjörn lést árið 1946. AM Sæfarinn og frásagnarsnillingur- inn Sveinbjörn Egilsson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.