Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Side 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Side 2
Laugardagur 5. apríl 1997 - II Jkgur-Smmtm H U S I N B Æ N U M Freyja Jónsdóttir skrifar s Aður en Laugavegur var lagður náði Vegamóta- brú, síðar kallaður Vegamótastígur að Klappar- stíg. Um 1870 voru þrx'r bæir á þeim slóðum sem Lauga- vegur 21 er nú og lengra upp með Klapparstx'gnum. Þeir voru kallaðir Vegamótabæir og drógu nafnið af vegamót- um sem þarna voru en þar skiptust vegir sem lágu aust- ur úr bænum. Vegurinn frá Bakarabrekku og að Vega- mótabæjunum var nefndur Vegamótastígur. í byrjun mars 1884 fær Magnús Pálsson múrari leyfi til að byggja sér hús, 10 x 9 álnir, norðan við Vegamóta- brú. Byggingin átti að standa 5 álna íjarlægð frá Vegamóta- brú og í sömu ijarlægð frá Klapparstíg. Magnúsi var úthlutuð lóð- arviðbót, 6 álna breiða ræma vestan við lóð hans norður frá Laugavegi í oktober 1888. Húsið var fyrst tekið til brunavirðingar 19. ágúst 1884 og er þá skráð við Vega- mótabrú. Það segir að Magn- ús Pálsson hafi byggt hús, 8 x 5 1/2 álnir að grunnfleti. Það er byggt af bindingi múruð- um með múrsteini. Annar hliðarveggurinn er úr hlöðn- um grásteini. Þakið er með járni á langböndum, í húsinu eru fimm íbúðarherbergi og eldhús. Við vesturenda hússins er skúr, 3x8 álnir, hæð 5 1/2 álnir, sem er notaður til geymslu. Ekki kemur fram hver byggði þennan skúr eða hvenær hann var byggður. í mati frá janúar 1885 seg- ir að Magnús Pálsson hafi fullgjört hús sitt við Vega- mótabrú. Samkvæmt íbúaskrá frá árinu 1890 eru í húsinu þrjú heimili. Á fyrsta heimili búa: Magnús Pálsson, húsbóndi, múrari og eigandi hússins, 46 ára, fæddur í Reykjavík; Steinunn Jónsdóttir, kona hans, 56 ára, fædd í Reykja- vfk og börn þeirra sem öll eru fædd í Reykjavík; Jón, 24 ára, Magnús, 18 ára, Helga, 15 ára, og tökubarnið Margrét Árnadóttir, 5 ára. Einnig voru á heimilinu; Matthías Árna- son, 23 ára, skósmíðanemi og leigjandi, frá Garðasókn á Akranesi; og Magnús Bene- diktsson, 20 ára, skósmiður og leigjandi. Á öðru heimili voru: Jón Þórðarson, hús- bóndi og sjómaður, 55 ára, fæddur í Arnarbælissókn, Helga Snorradóttir, kona hans, 55 ára, fædd í Grinda- víkursókn, Guðfinna Jóns- dóttir þeirra dóttir, 18 ára, fædd í Gaulverjabæjarsókn, Marta Markúsdóttir leigjandi og lausakona, 55 ára, fædd í Búrfellssókn og Georg Emil Pétursson, 16 ára, dótturson- ur Mörtu, fæddur í Reykjavík. Á þriðja heimilinu voru: Guðjón Knútsson, húsbóndi ig sjómaður, 21 árs, fæddur í ’eykjavík; Málfríður Ásbjarn- rdóttir kona hans, 27 ára, Laugavegur 21 fædd á Akranesi; og Valdimar Finnsson tökubarn, 9 ára, fæddur í Reykjavík. í september 1895 sækir Ole J. Haldorsen um að stækka húsið svo að það verði 10 3/16 x 12 9/16 álnir að grunnfleti og að byggja við það skúr, 4x8 1/4 álnir. Leyf- ið var veitt en það skilyrði sett að hlið skúrsins sem veit að Klapparstíg 3, sé með eld- varnarvegg. Á sama tíma var byggð ein hæð ofan á húsið. Ole J. Haldorsen kaupir húsið af Magnúsi Pálssyni í mars 1897. Ekki er vitað með vissu hvort þessi tímasetning miðast við að afsal sé gert fyrir eigninni eða Ole J. og Magnús hafa átt eignina sam- an í nokkur ár. En eins og greint er frá hér á undan er það Ole J. sem stækkar húsið 1895. í júní 1924 er húsið tekið til brunavirðingar: Þar segir að húsið sé byggt af bindingi, klætt utan borðum, pappa og járni á þrjár hliðar en annar hliðarveggurinn er úr hlöðn- um steini. Þakið er úr borða- súð með pappa og járni þar yfir. Á neðri hæðinni er sölu- búð með skúffum, hillum og borðum, fjögur íbúðarher- bergi og eldhús. Skilveggir eru úr bindingi með tvöföld- um þiljum og þiljað er neðan á loftbita. Allt þiljað og ýmist veggfóðrað eða málað. Á efri hæðinni er sama herbergja skipan og frágangur allur svipaður og á neðri hæðinni. Kjallari er undir öllu húsinu 2,2 metra hár með stein- steypugólfi, notaður fyrir geymslu. Þá var sölubúð á fyrstu hæð og mun Ámundi Árnason hafa verslað þar um tíma. f kjallaranum hússins er brunnur sem nú er búið að setja yfir. Hann gerði Ole J. Haldorsen og var brunnurinn notaður til þess að leskja í kalk, en það var notað x' stein- límsgerð. í kjallaranum hafði Ole trésmíðaverkstæði og stóð hefilbekkurinn sem hann smíðaði sjálfur í horninu Klapparstígsmegin. Lengi vel var ekki leitt rafmagn á efri hæðina nema rafmagnsljós voru í tveimur herbergjum og eldað á kolavél. Gluggum var breytt í hús- inu árið 1925 og 1957 voru gerðar útlitsbreytingar á úti- dyrum. Ole byggði bæði hús í Reykjavík og úti á landi. Hann byggði kirkjuna í Norð- tungu og verslunarhús í Borgarnesi. Hann smíðaði einnig vagnhjól og vagna. Af- komendur hans vita ekki til þess að hann hafi verið titlað- ur skipasmiður eins og gert er í íbúaskrá sem gerð var um aldamótin síðustu. En hann var lærður trésmiður og fékkst einnig við steinsmíði. Ole og kona hans Else voru bæði norsk að ættum og fædd í Noregi. Börn þeirra voru: Haldor Johann, Ragnar Sevirin og Johanne. Yngri systkinin giftust ekki og eign- uðust ekki afkomendur. Haldor Johann og kona hans Sigurrós Þorláksdóttir eign- uðust soninn Þorlák sem var þekktur listmálari. Hann var með vinnustofu og málverka- sölu á fyrstu hæðinni í húsinu á árunum 1964 til 1974. Systkinin Ragnar og Johanne bjuggu á efri hæðinni alla ævi. í kirkjubókum frá árinu 1901 búa tuttugu manns á Laugavegi 21. Þá er allt húsið notað til íbúðar. Þar skal fyrstan telja húseigandann Ole J. Haldorsen, 51 árs, hús- bónda, múrara og skipasmið, fæddan í Noregi; Þá Else Johnsdatter, 31 árs, fædda í Noregi; og loks börn þeirra Haldor Johann, 8 ára, Ragn- ar, 5 ára og stúlkubarn á fyrsta ári. Þá eru á öðru heimili í húsinu: Guðrún Sigríður Snorradóttir, 40 ára, fædd í Álftaneshreppi og sonur hennar Georg Finnsson, 17 ára, verslunarmaður. Á þriðja heimilinu búa Jón Jónsson húsbóndi og sjómað- ur, 52 ára fæddur í Mosfells- sókn; Ólöf Hansdóttir bú- stýra, 43 ára fædd x' Laugar- nessókn, og Jón Bergþór, 11 ára, sonur húsbóndans. Á íjórða heimilinu eru hjónin Ólafur Ólafsson hús- bóndi og sjómaður, 46 ára fæddur í Sauðafellssókn og Jóhanna Guðbjörg Jóhanns- dóttir, 44 ára fædd í Borgar- sókn; Ólafur, 21 árs sonur hjónanna, sjómaður, og einnig tvær fósturdætur þeirra, Ragnheiður Árnadótt- ir, 8 ára fædd á Akranesi og Jóhanna Viktoría Maríusdótt- ir, 5 ára fædd í Hvaiximssókn í Norðurárdal. Á fimmta heimilinu voru hjónin Eiríkur Guðmundsson, húsbóndi og trésmiður, 33 ára fæddur í Mosfellssókn og Vilborg Guðnadóttir, 32 ára fædd í Lágafellssókn, börnin hjónanna, Guðmundur 9 ára og Ásta Sigríður 7 ára; einnig var á heimilinu Sigríður Ólafsdóttir hjú, 20 ára, fædd í Garðasókn á Akrnesi. í íbúaskrá frá árinu 1910 eru einungis talin til heimilis á Laugavegi 21 hjónin Ole og Else ásamt börnum sínum þremur, en þeim fæddist dóttirin Jóhanne Karoline 27. janúar1901. Ole Johan Haldorsen lést 6. mars 1931. Else Johnsdatter lést 30. mars 1954. Guðmundur B. Vikar var með klæðskerastofu á fyrstu hæð hússins eftir að Ámundi Árnason hætti að versla þar. Á eftir honum kom Hannes Erlendsson klæðskerameist- ari og var þar á árunum frá 1930 til 1960. Núna á síðustu árum hefur verið fataverslun á fyrstu hæð hússins og í kjallaranum hef- ur einnig verið verslað með fatnað. Laugavegur 21 á sér mikla sögu sem því miður er ekki hægt að koma allri fyrir í lít- illi blaðagrein sem þessari. Á sumardögum þegar erlendir ferðamenn fara um í hópum á Laugaveginum sjást þeir oft stoppa og virða þetta gamla og reisulega hús fyrir sér. Heimildir frá Árbæjarsafni, Borgar- skjalasafni og Þjóðskjalasafni.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.