Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Side 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Side 8
Laugardagur 5. apríl 1997 - VIII MINNINGARGREINAR Jlagur-®trrtmrt ANDLÁT Björg Bjarnadóttir Klapparási 11, Reykjavík, lést á heimili dóttur sinnar í Banda- ríkjunum þann 29. mars. Brynjólfur Bragi Jónsson fyrrv. leigubflsstjóri, Vanabyggð 3, Akureyri, lést að kvöldi 29. mars á dvalarheimilinu Hlíð. Brynjólfur Ketilsson Njörvasundi 33, Reykjavík, er látinn. Fanney Jóhannesdóttir Laugarbrekku, lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkis- hólmi 25. mars. Friðrik Sigtryggsson Melteigi 26, Keflavík, lést 30. mars. Guðrún I. Finnbogadóttir lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni þriðjudagsins 25. mars. Haraldur Ágúst Snorrason Gnoðarvogi 28, lést á Landspít- alanum 31. mars. Jón Halldórsson húsgagnabólstrari, Njálsgötu 86, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn langa. Jónína Egilsdóttir Thoraren- sen lést á Vífllsstaðaspítala mið- vikudaginn 26. mars. Kristín Markúsdóttir lést á St. Jósefsspítala í Hafnar- íirði þann 31. mars. Lára Sigurjónsdóttir fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma, Hrísey, andaðist mánu- daginn 24. mars. Leifur Jónsson húsgagnabólstrari, Klapparstíg la, er látinn. Omar B. Kundak lésl á heimili sínu í Texas 21. mars. Útförin hefur farið i'ram. Pálína Þórunn Theodórsdóttir frá Bæjarskerjum, Stafnesvegi 2, Sandgerði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. mars. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnheiður Bogadóttir Hvanneyrarbraut 42, Sigluíirði, lést á Sjúkrahúsi Sigluijarðar miðvikudaginn 26. mars. Rigmor Hansen Jónsson Dalseli 6, lést á Vífiisstöðum þriðjudaginn 18. mars. Jarðar- förin hefur farið fram. Sigjón Páll Guðlaugsson fyrrv. skipstjóri, frá Miðkoti lést mánudaginn 31. mars á Dval- arheimiiinu Dalbæ, Dalvík. Sigurður Sigurðsson Gnoðarvogi 66, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 27. mars. Siguijón Pálsson bóndi, Galtalæk, Rangárvalla- sýslu, lést á heimili sínu 30. mars. Stefanía Sveinsdóttir frá Arnarbæli, Markarflöt 49, Garðabæ, lést á Vífilstaðaspít- ala 27. mars. Stefán Davíðsson Haugi, lésl á sjúkrahúsinu á Hvammstanga, laugardaginn 29. mars. Stefán Halldórsson fyrrv. vitavörður, lést á St. Fransiskusspítalanum, Stykkis- hólmi, 25. mars. Unnur Sturlaugsdóttir Faxabraut 18, Keflavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 13. mars. Útför hennar hefur farið fram. Þorsteinn Bjarnason Þelamörk 3, Hveragerði, and- aðist á Landspítalanum að morgni miðvikudagsins 26. mars. Jaime Oskar Morales Letelier Jaime Óskar Morales fæddisl í Valparaíso í Chile 24. októ- ber 1951. Hann lést að heim- ili sínu þann 18. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Exequiel Morales fæddur 11. desember 1917 og Fresía Letelier fædd 19. janúar 1926. Systkini Jaime eru Roxanna B. Morales og Patricia Morales. Fyrrverandi sambýlis- kona Margrét S. Jónsdóttir og eignuðust þau tvö börn, Evu Morales fædd 4. júní 1980 og Anna Teresa Morales fædd 29. maí 1985. Þá ól hann upp Svan- hildi Dóru Björgvinsdóttur, fædd 9. október 1976, dóttur Margrét- ar. Sú von er sterk, hún verður eigi slökkt að vorið komi, þó að geisi hríð. Eins sigrar Drottinn alla ógn og stríð. Og þó að dauðinn hremmi hart og snöggt er hönd að baki, mild og trú og góð, hún leiðir fram til Ijóss um myrka slóð. Þótt lán sé brothætt, lífið valt og stökkt, er líkna í hverri raun og tári manns, því þar er Kristur, kross og páskar hans. Og þegar hylur húmið svalt og dökkt þinn heim og salta döggin vœlir kinn, þá kemur liann og fœrir friðinn sinn. Sú von er sönn, hún verður aldrei slökkt, hún vekur þína sál við hinsta ós, að Kristur breyti öllu í eilífl Ijós. (Ók. höf.) Elsku Jaime, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Magga Elsku pabbi, nú ertu farinn frá okkur, við sem hóldum að við myndum vera með þér lengur. Þú varst besti pabbi sem hugsast get- ur. Alltaf þegar við hittumst og vorum saman knúsaðir þú okkur og kysstir okkur og alltaf varstu svo glaður af því þú sagðist ekki hafa tíma til að vera leiður af því að lífið væri svo stutt. Við áttum svo margar stundir saman. Þú varst alltaf að gera eitt- hvað með okkur eða fyrir okkur. Þú vildir gera allt fyrir alla en vild- ir bara fá lítið sem ekkert í stað- innn. Ef þú varst ekki í vinnunni þá varstu að hjálpa vinunumþín- um sem þörfnuðust þín. Þú hafðir gaman af því að vera í og starfa með KA, fara í veiðiferðir með þín- um vinum. Þér fannst líka gaman að elda mat. Þú kenndir okkur svo margt gott og varst svo góður við okkur eins og önnur börn. Við þökkum þér fyrir allar dásamlegu stund- irnar, sem við átttum með þór. Þökkum þér fyrir að gefa okkur líf- ið. Við biðjum góðan Guð að geyma þig. Leiddu mína litlu hendi, Ijúfi Jesú þér ég sendi bœn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. (Ásmundur Einarsson) Svanhildur, Eva, Anna Það hefur greinilega verið brýn þörf á góðum sálum í öðrum heimi. Það er eina ástæðan sem við getum ímyndað okkur að geti verið fyrir skyndilegu brottnámi einnar bestu sálar sem við höfum kynnst. Jaime var mjög góður vin- ur og vinur vina sinna, mjög góður faðir, rólegur í fasi, hlýr og með góðan húmor, vildi allt fyrir alla gera, eins og kom vel í ljós í góðu starfi hans íýrir Knattspyrnufólag Akureyrar. Alltaf var gaman að koma upp í KA höllina og ómissandi var að hitta Jaime og fara í létt spjall um lífið og tilver- una og velta okkur upp úr leikjun- SigMður igfríður Einarsdóttir var fædd á Þóroddstöðum í Ölfusi 8 september 1910. Hún lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 19. mars s.l. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Eiríks- son bóndi á Þóroddstöðum í Ölf- usi, fæddur 12 júní 1866 dáinn 24 apríl 1947 á Þóroddstöðum. Kona hans var Magnea Árnadóttir hús- freyja, fædd á Þorkötlustöðum í Grindavík 31 janúar 1868 dáin 31 janúar 1941 á Þóroddstöðum. Sigfríður giftist Kristjáni Teits- syni 13 maí 1938, ættuðum úr Borgarfirði síðar bónda í Riftúni í Ölfusi. Hann lést 2. maí 1990. Börn þeirra í aidursröð eru: Lilja, fædd í Reykjavík 15 mars 1938; Hrafnhildur, fædd á Akra- nesi 31 október 1940; Erlendur Ragnar, fæddur í Riftúni 12 mars 1944; Einar Magnús, fæddur í Rif- túni 4 janúar 1947; Kári, fæddur í Riftúni 20 maí 1950; Hörður Teil- ur, fæddur 20 október 1953. Útför Sigfríðar fór fram frá lijallakirkju í Ölfusi 29. mars s.l. Elsku Amma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvœm stund. Vmirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig í sumar, þegar ég kem heim. Elsku amma mín, minningarn- ar um þig hrúgast upp í hugann nú. Heimsóknirnar til ykkar afa í Mosgerðið svo seinna í Skólagerð- ið, ferðirnar austur í Kofa voru ófáar, hvað þið afi voruð dugleg í kartöflugarðinum, alltaf var labb- að upp í kletta og oft í Litla- Hvamm sem þið Afi hélduð svo grænum og fínum, garðurinn kringum Kofann er svo iállegur og gróskulega vaxinn. Alltaf varstu á ijórum fótum að dúlla við blómin þín sem uxu svo vel, svo varstu svo ánægð að sjá ber á jarðarberja- plöntunum þínum og við krakk- arnir fengum að borða þau. Stein- arnir voru á sínum stað, mikið átt- irðu marga fallega steina heima í stofu á hillunni. Árið sem pabbi minn dó varstu svo yndisleg að gista hjá okkur systrunum til að koma okkur í skólann, því mamma fór svo um og ekki vantaði húmorinn sem því fylgdi okkur alltaf. Alltaf tók hann vel á móti okkur á Pollinum þar sem að hann vann við að bjóða alla gesti velkomna sem þangað komu inn, við stoppuðum alltaf hjá honum og slóum á létta strengi og héldum svo áfram inn, stórt tómlegt gat er nú komið í lífið þar sem enginn Jaime er lengur til aðtaka ámóti okkur með sínum- hlýju augum og ■ skemmtilega brosi. Jaime þín verður sárt sakn- að, en vonandi líður þér vel á þín- um nýja stað þar sem aðfrir fá að- njóta þinnar einstöku manngæsku og hlýleika. Elsku Magga, Svanhildur, Eva, Anna og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur dýpstu samúðar- kveðjur. Inga og Unnur Hver minning er dýrmœt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kœrleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gcefa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Á kveðjustund er gott að hugsa til þeirra stunda er við áttum með vini okkar Jaime. Veiðiferðirnar og ævintýrin sem þeim fylgdu, þegar hann stóð við eldavélina og veisla var á næsta leiti eða er við sátum fyrir framan sjónvarpið og hvöttum K.A. liðið. Þá var oft glatt á hjalla og oftar en ekki fögnuðum við. Kæri Jaime, þú sagðir okkur frá landinu þínu Chile og þangað ætluðum við að fara saman. Þar bjuggu foreldrar þínir sem þér þótti svo vænt um og systir. Þú sendir hana Svönu þína þangað og nú er hún byrjuð í skóla, umvafin kærleika ættingja þinna. Stoltur varst þú af Evu þinni og Önnu og betri pabba hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Börnin þín þrjú voru þér allt. Hlýhugur þinn til Möggu og sór- staklega náið og kærleiksríkt sam- band við systur þína Roxönnu ásamt allri framkomu þinni við vini þína sýndu vel hve einstakur þú varst og tryggur. Þú vildir allt fyrir alla gera, en vildir hins vegar ekki láta aðra hafa fyrir þér. Þú varst mikill K.A. maður, K.A. liðið átti hug þinn og betri stuðn- ingsmann gæti ekkert lið átt. Elsku Jaime, við þökkum þér fyrir að fá að kynnast þér og fá að vera vinir þínir. Minningarnar um þig munu ylja okkur um ókomna framtíð. Megi góður guð gefa dætrum þínum, foreldrum og ástvinum öll- um nægan styrk til að sigrast á sorginni. Far þú ífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alll og alll. (V. Briem) Inga, Símon og börn Einarsdóttir snemma í vinnuna, við vorum svo litlar þá. Alltaf varstu til staðar til að hjálpa ef á þurf'ti að halda. Mér finnst gaman að hugsa til þess að fyrsta utanlandsferð mín hafi verið með þér, pabba og mömmu, ég var 2 ára þegar við sigldum með Gull- fossi til Danmerkur í heimsókn og svo heim aftur í næsta túr þegar pabbi kom aftur að sækja okkur. Nú sit ég hérna í Danmörku með kertaljós og sakna þín, það er svo erfitt að komast ekki heim til að fylgja þór síðasta spölinn, en amma veistu hvað, ég er búin að finna mér fallega kirkju hérna sem ég ætla að fara í og ímynda mér að ég sitji hjá þér í Hjallakirkju. Elsku amma, svo taka þau öll vel á móti þér afi, pabbi minn, fsa- fold, Magga. Og sýna þér þennan nýja heim. Ég bið góðan guð að blessa þig alla tíð elsku amma mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hvíl í friði. Þín Inga. Elsku Sigga mín. Ég sendi þér mína síðustu kveðju héðan i'rá norður Noregi. Ég var 16 ára gömul þegar ég hitti þig fyrst. Ég man hlýjuna þína, kímni og gáfur. Ég man ljóðin sem þú fórst með fyrir mig. Ég man sögurnar og Ijóðin yfir börnunum mínum. Ég man sumrin austur í Kofa. Ég man löngu samtölin um lífið og tilveruna, dauðann, og hvað tekur við. Af öllu hjarta óska ég þér góðrar heimkomu til þeirra sem þér þótti vænt um. Af öllu hjarta, takk fyrir allt. Þín Munda. Pleiri minningargreinar um Sigfríði bíða naista blaðs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.