Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Side 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Side 4
4 - Þriðjudagur 8. apríl 1997 |Ditgur-®ntimt \ Dalvíkurskóli Laus er til umsóknar staða aðstoðarskóla- stjóra og kennarastöður í eftirtöldum greinum: Raungreinum á unglingastigi, hannyrðum, tónmennt og almennri bekkj- arkennslu. í skólanum er um 280 nemendur í 1 .-10. bekk. Við auglýsum eftir metnaðarfullu og áhugasömu fólki sem vill vinna með okkur að þróunar- og uppbyggingar- starfi. Starfsfólki skólans gefst kostur á að sækja námskeið innanlands og utan. í skólanum ríkir góður starfsandi, starfsaðstaða er góð og vel er tekið á móti nýju starfsfólki. Umsóknarfrestur er til 21. apríl. Upplýsingar um stöðurnar, húsnæði og fl. gefur skólastjóri í síma 466 1380 (81) og í síma 466 1162. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða deildar- sérfræðings í mennta- málaráðuneytinu Menntamálaráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu deildarsérfræðings í lista- og safnadeild í skrif- stofu menningarmála. Um er að ræða fullt starf tíma- bundið í 4 ár. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi. Góð tungumálakunnátta er æskileg og reynsla af stjórn- sýslustörfum. Laun greiðast samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Starfsmaðurinn þarf að geta hafið störf hið fyrsta. Nánari upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri lista- og safnadeildar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 23. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 4. apríl 1997. f ----~\ Aðalfundur Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa hf. verður haldinn í matsal félagsins mónudaginn 14. apríl kl. 16. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvœmt 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tiltögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf. Fiillyrðiiigar um sameiningu 4ra hreppa orðum auknar Ari Jósavinsson, oddviti Öxnadalshrepps í Eyja- firði, segir mjög ótíma- bært að fara að ræða um sam- einingu Öxnadalshrepps, Skriðuhrepps, Arnarneshrepps og Glæsibæjarhrepps þrátt fyrir orð Odds Gunnarssonar, odd- vita Glæsibæjarhrepps, þar um. Á fundi oddvitanna nýverið var lítillega rætt um möguleika á því að heija sameiningarvið- ræður að nýju. Þessi sveitarfé- lög hafa mikið samstarf, ekki síst í skólamálum þar sem þau reka sameiginlega Þelamerkur- skóla í Eyjafirði en Ari Jósa- vinsson segir að líkurnar á sameiningu eftir að rekstur grunnskólans fór til sveitarfé- laganna frá rikinu hafi ekki aukist, en ríkisvaldið geri hins vegar ekki ráð fyrir að nema eitt sveitarfélag standi að rekstri hvers grunnskóla. Ari segir það einnig alrangt að framlög Jöfnunarsjóðs aukist úr 50 þúsundum króna í 6,5 millj- ónir króna við sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga. Framlagið hafi verið ætlað til að jafna útsvarstekjur milli sveitarfélaga og er sveitarfélög- unum skipt í þrjá stærðarflokka og reglurnar breytist á hverju ári. Við sameiningu færðist nýtt sveitarfélag upp í allt aðra við- miðunartölu og tekjur á hvern íbúa jafnvel lækkuðu og því væri þetta framlag ekkert skil- yrði fyrir sameiningu. GG Mokað í þágu menntunar Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, var vígalegur í gröfunni sl. föstudag þegar hann tók skóflu- stungu að nýjum stúdentagarði. E.t.v. er ráðherrastóllinn hon- um þó tamari en gröfusætið, en með aðstoð tókst Birni að fram- kvæma skóflustunguna að við- stöddu íjölmenni. Nýi stúdenta- garðurinn heitir Skerjagarður og mun hýsa 76 stúdenta. Mynd: E.ÓI. íslenskar sjávarafurðir Rekstrarhagnaðurinn 241 milljón króna Samstarf ÍS og UTRF á Kamtsjatka eftir einhliða uppsögn þess síðarnefnda ræðst eftir fund hér- lendis í maímánuði. Heildarvelta íslenskra sjávarafurða hf. (ÍS) á árinu 1996 nam 21,3 milljörðum króna á móti 15 milljörðum króna á árinu 1995, eða 42% aukning. Ileildarfram- leiðsla nam 135.500 tonnum á árinu 1996 á móti 64.900 tonn- um árið áður sem er 109% aukning milli ára. Framleiðsla innanlands var 72.400 tonn og erlendis 63.100 tonn. Heildar- sala nam 133.400 tonnum. Hagnaður ÍS að teknu tilliti til skatta nam 241,4 milljónum króna á móti 100 milljónum króna árið 1995. Að teknu tilliti til dótturfélaga var nettóhagn- aður 160,4 milljónir króna og rekstrartekjur 26,9 milljarðar króna. í árslok námu heildar- eignir ÍS 7,4 milljörðum króna en skuldir 5,6 milljörðum króna og eigið fé því 1,8 milljarður króna. Arðsemi eigin ijár var 13,8% á árinu 1996 á móti 11% árið 1995, eiginljárhlutfall 25,3%. Árið 1996 er mesta framleiðslu- og söluár ÍS frá upphafi og hef- ur íslenskt fyrirtæki ekki áður selt jafn mikið af sjávarfangi á einu ári. Fyrsti samstarfssamningur ÍS og UTRF í Petropavlosk á Kamtsjatka var gerður árið 1993 en með honum tók ÍS að sér umsjón með veiðum og vinnslu eins frystitogara og var samningurinn framlengdur í október 1996, en þá fyrir fleiri skip. Veiðiheimildir UTRF í Ok- hotshafi og Beringshafi nema 115 þúsund tonnum á þessu ári og er mestur hlutinn Alaska- ufsi. Þessum samningi hefur verið einhliða sagt upp og ekki ljóst um frekara framhald sam- starfs á Kamtsjatka fyrr en eftir ftmd sem haldinn verður í Reykjavík í maímánuði. GG Rækjuveiðar Auknar veiðar Kanadamanna Verð á kaldsjávarrækju hefur ekki farið hækk- andi á undanförnum misserum þrátt fyrir nokkrar væntingar í þá átt af hálfu tals- manna rækjuverksmiðja og frystitogara. Veiðar á kaldsjáv- arrækju námu á sl. ári um 91 þúsund tonnum hérlendis en heildarveiðin nam um 355 þús- und tonnum. Gera má ráð fyrir að á þessu ári dragi nokkuð úr heildarveiði íslendinga, m.a. vegna kvótasetningar'á Flæm- ingjagrunni en þar verður leyft að veiða 6.900 tonn en heildar- veiðin þar á sl. ári nam um 20 þúsund tonnum. Kanadamenn hyggjast auka rækjuveiðar á inpaíjarðarrækju við Kanada fjórfalt, eða úr 7-8 þúsund tonnum í 28 þúsund tonn. Sú rækja fer að mestu á markað í Bandaríkjunum og ætti því ekki að verða í samkeppni við ís- lensku rækjuna sem fer mest á markað í Evrópu, t.d. í Eng- landi, Frakklandi og Þýska- landi. GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.