Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Síða 5
|Dagur-®mmm
Þriðjudagur 8. apríl 1997 - 5
Lánatryggingasjóður RS Sjávarútvegur
Konur styrktar til ný-
sköpunar í atvinnulM
Ábyrgðir veittar á
grundvelli mats á
arðsemi verkefna.
Tilraunaverkefni
tveggja ráðuneyta og
borgar í þrjú ár.
s
gær undirrituðu félagsmála-
ráðherra, iðnaðaráðherra
og borgarstjóri samkomulag
um stofnun lánatryggingasjóðs
kvenna. Sjóðnum er ætlað að
styðja konur til nýsköpunar í
atvinnumálum, en atvinnuleysi
er einna mest meðal kvenna.
Sjóðurinn er tilraunaverkefni til
þriggja ára og nemur stofnfé
hans um 10 milljónum króna á
ári.
Sjóðurinn mun veita ábyrgð-
ir á allt að helmingi lána sem
konur taka hjá lánastofnunum
til að ijármagna verkefni á sviði
atvinnumála. Þessar ábyrgðir
geta verið frá 500 þúsund krón-
um þannig að lán verði að lág-
marki um ein milljón króna. At-
hygli vekja þau nýmæli að
ábyrgðin verður veitt á grund-
velli mats á arðsemi viðskipta-
hugmyndar. Samþykkt lánsum-
sókn verður síðan boðin út til
lánastofnana. Lánatrygginga-
sjóðurinn veitir þeirri lána-
stofnun sem er með hagstæð-
asta tilboðið sjálfsskuldar-
ábyrgð á allt að helmingi eftir-
stöðva láns og tryggingar verða
einvörðungu fólgnar í þeim
eignum sem tilheyra því verk-
efni sem lánað er til. Áhættan
dreifist því á milli lánastofnun-
ar og sjóðsins.
Á blaðamannafundi í gær
kom m.a. fram að þótt konur
væru skilvísari en karlar, þá
ættu þær erfiðara með að fá
fjármagn til atvinnusköpunar
en þeir. Þá var einnig bent á að
víða erlendis hefðu svonefndir
smálánasjóðir til atvinnumála
kvenna gefist vel þar sem skil-
vísi væri um 98%. -grh
Tveir ráðherrar og borgarstjóri gera vel við konur.
Verð á
leigukvóta
stöðugt
Verð á leigukvóta í sjávar-
útveginum virðist ekki
hafa Iækkað þrátt fyrir spár
þar um eftir dóm Félags-
dóms, sem taldi ólöglegt að
taka tonn á móti tonni við-
skipti inn í fiskverð áður en
kemur til hlutaskipta áhafn-
arinnar. Vegna veiðibanns,
svokallaðs páskastopps,
vegna hrygningar þorsksins,
eru viðskipti fremur lítil en
síðustu viðskipti hafa verið
30 krónur fyrir ýsukílóið og
82 krónur fyrir þorskkflóið.
Framboð af leigukvóta er
einnig mjög af skornum
skammti, helst í þorski, og
fyrst og fremst eru það út-
gerðarmenn sem hafa farið
fram yfir veiðiheimildir sem
eru að „redda sér“. Það verð
sem greiða þarf er einnig
það hátt að hagnaður verð-
ur lítill sem enginn af veið-
unum, eðlilegra væri að líta
á leigukvótaverðið sem
„refsigjald“.
Þegar nær dregur lokum
fiskveiðiársins, þ.e. í lok
ágústmánaðar, má búast við
að ásókn í leigukvóta aukist
og þá kann verð að sprengj-
ast upp. Það eru því ýmsar
hliðar á vaxandi þorskgengd
í fiskveiðilögsögunni.
GG
Skíðamenn
Fjórir af fimm skíðamönnum, sem ætluðu að fara gangandi þvert yfir
landið frá Fonti á Langanesi fram á Reykjanestá, hafa lokið ferð
sinni.
Komnir alla leið
Skíðamennirnir úr Iljálp-
arsveit skáta í Garðabæ,
sem hafa verið að fara á
gönguskíðum þvert yfir land-
ið, luku ferð sinni síðdegis í
gær þegar þeir komu fram á
Reykjanestá. Þar beið tals-
verður mannsöfnuður til að
samfagna með þeim ferða-
lokum.
„Við kláruðum þetta á
sautján dögum. Við höfðum
gert bjartsýnisáætlun upp á
sextán daga en raunsæis-
áætlunin var upp á 20 og
svartsýnisáætlunin upp á 25
daga þannig að við erum
býsna ánægð með þetta. Það
er ekki hægt að segja annað
en að þetta hafi gengið von-
um framar," segir Ólafur
Jónsson, einn leiðangurs-
manna.
Fjórmenningunum tókst
að fara á skíðum alla Ieið frá
Langanesi að Krýsuvík. Þeir
þurftu að vísu að skilja sleð-
ana eftir við Nýja Bláfjalla-
veginn þar sem allur snjór
var búinn en gátu fylgt læn-
um og skurðum alla leið í
Krýsuvík. Þaðan gengu þeir
svo til Grindavíkur og áfram
út á Reykjanestá.
Það voru fimm skátar sem
upphaflega lögðu í ferðalagið
þvert yfir landið en einn helt-
ist úr lestinni og „staulaðist"
niður í Svartárkot, efsta bæ í
Bárðardal. Gömul meiðsl
höfðu tekið sig upp í fæti.
-GHS
Aðalfundur KEA
Telja niðurstöðuna
ekki ásættanlega
Tap varð af reglulegri
starfsemi að upphæð 86
milljónir króna og það
töldu bæði stjórnarfor-
maður og kaupfélagsstjóri
alls ekki ásættanlega
niðurstöðu.
Töluverð breyting varð á
stjórn Kaupfélags Eyfirð-
inga á aðalfundi félagsins
sl. laugardag og hafði töluvert
baktjaldamakk átt sér stað síð-
ustu dagana um stjórnarkjörið.
Samþykkt var að stjórn félags-
ins skyldi skipuð fimm aðal-
mönnum í stað sjö og þremur
varamönnum og að stjórnin
skyldi öll kosin til eins árs. Flest
atkvæði í stjórnarkjöri hlutu
Guðný Sverrisdóttir á Grenivík
og Tryggvi Þór Haraldsson á
Akureyri, eða 106, Jóhannes
Geir Sigurgeirsson á Önguls-
stöðum hlaut 98 atkvæði og
Pétur Þórarinsson í Laufási og
Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson
bæjarstjóri á Dalvík hlutu 73
atkvæði. í varastjórn voru
kjörnir Valtýr Sigurbjarnarson
á Akureyri, Oddur Gunnarsson
á Dagverðareyri og Jón Hallur
Pétursson á Akureyri. Úr stjórn
féllu Þorsteinn Jónatansson og
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir á Ak-
ureyri og Magnús Stefánsson í
Fagraskógi. Á fyrsta stjórnar-
fundinum var Jóhannes Geir
endurkjörinn formaður, Guðný
Sverrisdóttir varaformaður og
Tryggvi Þór ritari. Samþykkt
var að ef 20% kjörinna aðal-
fundarfulltrúa krefðust þess
skuli beita margfeldiskosningu
við kjör stjórnarmanna og vara-
stjórnarmanna. Tillögu um að
fulltrúi eigenda hluta í B-deild
skyldi eiga rétt á setu á stjórn-
arfundum var vísað til stjórnar.
KEA var rekið með 117 millj-
óna króna hagnaði en 86 millj-
óna króna tap varð af reglu-
legri starfsemi þess. Bæði
stjórnarformaður og kaupfé-
lagsstjóri töldu rekstrarniður-
stöðu alls ekki ásættanlega.
Mismunur skapast ekki síst af
sölu hlutabréfa í ÚA og í fyrir-
tækjum sem ekki tengjast
rekstri félagsins, eins og t.d.
Flugleiðum, Landflutningum,
og Þróunarfélaginu fyrir 696
milljónir króna en keypt voru
bréf fyrir 448 milljónir króna,
þar af 180 milljónir króna í ÚA
sem seld voru aftur innan árs-
ins. Kostnaður KEA við að
leggja niður starfsemi Vöru-
hússins nam 28 milljónum
króna. Tap varð að upphæð
17,5 milljónir króna í rekstrar-
hlutdeild KEA í dótturfyrirtækj-
um, mest 70 milljónir króna í
vatnsútflutningsfyrirtækinu Ak-
va hf. en 72,7 milljón króna
hagnaður af rekstri Útgerðarfé-
lags Dalvíkinga hf.
Gunnar Hallsson, formaður
Akureyrardeildar KEA, sagðist
taka undir orð framtíðarnefnd-
ar Kaupfélags Þingeyinga þess
efnis að KEA reyndi að þvo af
sér pólitískan stimipil og það
væri erfitt þegar stjórnarfor-
maður KEA væri varaþingmað-
ur Framsóknarflokksins. I öðru
lagi gagnrýndi Gunnar að
stjórnarformanni hefði verið
greiddar 100 þúsund krónur í
nokkra mánuði þrátt fyrir að í
landslögum væru ákvæði um að
laun stjórnarmanna væru
ákveðin á aðalfundi. Það var
gert vegna mikils vinnufram-
lags stjórnarformanns en
Gunnar taldi eðlilegra að aðal-
fundur 1997 hefði tekið á mál-
inu. í þriðja lagi spurði Gunnar
hvort það væri eðlilegt að
stjórnarformaðurinn ræki hótel
í samkeppni við Hótel KEA en
stjórnarformaðurinn taldi í
svari sínu að hans ferðaþjón-
usta hefði aðeins aukið ferða-
mannastrauminn á Eyjafjarðar-
svæðið.
Samþykkt var að laun stjórn-
arformanns yrðu 520 þúsund
krónur, varaformanns 390 þús-
und, og ritara og meðstjórn-
enda 260 þúsund krónur. Vara-
menn fá 13 þúsund krónur fyrir
hvern setinn stjórnarfund og fé-
lagslegir endurskoðendur 170
þúsund krónur. GG