Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.04.1997, Síða 11
Jlagur-®mitm
Þriðjudagur 8. apríl 1997 - 11
KNATTSPYRNA • England
Liverpool nýtti
ekki tækifærin
- Bæði toppliðin
töpuðu óvænt um
helgina
Baráttan á toppi úrvals-
deildarinnar er galopin
eftir leiki helgarinnar þar
sem tvö efstu liðin, Manchester
United og Liverpool, töpuðu
bæði óvænt á meðan Arsenal
vann öruggan sigur á Chelsea. I
botnbaráttunni voru einnig
sviptingar þar sem Coventry og
Southampton unnu mikilvæga
sigra. í 1. deild tryggðu Guðni
Bergsson og fólagar hans í Bolt-
on sér sæti í úrvalsdeildinni
næsta vetur með sigri á QPR.
Segja má að leikmenn Li-
verpool hafl fengið boðskort í
efsta sæti deildarinnar frá
varnarmönnum Manchester
United, sem voru arfaslakir
gegn Derby á laugardag. United
tapaði 2:3 og var þetta fyrsta
tap liðsins á Old Trafford í úr-
valsdeildinni síðan Chelsea sótti
þangað þrjú stig fyrir fimm
mánuðum. Varnarmenn United
voru nappaðir í bóhnu hvað eft-
ir annað í fyrri hálfleik og As-
hely Ward og Paulo Wanchope,
landsliðsmaður frá Kosta Ríka,
nýttu sér það. Kóngurinn
Cantona minnkaði muninn og
þrátt fyrir að heimamenn sóttu
nær látlaust í seinni hálfleik
stóð Derby vörnin það af sér.
Dean Sturridge bætti þriðja
markinu við fyrir Derby úr
skyndisókn en þetta er í fyrsta
sinn sem United fær á sig þrjú
mörk á heimavelli í vetur. Vara-
maðurinn Ole Gunnar Solskjær
kom United inn í leikinn á ný en
þrátt fyrir ákafar sóknir náðu
heimamenn ekki að jafna.
Liverpool lék á sunnudag
gegn Coventry og bjuggust
flestir við að nýtt lið tæki við
toppsætinu. Liverpool sótti án
afláts en brenndi af dauðafær-
um hvað eftir annað. Robbie
Fowler og Stan Collymore voru
helstu sökudólgarnir. Fowler
náði þó að nýta eitt af fjölmörg-
um færum sínum og heima-
menn töldu sig komna á beinu
brautina. Annað kom þó á dag-
inn og Noel Whelan jafnaði með
skalla eftir hornspyrnu. Pað var
síðan Dion Dublin, fyrrum leik-
maður Man. Utd., sem tryggði
Coventry sigurinn með marki á
síðustu mínútunni og aftur var
það eftir hornspyrnu. Að þessu
sinni gerði David James herfi-
leg mistök sem Dublin nýtti sér.
Auðvelt hjá Arsenal
Arsenal átti ekki í miklum erf-
iðleikum með nágranna sína í
Chelsea, sem lék án Mark Hug-
hes, Roberto Di Matteo, Dennis
Wise og Frank Sinclair, sem all-
ir voru í leikbanni auk þess sem
Frank Leboeuf, Eddie Newton
og Ruud Gullit eru meiddir. Ar-
senal á nú mjög góða mögu-
leika á að blanda sér í barátt-
una um meistaratitilinn en liðið
á auðveldasta leikjaplanið
framundan af toppliðunum. Það
var Hollendingurinn Dennis
Middlesbrough og Leic-
ester skildu jöfn í úr-
slitaleik Coca-Cola bik-
arsins á Wembley. Staðan eftir
hefðbundinn leiktíma var 0:0
en Middlesbrough tók forustu
snemma í framlengingunni. Það
dugði þó ekki til því þremur
mínútum fyrir leikslok jafnaði
Leicester og kom þar með í veg
fyrir að Boro nældi í bikar í
121 árs sögu félagsins.
Leikurinn var ekki merkileg-
ur en bæði lið fengu einstaka
ágætis færi í venjulegum leik-
Bergkamp sem vann mesta
skaðann í vörn Chelsea og hann
kórónaði góða frammistöðu
með flmmta marki sínu í sjö
leikjum.
Newcastle tefldi fram Alan
Shearer og Les Ferdinand á ný
eftir meiðsl þegar liðið fékk ná-
grannana í Sunderland í heim-
sókn. Lengi framan af virtist
það þó ekki ætla að færa liðinu
gæfu því þeir félagar brenndu
af í góðum færum. Gestirnir
tóku forystu í fyrri hálfleik með
tíma. Það besta fyrir Boro fékk
Fabrizio Ravanelli en skalli
hans fór í stöngina. Hinum
megin skallaði Emile Heskey í
samskeytin. Það voru þessir
leikmenn sem fundu leiðina í
netið í framlengingunni. Fyrst
Ravanelli með föstu skoti eftir
að Juninho óð inn i' varnarmúr
Leicester. Heskey náði að jafna
á 118. mínútu eftir þunga sókn
og tryggði liði sínu endurtekn-
ingarleik, sem leikinn verður á
Hillsborough miðvikudaginn 16.
apríl.
marki frá Micheal Gray eftir
undirbúning frá Chris Waddle,
fyrrum Newcastle-manni. En
Shearer fann aftur gamla form-
ið fyrir framan markið og náði
að jafna á 77. mínútu með 24.
marki sínu á tímabilinu.
Everton lék fyrsta leik sinn
undir stjórn Dave Watson en
hann gerði engin kraftaverk í
sínum fyrsta leik sem stjóri liðs-
ins. Aston ViUa vann auðveldan
sigur, 3:1, og mörk Villa-manna
hefðu hæglega getað verið mun
fleiri. Everton hefur aðeins
unnið 2 leiki af síðustu 15 og
greinilegt er að breytinga er
þörf.
Southampton klifraði upp úr
botnsætinu með sigri á Notting-
ham Forest, 3:1. Varamaðurinn
Mickey Evans, sem Southamp-
ton keypti frá Plymouth á dög-
unum fyrir £500.000, tryggði
liði sínu öll stigin með tveimur
mörkum á þriggja mínútna
kafla undir lokin.
Leikur Tottenham og Wim-
bledon var ekki mikið fyrir aug-
að en Tottenham var vel að
sigrinum komið. Tvisvar komu
leikmenn Spurs tuðrunni í netið
en í bæði skiptin var dæmd
rangstaða. Sigurmarkið kom
síðan níu mínútum fyrir leiks-
lok þegar Jason Dozzell skallaði
í netið eftir hornspyrnu.
DEILDARBIKARINN
Mfnunarmarkið kom
á elleftu stundu
FIMLEIKAR • íslandsmótið
fslandsmeistararnir Rúnar Alexandersson úr Gerplu og Elva Rut Jónsdótt-
ir úr Björk. Rúnar varð áttfaldur meistari, því hann sigraði í öllum áhöldun-
Um. Mynd: Hilmar
Rúnar og Elva Rut
fremst í fjölþraut
Rúnar Alexandersson úr
Fimleikafólaginu Gerplu í
Kópavogi og Elva Rut
Jónsdóttir úr Fimleikafélaginu
Björk í Hafnarfírði urðu á laug-
ardaginn íslandsmeistarar í
ijölþraut í áhaldafimleikum.
Elva Rut fékk 68,690 stig fyr-
ir æfingar sínar í ijölþrautinni,
en Elín Gunnlaugsdóttir úr Ár-
manni varð önnur með 62,365
stig. Eva Þrastardóttir úr Björk
hafnaði í þriðja sæti með
60,277 stig.
í keppni á einstökum áhöld-
um varð Elva Rut hlutskörpust í
stökki og á tvíslá og hún hafn-
aði í öðru sæti á gólfi og á jafn-
vægisslánni. Elín varð meistari
á gólfl og Lilja Erlendsdóttir úr
Gerplu á slánni.
Karlarnir keppa á sex áhöld-
um og Rúnar fékk fyrir þau
103,800 stig en Jón Trausti Sæ-
mundsson, fyrrverandi íslands-
meistari fékk 92,350 stig. Dýri
Kristjánsson varð þriðji með
91,600 stig, en þremenningarn-
ir eru allir úr Gerplu. Skemmst
er frá því að segja að Rúnar
sópaði til sín öllum sex verð-
laununum, í keppni á áhöldum
á sunnudaginn og hann er því
áttfaldur íslandsmeistari, því lið
hans, Gerpla, sigraði einnig í
liðakeppninni. í liðakeppni
kvenna urðu Bjarkirnar sigur-
vegarar.
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Úrslitaleikur
Middlesbrough-Leicester 1:1
(Ravanelli 95) (Heskey 118)
Úrvalsdeild
Úrslil
Liverpool-Coventry 1:2
(Fowler 52) (Whelan 65,
Dublin 90)
Aston Villa-Everton 3:1
(Milosevic 41, Staunlon 50,
Yorke 54) (Unsworth 14)
Chelsca-Arsenal 0:3
(Wright 22, Platt 53,
Bergkamp 80)
Man. Utd.-Derby 2:3
(Cantona 47, Soískjær 76)
(Ward 29, Wanchope 35,
Sturridge 75)
Newcastie-Sunderiand 1:1
(Shearer 77) (Gray 32)
Nottm. Forest-Southampton 1:3
(Pearce víti 88) (Magilton 8,
Evans 87, 89)
Totlenham-Wimbledon 1:0
(Dozzell 81)
Staðan
Man.Utd. 32 18 9 5 63:36 63
Arsenal 33 17 9 7 55:28 60
Liverpool 32 17 9 6 54:28 60
Nevvcastle 31 15 8 8 60:37 53
Aston Villa 3215 8 9 40:28 53
Chelsea 3213 10 9 51:47 49
Sheff.Wed. 31 1213 6 41:37 49
Wimbledon 31 12 10 9 42:38 46
Tottenham 32 12 6 14 39:43 42
Lecds 3211 813 26:34 41
Leicester 31 10 912 37:44 39
Derby 32 911 12 38:49 38
Biackburn 31 8 12 11 33:32 36
Everlon 32 9 9 14 38:48 36
Sunderland 33 8 10 15 30:49 34
Westllam 31 8 9 14 31:41 33
Coventry 33 71214 29:47 33
Middlesbr. 31 9 8 14 44:52 32
Nottm. Forest 34 613 15 29:52 31
Southampton 32 7 9 16 42:52 30
*3 stig dregin af Middlesbrough
fyrir að mæta ekki tii leiks
1. deild
Úrslit
Barnsley-Birmingham 0:1
Bolton-QPR 2:1
Charlton-Man. City 1:1
C. Palace-Huddersfield 1:1
Ipswich-OIdham 4:0
Oxford-Port Vale 0:2
Portsmouth-Grimsby 1:0
Sheff. Utd.-West Brom 1:2
Stokc-Reading 1:1
Swindon-Southend 0:0
Wolves-Norwich 3:2
Tranmere-Bradford 3:0
Staðan
Bolton 41
Barnsley 40
Wolves 41
Sheff. Utd. 42
Port Vale 42
Portsmouth 41
Ipswich 41
C. Palace 39
Norwich 42
Tranmere 41
Stoke 41
QPR 42
Birmingh. 40
Swindon 42
Charlton 40
Oxford 42
Reading 41
Man. City 39
West Brom 41
Huddersf. 41
Bradford 41
Grimsby 40
Oldham 40
Southend 42
25 12 4 88:49 87
1913 8 64:45 70
20 912 60:45 69
1811 13 70:51 65
1615 11 53:48 63
18 815 52:45 62
161312 59:49 61
1612 11 69:40 60
1611 15 61:63 59
16 11 14 57:50 59
1610 15 47:51 58
15 12 15 56:57 57
14 12 14 44:45 54
15 8 19 52:63 53
14 1016 47:55 52
14 9 19 57:61 51
13 12 16 50:58 51
14 916 49:50 51
12 14 15 63:67 50
12 13 16 45:57 49
10 11 20 42:67 41
912 19 52:72 39
9 11 20 44:57 38
8 14 20 39:75 38
Hamar
félagsheimili Þórs:
Salir til leigu
Tilvaldir til hvers
konar íþrótta- og tóm-
stundaiðkana.
Gufa - Pottur -
Búningsaðstaða
Hamar
sími 461 2080