Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 1
Akureyri Fréttir og þjóðmál Fatasöfnun Fatasöfnun fer vel af stað Afar góðar viðtökur hafa verið í fatasöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar sem hófst í gær. Fötum er safnað á fjórum stöðum á Reykjavíkursvæðinu, og á Egilstöðum, ísaflrði og Ak- ureyri. „Hingað hefur mikið borist af góðum fatnaði sem á eftir að komast sér vel fyrir nauðstatt fólk í fyrrum Júgó- slavíu, Tjeteníu og Angóla. Pörfín er mikil. En mér finnst ekki síður gott að finna hve hlýr og innilegur hugur þess fólks er sem hingað kemur og gefur föt,“ sagði Jón Oddgeir Guð- mundsson, sem er í forsvari fyrir fatasöfnunina á Akureyri. Á Akureyri er fötum safnað við Glerárkirkju í dag, föstudag, fram til kl. 20 í kvöld og á morg- un, laugardag, frá kl. 10 til 18. - Á Reykjavíkursvæðinu er tekið á móti fötum á sama tíma, en söfnunarstaðir þar eru Skútu- vogur 1 og Fella- og Hóla-, Sel- tjarnarness- og Hafnarfjarðar- kirkjur. Sami tími gildir einnig í Egilsstaðakirkju, en á ísafirði lýkur söfnuninni kl. 20 í kvöld. Jón Oddgeir Guðmundsson gat þess að í gær hefðu haft samband við sig kvenfélagskon- ur í Mývatnssveit, en þær voru að fara af stað með fatasöfnun þar í sveitinni til hins bág- stadda fólks. Vildi Jón hvetja fleiri til þess að fara að dæmi þeirra. -sbs. I söfnunargámi við Glerárkirkju. Asta Hrönn Björgvinsdóttir og Jón Oddgeir Guðmundsson taka við fatasendingu frá Lóu Oddsdóttur. Mynain -as. Samkeppnisstofnun Ekkí mitt að dæma Viðskipti Stórsala hjáSH Samkvæmt heimildum Dags- Tímans seldi Sigurður Ein- arsson, forstjóri ísfélags Vest- mannaeyja og varaformaður SH, hlut sinn í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í gærkvöld fyrir hundruð milljóna. Líklegt þótti að Lífeyrissjóður verslun- armanna hefði keypt stóran hlut ásamt fagfjárfestum og heyrðust tölur frá 650-750 millj. kr. Sigurður var einn af hvata- mönnum þess að SH yrði breytt í hlutafélag en það kann að hafa komið mönnum á óvart hve skömmu eftir breytinguna hann selur sinn hlut. Bréf Sig- urðar voru í kringum 10% af verði SH. BÞ Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, gengur mun skemmra en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins um mál Flugleiða og Sam- keppnisstofnunar. ítrekar eftiriitshlutverk hennar. Pólitískur titringur? s g er enginn dómari í þeim efnum,“ sagði Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknarflokksins, aðspurð- ur um úrskurð Samkeppnisráðs um sameiningu innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norður- lands. Hann gengur mun skem- ur en samráðherrar og vill ekki gagnrýna úrskurð Samkeppnis- ráðs efnislega, heldur ítrekar eftirlitshlutverk þess. Það hefur vakið nokkra athygli að bæði forsætis- og samgönguráðherra hafa tjáð sig um úrskurðinn og talað um að Samkeppnisráð hafi gengið of langt. Ráðið telur sameininguna í nýtt Flugfélag íslands stangast á við lög og setur ströng skilyrði fyrir henni vegna markaðsstöðu Flugleiða. Ráð- herrar Sjálfstæðis- flokksins telja veg- ið að fyrirtækinu og hagsmunum neytenda. Dagur- Tíminn hefur heimildir fyrir pól- itískum titringi meðal Framsókn- armanna vegna orða ráðherra Sjálfstæðisflokksins um málið. Eftirlitshlutverk „Ég svara fyrir mig og aðrir fyr- ir sig,“ sagði Halldór þegar hann var spurður álits á um- mælum samráðherra sinna. „Ég starfaði í efnahags- og við- skiptanefnd þingsins, þegar þessi lög voru sett á sínum tíma. Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að þau hefðu bæði kosti og galla, en töldum það óhjákvæmilegt vegna breyttra samfélagsaðstæðna." Halldór segir að í nútímaþjóðfé- lagi þar sem samkeppni ráði ríkjum, sé nauðsynlegt að hafa stofnun eins og Samkeppnis- stofnun, rétt eins og aðila sem dæmi um hvort farið sé að lög- um um brunavarnir, eða heil- brigðisreglum. „Það þarf engan að undra þótt í ljós komi að ekki eru allir sáttir við úrskurði Samkeppnisráðs, ekki síst þeg- ar um er að ræða markaðsráð- andi fyrirtæki.“ Áfrýjunarréttur Halldór segir að menn verði að hafa smæð samfélagsins í huga, því sé ekki alltaf hægt að nota sömu leikreglur og á stærri mörkuðum í heiminum. Meðal annars þess vegna hafi verið ákveðið að hafa óháða áfrýjun- arnefnd, sem menn geti leitað til, ef þeir ekki una úrskurði ráðsins. „í þessu tilviki er ekk- ert annað að gera, ef ekki verð- ur nein breyting milli fyrirtæk- isins og Samkeppnisstofnunar, en að vísa máÚnu til þeirrar nefndar og síðan geta menn skotið málinu til dómstóla. Það eru þessir aðilar sem eiga að dæma um þetta, en ekki ég.“ Sjá bls. 6 um málið. -vj Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra „Ekki mitt að dœma í þessu, heldur áfrýj unarnefndar sam- keppnismála eða dómstóla. “ Lífið í landinu Fjórfaldur l.vinningur

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.