Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 4
.. ^ i. mcji) . v i ’\ii\juuUi6\)'i 4 - Föstudagur 11. ápríl 1997 iDitgur-Sitmmrt Akureyri Nesjavellir Börnin á leikskóla Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri, Hlíðarbóli, heimsóttu í vikunni slökkvistöðina á Akureyri. Þeim var sýndur útbúnaður bílanna auk þess sem þeim var m.a. sagt til hvers brunasími væri og hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir þau að reyna að plata slökkviliðið í útkall. gg/myntui Engin aðflutn- ingsgjöld Fjármálaráðuneytið hefur fall- ist á beiðni borgaryflrvalda að fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt vegna innflutn- ings á efni, vélum og tækjum vegna Nesjavallavirkjunar. Indriði H. Þorláksson í íjár- málaráðuneytinu segir að þessi ákvörðun hafi óverulegan kostnað í för með sér fyrir ríkis- sjóð. Þá sé þessi ákvörðun í samræmi við það sem jafnan er gert þegar um stórar virkjanir og aðrar stórframkvæmdir er að ræða. Þar fyrir utan sé öll raforkusala og raunar heita- vatnssala virðisaukaskattskyld. Það þýðir að seljandi orkunnar fær allan innskattinn greiddan. Auk þess séu yfirleitt engin vörugjöld greidd af tækjum og vélum. Þessi niðurfelling á aðflutn- ingsgjöldum nær þó hvorki til verkfæra, vinnuvéla, bensíns, oh'u né annarra rekstrarvara sem keyptar verða vegna starf- seminnar. Þá verður að greiða virðisaukskatt af allri vinnu við framkvæmdirnar. Hinsvegar verður að greiða aðflutnings- gjöld af innfluttum vörum verk- taka. -grh Aðalsafnaðarfundur Vatnsbúskapurinn Metálag í raforkuframleiðslu í ár vegna kuldans Lögmannshlíðarsóknar verður í Glerár- kirkju sunnudaginn 20. apríl kl. 16. Öll sóknarbörn Glerárkirkju hjartanlega velkomin. Sóknarnefnd. Snjór á sunnanverðu hálendi íslands er all- nokkur og hefur bæst gífurlega mikið á hann síðan í febrúar- mánuði. Nýkomið mikið úrval af Ecco vörum, skóm, sumarsandölum, götuskóm ofl. ofl. <2CCO tryggir gæði, þægindi og vellíðan í hverju spori. rátt fyrir það eru uppi- stöðulón Landsvirkjunar ekki nógu birg af vatni og t.d. er vatnsstaðan lægri í Þór- issvatni nú en á sama tíma í fyrra en nokkur bjartsýni ríkir um betri stöðu þegar kemur lengra fram á vorið. Mikið inn- streymi er þessa dagana í Þór- isvatn og meira en oft áður sem m.a. skapast af framkvæmdum við 5. áfanga Kvíslárveitu, en sett var bráðabirgðastífla við Þjórsá sem skapar innstreymi í Þórisvatn í vetur. Á móti kemur að metálag hefur verið í raf- orkuframleiðslunni vegna kulda í vetur og eins hafa stóriðjufyr- irtækin keypt meiri raforku en áður. Því er lág staða í Þóris- vatni eðlileg vegna aukinnar orkunotkunar en bjartsýni ríkir um batnandi stöðu er lengra kemur fram á vorið. Grunn- vatnsstaðan á hálendinu hefur verið slæm undanfarin ár. Orkustofnun stundar ekki markvissar rannsóknir á land- inu sunnan vatnaskila til þess að fylgjast með vatnsbúskapnum en hins vegar fara fram með reglulegu millibili rannsóknir á snjóalögum á HofsjökU, Eyja- bakkajökli og austur í Þrándar- jökli til þess að fylgjast með vatnsbúskap jökla. Þrátt fyrir það að nú sé töluverður snjór á hálendi eru starfsmenn Orku- stofnunar lítt farnir að spá í hvort um miklar vorleysingar kann að verða og hvar. Það fer eftir svo mörgum samtvinnuðum þáttum, m.a. veðri. Á köldu vori mjatlar vatnið fram og nýtist t.d. uppistöðulónum Landsvirkjunar best auk þess að því hægar sem vatnið fer niður því betra verður það fyrir grunnvatnið, meira af því fer niður og skilar sér þann- ig í árnar og hefur góð áhrif á vatnsstöðuna næstu árin. Verði hins vegar um miklar og hraðar vorleysingar fer mun meiri hluti þess til á yfirborðinu og beint til sjávar og fram hjá virkjununum eins og t.d. vorið 1995, en þá voru mestu flóð sem hafa verið síðan mælingar hófust hjá Orku- stofnun. Hlutfallslega mun minni snjór er á Norðurlandi en vatnamælingamenn voru þar á ferð í síðustu viku. Stækkun Blöndulóns hefur þó skapað Blönduvirkjun aukið rekstrar- öryggi. í septembermánuði sl. var staðan 478 metrar yfir sjáv- armáh á móti 474 metrum 1995. í Þórisvatni var staðan 577 metrar í septembermánuði sl. á móti 576 metrum árið 1995. GG Sjávarútvegur MJI. LYNGDAl HAFNARSTRÆTI 103 SIMI 462-3399 IS opnar Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mark- aðs- og sölusviðs ís- lenskra sjávarafurða hf., segir að þrátt fyrir að Spánn, ásamt fleiri suðlægum löndum, sé þekktari sem vænlegur mark- aður fyrir saltfisk verði opnuð í Madrid söluskrifstofa í Madrid í maí- mánuði sem einnig muni þjóna Portúgal og Ítalíu. Þó hefur ÍS verið að selja frystar afurðir inn á þetta markaðssvæði gegnum Frakklandsskrifstofuna, m.a. sjófrystan karfa og humar en einnig lýsing frá Namibíu. GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.