Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.04.1997, Blaðsíða 6
6 - Föstudagur 11. apríl 1997 jDagur-ÍEmtmn ö - FRÉTTASKÝRING s Urskurður Samkeppnisráðs um sameiningu innan- landsdeildar Flugleiða og Jóhannsdóttir Flugfélags Norðurlands hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Eins skrifar og fram |<om f Degi- Túnanum í gær, telur ráðið að samruninn stangist á við samkeppnislög og hefur sett mörg og þröng skilyrði fyrir því að hann nái fram að ganga. En þótt skipt- ar skoðanir séu um ströng skilyrði Samkeppnis- stofnunar, hafa viðbrögð ráðamanna einnig vakið mikla athygli og ýmsum þykir bæði samgönguráð- herra og ekki síður forsætisráðherra hafa farið yfir strikið. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, sagði í samtali við Dag-Tímann á þriðjudag að Samkeppn- isstofnun væri að úrskurða um nýjar hömlur, á sama tíma og ráðuneyti sitt beitti sér fyrir algjöru frelsi í ílugsamgöngum. „Þessi úrskurður stingur algjörlega í stúf við það sem er að gerast." Davíð Oddson, forsætisráðherra, sagði aðspurður á Stöð 2 að honum sýndist stofnunun „hafa gengið of langt.“ Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, hefur á hinn bóginn ekki viljað tjá sig efnislega um úrskurðinn frekar en Halldór Ásgrímsson, enda ætti samkeppn- isráð að vera sjálfstætt og óháð. Dagur-Tíminn hefur heimildir fyrir því að ummæli ráðherra Sjálfstæðisflokksins, einkum forsætisráðherra, hafi valdið nokkrum titringi í Framsóknarflokknum. Framsóknarmönnum sem blaðið ræddi við þykir mörgum það a.m.k. orka mjög tvímælis að forsæt- isráðherra tjái sig um úrskurðinn, eins og hann gerði. Einn viðmælenda orðaði það svo að honum sýndist „menn hafa opinberað sig með þessu“ og vísaði þar til tengsla Davíðs og Harðar Sigurgests- sonar, forstjóra Eimskips og stjórnarformanns Flugleiða. Annar benti á að Davíð væri vanur að segja sína meiningu og skilyrði Samkeppnisstofn- unar væru vissulega afar ströng. Dagur-Tíminn hefur heimiidir fyrir því að ummæli ráðherra Sjálfstæðisflokksins, einkum forsætisráð- herra, hafi valdið nokkrum titringi í Framsóknarflokknum. Sjaldan beitt Því verður tæpast haldið fram að Samkeppnisráð hafi of- notað 18. grein Samkeppnislaga um eftirlit með samruna fyrir- tækja. Ráðið hefur í þrígang fellt slíka úrskurði frá því lögin voru sett 1993, en aldrei bannað samrunann, eins því er heimilt lögum samkvæmt, heldur sett ákveðin skilyrði til þess að tryggja samkeppni. Fyrsti úr- skurðurinn kom í fyrra þegar sett voru nokkur skilyrði fyrir því að Ohufélagið keypti hlut í Olís, síðan þegar Flugleiðir keyptu Ferðaskrifstofu íslands nýlega og nú síðast úrskurðaði ráðið um samruna innanlands- flugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands. Fjórði úrskurður- inn verður svo um kaup íslenska útvarpsfélagsins á Stöð 3. Eitt af þeim skilyrðum sem Flugleiðum voru sett, þegar fyr- irtækið keypti Ferðaskrifstofu íslands, var að það yrði að til- kynna þegar og ef það keypti hlut í öðrum fyrirtækjum í sömu grein. Það gerðu Flugleið- ir með tilkynningu til Sam- keppnisstofnunar 6. febrúar. í framhaldinu ákvað stofnunin að skoða málið og niðurstaðan varð sem sagt sú að samruni flugfélaganna tveggja í Flugfé- lag íslands, stangaðist á við samkeppnislög. í 18. grein sam- keppnislaga segir að „telji Sam- keppnisráð að yfirtaka eða samruni leiði til markaðsyfir- ráða eða dragi verulega úr samkeppni, þá getur það ógilt samruna sem þegar hefur átt sér stað.“ Óviðeigandi afskipti Mér finnst gott að Sam- keppnisstofnun taki sjálfa sig og hlutverk sitt alvarlega og reyni að beita ákvæðum laganna til að tryggja samkeppni og spyrna við óæski- legri samþjöppun í viðskiptum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi, um úrskurð ALLT UM ARGENTÍNU WWW.ISLANDIA.IS/ARGENTINA/ Samkeppnisráðs um samruna innalandsílugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands. Stein- grímur vann að gerð samkeppn- islaganna á sínum tíma, eins og aðrir í efnahags- og viðskiptanefnd, og átti m.a. frumkvæði að gerð skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í ís- lensku atvinnulífi, sem birt var í des- ember 1994. „Það er ekki hægt að segja að samkeppn- isstofnun beiti heimildum sínum í lögunum af neinu offorsi í þessu máli. Samruninn er t.d. ekki stoppaður, heldur settir ákveðnir skilmálar. Á hinn bóginn verð ég að viðurkenna að mér er nokkur eftirsjá að því að þetta gangi ekki eftir, vegna þess að ég held að í þessu hefðu get- að falist heilmiklir hagræðingar- möguleikar í okkar innanlands- flugi, sem ég hef talað fyrir í mörg ár. Það hefði getað tryggt betri þjónustu, sem ella kann að vera í hættu, þegar frjálsræðið heldur innreið sína 1. júh',“ segir Steingrímur. Hann ætlar þó alls Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Alþýðubanda „ Ummœli forsœtis- ráðherra um úrskurð Samkeppnisstofnunar fullkomlega óviður- kvœmileg og ástœðu- laus. “ lagsins 1 • / LYFTARAREHF. Vatnagörðum 16. S: 581 2655 Irisman diesel og gaslyftarar Lyftigeta 1.5-4 tonn. Verð frá 1,805.000 kr. m/vsk Noveltek rafmagnslyftarar, staflarar og handtjakkar frá 500 kg. Verð frá 30,000 kr. m/vsk. Besta verðið í bænum ekki að blanda sér í þann „grát- kór sem hefur verið að kveða upp þunga dóma yfir Samkeppn- isstofnun fyrir að sinna sína hlutverki. Eg vona bara að við sjáum meira af þessu á komandi árum, því það er því miður mjög víða þörf á aðhaldi í þessu mikla fákeppnis- og einokunarum- hverfi, sem er á íjölmörgum sviðum íslensks viðskiptalífs." Steingrímur segir viðbrögð viðskiptaráðherra eðlileg. Hann eigi að halda sig til hlés, því Samkeppnistofnun eigi og verði að vera sem sjálfstæðust. „Nú ég læt það vera, þótt samgönguráð- herra sé svekktur, af samgöngu- pólitískum ástæðum, þótt hann hefði átt að fara betur með það en hann gerði. En það tekur steininn úr þegar forsætisráð- herra blandar sér í málið. Hon- um kemur þetta mál í raun ekk- ert við, það heyrir ekki undir hann. Það var fullkomlega tilefn- islaust, ástæðulaust og óviður- kvæmilegt að forsætisráðherra sé að blanda sér í þetta.“ Fmrnimenningar valda fjaðraíbki Fimm menn sitja í Sam- keppnisráði. Formaður þess er Brynjólfur Sig- urðsson, prófessor og varafor- maður Atli Freyr Guðmunds- son, skrifstofu- stjóri í iðnað- ar- og við- skiptaráðu- neytinu. Ilinir eru Karitas Pálsdóttir, ísa- firði, Ólafur Björnsson, lög- maður á Sel- fossi og Skarp- héðinn Þóris- son, hæstarétt- arlögmaður. Þegar frum- varp um sam- keppnislögin var lagt fram á sínum tíma fyrir um 4 ár- um, var gert ráð fyrir að bæði Alþýðu- sambandið og Vinnuveitenda- sambandið ættu þar full- trúa. Því var hins vegar breytt í með- förum þings- ins, þar sem meirihlutinn taldi ekki rétt að skipa ráðið fulltrúum neinna hagsmuna- samtaka. Þegar svo Magnús Geirsson, fyrrum formaður Raf- iðnarsambandsins og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, voru skipaðir í ráðið, var það harðlega gagnrýnt. Sér- staklega þótti mörgum hæpið að halda því fram að fram- kvæmdstjóri VSÍ væri „óháður þeim fyrirtækjum og samtökum sem lögin taka,“ eins og sagði í 6. gr. samkeppnis- laga. Neyt- endasamtökin vísuðu málinu til umboðs- manns Alþing- is sem komst að þeirri nið- urstöðu að 3 af 5 ráðsmönnum uppfylltu ekki þessi skilyrði, þau Magnús, Þórarinn og Ingibjörg Rafn- ar, lögmaður, og sögðu þau sig öll úr ráð- inu. Túlkun umboðsmanns þótti reyndar mjög þröng og sagði þáver- andi viðskipta- ráðherra, Sig- hvatur Björg- vinsson, að það væri ekki auðunnið verk að finna menn sem uppfylltu hæfnisskilyrðin. Lögunum var síðan breytt 1994 og í 6. greininni nú talað um að ráðsmenn hafi ekki „beinna og verulegra hagsmuna að gæta“ en ekki að þeir skuli vera „óháðir“. Brynjólfur Sigurðsson, formaður Samkeppnisráðs: „Fulltrúar í Sam- keppnisráði mega ekki hafa beinna og verulegra hagsmuna að gæta.“

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.