Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 2
2 - Laugardagur 26. apríl 1997 JOagur-ÍÍIímrrax Reykjavík Slippstöðin á Akureyri Rekstrarhagnaður 48 m. kr. Slippstöðin M. á Akureyri var rekin með 48 milljóna króna hagnaði á sl. ári sem er um 6% af veltu félagsins. Ingi Björnsson, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, segist ekki gera ráð fyrir stór- vægilegum breytingum á rekstri stöðvarinnar á árinu. Megin- verkefnin verða sem fyrr slipp- tökur og viðhald og viðgerðir fiskiskipa, ásamt smíði og upp- setningu fiskvinnslubúnaðar. Þrátt fyrir að fyrirsjáanlegt sé að verkefni fyrir erlenda aðila aukist er þó ekki gert ráð fyrir umtalsverðri veltuaukningu sem markast af skorti af járniðnað- armönnnum hérlendis. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær var Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri Marel, kjörinn stjórnarfor- maður og Valdimar Bergstað, frá Málningu, varaformaður. Aðrir stjórnarmenn eru Gylfi Þór Magnússon hjá SH, Hjörleif- ur Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Eimskip og Hólmsteinn Hólmsteinsson, framkvæmda- stjóri hjá Möl & sandi á Akur- eyri. GG Risastór fáni fer til Genfar Sportvörufyrirtækið Henson hefur saumað risastóran íslenskan fána, eflaust einn þann stærsta í landinu og á hann að hanga neðan úr loft- inu yfir íslenskum sýningarbás í gríðarstórri sýningarhöll á ferðakaupstefnu sem haldin verður í GeM dagana 13.-15. maí. Fáninn á að vekja athygli á fslandi og verður hann geymdur í höllinni en dreginn fram á hverju ári því að ráðstefnan er árleg. Það er Ráðstefnuskrifstofa íslands sem stendur fyrir saumaskapnum á fánanum og verður fáninn af stærstu gerð. Birna Einarsdóttir, starfsmaður Ráðstefnuskrifstofunnar, segir að gefinn hafi verið kostur á mismunandi stærðum á fánan- um en ákveðið hafi verið að hafa hann eins stóran og hægt hafi verið. Sér finnist trúlegt að fánarnir í hölhnni séu yfirleitt í stærri kantinum. -GHS Henson hefur saumað íslenskan fána, sem er hvorki meira né minna en 20 fermetra stór eða svipaður að stærð og gólfflöturinn á hraustlegu herbergi í íbúð. Fáninn er eflaust einn sá stærsti, ef ekki sá langstærsti, sem hefur verið saumaður á landinu. Hann á að vekja athygli á íslandi í Genf. Mynd: eói. Heiti Potturinn Íheita pottinum á Akureyri er mikið pískrað um Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á ísafirði, en Dalvíking að upp- lagi. Segja menn að ýmsir málsmetandi menn í Sjálf- stæðisflokknum hafi hug á að fá Kristján til Akureyrar til að gerast bæjarstjóraefni D-list- ans í næstu bæjarstjórnar- kosningum..... Kristján Þór hefur þó fleiri spil á hendi samkvæmt sagnameisturum heita potts- ins. Þeir fullyrða að í umræð- unni sé sá möguleiki að gera Tómas Inga Olrich að útvarps- stjóra en fá Kristján til að setj- ast í annað sæti listans. JT Ameðan menn útdeila embættum til sjálfstæðis- manna í pottinum fyrir norðan eru menn við svipaða iðju í pottum í Reykjavík. Þar er því haldið fram að Árvakursmenn, sem gefa út Morgunblaðið, séu þegar farnir að huga að eftirmanni Matthíasar Jóhann- essen í ritstjórastóli, þó svo að enn séu nokkur ár í að Matthí- as hætti. Er sagt að menn vilji að nýr ritstjóri starfi með nú- verandi ritstjórum í nokkur misseri áður til að umskiptin verði sem snuðrulausust. Einn maður er jafnan nefndur til sögunnar - Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. Ljóst er að það mun friða stóran hluta Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið óánægður með sjávarút- vegsstefnu Moggans...... Eins og áður hefur komið fram telja menn að búið sé að lofa Friðriki Sópussyni Landsvirkjunarstólnum þegar Halldór Jónatansson hættir. í pottinum heyrist nú að nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna séu þegar komnir með „ráð- herraveiki". Þar nefna menn til sögunnar meðal annarra Geir Haarde og Sólveigu Péturs- dóttur.... Seðlabankinn Makafríð- indi banka- stjóra Arið 1993 beindi Sighvat- ur Björgvinsson, þáver- andi viðskiptaráðherra, þeim tilmælum til banka- ráða Seðlabankans og ríkis- viðskipabankanna tveggja að þeir endurskoðuðu launakjör bankastjóra sinna. í framhaldi af því ákvað bankaráð Seðlabank- ans að hætta að greiða mök- um bankastjóra dagpeninga í utanlandsferðum. Eins og fram kom í svari viðskiptaráðherra við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðar- dóttur á Alþingi í vikunni, fá bankastjórar greidd far- gjöld, gistingu og fulla dag- peninga eins og ráðherrar, þegar þeir ferðast til út- landa á vegum bankanna. Að auki fá makar banka- stjóra Landsbankans greitt fargjald, gistingu og hálfa dagpemnga og það fá makar Seðlabankastjóra einnig, en reyndar aðeins tvisvar á ári. Þetta afnam Seðlabankinn 1993, en bankaráðið ákvað fyrir rúmu ári að taka þessi fríðindi upp aftur. Það var gert í ljósi þess að t.d. Landsbankinn hafði engu breytt í kjörum sinna bankastjóra. Rétt er að taka fram að makar Búnaðar- bankastjóranna fá ekki þessi fríðindi. „Þetta hefur verið svona áratugum saman og kom upphaflega inn vegna þess að kjörin tóku mið af kjörum ráðherra," segir Þröstur Ól- afsson, formaður bankaráðs Seðlabankans. „Þetta eru eftirlegukindur úr fortíðinm og einhvern tíma hlýtur að koma að því að þetta verði endurskoðað," segir Þröst- ur. Bolungarvík ANA3 NA3 A3 S2 NA3 NA4 NA5 S3 ANA3 Blönduós -------------------------------0 ASA2 NA1 A2 S1 SA1 ANA1 ANA 1 SSA2 ASA1 Kirkjubæjarklaustur Sun Mán Þri Mið SA2 A3 ANA3 SA3 SA2 ASA4 NA3 SA3 SA4 Stórhöfði •5 ASA5 A5 ASA5 10 - 5 0 SA5 SA4 SA5 SV4 SA5 Austan gola eða kaldi og rigning eða súld víðast hvar, einkum sunnan til. Hiti 4 til 9 stig. Færð á vegum Aðalvegir landsins eru ágætlega færir. Víða í útvegum er aurbleyta og ásþungatakmarkanir og er það merkt við viðkomandi vegi. Á Aust- íjörðum er byrjað að moka Hellisheiði eystri. Reykjavík Akureyri -5 ASA3 A3 SA3 SSA3 SA3 ASA5 A3 SV4 SA5 Stykkishólmur ASA3 ANA3 ASA3 SSA3 ASA3 A4 ANA3 SSV4 ASA3 -S-i SSA3 A3 A3 SSA3 SSA 3 A3 ANA3 SA3 SA3 Egilsstaðir A B ■■ m SSA3 A3 NA3 VSSA3 NA4 SA3 SA3 SSA5 Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.