Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Síða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Síða 3
Akureyrarbær Lottó Álverið Þessir hlutu viðurkenningu menningarmálanefndar (frá vinstri): Mi- chael Jón Clarke, Þórgunnur Ingimundardóttir, Jón Kristinsson, Jóhann Ingimarsson, Guðbjörg Inga Jósefsdóttir og Sigmundur Rafn Einarsson. Mynd-.Aj Nýr bæjar- listamaður Michael Jón Clarke hefur verið útnefnd- ur næsti bæjarlista- maður Akureyrarbæjar. Mi- chael er kennari við Tónlist- arskólann á Akureyri og hefur starfað ötullega að tónlistarmálum í bænum síðasta aldarfjórðunginn. Vahð var tilkynnt á vor- fagnaði memúngarmála- nefndar sem haldinn var sumardaginn fyrsta. Auk út- nefningar bæjarlistamanns hlutu þrír viðurkenningu fyrir störf sín að menning- armálum og ein viðurkenn- ing var veitt úr húsfriðunar- sjóði. Jóhann Ingimarsson, bet- ur þekktur sem Nói í Val- björk, hlaut viðurkenningu fyrir að hafa glatt augu bæj- arbúa og fleiri til margra ára með gerð listmuna sem ilokkast undir höggmynda- list. Jón Kristinsson var heiðraður fyrir störf sín hjá Leikfélagi Akureyrar en hann var um árabil ein helsta driffjöðrin í starfsemi félagsins. Þriðja viðurkenn- ingin fyrir störf að menn- ingarmálum féll í skaut Þór- gunnar Ingimundardóttur, píanóleikara, sem kennt hefur við Tónlistarskóla Ak- ureyrar í áratugi auk þess að vera undirleikari með einsöngvurum og kórum. Aðeins ein viðurkenning var veitt úr húsfriðunarsjóði að þessu sinni og var hún veitt hjónunum Sigmundi Rafni Einarssyni og Guð- björgu Ingu Jósefsdóttir fyr- ir framlag þeirra til hús- verndar. AI Ókeypis ráðgjöf til milljónamærmga Þegar haft var samband við íslenska getspá um miðj- an dag í gær þótti liggja ljóst fyrir að potturinn færi í a.m.k. 30 milljónir í fyrsta vinn- ing og e.t.v. gott betur. Heildar- verðmæti vinninga verður milh 40 og 50 milljónir króna. „Það er vægast sagt mikið að gera á sölustöðunum," sagði Bolh Valgarðsson markaðsstjóri í gær, enda dreymir marga stóra drauma þótt fáir verði út- valdir. Aldrei áður hefur pottur- inn verið sexfaldur og ef vinn- ingurinn fer á einn stað má bú- ast við að líf viðkomandi taki verulegum stakkaskiptum. Það getur reynst mörgum erfitt að höndla skjótfengin auðævi og því býður fslensk getspá upp á ókeypis fjármálaráðgjöf fyrir þá sem vilja. Bolli segir oft ekki vanþörf á, þótt upphæðin nái aðeins mihjón. „Það er mikil- vægt að fólk hugsi langt fram í tímann og láti peningana ávaxt- ast.“ Margir vildu freista gæfunnar í lottói helgarinnar, enda ókeypis ráðgjöf i boði ef maður vinnur allar milljónirnar! Mynd: Hilmar En skýtur ekki skökku við að einstaklingur sem hugsanlega fær 30 milljóna króna vinning í dag fái í ofanálag ókeypis ráð- gjöf? „Nei, nei þetta er það mikilvægt, menn geta alltaf flippað," segir BoUi. Hvað sálarlegu hliðina varð- ar segir hann ennfremur að ísl. getspá myndi örugglega koma þar að einnig ef um yrði beðið. Fáar sögur eru tU innanlands um það að viningshafar „tapi sér“ en BoUi nefnir erlent dæmi þegar írani vann 1,2 miUjarða í breska lottóinu. Hann flutti upp í sveit og einangraði sig algjör- lega frá umheiminum. BÞ Byrjað á öfugum enda? Athygh hefur vakið hjá nokkrum fagaðilum sem Dagur-Tíminn hefur rætt við, að þótt framkvæmdir séu hafnar við álverið við Grundartanga er ekki enn búið að taka ákvörðun um hvernig staðið verður að kælikerfi verksmiðjunnar. „Það er svolítið sérstakt að lóðarhaf- ar geri ekki grein fyrir því hvernig þetta er hugsað. Það hefði e.t.v. verið eðhlegra að leysa vatnsmálin áður en byggt er, frekar en að gera það á sjálfum byggingartímanum,“ sagði fagaðih í gær. Þrír möguleikar koma til greina, kerfi þar sem vatnið er sjókælt og fer síðan hringrás, loftkælikerfi og kerfi, þar sem vatni úr nágrenninu er veitt til verksmiðjunnar. BÞ Laugardagur 26. apríl 1997 - 3 Heilbrigðisþjónusta Tími jafnræðis er liðinn Fimmtungur barna- fjölskyldna með lægstar tekjur hefur ekki efni á heilbrigð- isþjónustu. Háþróuð tækni en versnandi aðbúnaður, streita og þreyta. Vaxandi áhrif markaðsafla og of há þjónustugjöld hafa leitt tU ójafnræðis og misræmis í aðgengi Iandsmanna til heUbrigðisþj ónust- unnar. Um fimmt- ungur barnafjöl- skyldna með lægstu tekjurnar hafa frestað eða hætt við að leita læknis og kaupa lyf vegna fjárskorts. Tími jafnræðis í hehbrigðisþjónustu sem Ólafur Ólafsson landlæknir hélt á þingi BSRB í gær. Mál- flutningur landlæknis féll í góð- an jarðveg á þinginu, enda fór hann á kostum og nokkrum sinnum skellti þingheimur upp- úr þrátt fyrir alvöru málsins. „Gjalda ber varhug fyrir frekari hækkun gjalda eða verulegum þjónustugjöldum," segir landlæknir. Hann telur að samfélagslega rekin heilbrigðis- þjónusta sé ódýrasti kosturinn og skapar jafnræði meðal sjúk- linga óháð tekjum. Hinsvegar hefur vaxandi áhrif markaðs- aflanna bitnað mest á einstæð- Olafur Ólafsson landlæknir Varar við frekari hœkkun þjónustugjalda. virðist vera liðinn og efnahags- leg skipting þjóðarinnar er staðreynd. Þetta kom m.a. fram í erindi um foreldrum, atvinnulausum, bændum, elhlífeyrisþegum og öryrkjum. Landlæknir sagði einnig að það stríddi gegn lög- um, siðfræði lækna og hefðubundnu jafnræði að fjársterk- ir einstakhngar gætu keypt sér pláss á biðlistum. Um sl. áramót voru 6.900 manns á biðlistum. Landlæknir telur að það þurfi ekki nema 500-700 milljónir kr. th að koma þessum málum í viðunandi horf. í erindi landlæknis kom fram að þótt mikið hefði áunnist í meðferð ýmissa sjúk- dóma og tæknin væri alltaf að aukast á ís- lenskum sjúkra- húsum, þá hefur að- búnaður sjúklinga á bráðasjúkrahúsum versnað. Álag á heil- brigðisstéttir hefur aukist með þeim af- leiðingum að fjarvist- um hefur fjölgað um 50-100% vegna streitu og þreytu. Gangar sjúkrahúsa væru fullir af sjúklingum, þeir væru útskrifaðir of fljótt með Friðrik Vagn Guðjónsson, heilsugæslulæknir á Akureyri, skoðar sjúkling. Samkvæmt upplýsingum landlæknis hafa fjölmargir veigrað sér við að leita læknisþjónustu hjá Friðrik og kollegum hans vegna þjónustugjalda í heilbrigðiskerfinu. Myn&. jhf þeim afleiðingum að endurinn- lögnum hefur fjölgað. Þrátt fyrir þessa ágaha er skipulag og árangur heilbrigð- isþjónustunnar sambærilegur við háþróaðar nágrannaþjóðir. Engu að síður þyrfti að efla for- varnir þótt Island væri í fremstu röð í þeim efnum með- al þjóða Evrópu. -grh

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.