Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Síða 5
.jDagur-CEmtmn
Laugardagur 26. apríl 1997 - 5
F R É T T I R
Útgerðarfélag Akureyringa
Svalbakur fer á veiðar
undir þýsku flaggi
Verkalýðsfélög í Cux-
haven mótmæla leig-
unni og telja að
markvisst sé unnið
að því að flytja starf-
semi MHF frá
Rostock til Akureyrar.
Svalbakur EA-2, einn tog-
ara Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf., mun á næst-
unni fara á úthafskarfaveiðar á
Reykjaneshrygg og veiða kvóta
ESB, þ.e. hluta þess kvóta sem
dótturfyrirtæki ÚA, Mecklen-
burger Hochseefischerei í
Rostock, hefur yfir að ráða.
Svalbakur EA verður leigður til
MHF í góðu samkomulagi við
aðra eigendur MHF og verka-
lýðsfélög í Rostock
en verkalýðsfélög í
Cuxhaven hafa
hins vegar mót-
mælt þessu og telja
þetta óforsvaran-
legt í því mikla at-
vinnuleysi sem nú
er í Þýskalandi.
Verkalýðsfélögin í
Cuxhaven telja að
markvisst sé unnið
að því að flytja
starfsemi MHF frá Rostock til
Akureyrar og benda á að togar-
ar félagsins séu teknir í slipp og
til annarra viðhaldsaðgerða á
Akureyri og ennfremur sjái
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
um sölu á afurðum félagsins.
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri ÚA, segir að MHF
vanti veiðigetu og skip félagsins
séu að ýmsu leyti gamaldags og
því hefði það verið talin ágætis
leið að leigja Svalbak til að sjá
hvernig svo stórt skip mundi
duga í rekstri MHF. Gert er ráð
fyrir að Svalbakur verði í leigu í
fjóra mánuði og mun fara á
næstu dögum á Reykjanes-
hrygg.
Frystitogarinn Sléttbakur EA
landaði blönduðum afla, karfa
og grálúðu, í lok vetrar og var
aflaverðmæti um 60 milljónir
króna. Togarinn fer í dag til út-
hafskarfaveiða á Reykjanes-
hrygg en ÚA á 1.700 tonna út-
hafskarfakvóta þar. íslenskum
skipxun fer nú dagfjölgandi á
Reykjaneshrygg, m.a. Þerney
og Vigri frá Reykjavík, en veiðin
hefur til þessa ekki verið tnjög
mikil.
GG
_______Dallr
Jörvagleði
hin nýja
Pær stóðu nú í fleiri daga en
þetta. Það mátti alveg
reikna með viku-hálfum mán-
uði þá. Við erum svona heldur
að hægja á, annars verður
gaman að sjá hvernig þetta
þróast,“ segir Halla Steinólfs-
dóttir um Jörvagleði hina fornu
en hjá Dalamönnum stendur
Jörvagleði nútímans yfir þessa
dagana. Hún hófst á fimmtudag
með messu og kaffihlaðborði en
formleg setning var á samkomu
í Árbliki um kvöldið þar sem
flutt var ijölbreytt dagskrá.
Jörvagleði er kennd við Jörva í
Haukadal en þar voru haldnar
alræmdar hátíðir á átjándu öld.
Hátíðin nú stendur fram á
sunnudag og er dagskráin ijöl-
breytt. í kvöld, laugardags-
kvöld, verður blönduð dagskrá
sem lýkur með stórdansleik þar
sem hjómsveitin Papar leikur
fyrir dansi.
-ohr
Guðbrandur Sigurðsson
framkvæmdastjóri ÚA
MHF vantar veiðigetu
og skip félagsins eru
að ýmsu leyti gamal-
dags og því var það
talin ágœtis leið að
leigja Svalbak.
Launafólk
Sundrað lið
vill saman
Enn og aftur ræða
forystumenn ASÍ
og BSRB um aukið
samstarf og hugs-
anlega sameiningu.
Hvatt til sameigin-
legs þings samtaka
launafólks.
Við skulum búa okkur
undir að heyra þetta
ekki bara tvisvar,
heldur þrisvar, ijórum sinn-
um, fimm sinnum og sex
sinnum eða þangað til við
förum að sjá árangur af
okkar starfi,“ segir Ög-
mundur Jónasson, formað-
urBSRB
Forustumenn BSRB og
ASÍ hafa enn og aftur viðrað
áhuga sinn á því að efla
samstarf á milli þessara
heildarsamtaka launafólks.
í þeim efnum hafa þeir ekki
útilokað þann möguleika að
þau verði sameinuð í náinni
framtíð. í drögum að álykt-
un um samstarf launafólks
á þingi BSRB er m.a. hvatt
til sameiginlegs þings helstu
samtaka launafólks. Þar er
þess jafnframt vænst að
sameinað þing launafólks
geti skilað niðurstöðum og
árangri innan þriggja ára,
eða áður en öldin er öll.
„Gæti ekki verið að þarna
sé samhengi á milli þar sem
menn eru að horfa á þá
sundrungu sem ríkir og af-
leiðingar hennar," segir for-
maður BSRB. Þar á hann
við áhrif atvinnurekenda og
fjármagnseigenda sem
styðja dyggilega við bakið á
stjórnvöldum við mótun at-
vinnu- og efnahagsstefn-
unnar á kostnað launafólks.
Athygli vekur að á sama
tíma og umræðan um sam-
einingu samtaka launafólks
kemur enn á ný upp á yfir-
borðið gætir mikillar sundr-
ungar innan raða verka-
lýðsins. í
þeim efn-
um er nær-
tækast að
benda á
innbyrðis
deilur
verslunar-
manna og
harðorða
gagnrýni
Alþýðu-
sambands
Vestfjarða á nýgerða kjara-
samninga aðildarfélaga
Verkamannasambandsins.
Þá voru formenn landssam-
banda ASÍ vændir um að
svíkja samþykktir síðasta
ASÍ-þings þegar krafan um
jöfnun húshitunarkostnaðar
var ekki með í sameiginlegrí
kröfugerð á hendur stjórn-
völdum. Sömuleiðis fór
samstaðan um krónutölu-
hækkanir fyrir lítið þegar á
reyndi við gerð kjarasamn-
inga. Síðast en ekki síst þá
hefur formaður stærsta
verkalýðsfélags landsins,
VR, sakað sambandsstjórn
ASÍ um lögbrot þegar hún
samþykkti að hækka álögur
VR til ASÍ um 1,5 milljón
krónur á ári. -grh
■■
Ogmundur Jónasson
formaður BSRB
„Ekki bara tvisvar,
þrisvar..."
Akureyri
j>»:. ■
■ :';: í:;V
FmWudar
Amtsbókasafnið, langelsta stofnun á Akureyri, hélt í gær uppá 170 ára afmæli sitt, en það var stofnað 25. apríl
1827. Safngestum var boðið upp á bakkelsi í tilefni dagsins, en bakaðar voru tvær kökutegundir eftir tæplega 200
ára gömlum uppskriftum. Þá eru einnig á þessu tímamótum sýndar úr eigu Minjasafnsins á Akureyri og Amts-
bókasafnsins bækur og munir er tengjast bókmenntum og bókamenningu. Þessi mynd var tekin í gær af ungum
safngestum sem stillu sér til myndatöku fyrir framan safnhúsið. Þetta eru lestrarhestar framtíðar. Mynd: jhf
Fréttastofur
Fá kaldar kveðjur
Vésteinn Ólason prófessor
sendir fréttastofum
Stöðvar 2 og Sjónvarps-
ins kaldar kveðjur í grein í
Morgunblaðinu fyrradag. Eink-
um fær Sjónvarpið á baukinn
og þá helst Kristín Þorsteins-
dóttir fréttamaður vegna um-
íjöllunar um Véstein sem teng-
ist athugasemdum umboðs-
manns Alþingis um störf hans.
Vésteinn lætur stór orð falla og
þ.á m. eftirfarandi: „Varla getur
nokkur maður verið svo skyni
skroppinn að sjá ekki að frétta-
flutningur Sjónvarpsins og
Stöðvar 2 þessa daga hafði það
að markmiði að skaða mig í
rektorskosningunum. “ Yfirskrift
greinarinnar er „Fréttastofa
Sjónvarps - ginningarfífl eða
handbendi?" og spyr Vésteinn
hvort Kristín hafi gengið erinda
einhverra manna úti í bæ og
túlki nú hver sem vill. Eins og
kunnugt er tapaði Vésteinn fyr-
ir Páh Skúlasyni heimspekipró-
fessor í rektorskjörinu.
Kristín Þorsteinsdóttir sagði í
samtali við Dag-Tímann í gær
að henni væri brugðið. „Ég frá-
bið mér allar dylgjur um ófag-
leg vinnubrögð. Þessar getsakir
um að ég noti fréttatíma Sjón-
varpsins til að ganga erinda
manna úti í bæ eru lágkúruleg-
ar.“
Kristín segist alltaf hafa unn-
ið sínar fréttir af heiðarleika og
þar sé fréttin um Véstein engin
undantekning: „Þegar umboðs-
maður Alþingis birtir álit sem
segir að ólöglega hafi verið
staðið að uppsögn kennara sem
verið hefur í Háskólanum í 14
ár, þá er það frétt. Ef ég hefði
farið að sitja á henni fram yfir
rektorskosningar þá hefði mér
ekki fundist sem ég væri heið-
arlegur fréttamaður.“
Kristín segir að þótt vegið sé
að starfsheiðri hennar þá muni
hún láta nægja að svara grein
Vésteins á sama vettvangi og
hún kom fram en hún íhugi
ekki meiðyrðamál. „Ég er búin
að vera í þessum bransa í 17 ár
eins og þar segir og hef aldrei
fengið svona viðbrögð áður. En
þau dæma sig sjálf.“ BÞ