Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Blaðsíða 6
6 - Laugardagur 26. apríl 1997 ÍOagur-Œíurimt F R É T T I R Geirfinnsmálið Nyir fletir á glæpamálum Sigursteinn Másson fréttamaður ásamt félögum sínum - kvikmynd hans á eftir að vekja mikla athygli. Gömul sakamál verða skoðuð frá nýrri hlið. Sigursteinn viðaði að sér miklum gögnum áður en handrit myndarinnar varð tíl. Mynd: S Aðför að lögum, kvik- mynd Sigursteins Mássonar frétta- manns, mun hræra upp í gömlum saka- málum, og vekja spurningar um rann- sókn og dóma. Sjónvarpið tekur til sýning- ar heimildarmyndina Að- fór að lögum á mánudag og þriðjudag, en hún fjallar um Geirfmns- og Guðmundarmál frá áttunda áratugnum. Þætt- irnir eru 50 og 55 mínútna langir, en í kjölfarið kemur um- ræðuþáttur, sem standa mun í enn aðrar 50 mínútur. Sigur- steinn Másson fréttamaður hef- ur undanfarið hálft annað ár unnið linnulaust við gerð mynd- arinnar. Stór hluti myndarinnar eru leikin atriði, sem Einar Magnús Magnússon dagskrár- maður hefur leikstýrt. Mun hræra upp í fólki „Ég var með forsýningu á þessu í vikunni fyrir fjóra valda ein- staklinga og þykist vita að ýms- ar nýjar upplýsingar um þessi mál muni hræra upp í fólki. Ég finn fyrir mikilli eftirvæntingu fólks,“ sagði Sigursteinn Más- son. Mál þessi voru í sjálfu sér óháð hvort öðru, en tengdust vissum hópi ungs fólks í höfuð- borginni, sem höfðu sitthvað á samviskunni annað en morð. Játningar hópsins lágu fyrir þegar Hæstiréttur kvað upp þunga dóma árið 1980. En jafn- framt höfðu játningarnar verið dregnar tU baka. í málsskjölum kemur í ljós að auk játningar á morðum tveggja íslendinga játaði einn íír hópnum að hafa myrt Fær- eying sem lýst hafði verið eftir hér á landi en fannst aldrei. Einnig sú játning var dregin til baka. Þetta mál er þó ekki með í för, þegar Aðför að lögum verður sýnd. Engin hrifning hjá rannsóknarmönnum Trúlega mun dómskerfið ekki yfír sig hrifið af að rykið sé dustað af þessu dularfulla saka- máli. Einkum eru þeir sem unnu að rannsókninni á sínum tíma óánægðir. Rannsóknin var af mörgum talin argasta klúður. Lögreglan og dómstólarnir kunnu ekki með svo erfiða rannsókn að fara. Kristján Pét- ursson og Haukur Guðmunds- son sem unnu að rannsókn þessara mála suður með sjó, féllust þó á að koma fram í heimildarmyndinni, sem segir vægast sagt reyfarakennda sögu. „Aðrir sem að málinu komu hér í Reykjavík, Örn Höskulds- son, Sigurbjörn Víðir, Eggert Norðdal, Hallvarður og Halldór Þorbjörnsson, eru allir þögulir sem gröfin og vilja hvergi nærri koma,“ sagði Sigursteinn. „Margir munu upplifa þessa atburði öðru sinni, en aðrir munu sjá atburðina út frá alveg nýju sjónarhorni sem menn hafa ekkert spáð í,“ sagði Sig- ursteinn Másson í samtali við Dag-Tímann. Dómsmálaráð- herra/ritstjóri í umræðuþætti Eftir sýningu á seinni hluta myndarinnar á þriðjudagskvöld mun fara fram umræðuþáttur um þetta mesta sakamál aldar- innar sem teygði anga sína um allt þjóðfélagið, jafnvel inn í sali Alþingis. Árni Þórarinsson blaðamaður mun stjórna um- ræðum. Meðal þeirra sem lofað hafa þátttöku eru Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra, en hann var einmitt ritstjóri Vísis á þeim árum sem það blað og gamla Dagblaðið háðu harðvítuga samkeppni um fréttir af atburð- unum. Þorsteinn hefur þannig tvennskonar innkomu í málin. Þá mun Hallvarður Einvarðs- son, þá yfirmaður RLR, tilkippi- legur að taka þátt í umræðun- um. Blöð fóðruð á upplýsingum rannsóknaraðilanna Sigursteinn segir merkilegt að fylgjast með umijöllun dagblaða um þessi mál. „Maður veltir því fyrir sér að þegar búið er að geyma fólk í gæsluvarðhaldi í fleiri ár í al- gerri einangrun, og enn eru einhverjir framburðir að koma fram út og suður og hingað og þangað, að þá skuli blöðin ekki fara nánar ofan í málin,“ segir Sigursteinn. Honum ftnnst ekki mikið koma til þáttar blaðanna á þessum tíma. Þau hafi um of verið fóðruð af þeim sem unnu við rannsóknina, þeir hafi viljað ráða ferðinni og hafi tekist það um of. „Kannski höfðu menn ekki mannafla eða tækifæri til að vinna að málunum eins og vert hefði verið,“ sagði Sigursteinn. Persónuleg andúð og hatur fangelsisstjóra „Við ræddum ítarlega við það fólk sem var vitni á sínum tíma, til að komast inn í grunnrann- sóknina frá því að hún hófst, fyrst í Hafnarfirði þegar Guð- mundur Einarsson hvarf, síðan í Keflavík út af hvarfi Geirfinns Einarssonar ári síðar. Engum datt strax í hug að morðmál væru í gangi. Síðan þróast þetta hér í Reykjavík. Rætt er við lög- menn sem voru inni í Síðumúla hvað mest á þessum tíma. Við erum til dæmis með viðtal við Gísla Guðmundsson sem annað- ist Guðmundar-rannsóknina að hluta til,“ sagði Sigursteinn. Dagbækur fangelsa frá þess- um tíma fengust til skoðunar og var rækilega farið í gegnum þær. Þá eru fangaverðir þessa tíma teknir tali og segja furðu- lega sögu. „Dagbækurnar eru með allt öðrum hætti en ég hafði reikn- að með. Yfirmenn eiga það til að lýsa með dálítið athyglis- verðum hætti persónulegri af- stöðu sinni til sakborninga. Hún kemur sterkt fram. Mikið hat- ur,“ sagði Sigursteinn Másson að lokum. -JBP Forseti islands Ellefu fá Fálkaorðuna Asumardaginn fyrsta sæmdi forseti íslands 11 íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku Fálkaorðu, við athöfn sem efnt var til á Bessa- stöðum. Þeir sem Fálkaorðuna hlutu að þessu sinni eru Arnór Péturssori, riddarakross fyrir störf að íþróttamálum fatlaðra; Björk Guðmundsdóttir, tónhst- armaður, fyrir tónlistarstörf; Guðríður Elíasdóttir, fv. formað- ur verkakvennafélagsins Fram- tíðarinnar, riddarakross fyrir störf að verkalýðsmálum; Jó- hannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, riddarakross fyrir versl- unarstörf; Margrét Jónsdóttir, riddarakross, fyrir störf að fé- lags- og velferðamálum, Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu; Pétur Þorsteins- son, fv. skólastjóri á Kópaskeri, riddarakross fyrir brautryðj- endastarf að leiklist þroska- heftra; séra Sigurður Helgi Guðmundsson, sóknarprestur, stórriddarakross fyrir störf að félags- og öldrunarmálum, Þór- arinn Tyrfingsson, læknir, ridd- arakross fyrir forvarnir og meðferð við áfengis- og fíkni- efnasjúka og Þórunn Bjöms- dóttir, tónmenntakennari, ridd- arakross fyrir störf að tónlistar- og uppeldismálum. Frá afhendingu hinnar íslensku Fálkaorðu á Bessastöðum á sumardaginn fyrsta. Af þeim ellefu sem Fálkaorðuna fengu voru fjarverandi þau Þórarinn Tyrfingsson, Arnór Pétursson og Björk Guðmundsdóttir. Móðir Bjarkar tók við orðunni fyrir hennar hönd.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.