Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.04.1997, Síða 10
10 - Laugardagur 26. apríl 1997 jOayinÆmmm
PJÓÐMÁL
Kirkja Krists og þjóðkirkja íslands
Útvarpspredikun
20. apríl
Séra Halldór Reynisson
etta einkennilega páskahret
sem spaugstofumenn ollu
meðal þjóðarinnar virðist nú
að mestu vera gengið yfir. Það má
eflaust deila um hversu smekklegt
það efni var sem þeir báru á borð,
- en fátt réttlætir þó þau hörðu
viðbrögð sem Spaugstofuþáttur-
inn kallaði fram af hálfu nokkurra
fulltrúa kirkjunnar.
Það stendur samt eftir þegar
storminn hefur lægt að málið allt
og meðhöndlun þess hefur enn á
ný vakið spurningar hjá mörgu
hugsandi fólki um stöðu íslensku
þjóðkirkjunnar. Spurningar,
vangaveltur og efa um ágæti
þessarar öldnu stofnunar sem
ekki er auðvelt að þagga niður.
Ber ríkisvaldinu að styðja og
styrkja þjóðkirkjuna? Á íslenska
ríkið að bera kostnað af henni?
Það verður að segjast eins og er
að vaxandi efa gætir um þetta fyr-
irkomulag - ekki einungis á meðal
þeirra sem ekki teljast til íslensku
þjóðkirkjunnar, - heldur einnig á
meðal ýmissa þjóðkirkjumanna -
jafnvel einnig á meðal presta.
Áður en lengra er haldið er
kannski rétt að við hugleiðum að-
eins hvað kirkja er.
Hvað er kirkja?
Ég lagði þessa spurningu fyrir
skólabörn sem komu í heimsókn
hingað í kirkjuna ekki alls fyrir
löngu. Sum barnannk sögðu að
kirkja væri hús, bygging eins og
t.d. Neskirkja. Gott ef einhver
nefndi ekki að kirkja væri stofnun,
þó að sá hinn sami skildi nú ekki
vel hvað það orð þýddi - en
eftir smá vangaveltur sagði
eitt barnanna að kirkja
væru þeir sem tryðu á Jesú
Krist.
Já, betur er ekki hægt
að svara þessu. Kirkjan
eru þeir sem trúa á Jesú
Krist og reyna að lifa í
samræmi við þá trú. Kirkj-
an snýst um þennan boð-
skap og hún er mynduð af
fólki af holdi og blóði. Hún
er eða á að vera samfélag,
samtakamáttur þeirra sem
vilja þjóna guði og efla
kærleikann og róttlætið á
jörðinni.
En geta menn þá ekki
þjónað Guði hver á sinn
hátt, hver fyrir sig? Vissu-
lega, en er ekki samtaka-
mátturinn meiri, en þegar
hver baukar í sínu horni -
og er ekki eðlilegt að þeir
sem hafa sama h'fsviðhorf
leggi saman krafta sína í
hinni góðu baráttu? Það að
lifa sem kristinn maður er
að hafa tilfinningu fyrir því að
annað fólk skipti máli.
Enginn er eyland - sérhver
maður er hiuti af meginlandi,
sagði enski skáldklerkurinn John
Donne.
Þetta meginland kristinna
manna er einmitt kirkjan.
Það er haft eftir Kyprían kirkju-
föður að þeir sem eiga Guð að föð-
ur eigi kirkjuna að móður. í þessu
andlega samfélagi rúmast allir. „í
húsi föður míns eru margar vistar-
verur" heyrðum við Jesú segja í
guðspjallinu sem var lesið áðan.
Það er svo annað mál hvort allir
vilji tilheyra kirkjunni eða ekki.
Þetta andlega samfélag - kirkj-
an - á sér síðan birtingarform í
stofnunum eins og þjóðkirkju ís-
lands og í einstökum söfnuðum um
land allt. Og þjóðkirkja er hún
meðan að meginþorri landsmanna
telst til hennar. Um leið er hún rík-
iskirkja af því að hún nýtur stuðn-
ings og verndar ríkisvaldsins eins
og það heitir í stjórnarskránni.
Mikið djúp
Einhvern veginn læðist að mér sá
grunur að það sé mikið djúp stað-
fest á milli kirkjunnar sem and-
legs samfélag og þeirrar sein-
heppnu ríkisstofnunarkirkju sem
almenningur hefur í huga þessa
dagana þegar rætt er um íslenska
þjóðkirkju.
Mér er heldur ekki grunlaust
um að íslenska ríkiskirkjan sé
orðin nokkuð firrt frá íslenskri
þjóð. Að minnsta kosti benda þær
uppákomur sem orðið hafa innan
kirkjunnar síðustu misserin ekki
til annars.
Jónas Kristjánsson ritstjóri ger-
ir kirkjuna að umræðuefni í leiðara
DV 5. apríl sl. Þar segir hann m.a.:
„Þjóðkirkjan hefur verið að
reyna á þolrif þjóðarinnar á und-
anförnum árum. Erfitt er að sjá,
að úr því verði bætt á annan hátt
en með róttækri aðgerð á borð
við þá, sem oft hefur verið nefnd,
aðskilnaði ríkis og kirkju og til-
heyrandi eignaskiptasamningi
ríkis og kirkju.“
Úr annarri átt heyrist í Bubba
Morthens sem spyr á nýjustu
plötunni sinni: „Er blinda kirkj-
unnar að sigla henni í strand?"
Það er ekki annað að sjá en að
þessir menn beri hag kirkjunnar
fyrir brjósti þegar þeir segja
þetta. Og þeir eru víst fjölmargir í
þessu landi sem svíður það sárt
að „vor kristna móðir“ - eins og
kirkjan er stundum kölluð - þoli
niðurlægingu og háðung.
Getur það verið að íslenskri
þjóðkirkju væri hollast að ganga
út úr því skjóli sem ríkisvaldið
hefur veitt henni til þessa? Er
hugsanlegt að þjóðkirkjan verði
sterkari boðberi Krists, - styrkari
stoð hinum smáa- og beittara
sverð í þágu mannúðar, ef hún
fengi að standa ein og óvarin?
Reyndar verður strax að taka
það fram að nú hin síðari ár hef-
ur í mörgu verið greint á milli
ríkis og kirkju. En í eðli sínu hafa
þessi tengsl h'tið breyst. Ríkinu
ber áfram samkvæmt stjórnar-
skrá að styðja og styrkja þjóð-
kirkjuna.
Mér er spurn hvort þjóðkirkj-
an verði áfram í svipaðri sambúð
við ríkisvaldið og ómyndug eigin-
kona sem þorir ekki annað en að
bera allt undir mann sinn? Víst
væri það tímaskekkja.
Ríki og kirkja
Það eru veigamikil rök fyrir
því að greina ríki og kirkju
meira að en nú er gert. Þau
koma úr tveimur áttum;
annars vegar frá pólitísk-
um og heimspekilegum
hugmyndum um eðli ríkis-
valds - hins vegar koma
rökin frá trúnni sjálfri.
Skoðum fyrst hin pólit-
ísku og heimspekilegu rök.
Hugmyndir okkar um
eðli þjóðfélagsins og ríkis-
valdsins stafa ekki síst frá
réttindabaráttu manna í
Evrópu og Ameríku fyrir
tvö til þrjú hundruð árum.
Sú barátta fólst m.a. í því
að menn fengju að hafa
trúarsannfæringu sína í
friði fyrir ríkisvaldinu. Trú-
frelsi, tjáningarfrelsi og
önnur mannréttindi voru
talin náttúrulegur réttur
manna, og allir menn væru
skapaðir jafnir með sömu
kröfu til slfkra réttinda.
Þessi hugmynd um
mannréttindi er grundvallaratriði
í vestrænu lýðræði. Samkvæmt
henni hefur ríkisvaldið ekki leng-
ur neitt vald yfir skoðunum þegn-
anna og tjáningarfrelsi svo fremi
sem það er í samræmi við al-
mennt siðferði. Ríkið á ekki að
styðja eitt lífsviðhorf frekar en
annað. Ekki eina kirkjudeild eða
trúfélag umfram önnur.
Það eru lika veigamikil rök
fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju
sem koma frá trúnni sjálfri. Við
kristnir menn trúum því að Krist-
ur sé vegurinn, sannleikurinn og
h'fið. f honum sé Guð með ein-
stæðum hætti að verki. Kristur er
ékki einn vegur af mörgum -
hann er vegurinn - hann er held-
ur ekki einn sannleikur af mörg-
um - hann er sannleikurinn - og
hann var ekki bara lifandi maður
- í honum bjó sjálft lífsaflið. Um
það vitnar guðspjall þessa sunnu-
dags.
Það þarf hver og einn að taka
afstöðu til þessa
Krists - en ótil-
neyddur. Krist-
ur beitir hvorki
rannsóknarrétti
né ríkissak-
sóknara fyrir
sig - og það
hggur í hlutar-
ins eðli að hon-
um fylgja ekki
allir. Hann þarf heldur ekki á
vernd keisara, kóngs eða ríkis-
stjórnar íslands að halda. Hann
var kominn sem lausnari heims-
ins en hann sagði aldrei að allur
heimurinn myndi fylgja sér - ekki
einu sinni allir íslendingar.
Fjölhyggja
Það er stundum sagt að ljölhyggja
einkenni heiminn í dag. Þeir dag-
ar þegar allir hugsa og lifa eins
eru liðnir. Hvorki íslensk né önn-
ur vestræn menning er lengur
eins heildstæð og hún var fyrr á
öldum þegar ríkiskirkjan varð til.
Við getum einfaldlega ekki lokað
augunum fyrir því að sú menning
sem ríkiskirkjan spratt upp úr er
í upplausn. Átökin innan kirkj-
unnar eru hka til merkis um það
að fjölhyggjan er farin að setja
mark sitt á hana.
Svo er það annað: Margir hta
á það sem ákveðin forréttindi að
þjóðkirkjan njóti verndar ríkis-
valdsins. Þá vaknar vitaskuld
spurningin hvernig forréttinda-
hópur geti verið sannur málsvari
þeirra sem minna mega sín -
þeirra sem ná ekki einu sinni sín-
um rétti - hvað þá forróttindum?
Það eru þó líka til rök sem
mæla með núverandi sambandi
ríkis og kirkju. Sterkustu rökin
eru vitaskuld þau að enginn önn-
ur stofnun en kirkjan hefur hlúð
eins mikið að vexti og varðveislu
íslenskrar menningar í aldanna
rás. Þrátt fyrir það sem sagt hef-
ur verið hér á undan er það enn
stór hluti af íslenskri sjálfsvitund
að tilheyra kirkju og kristni. ís-
lensk menning og kirkjuleg
menning verða einfaldlega ekki
aðgreindar.
Að auki er svo fjöldamargt í
hugsun okkar, venjum, lögum og
siðfræði sem á rætur að rekja til
kristinnar trúar. Jafnvel bók-
menntaarfurinn sem við erum
hvað stoltust af - var hann ekki
mikið til skrifaður í klaustrum?
Ef pólitísk, heimspekileg og
guðfræðileg rök mæla með að-
greiningu ríkis og kirkju þá mæla
menningarleg rök fyrir
áframhaldandi sambúð þar á
milli.
Nú er skammt til þess að við
höldum upp á 1000 ára afmæh
kristnitökunnar. Þá varð niður-
staðan sú að ein þjóð þyrfti að
hafa einn sið til að slíta ekki frið-
inn. En höfum við ekki þroskast
að umburðarlyndi á 1000 árum?
Getum við ekki enn litið á okkin-
sem eina þjóð þrátt fyrir að menn
í raun aðhylhst fleiri en einn sið?
Og þó hggja rætur okkar vel-
flestra í hinum kristna sið. Samt
sem áður ætti það að vera íhug-
unarefni okkar fslendinga við
þessi tímamót, hvort núverandi
samband rfkis og kirkju sé heppi-
legt miðað við breytta þjóðfélags-
gerð.
Að borði og sæng
Getur það kannski verið lausn að
rjúfa að mestu hin íjárhagslegu
tengsl, milh ríkis og kirkju, að
kirkjan hafi sfna eigin stjórnsýslu,
réttarfar og löggjöf í eigin efmnn,
en haldi eftir sem áður menning-
arlegu sambandi við íslenska rík-
ið?
Væri það möguleiki að aðskilja
ríki og kirkju „að borði og sæng“
svo notað sé
kunnuglegt
dæmi?
Ég er vegur-
inn, sannleikur-
inn og lífið, seg-
ir Kristur við
lærisveinana í
guðspjalli dags-
ins. Fyrir æðstu
presta og fyrir-
menn þjóðar hans voru þessi orð
hins vegar argasta guðlast.
- Fyrir sannleikann hlaut
Kristur því að deyja
- en í hinu nýja lífi reis hann
upp
- og vegurinn var söfnuður
hinna fyrstu lærisveina einmitt
nefndur en fékk seirma nafnið
kirkja.
„Ég er vegurinn, sannleikurinn
og lífið.“ Fyrir þessi orð varð
kirkjan til, þetta systra- og
bræðraband sem leitast við að
fylgja Kristi.
Þér er boðið að ganga þennan
veg Krists - þór sem vilt tilheyra
kirkju Krists - og þó skaltu ekki
ganga hann nema af fúsum og
frjálsum vilja - og fyrr skaltu ekki
ganga hann en þú ert reiðubúinn
að leita sannleikans í hverju máli
- og verja lífið í öllum þess mynd-
um.
Kirkja Krists, einnig þjóðkirkja
íslands verður ávallt að leitast við
að ganga á vegi hans, lifa hfi
hans og láta sannleika hans leiða
sig. Annan stuðning og aðra
vernd þarf kirkja Krists ekki að
hafa.
Biðjum Krist að hann veiti
kirkjunni sinn stuðning og sína
vernd í hans nafni. Amen.
\ GRUNNSKÓLAR
=25 HAFNARFJARÐAR
Lausar kennarastöður
í Hafnarfirði eru um 3200 nemendur í sex grunnskólum.
í bænum er góður skólaandi og framundan er mikil uppbygging,
stöðugt þróunarstarf og nýsköpun.
Við auglýsum eftir áhugasömum og dugmiklum
kennurum.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu
Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, en umsóknir berist til
skólastjóra sem veita allar nánari upplýsingar um stöð-
urnar, Umsóknarfrestur er til 20. maí 1997.
Hvaleyrarskóli
1.-10. bekkur 550 nemendur
Skólastjóri: Helga Friðfinnsdóttir, vinnusími 565 0200
Lausar stöður: íþróttakennsla
Almenn kennsla (yngri nemendur)
Lækjarskóli
1.-10. bekkur 450 nemendur
Skólastjóri: Björn Ólafsson, vinnusími 555 0585
Lausar stöður: íþróttakennsla
Tónmenntakennsla
Enskukennsla
Setbergsskóli
1.-10. bekkur 660 nemendur
Skólastjóri: Loftur Magnússon, vinnusími 565 1011
Lausar stöður: Sérkennsla
Öldutúnsskóli
1.-10. bekkur 680 nemendur
Skólastjóri: Haukur Helgason, vinnusími 555 1546
Lausar stöður: íþróttakennsla
Handmenntakennsla (hannyrðir)
Dönskukennsla
Almenn kennsla (yngri nemendur)
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Það eru þó líka til rök
sem mæla með
núverandi sambandi
ríkis og kirkju.