Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 7
jDítgúf-tEurnftíf r i i i i i L Fitnihttidutfur'Ttihatl-^f?- T fiátíd iidcigivt oexííatýdöuió n i i i i i j Mynd: GS Verkalýðshreyfingin á Seyðisfirði 100 ára Verkamannafélag Seyðis- fjaröar var stofnað á Seyðisfirði 1. maí 1897, á heimili Jóhannesar Oddsson- ar í Miðbæ. Þetta var fyrsta verkalýðsfélag ófaglærðra sem stofnað var á íslandi. í grein sem Sófus Þór Jóhannsson hef- ur skrifað í tilefni af aldaraf- mælinu segir m.a.: „“Verka- mannafjelag Seyðisfjarðar heitir fjelag, sem hefur verið að koma undir sig fótunum síð- asta haust og vetur.“ Þannig hljóðar fyrirsögn vikublaðsins Bjarka fimmtudaginn 29. apríl 1897. Fjelag þetta var fyrsta stéttarfélag ófaglærðs verka- fólks á landinu..." Sófus segir enn fremur frá því í grein sinni að undirbúningur félagsins hafi staðið frá því haustið áður en lög þess ekki tekið gildi fyrr en 1. maí 1897 sem telst því stofndagur félagsins. Félags- stofnun þessi vakti mikla at- hygli í landinu og kemur fram í grein Sófusar að ótta og tor- tryggni hafi mátt greina í skrif- um Reykjavíkurblaðanna Fjall- konunnar og íslands um málið. Hlé á starfi Fyrsti formaður þess var Anton Sigurðsson. Starfsemin lá niðri frá árinu 1900 til 1904 er haldinn var fundur 18. janúar þ.á. þar sem ákveðið var að heQa starfsemi verka- lýðshreyfingar á Seyðisfirði til vegs og virðingar að nýju. Nokkrar deilur urðu um nafn á félagið, en niðurstaðan varð sú að kalla félagið Fram, sem það heitir enn í dag. Vagga ís- Aðalræðumaður dagsins verður Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, Samkór Seyðis- fjarðar syngur og boðið verður upp á fleiri skemmtiatriði auk þess sem öllum bæjarbúum verður boðið í kaffi, segir Hulda Sveinsdóttir, formaður Verka- mannafélagsins Fram. lenskrar verkalýðshreyfingar stóð því á Seyðisfirði og fyrsta konan gekk í félagið árið 1909, Rósa Vigfúsdóttir á Vestdals- eyri. Á fyrstu árum félagsins var ákveðinn 10 stunda vinnu- dagur, en fyrir alla vinnu um- fram 10 stundir skyldi greiða 5 aura álag fram yfir venjulegt tímakaup. Önnur elstu verka- lýðsfélög landsins eru Verka- lýðsfélagið Báran á Eyrar- bakka, stofnað 1903; Verka- lýðs- og sjómannafélagið Bjarmi á Stokkseyri, stofnað 12. febrúar 1904 og Verka- mannafélagið Dagsbrún, stofn- að 26.janúar 1906. Hátíðardagskrá Hulda Sveinsdóttir, núverandi formaður Fram, segir að ald- arafmælis verkalýðsfélags á Seyðisfirði verði minnst í dag 1. maí, frídegi verkamanna, með ýmsum hætti í félagsheim- ilinu Herðubreið á Seyðisfirði. „Þetta verður hátíðardag- skrá þar sem aðalræðumaður dagsins er Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASÍ, síðan fylgja ýmiss skemmtiatriði eins og söngur Samkórs Seyðisfjarðar og slegið verður á fleiri létta strengi. Öllum bæjarbúum verður síðan boðið í kaffi“, sagði Hulda Sveinsdóttir. Þess má til gamans geta að konum í formannssæti verka- lýðsfélaga hefur heldur ijölgað á síðustu árum. Þar má m.a. nefna verkalýðsfélögin á Hornafirði, Siglufirði, Selfossi, Tálknafirði og Raufarhöfn. GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.